Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
08.06.2011 at 22:06 #730969
Hér [url:r6zud28j]http://baekur.is/is/bok/000197672/1/203/Islenzkar_thjodsogur_og_Bindi_1_Bls_203[/url:r6zud28j] er tröllkonusaga úr Þjórsárdal og seigir frá Tröllkonugröf þar sem Þuríður Arngeirsóttir á að vera grafin.
Vegna Windófs takmarkana get ég ekki sett textann hér, en hvet fólk til að prenta þetta út og lesa við varðeldinn.Hreinn Hekluskógum er búinn að plana aðgerðir og set ég hans texta hér að neðan:
"Glæsilegt. Ég verð með einn frá Skógræktinni til að hjálpa mér.
Hugmyndin hjá mér var að leggja mesta áherslu á áburðargjöfina og að bera á landið norðan megin í holtinu og svo þær plöntur sem settar hafa verið síðustu ár. Einnig væri gaman ef hluti hópsins myndi gróðursetja hóflegan fjölda af birki og reyniviði í svæðið.Eitt smá kerru atriði var ég að spá í: Það eru áburðarhrúgur við gamla Hjálparfossveginn. Um er að ræða kögglaðan áburð sem Landgræðslunni var gefinn og á að vera allt í lagi að dreifa með höndum. Það væri hægt að moka honum í ker upp á kerru með snjóskóflum og aka honum þaðan á kerrum upp á holtið og dreifa. Eru einhverjir kerrumenn sem tíma kerrum sínum í svona verkefni. Kerrurnar má svo skola í Sandánni eða í Árnesi eftir daginn.
Gott að heyra ef þið getið komið með fötur, spurning hvort hægt væri að biðja um snjóskóflur í áburðinn og kerrur (fiskiker?)."
Bkv
HreinnSkráning í landgræðsluferðin er á uppleið og í kvöld er hún svona:
Árni Baukur Bergsson 2 en hann var langfyrstur til að skrá sig og frúnna, en pósturinn barst mér símleiðis í kvöld.
Hörður 2 + 2
Laila 4 + 3
Magnum 2 + 3
Dagur 1
Didda 1
Hjörtur og Jakinn 2
Vilhjálmur, Unnur Dóra, Vigfús og Halla Björk 3 + 1kveðja Dagur
07.06.2011 at 23:54 #730965Veðurspá fyrir landgræðsluferðina á laugardagin er með tveggjastafa hitatölum: http://www.vedur.is/vedur/spar/thattaspar/#teg=hiti og úrkoma og vindur í algjöru lágmarki: http://www.vedur.is/vedur/spar/thattaspar/#teg=urkoma
Ekki er hægt að hugsa sér betri spá nú á dögumSkráning í landgræðsluferðin gengur rólega, en mjakast og í kvöld er hún svona:
Hörður 2 + 2
Laila 4 + 3
Magnum 2 + 3
Dagur 1
Didda 1
Hjörtur og Jakinn 2
Vilhjálmur, Unnur Dóra, Vigfús og Halla Björk 3 + 1kveðja dagur
03.06.2011 at 23:20 #730959Hér eru nánari upplýsingar um ferðina:
Gisting verður endurgjaldslaus á tjaldstæðinu við Sandártungu skammt austan Sandár í Þjórsárdal. Tjaldsvæðið er velgróið, fallegt og flatirnar aðskildar með trjágróðri.Laugardagurinn 11.06. verður aðalvinnudagurinn Við leggjum af stað frá tjaldstæðinu rétt um kl 10 um morguninn. Við höfum, í samstarfi við Landgræðsluna og Hekluskóga, séð um að dreifa áburði blönduðu melgresi, grasfræjum og í ár jafnvel kjötmjöli á ákveðin svæði í Núpsskógi og Þórðarholti. Umhverfisnefnd er með helmikið af ílátum(fötur og þ.h.) sem gott er að nota við vinnuna . Svæðin Þórðarholt og Núpsskógur eru frekar stutt frá tjaldstæðinu.
Á laugardagskvöldinu verður frábært grill í boði klúbbsins
Nokkrir hafa þegar skráð sig í feriðna og eru eldri fyrst og yngri seinni talan.
Hörður 2 + 2
Laila 4 + 3
Magnum 2 + 3
Dagur 1
Didda 1
Hjörtur og Jakinn 2Ekki eru tölur komnar frá suðurlandsdeild en þau haf oft fjölmennt í landgræðsluferina.
kveðja Dagur
02.06.2011 at 21:13 #730957Þessi helgi varð fyrir valinu vegna margra ástæðna.
