Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
03.01.2005 at 20:06 #512088
Gott að fá svona stöðuna, beint frá kúnni, ef svo má segja.
Gangi ykkur vel með framhaldið, og ekki láta nöldrið hér fara í taugarnar á ykkur.
-haffi
02.01.2005 at 21:39 #512074Sæll olio,
Ég hef verið að skoða þetta mál aðeins.
Mér sýnist að ef myndirnar eru í réttri stærð, þ.e. 640×480, þá séu þeim ekki breytt þegar þær eru settar inn, þ.e. kerfið endurþjappar þeim ekki, þó gæti þetta verið rangt hjá mér.
Málið með jpeg er að "sama" myndin getur verið 29kB og 200kB. Sem dæmi tók ég mynd úr þínu albúmi og vistaði hjá mér. Þar sé ég að myndin er 200kB.
Myndina opnaði ég í því frábæra forriti MS Paint og gerði File->Save. Við það minnkaði stærð skráarinnar úr 200kB niður í 29kB. Svo setti ég hana inn í Ýmislegt albúmið hjá mér.
Þú ættir að geta ca. 8-faldað myndafjöldan í albúminu með svipaðri aðferð.
Það gæti verið sniðugara verklag að vinna þetta þannig á tölvunni heima hjá þér að þú copy-erir myndir inn í sér möppu og gerir svo MSPaint trixið á þær allar, og sendir þær svo inn í 4×4 albúmið.
Hugsanlega ertu með myndaforrit sem býður upp á export möguleika þar sem hægt er að tilgreina stærð og gæði og ná því sama fram og gerist við MSPaint mixið.
góðar stundir
-haffi
30.12.2004 at 14:34 #512038Issss, það er ekki neitt.
Hann Einar, frændi minn, býr til gúmmí á staðnum úr dísilolíunni sem hann er með á tanknum.
-haffi
18.12.2004 at 02:01 #510186SBA, þú hefur farið öfugum megin fram úr í dag. Mér sýnist þú vitna í eh sem tók ekki þátt í þræðinum.
En þrátt fyrir það, þá lærir enginn neitt nema að spyrja spurninga (sem sumum finnst kannski heimskar).
Þannig er það nú bara, ef þú höndlar það ekki þá skaltu bara fá útrás fyrir hrokanum annars staðar en hér.
farvel
-haffi
16.12.2004 at 13:36 #511170Passaðu bara að sá sem selur þér dekkin láti þig hafa gerð sem er ætluð undir léttan bíl. Kunningi minn lenti í því einu sinni að kaupa sér 35" undir gamla súkku. Svo þegar farið var að hleypa úr þá kom í ljós að þau voru allt of stíf, kom á daginn að þau voru fyrir miklu þyngri bíl. Fáðu þetta á hreint áður en nokkuð er sett undir, allavega áður en þú borgar
-haffi
09.12.2004 at 17:35 #510400Sæll,
Félagi minn og ég settum svona undir 4Runner 85 að aftan einu sinni og eftir á að hyggja hefði ég frekar sett 4/5-link.
Aðal gallinn við að nota svona stýfur (landcruiser, Range Rover, ofl.) að aftan er að þá getur maður ekki haldið pinion hallanum réttum. T.d. þegar bíllinn er mjög hlaðinn, þá hallar hásingin fram og "beygjan/hallinn" á liðnum við hásingu eykst en minnkar uppi við millikassa.
Fræðin í þessu (skv. 4×4 bókinni frá 199x) eru að maður eigi að hafa annað hvort:
A. 2-faldur liður upp við kassa og stífurnar þannig þau haldi (einfalda) liðnum við hásingu alltaf beinum óháð fjöðrunarstöðu. (mjög algengt í framdrifum hásingabíla), virkar sennilega best ef stífurnar eru svipað langar og skaftið.
eða
B. Einfaldur liður við kassa og hásingu og stífurnar þannig að þau haldi sama (breytilega) halla á liðnum við hásingu og við kassa óháð fjöðrunarstöðu.
Eflaust er eitthvað af þessu rangt hjá mér en þannig skildi ég allavega bókina…
Það væri freistandi að ljósrita þetta upp úr bókinni, er hún nokkuð til lengur hjá útgefanda?
