Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
12.02.2006 at 23:48 #542512
Sæll Róbert og takk fyrir þetta. Hversu mikið mál er að skipta um þetta? Ég treysti mér alveg í að taka heddið af og svoleiðis, en þarf eitthvað spes verkfæri í að ná þessum þéttingum úr og setja ný í? Er eitthvað (annað en tímareim og heddpakkning) sem ætti að skipta um í leiðinni?
-haffi
12.02.2006 at 23:30 #197301Þetta er nú ekki jeppi en…
–
Ég er með Corollu 1996, heil 1300 kúbik, ekinn 151þkm. Málið er að hann virðist vera farinn að brenna olíu, sést eiginlega bara þegar hann er nýkominn í gang. Ætli hann fari ekki með ca 2-3L á hverja 1000-1500km. Ég held að hann sé að setja þetta út um pústið en er þó ekki alveg viss. Hann skilur ekki eftir sig polla í stæði, mesta lagi nokkra dropa. Þó er ekki útilokað að þetta sé kannski bara leki undir álagi og þar með á ferð.
–
Hann er með olíusmit á vökvastýridælu, mér sýnist hún vera olíusmurð, kannski vitleysa hjá mér. Svo sýnist mér vera smá smit þar sem skiptingin (já hann er ssk) og blokk koma saman. Bendir það til sveifaráspakkdósar?Ég er svona að vonast til að einhverjir fagmenn séu að lesa þetta og koma með tillögur, en menn geta auðvitað verið með reynslu þó þeir vinni ekki við þetta.
–
Segjum sem svo að þetta sé að fara út um pústið. Hvaðan er olían að koma? Kemur þetta upp með stimpilhringjum? Eða með heddpakkningu? Hvort er líklegra?
–
Help me Obi-Wan, you’re my only hope…-haffi
09.02.2006 at 13:20 #197274Ég er með ’94 patrol og er hann að ég held með gorma undan nýrri bíl. Hann er með ca 10-12cm síkkun á stífum og svo 6.5cm klossa. Málið er að mér finnst hann heldur hár að framan og splæsti á 3cm clossa hjá málmsteypunni í Hf sem ég á reyndar eftir að máta undir. Er þetta vondur kokteill eða með hverju mælið þið?
-haffi
08.02.2006 at 22:04 #534556Ætli þeir hvolfi ekki bara rörinu
Köggullinn "hliðrast" væntanlega bara. En þá er ýmislegt "smálegt" eftir, snúa liðhúsum, færa olíugöt, boltagöt fyrir köggul.
Ég hef séð 90 krúser með einhverju sem líktist dana hásingu.
-haffi
08.02.2006 at 11:39 #542074Lenti í því með fólksbíl (Golf ’89) að það var krónískur leki sama hvað var þurrkað. Kom í ljós að vatn komst inn á ótrúlega mörgum stöðum, meðfram framrúðu og hliðarrúðum aftur í, þetta var staðfest einfaldlega með því að einn úðaði yfir bílinn og ég sat inni og sá hvar seitlaði inn. N.b. þetta var ekki vegna ryðs, heldur komst vatnið á milli gúmmílista og boddís einhverra hluta vegna. Nú svo gutlaði í hurðunum (ætli það hafi ekki verið tektyl botnfall þar) og þar kom líka inn. Möo það lak allstaðar inn nema í skottið! Lagaðist með því að opna botnlokurnar á hurðunum og svo að kítta inn undir gúmmílistana kringum rúðurnar, þó ekki þessar uppskrúfanlegu
Til að þurrka almennilega verður helst að taka upp teppinn og setja einangrunarmotturnar á ofn. Annars fer rakinn aldrei úr þessu.
-haffi
07.02.2006 at 22:44 #541748Ferlega fyndið að kaninn býður suma jeppa sem 4×2, t.d. þennan og gott ef það er/var ekki hægt að fá Explorer bara 2wd… En kannski er það ekkert svo vitlaust, einverstaðar las ég að innan við 5% SUV eigenda í USA hafa sett í framdrifið…
-haffi
07.02.2006 at 12:03 #541778Veit ekki hvort einhver hefur nefnt þetta áður, en allavega datt mér eftirfarandi í hug um daginn. S.s. venjulegur teygjuspotti með áfastri öryggislínu sem er fest á tveimur stöðum, ca. 1/3 inn á spottan hvorum megin. Öryggislínan yrði kannski 30% lengri en fullteygður teygjuspotti. Pæling er að öryggislínan grípí inn í þegar spottinn slitnar en er þó nógu löng til að sá sem dregur nái að að stoppa á þess að fullstrekkja á öryggislínunni. Ö-línan yrði að festa við bílana á aðra króka en teygjuspottinn.
