Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
10.08.2011 at 14:03 #220000
Klúbburinn fær góð ummæli formanns Landverndar, en jafnframt bendir hann á vanþekkingu útlendinga á góðri umgengni við landið:
kveðja
Dagur
10.08.2011 at 09:24 #725475Enn er Björg Eva Erlendsóttir á milli tannana á fólki, enda vekur hún víða sterk viðbrögð með hrokafullum skrifum: [url:2drur094]http://www.pressan.is/frettir/lesafrett/ofstaekismadur-i-islensku-samfelagi[/url:2drur094]
03.08.2011 at 20:19 #734079Allar utanvegaaksturskærur sýslumannsinns á Selfossi voru fyrir akstur á slóðum sem voru kortlagðar áður á gömlum þekktum leiðum og hafði LMÍ kortlagt leiðirnar.
Þar var lögreglumaður sem einga reynslu hafði af fjallvegum látinn kæra út í bláinn til að prófa kerfið, enda var þetta tilraun, sem sumir nota sem ástæðu til að endurskoða vegalög, náttúruverndarlög og umferðarlög því ekki er hægt að sakefella fyrir utanvegaakstur.
Sakfelling var í héraðsdómi fyrir akstur á svokölluðum gullskipsvegi á Skeiðarársandi, en Hæstiréttur snéri því við, enda var þetta vegur sem var kortlagður og átti að sakfella ökumanninn fyrir utanvegaakstur á vegi því "landeigandi" vildi ekki heimila akstur.
Sakfelling átti sér stað þegar rjúpnaskytta ók á "aflögðum vegi" og utanvega nærri Snæfelli, en 2 voru ákærðir og annar tök alla sök í málinu og sýndi enga tilburði til varnar.
kveðja Dagur
02.08.2011 at 12:03 #734063Ég fagna málefnalegri umræðu hér á vef 4×4 um umhverfismál og möguleika á að vinna í málunum.
Þegar vegurinn (18m breiður) fyrir búkollunar upp á Hamragarðaheiði var gerður undir yfirskininu "endurbætur á slóða" eins og þetta hét í gögnum Vegagerðar til UST, var bætt aðgengi ferðamanna talið mikilvægt og nú eftir gosið er aðsóknin líklega margföld miðað við áður. [url:32vq81oy]http://www.f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=228&jfile=viewtopic.php&f=15&t=11728[/url:32vq81oy]
Þegar aðsókin er svona mikil verður annað hvort að takmarka umferð eða að klára verkefnið "endurbætur á slóða" sem mér þótti mjög vafasöm aðgerð á sínum tíma.
Ég hef ekki farið sjálfur þarna síðan þessar "endurbætur á slóða" voru gerðar, en ég hvet Árna Alfreðsson að taka nú myndavélina með sér og senda umhverfisnefnd@f4x4.is myndir af öllum spjöllum sem hann sér í náttúrunni.
Varðandi leiðina frá Markarfljótsbrú að Krók og svo áfram í Hungurfit, þá er þetta gömul leið og viðkvæmur jarðvegur í brekkunum og verða slóðir að giljum, þegar vatn rennur um þau.
Ég er á því að þessari leið verði lokað ef engar verða úrbæturnar, en í þessari skýrslu eru myndir af leiðinni og bent á mögulegar úrbætur: [url:32vq81oy]http://www.vso.is/islandsvegir/pdf/Slodir-halendi-des2010.pdf[/url:32vq81oy]
Ekki hefur enn verið reynt að hafa samráð við F4x4 af hálfu UST eða Umhverfisráðuneytis varðandi tilverurétt einstaka slóða á hálendinu, en mörg sveitarfélög hafa tekið vel í umsagnir okkar.
Verið er að loka gömlum góðum leiðum og halda öðrum opnum sem spjöll eru af og er því nauðsynlegt að fók nái saman um aðgerðir til verndar náttúrunni, án ofstækis.
Mikið verk er enn óunnið og hvet ég félagsmenn að vera á varðbergi og koma í veg fyrir öll náttúruspjöll eins mögulegt er, en standa jafnframt vörð um rétt ökkar til ferðalaga um landið.
kveðja Dagur
02.08.2011 at 11:23 #734499Erfitt er að svara svona póstum þegar ekkert er tilgreint um tegund bíls, eða hvernig þetta var gert.