1. Mikilvægt er að hefja þessa vinnu snemma sumars svo að plöntur dafni fyrr.
2. 3 helgar komu til greina og var næsta helgi 17-18 juní þegar allir eru í bænum og um Jónsmessu þegar við og margir aðrir eru í Þórsmörk.
Svo er ein ástæða í viðbót sem ég nefni ekkikveðja Dagur
01.06.2011 at 17:58 #730951Nokkrir eru nú þegar skráðir í landgræðsluferðina og verður settur up listi hér fljótlega.
Hér er kort af svæðinu en landgræðslu er austan við þjóðveginn og norðan við Þjórsá:[url:3s46qiwy]http://maps.google.is/maps?hl=en&ie=UTF8&ll=64.100707,-19.908772&spn=0.036215,0.130291&t=h&z=13&lci=org.wikipedia.en[/url:3s46qiwy]
Hér er ágætisgrein um Þjórsárdalin:[url:3s46qiwy]http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=546664[/url:3s46qiwy]
MEÐ ÚTIVIST Í ÞJÓRSÁRDALMargt er sérkennilegt í Hreppum. Fyrir nokkrum árum voru meira en hundrað hreppar á landinu, en aðeins tveir voru nefndir Hreppar með stórum staf. Það eru Hrunamanna- og Gnúpverjahreppar. En það er ekki allt. Í daglegu tali Hreppamanna eru hrepparnir kallaðir Ytri Hreppur og Eystri Hreppur. Hreppamenn hafa sínar eigin áttir sem eru: inn, austur, fram og út. Þessar áttir liggja eftir sprungustefnum, í suðvestur-norðaustur en öll fjöll og dalir liggja í þeirri stefnu.
Eitt enn er mjög sérkennilegt: Þjórsárdalur er nefndur eftir á, sem alls ekki rennur um hann. Efst uppi heitir dalurinn Fossárdalur en þegar neðar dregur heitir hann Þjórsárdalur.
Þegar ekið er með Þjórsá austur Eystri Hrepp blasir við sýn sem þeir kannast við sem voru orðnir fjáðir fyrir 1980. Það er Gaukshöfði. Fjársafn Hreppamanna er að vísu ekki lengur til staðar eins og á gamla hundraðkallinum, en landslagið er kunnuglegt.
Þjórsárdalur var grösug og búsældarleg sveit á fyrstu öldum Íslandsbyggðar en árið 1104 gaus Hekla og vikurfall frá fjallinu eyddi byggð í dalnum.
Nokkrir bæir svo sem Stöng, Steinastaðir, Skeljastaðir, Sámstaðir, Sandártunga og fleiri hafa ratað inn í heimildir og hafa fundist tóttir þessara bæja. Á Stöng var grafinn upp bær Gauks Trandilssonar og hefur Þjóðminjasafn byggt yfir tóttirnar þannig að þær varðveitast og eru almenningi til sýnis. Einnig hefur Landsvirkjun byggt bæ sem er eftirlíking af bæjum á söguöld. Sá bær stendur niðri við Sámstaðamúla skammt frá Búrfellsvirkjun.
Skammt fyrir ofan Stöng er einstök náttúruperla, Gjáin. Það er sennilega óvíða á landinu hægt að sjá slíkt samspil vatns, gróðurs og bergmyndana á jafn litlu svæði.
Gjáin er hamrakvos þar sem Rauðá fellur niður í Gjárfossi. Líklegt er að Gjáin sé gamall farvegur Þjórsár og eru heimildir um að Þjórsá hafi í vatnavöxtum runnið niður í Gjána. Hægt er að ímynda sér hversu tignarlegur fossinn hefur verið við þær aðstæður. Gjárfoss er ekki stór en ákaflega fallegur. Í kringum fossinn gefur að líta skemmtilegt stuðlabergsmynstur sem gefur staðnum mikinn ævintýrablæ.
Þegar að er komið virðist Gjárfoss tvískiptur. Annar minni foss er austar í Gjánni. Það er þó tæpast hægt að segja að fossinn sé tvískiptur því að kvíslin sem þar steypist fram af á upptök sín aðeins um 50 metrum ofan við brúnina. Þess vegna er engan veginn rétt að gefa það í skyn að Rauðáin klofni ofan við fossinn.
Það er talsvert um uppsprettur niðri í Gjánni þar sem vatn kemur út undan hrauninu.
Gróðurinn í kringum þessar uppsprettur er mjög fallegur en mest ber á hvönn, grasi og sóleyjum sem ásamt vatninu ljá staðnum sérstaka litadýrð. Áin er vel væð og jafnvel hægt að stökkva yfir kvíslar þannig að auðvelt er að ganga um gjána og skoða.
Niðri í Gjánni má sjá hleðslur í hellisskútum. Hvort þar voru skýli sem notuð voru í fjallaferðum eða bústaðir útilegumanna er ekki vitað.