Ég átti síðan runnerinn aldrei nógu lengi til að komast að því hvort þetta skemmdi eitthvað að hafa svona RR stýfur, og bara einfaldan kross uppi við kassa.
-haffi
07.12.2004 at 14:38 #509618Er ekki líka hægt að fá loftpúða með innbyggðum samsláttarpúðum?
-haffi
04.12.2004 at 21:55 #194993Ég hef undanfarið séð nokkra jeppa með hvít, og að því er virðist sver, loftnet, jafnvel fleiri en eitt.
Hvað er þetta, fyrir nokkuð?
-haffi
03.12.2004 at 13:01 #510202Skrúfjárn og kannski mjó töng, það hefur dugað mér hingað til með pakkdósir.
Og svo bara léttan hamar og þolinmæði við að setja nýju pd í.
-haffi
03.12.2004 at 10:40 #5101961. Losaðu skaftið af flangsinum (merktu fyrst til að geta sett það eins saman aftur).
2. Settu í handbremsu, losaðu stóru rónna sem heldur flangsinum, leggðu á minnið hvernig róin snýr áður (ætti að vera hak á henni)
3. Skiptu um pakkdósina
4. Settu aftur saman, hertu rónna í sömu stöðu +smá meira
5. Tengdu skaft aftur.
-haffi
02.12.2004 at 23:28 #51017801.12.2004 at 21:06 #510086Fást í Benna, Fjallabílum og bílanaust. Með afslætti er þetta í kringum 25kall (parið). Ég verð þó að segja að ég er soldið svekktur með að það fellur strax á þetta….
-hafi
26.11.2004 at 22:41 #509544Fínt að eiga patrol þegar þarf að senda einhvern af stað til að bjarga!
-haffi
25.11.2004 at 07:44 #50947223.11.2004 at 16:14 #509316[url=http://www.tlc4x4.com/2000/Parts/tlc_rockcrwlg.htm:37g9o1cf]FJ60 TRANSFER CASE LOW GEARS[/url:37g9o1cf]
sem virðist bara vera að selja vörur frá [url=http://www.marks4wd.com/lc-extra-low-tc-gears.htm:37g9o1cf]þessum[/url:37g9o1cf]
möo tvær gerðir: 8% overdrive and a 2.81:1 low range or an 8% underdrive and 3.05:1 low range.
-haffi
23.11.2004 at 12:32 #509352Væri ekki ódýrast að tala við partasala, t.d. Jamil við rauðavatn?
-haffi
20.11.2004 at 20:35 #5091464.625:1
19.11.2004 at 23:55 #509072Þegar ég les þetta aftur þá sé ég að þú talar um hálfa mínútu, þ.a. fyrri lýsing mín á ekki við…..
-haffi
19.11.2004 at 23:52 #509070Þetta álag eftir ræsingu eru væntanlega glóðarkertin, þau eru í gangi þar til bíllinn hefur náð ákveðnum hita (minnir að það sé skynjari á kælivatnskerfinu, gildir almennt um síðari tíma díselbíla).
-haffi
19.11.2004 at 23:49 #509094Ég hef þá áráttu að horfa undir alla jeppa sem ég sé.
Það sem ég hef séð gert fyrir þessa bíla til aðkoma þeim á 38tommur er t.d. Rancho kerfi að framan. Þar eru nýjar/síðari upphengjur fyrir klofhásinguna. Einnig eru að mig minnir lengri stífur með síðara brakketi sem er fest aftar á grindina m.v. orginal stífur.
Síðan setja menn bara fjaðrirnar ofan á hásinguna að aftan og færa demparafestingarnar við hásingu ofar, mest suðuvinna. Gætir fært hásinguna í leiðinni með því að færa fjaðraupphengjur aftar… (+lengja drifskaft)
En þú spurðir hvort menn kunni að breyta, nei, ég kann bara að skrifa. Án gríns skaltu spjalla við þá í Fjallabílum/Stál&Stansar eða Benna, það kostar ekkert að spjalla, kannski geta þeir bent á einhvern aðila.
-haffi
ps. svo þarf að huga að stýrisgangi og bremsulögnum…..
-
AuthorReplies