Þegar stutt er á milli gorma/púða/fjaðra getur verið nauðsynlegt að hafa balance stangir til að koma í veg fyrir rugg, en ef púðarnir/gormarnir/fjaðrirnar eru alveg út við hjól, getur verið í lagi að sleppa balance stöngunum og eru bílar með þannig afstöðu á fjöðrunarbúnaði nokkuð stöðugir án balancestangar og er þá balancestönginni bætt við til að auka stöðugleika í hraðakstri á malbiki.
Hinsvegar er oftast stöngin tekin úr að aftan og kanski að framan, ef bíllin er mjög stöðugur í beigjum og er oftast meiri þörf fyrir balancestangir í loftpúðafjöðrun, því hún er yfirleitt mýkri.
22.07.2011 at 00:03 #734025Akstur utanvega er vissulega vandamál og held ég að vanþekking sé aðal ástæða þess að ekið er þar.
Ég er ekki sammála Alfreð hér að ofan að utanvegaakstur breyttra bíla sé aðavandamálið, enda sé ég nýleg utanvegahjólför eftir minni ökutæki oftast á ferðum mínum um landið.
Hinsvegar meiga allir taka sig á til að koma í veg fyrir utanvegaakstur, og stöða þá sem ekki eru að gera rétta hluti.
En að viðtali Páls á Rás2, kemur mér á óvart að hann hafi fjallað mikið um utanvegaakstur á bloggi sínu, heldur hefur hann verið með skæting sem vart hefur verið svara verður og í engu svarað rökum , eða tekið þátt í vitrænni umræðu.
Hans málflutningur hefur einkennst af sleggjudómum og útúrsnúningum, sem engum er til gagns.
Að vinna að lausn í þessum málaflokki er nauðsynlegt og er það ekki lausn að loka af stór landsvæði fyrir akandi bara vegna þess að sjá ökutæki spilli náttúrusýn einhverra ferðalanga, eins og er gert með lokun Vonarskarðs fyrir akandi umferð og er engin rökstuðningur vegna náttúruverndar tilgreindur.
Að fullyrða eins og hann gerir í útvarpinu að eingöngu er beltatækum heimil för í þjórsárverum að vetri er skáldskapur, en í auglýsingunni um Þjórsárverin, er bönnuð umferð ökutækja nema snjóbíla, án þess að skilgreina hvað er snjóbíll.
Ábyrgu fólki er annt um sitt land og ætti auðvitað að vernda það gegn öllum spjöllum, eins og hægt er, ásamt því að gera fólki kleift að njóta náttúrunnar.
Páll Ásgeir hefði kanski betur skoðað starfsemi hans félags, en ýmislegt getur hann áorkað sem stjórnarmaður í FÍ og nefni ég hér dæmi:
Að koma í veg fyrir náttúruspjöll þegar skáli FÍ er byggður í óleifi við Álftarvatn í friðlandinu að fjallabaki.
Að hindra að skálinn við Hvítárvatn er látinn grotna niður, þótt FÍ hafi fengið miljónir í opinberan styrk til viðhalds á skálanum, einum fyrsta skála FÍ.
Að koma í veg fyrir landspjöll við Landmannalaugar vegna gesta FÍ.
Náttúrvernd og nýtingu þarf að skoða heildrænt, en ekki altaf benda á aðra um allar misfellur og reyna að koma til móts við annað fólk.
Kveðja Dagur
21.07.2011 at 23:50 #733903Ég benti á orð vegagerðarmannsins vegna þess að aðrar forsendur en verndun vegana voru notaðar sem ástæða lokunar.
Ekki er lagaheimild hjá vegagerðinni að loka vegi því óvitar gætu farið sér að voða.
Ekki er lagaheimild hjá vegagerðinni að loka vegi því fuglavarp gæti truflast.
Ekki er lagaheimild hjá vegagerðinni að loka vegi því ekki er búið að hefla veginn.