Frá Gjánni má síðan ganga að Háafossi, næsthæsta fossi landsins, 122 m háum. Fossarnir Háifoss og Granni eru hvor í sinni kvíslinni af Fossá. Þeir voru nafnlausir fram yfir aldamótin 1900, en dr. Helgi Pjeturss gaf Háafossi nafn og André Curmont gaf Granna nafn. Leiðin frá Gjánni um Stangarfjall að fossunum er 6 til 7 km löng.
Í ár eru 25 ár síðan ferðafélagið Útivist var stofnað. Þar með var farið að bjóða upp á dagsferðir. Vegna fjarlægðar hafa Hrepparnir orðið útundan í dagsferðum en eru þó of nálægt til að tilefni hafi verið talið til að skipuleggja lengri ferðir þar um. Hjá Útivist er talin full ástæða til að halda veglega upp á 25 ára afmæli dagsferða með ferð í Þjórsárdal. Þá verður farið inn að Stöng og Gjáin skoðuð. Síðan verður boðið upp á tvo valkosti. Annar er að ganga upp að Háafossi og niður Fossárdalinn að sundlauginni við Reykholt. Hinn kosturinn er að skoða ýmislegt það sem er að sjá, s.s. sögualdarbæinn, Hjálparfoss og e.t.v. eitthvað fleira með stuttum gönguferðum, en rútan mun þá fylgja hópnum. Að því loknu sameinast hóparnir í grillveislu á góðum stað.
EFTIR STEINAR FRÍMANNSSON
Höfundur er fararstjóri hjá Útivist.
31.05.2011 at 23:33 #730945Rétt hjá þér Sigurður ferð í Merkurranan er efni í annan þráð.
Hekluskógar eru með heimasíðu: [url:1d45ryom]http://www.hekluskogar.is/[/url:1d45ryom]
Einnig eru þeir með síðu yfir samstarfsaðila og er Ferðaklúbburinn 4×4 þar efst: [url:1d45ryom]http://www.hekluskogar.is/4sinnum4.htm[/url:1d45ryom]
Margar myndir eru um landgræðslustarfið og er sýnishorn hér að neðan.
Nú er fólk birjað að skrá sig í ferðina og hvet ég alla sem geta að skrá sig.
[img:1d45ryom]http://www.hekluskogar.is/images/DSC00230.jpg[/img:1d45ryom]
[img:1d45ryom]http://www.hekluskogar.is/images/DSC00220.jpg[/img:1d45ryom]
31.05.2011 at 22:18 #730941Guðjón Magnússon Landgræðslunni hefur boðið okkur í skoðunarferð á Merkurranan laugardaginn 25 júní kl 13.00 um Jónsmessuhelgina.
Áhugavert er að sjá hvernig landgræðslan kemur út eftir töluvert öskufall frá Eyjafjallajökli.
Ég hafði samband við Skúla Útivist hvort hann gæti tekið frá tjaldsvæði fyrir okkur í Básum, en Strákagilið er frátekið fyrir annan hóp.
Ekki erenn komið svar frá Skúla,en vonandi kemur það fljótlega.
Stefnir því í viðburðarríkt sumar hjá okkur.
kveðja Dagur
30.05.2011 at 17:51 #731047Hér er myndin sem Ofsi talar um og eru bílarnir í um 500m fjarlægð frá þeim stað sem meintur utanvegaakstur átti sér stað á gömlum slóða, en ekki hef ég fundið heimildir um annað en að forkálfar FÍ eru í hreinum utanvegaakstri á þessari mynd:
[img:336ba9kz]http://www.f4x4.is/g2/main.php?g2_view=core.DownloadItem&g2_itemId=106676&g2_serialNumber=1[/img:336ba9kz]
30.05.2011 at 17:45 #73104528.05.2011 at 07:15 #219177Nú er að koma að landræðsluferðinni og er hún núna aðra helgi í júní.
Okkar svæði í Hekluskógum hefur tekið ótrúlega vel við sér og þykir til fyirmyndar og er því mikilvægt að halda því góða starfi áfram.
Ætlunin er að halda áfram áburðardreyfingu og plöntun laugdaginn 11 júní um kl 10, en fólk getur mætt á föstudegi og gist á tjaldsvæðinu í Þjórsárdal, eða komið um morguninn.
Frí gisting er a tjaldsvæðinu og boðið verður upp á grill um kvöldið.
Áríðandi er að fólk skrái sig í ferðina hér á vefnum eða sendi tölvupóst á dagurbraga@gmail.com eða í síma 8940095.