Kannski má línan vera slítanleg, s.s. nógu sterk til að hemja spottann þegar hann slitnar, en svo ef línan slitnar líka þá er spottinn það þungur að hann (vonandi?) stoppar línuna af.
Þetta hefur augljóslega þann ókost að spottinn verður fyrirferðarmeiri…
Tek það fram að ég er enginn spottaspekingur, bara hugmynd.
Hér er fyrsta "prótótýpan", hönnuð í MS-Paint
[img:chty197b]http://www.simnet.is/haffster/spotti.PNG[/img:chty197b]
07.02.2006 at 08:22 #5417382.9tonn og 280Nm? Ég held ég haldi mig bara við pattann!
-haffi
ps. er þetta ekki bara sama vél og í 90/120 krúser?
06.02.2006 at 13:18 #541680Ef þú átt við smáauglýsingar þá hefur það gerst allavega einu sinni áður og þá reyndist sá aðili vera með ad-blocker í tölvunni sinni sem faldi auglýsingalinka hér á síðunni, sennilega af því að þeir linkar eru með "/ads/" í sér. Prufaðu að slökkva á eða stilla blockerinn ef þú ert með slíkan.
-haffi
04.02.2006 at 18:21 #541470Í verkstæðisbókunum sem ég á um Patrol þá snýr afturstífan eins hvort sem bíllinn er RHD eða LHD. Þannig að ég held það sé ekkert heilagt að þær snúi á móti hvor annarri.
-haffi
03.02.2006 at 00:15 #541256Varla var þetta auglýsing, enda er textinn núna farinn þar sem hann var við hlið myndarinnar.
-haffi
02.02.2006 at 23:55 #541252"
Offroad trails usable by 4×4 light turcks and SUV. 4×4 acessories, locking differentials and tires. Engines, transmissions .
"
Bráðsniðugur vefur, en ég er ekki alveg að átta mig á þessum texta efst á síðunni.-haffi
02.02.2006 at 23:25 #541262Hvaða bók er þetta. Ég hef séð bók í eymundsson sem heitir held ég "GPS fyrir alla" eða eh svoleiðis. Veit ekki hvort þetta sé sú sem þú átt við.
-haffi
02.02.2006 at 16:14 #540860Já þetta vindur alltaf soldið upp á sig, verst maður er svo latur. Upphaflega átti bara að lauma millikæli í. Þá kom í ljós að túrbínan var farinn að leka hressilega olíu og þá þurfti að rífa pústgreinina af og hálft pústið með. Ég varð mér líka úti um A/C dælu og þá kemur í ljós að ég þarf að hagræða smá til að koma henni fyrir. S.s. bara gaman
Óskar: ég hef þig bak við eyrað (eins og með kúlerinn, túrbínuna og a/c dæluna :), það getur verið að ég sleppi með að stytta stútana aðeins, því það er rúmlega helmingurinn eftir af gengjunum.
-haffi
ps. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist. Ég þarf endilega að setja inn myndirnar af því þegar ég ætlaði að skipta um hásingarrör á 4Runner, ein helgi varð að 5 mánuðum……
ps2. 600-asti pósturinn, greinilegt hvað heldur mér úr skúrnum…..
02.02.2006 at 15:06 #541170Er það bara vélin eða með kössum? 😛
-haffi
02.02.2006 at 14:53 #541166Sæll Bjarni, hvað vigtar svona Cummins græja?
-haffi
01.02.2006 at 15:24 #54113031.01.2006 at 18:39 #540854bara að ná athygli kveldúlfa og nátthrafna
31.01.2006 at 16:24 #540876Væri ekki nóg að setja í bakk?
-haffi
31.01.2006 at 08:40 #197201Vantar smá upplýsingar um olíukæli í Patrol. Nú eru sumir bílar með kæli fyrir framan vatnskassa. Veit einhver hvort þeir bílar séu líka með vatnskælinguna við smursíuna? Möo er þetta hrein viðbótarkæling? Ástæðan fyrir því að ég spyr er sú að ég þurfti að rífa þetta úr um daginn og gengjurnar hurfu af stútunum….
Get ég sleppt þessu ef vatnskælingin er til staðar? Hvar get ég keypt nýtt svona element og tilheyrandi slöngur? Þarf ekki að vera nákvæmlega eins en nægir að þjóna sama hlutverki.
þakkir,
-haffi
-
AuthorReplies