En lagaheimild er fyrir því að loka vegi ef hann getur spillst vegna umferðar.
kveðja Dagur
18.07.2011 at 20:31 #219779Í fréttum RÚV er þetta að finna: http://www.ruv.is/frett/ferdamenn-ofmeta-bilana-idulega
„Ferðamenn ofmeta bílana iðulegaAlltof algengt er að ferðafólk ofmeti bílana sína og vanmeti fjallvegi. Þetta segir verkstjóri hjá Vegagerðinni. Hálendisvegir eru oft lokaðir allri umferð þótt breyttir bílar eigi að komast þá. Þetta er gert svo smærri bílar aki ekki um vegina.
Allir helstu hálendisvegir hafa verið opnaðir, margir allt að mánuði seinna en venjulega vegna snjóa og bleytu á vegum fram eftir sumri. Á hálendinu er vegir misgreiðfærir. Upp að Kárahnjúkum komast til að mynda smábílar en svo eru aðrir vegir frekar á færi stórra og breyttra jeppa, til dæmis Dyngjufjallaleiðog Fjallabaksleiðs syðri.
Bílar af öllum gerðum fara um hálendið. Gunnar Bóasson, verkstjóri hjá Vegagerðinni á Húsavík segir að vegir séu stundum lokaðir allri umerð þó þeir séu í raun orðnir færir stærri bílum.
Gunnar segir að útlendingar sem aka um á minni jeppum ofmeti þá oft á tíðum. Þeir telji að þar sem á þeim standi 4×4 hljóti þeir að komast leiðar sinnar. Síðan þegar þeir komi að fyrsta skafli keyri þeir út fyrir og sklji eftir sig ljót sár því að yfirleitt sé jarðvegurinn mjög blautur utan við skaflana. Breyttir jeppar geti farið yfir skaflana og skemmi ekkert nema snjóinn.“
Gunnar segir að innlendir sem erlendir ferðamenn verði að læra að snúa við. Rangur bíll og röngum veg geti eyðilagt hvort tveggja – auk þess sé kostnaður fólginn í því að sækja bíl og farþega langar vegalengdir.
Hér er tilgangur lokunar hálendisvega spurningin, en samkvæmt umferðarlögum hefur vegagerðin heimild til að loka vegum til að vernda þá fyrir skemdum, en ef engin hætta er á skemdum, þá er ekki löglegt að loka veginum.
Hvað finnst fólki um þetta?kveðja Dagur
06.07.2011 at 20:46 #733025Ég fór þetta Svínaskarð um 1985 í sunnudagsbíltúr með mömmu á Bronco ’74 og ekki þótti það sérstaklega frásagnarvert.
05.07.2011 at 16:02 #733157Keypti greinina af Mogganum kveðja Dagur
Laugardaginn 2. október, 2010 – Aðsent efni
Hrakningar og bjargráð í jökulvötnum
Eftir Árna AlfreðssonÁrni Alfreðsson
Eftir Árna Alfreðsson: "Að leggjast á bakið og hafa lappirnar upp úr og á undan, lendi menn á floti í jökulá, er bjargráð sem þyrfti að vera á allra vitorði…"Undanfarið hafa fréttir af vatnavöxtum og hrakningum manna í jökulám verið nokkuð áberandi. Á hverju ári verður fjöldinn allur af slíkum óhöppum, örfá rata í fjölmiðla en langflest eiga menn út af fyrir sig í minningunni.
Ég byrjaði ungur í sveit hjá ömmu og afa á Stóru-Mörk undir Vestur-Eyjafjöllum. Sá bær stendur við Markarfljót, gegnt Stóru-Dímon, og er síðasti bær sem ekið er framhjá á leið inn á Þórsmörk. Ekki leið á löngu áður en ég varð gagntekinn af því að sulla í bæjaránni og drekka í mig sögur af bílum á bólakafi inni á Mörk (Þórsmörk). Í austan slagveðri og miklum vatnavöxtum var alltaf eitthvað að gerast á Þórsmerkursvæðinu. Allt var þetta hjúpað spennu og ævintýraljóma.