28.04.2011 at 20:14 #727421Siggi Stormur hvetur ferðafólk til að sýna aðgæslu þegar frost fer úr jörðu:
http://www.dv.is/siggistormur/2011/4/28 … stanlands/
14.04.2011 at 21:29 #218547Nú er farið að vora og frost að fara úr jörðu.
Vegagerðið er búin að loka fjölmörgum fjallvegum vegna þessa: http://www.vegagerdin.is/umferd-og-faerd/faerd-og-astand/faerd-og-vedur/faerd-um-allt-land/island1.html
En aftur er farið að frysta svo vonandi dregur vegagerðin akstursbannið til baka um stund.
Mikilvægt er að ferðafólk fari eftir leiðbeiningum vegagerðarinnar um akstur á fjallvegum og að sýna skynsemi í kvívetna í ferðalögum um okkar kæra land.Umhverfisnefnd 4×4
13.04.2011 at 07:18 #727263Vegurinn er snjólaus og opinn, þ.e. engin lokunarskilti í gær.
09.04.2011 at 10:39 #726787Laxar stunda íþrótt sem kennd er við sporðaköst í vatnsföllum sem þessum.
04.04.2011 at 18:27 #725835Hálfpattinn passar við þessa lýsingu
31.03.2011 at 23:35 #725467Svo að fólk viti hver manneskjan er þá hefur hún verið leiðsögumaður hjá FÍ, blaðamaður, Vinstri Græn, félagi í Femínistafélaginu, en hennar orð lýsa henni líklega best:
http://eyjan.is/2009/04/23/bjorg-eva-fr … durlondum/
http://www.smugan.is/pistlar/fastir-pen … ir/nr/2817
http://www.smugan.is/fra-ritstjorn/beva/nr/1264
http://www.smugan.is/pistlar/fastir-pen … ir/nr/3822
http://www.skotvis.is/index.php?option= … &Itemid=54
http://www.visir.is/thingmadur-sjalfsta … 1110309460
http://www.pressan.is/news.aspx?catID=144
http://www.smugan.is/pistlar/fastir-pen … ir/nr/5424
06.03.2011 at 16:33 #722422Tjaldbannið var fest í reglugerð gegn mótmælum Samút og fleiri, sjá 10undu grein:
http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/We … %C3%B6kulsMér er ekki kunnugt um hver fór fram á tjaldbannið, en það er oftast háttur stjórnsýslunar að setja fleiri bönn en færri.
kveðja Dagur
05.03.2011 at 16:07 #721662Mikill misskilningur virðist vera á því hverjir standa að þessum lokunum í Vatnajökulsþjóðgarði.
Margir halda að þetta sé göngufólk sem vilji hafa landsvæðin útaf fyrir sig.
Nei þetta eru aðilar sem hafa fé af göngufólkinu.
Þetta er harður bissness þar sem keppst er um að hafa flottustu svæðin, þar sem hægt er að tryggja að útlendingarnir verði ekki varir við nokkur ummerki eftir manninn og helst ekki annað göngufólk.
Einnig eru þetta ferðamálasérfæðingarnir, komnir hingað frá útlöndum, þar sem ágengi mannmergðarinnar er helsta vandamálið, með humyndir hvernig skal vernda landið fyrir fólkinu.
Nú skal umbylta ferðamennsku á hálendinu og koma í veg fyrir að venjuleg Íslensk fjölskilda fái að setjast upp í fjölskildubílinn, keyra upp á hálendið, tjalda og fara í gönguferðir frá tjaldsvæðinu og njóta náttúrinnar.
Því miður virðist þetta stefna þeirra sem sömdu þessa hræðilegu „Verndaráætlun“, en er þetta það sem Íslensk þjóð vill?Þetta skrifaði ég fyrir fund Umhverfisnefndar Alþingis með Umhverisráðherra og á þeim fundi staðfesti Ólafur Þór Gunnarsson VG þessa skoðun mína.
28.02.2011 at 19:47 #721530Réttast er að kæra Þjóðgarðinn strax fyrir brot á verndaráætluninni enda hefur þjóðgarðurinn brotið af sér við byggingu herfilegs skýlis landavarða við Lakagíga, sem stingur íllilega í stúf við allt umhverfis.
Að staðfesta verndaáætlununina til 10 ára og seigjast beina tilmælum til stjórnar garðsins um að endurskoða hluta áætluninnar, er bara að sama og seigja hundruðum að éta skít.Þetta er ófyrirleitið og ósmekklegt og sýnir okkur slæmt innræti þessarar manneskju sem hefur mottóið: "Tilgandurinn helgar meðalið"
Kveðja Dagur
23.12.2010 at 11:08 #714196Vatnajökull er stærstur jökla utan pólanna.
Heard Island er eldfjall og Lambert er þíðjökull svo ekki er vatnajökull einn á báti.
-
AuthorReplies