Fljótlega varð Merkuráin ekki nógu stór og á kvöldin var oft rölt niður að Fljóti (Markarfljóti). Að finna gott vað og komast yfir stóran ál var alltaf sigur. Fljótlega kom að því að allt Fljótið var sigrað. Þetta var stór stund. En svo að enginn kæmist að þessu brölti varð maður alltaf að vaða sömu leið til baka. Oftast var maður einn í þessum ævintýrum og bara í venjulegum fötum með góðan staf.
Eftir bílpróf urðu margar ferðirnar inn á Mörk. Að kafkeyra bílinn í Krossá var bara hluti af ferðinni og ekki þótti tiltökumál þótt bíllinn flyti upp, jafnvel nokkur hundruð metra. Einnig var reynt við ána á tveimur jafnfljótum og oft lentu menn á floti. Það var ýmislegt brallað sem þótti kannski ekki yfirmáta gáfulegt. En fátt er svo með öllu illt að ekki hljótist eitthvað gott af. Þarna fékkst alls konar reynsla og þekking sem ástæða er til að koma á framfæri.
Bjargráð
Að lenda á floti, í venjulegum fatnaði, í beljandi jökulfljóti er eitthvað sem enginn óskar sér. Það hræðir venjulega líftóruna úr þeim sem fer á flot og líka þeim sem á bakkanum eru. Við fyrstu sýn myndu menn ætla að maður í þessum aðstæðum ætti kannski ekki mikla möguleika á að lifa af. Reynslan sýnir hins vegar að slík er ekki raunin.Þegar menn lenda í ískaldri ánni fá menn gott kuldasjokk og súpa hveljur. Við þessu er lítið að gera en þetta drepur engan. Næstu viðbrögð eiga að vera þau að leggjast á bakið, rétta úr fótum og láta tærnar standa upp úr, og láta sig fljóta með lappirnar á undan. Straumur vatnsins sér um að halda þér vel á floti og upp úr. Hér þarf enginn að kunna að synda. Það sem næst gerist er að fljótlega rekur menn upp á grynningar. Hversu fljótt menn rekur upp er auðvitað mismundi en venjulega gerist það mjög fljótlega, innan nokkur hundruð metra.
Með því að halda fótum uppi reka menn fætur ekki í botn og koma þannig í veg fyrir að menn velti fram fyrir sig. Byrji menn að velta fer höfuðið á kaf, menn geta misst andann eða rekist í grjót og misst meðvitund. Með því að hafa fæturna á undan sjá menn einnig hvað er framundan og verja höfuðið um leið frá því að rekast í.
Venjulega reka menn rassinn fyrst niður á grynningum. Það getur verið sárt en séu menn farnir að finna fyrir botni má setja fætur rólega niður og reyna að stoppa sig. Gangi það upp er best að skríða á fjórum fótum í land eða einfaldlega sitja á þeim stað sem þú ert strand á. Það getur stundum reynst erfitt fyrir máttfarið fólki að standa upp í þungum blautum fötum og því er betra að skríða eða bíða einfaldlega eftir aðstoð. Þessi aðferð hefur reynst vel í jökulvötnum sem renna um aura og hefur verið þrautprófuð á námskeiðum í Markarfljóti og Krossá um áratugaskeið.
Að leggjast á bakið og hafa lappirnar upp úr og á undan, lendi menn á floti í jökulá, er bjargráð sem þyrfti að vera á allra vitorði og æskilegt að sem flestir prófi undir öruggri leiðsögn. Slíkt getur skipt sköpum.
Höfundur er vatnamaður og félagi í Hjálparsveit skáta Reykjavík.
20.06.2011 at 20:10 #732191Gunnar Hróðmarsson ætlar að mæta, en hann var í umhverfisnefndinni 1997 þegar uppgræðslan hófst á Merkurrananum.
19.06.2011 at 22:01 #732121Sæll Olgeir.
Þessi drullupollur á Dómadalnum hefur hrætt marga, en hér eru myndbönd sem mér finnst líklegt að tekin eru við sama pollinn:
[url:399he8qy]http://www.youtube.com/watch?v=cf2EKU4sgHs[/url:399he8qy]
[url:399he8qy]http://www.youtube.com/watch?v=vnAJ2PQQqcs[/url:399he8qy]
Annars vorum við ekki að tala um utanvegaakstur heldur það að fólk er tekið á vegi sem er lokaður og eru ástæður lokunar vegagerðarinnar oftast aurbleyta, en stundum er bannið misnotað vegna fuglavarps ofl. en umferðalögin heimila ekki lokun á þeim forsemdum.kveðja Dagur
19.06.2011 at 15:15 #732183Magnús Guðmundsson, Magnum ætlar að mæta á föstudegi.
1 eldri og 3 yngri
19.06.2011 at 15:05 #219478Laugardaginn 25 júní, Jónsmessuhelgina, hefur Guðjón Magnússon Landgræðslunni boðiðst til að fara með okkur í skoðunarferð í Þórsmörk, þar sem áhrif eldgoss á gróðurfar er skoðað og jafnvel einhverjum áburði dreift. Áhersla verður lögð á Merkurranan þar sem Ferðaklúbburinn 4×4 stóð í landuppgræðslu með Guðjóni í meira en áratug. https://old.f4x4.is/g2/main.php?g2_itemId=135072
Guðjón og Guðmundur Halldórsson ætla að hitta okkur við Álfakirkjuna kl 13.00 og taka þar við stjórn.
Jónsmessuhelgin er mjög vinsæl og er Útvist með brennu og söng á laugardagskvöldið.
Tjaldstæði í Strákagili eru upptekin þessa helgi, en bent á svæðið aðeins nær Básum.
Oftast hafa komið á föstudegi, eða laugardagsmorni og flestir hafa svo gist á tjaldsvæðinu í Básum.
Æskileg er að áhugasamir skrái sig hér á vefnum eða hjá Diddu diddpi@gmali.com s-6948862kveðja Dagur
19.06.2011 at 14:00 #732117Þyrlan er komin á stjá og eru vegfarendur teknir á lokuðum vegum.
Fólki hefur verið hótað 2 ára fangelsi og 300Þkr. sekt.
15.06.2011 at 18:13 #730993Fínar myndir hjá þér Hjörtur.
kveðja Dagur
13.06.2011 at 22:27 #730989Þakka öllum sem tóku þátt í landgræðsluferðinni.
Þetta gékk hratt fyrir sig og ekki spillti góða veðrið.kveðja Dagur
10.06.2011 at 15:39 #730981Lokatölur skráningar í landgræðsluferðina, en áhugasamir geta komið og verið með.
Árni Baukur Bergsson leynigestur 2, en hann hefur komið og horfið án skýringa.
Hörður 2 + 2
Laila 4 + 3
Magnum 1 + 2
Dagur 1
Didda 1
Hjörtur og Jakinn 2
Gísli Sighvatsson og frú 2
Valur Helgason 2
Logi Már 1Sjáumst hress í Þjórsárdalnum
kveðja Dagur
09.06.2011 at 22:55 #730977Ný byrtast nýjustu tölur.
Skráning í landgræðsluferðina er að ljúka og nú standa stigin svona:Hörður 2 + 2
Laila 4 + 3
Magnum 1 + 2
Dagur 1
Didda 1
Hjörtur og Jakinn 2
Vilhjálmur, Unnur Dóra, Vigfús og Halla Björk 3 + 1
Gísli Sighvatsson og frú 2
Valur Helgason 2
Logi Már 2?
greinilegt er að Laila hefur vinningin, enda hefur enginn getað skákað henni.samtals 18 af eldri kynslóð og 8 af yngri kynslóðinni eða um 26-8
kveðja Dagur
09.06.2011 at 12:52 #730975Ný byrtast nýjustu tölur.
Skráning í landgræðsluferðin gengur rólega, en mjakast og í kvöld er hún svona:Hörður 2 + 2
Laila 4 + 3
Magnum 2 + 3
Dagur 1
Didda 1
Hjörtur og Jakinn 2
Vilhjálmur, Unnur Dóra, Vigfús og Halla Björk 3 + 1
Gísli Sighvatsson og frú 2kveðja dagur
-
AuthorReplies