Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
17.02.2008 at 21:23 #614520
Spurning hvaða dekk sé um að ræða. Eru ekki allavega til 2 gerðir í 39,5, þeas. Irok og Trexus. Minnir að trexusinn sé töluvert breiðari en irokinn.
-haffi
16.02.2008 at 01:04 #614346ef það næst svona auðveldlega í menn, eru þeir þá í óbyggðum? Get ég þá ekki sleppt því að klára jeppann, er ég ekki búinn að missa af einangruninni sem ég hélt að væri eitt aðalatriðið í þessari ferðamennsku?
-haffi
12.02.2008 at 13:17 #534474Svo minnir mig að ég hafi séð í albúmi hér að hvítur Suburban með duramax sé með þessum kassa.
-haffi
12.02.2008 at 13:09 #534470Er Vilhjálmur á V8 LC80 ekki með svona kassa?
-haffi
12.02.2008 at 11:40 #613910Rafgeymasalan í Hafnarfirði, við hlið N1/Bílanausts. Voru allavega þar þegar ég keypti.
-haffi
10.02.2008 at 13:51 #613628Strákar, róið ykkur aðeins, einbeitið ykkur að staðreyndum en ekki skítkasti.
-haffi
09.02.2008 at 23:28 #613618Smá athugasemd. Gufunesstöð krefst ekki radíóamatörsréttinda. Gufunesstöð vinnur á 2790KHz (og etv. nokkrum öðrum nálægt þeirri tíðni), telst til HF bandsins og notar SSB mótun (modulation). Hún fellur ekki innan [u:2x3gcp0u][b:2x3gcp0u][url=http://www.ira.is/tidnisvid.html:2x3gcp0u]tíðnisviða amatöra[/url:2x3gcp0u][/b:2x3gcp0u][/u:2x3gcp0u]. Amatörarböndin eru gegnum alla flóruna m.a. VHF og UHF. Amatör vhf er ekki alveg á sama tíðnisviði og vhf rásir fyrirtækja og félagasamtaka hér á landi, en er þó nálægt. Skv. lögum og reglugerðum má amatör vhf stöð ekki hafa 4×4 vhf rásirnar og öfugt.
-haffi
09.02.2008 at 00:37 #613526Veit ekki hvort þú getir fengið adapter fyrir þína skiptingu, en [u:38sc84xu][b:38sc84xu][url=http://www.t-r-j.com/Auto/QT/quadratrac.htm:38sc84xu]þetta[/url:38sc84xu][/b:38sc84xu][/u:38sc84xu] er það eina sem ég veit um fyrir amríst.
-haffi
02.02.2008 at 14:51 #612650Injector pump.
Stjörnuverk = rotary pump, Línuverk = Inline pump.
01.02.2008 at 23:52 #612626Er s.s. enginn Skeljungur á Höfn?
-haffi
31.01.2008 at 09:15 #612430Skoðaðu bækurnar merktar "MQ (160)" [u:289kseaj][b:289kseaj][url=http://www.pitstop.net.au/view/marques-nissan-and-datsun/:289kseaj]hér[/url:289kseaj][/b:289kseaj][/u:289kseaj].
30.01.2008 at 13:44 #612050Ég vil bara endurtaka það sem stendur í póstinum frá mér (f.h. vefnefndar) hér að ofan dagsettann: 29. janúar 2008 – 09:21
–
Ef menn lesa það þá sjá þeir að það er frekar einfalt að fara eftir þessu, þetta kemur ekki í veg fyrir svona samkaup eins og Benni og Teddi hafa staðið fyrir og því geta menn hætt þessum kítingi.
–
Bestustu kveðjur
-haffi
29.01.2008 at 15:47 #612032Sæll Erlingur, um það er ekki deilt að þetta var auglýst með frétt, enda benti ég á hana í síðasta svari mínu. Það er bara þannig að fréttir (það sem birtist á miðri forsíðunni) sem fara inn á vefinn eru fæstar settar inn af vefnefnd, þám. umrædd frétt.
Eigum við ekki að segja þetta gott bara 😉
-haffi
29.01.2008 at 12:49 #611802Axel, hefurðu eitthvað tékkað á YouTube, þekki ekki sjálfur hvernig uploadið virkar, en er það ekki alveg opið fyrir upptökur einstaklinga?
-haffi
29.01.2008 at 09:27 #611794Sæll Siggi, það er ekki við Axel að sakast. Svona virka margar ókeypis skráarhýsingar. Þær leyfa bara ákveðið gagnamagn ókeypis.
-haffi
29.01.2008 at 09:21 #612024Sæl,
Kaupfélagsþráðurinn var hið besta framtak og virtist ganga bara mjög vel. Svo birtist auglýsing í Setrinu og þá var eðlilegast að spyrja hvort þetta væri orðinn bisness. Ef svo er þá ætti þetta ekki lengur heima á spjallinu. Ef það sem fer fram á spjallinu er 100% góðgerðarstarfsemi þá er það auðvitað hið besta mál og ekkert út á það að setja. En mögulega sitja þá ekki allir klúbbfélagar við sama borð er það, því sumir nota ekki spjallið en lesa auðvitað setrið?
Einhverstaðar verður samt að draga mörkin og í skilmálum vefsins stendur að fyrirtæki megi ekki auglýsa á vefnum nema gegn gjaldi. Ef Benni er kominn út í bisness, hvernig getum við leyft Benna það, en ekki öðrum? Bara af því þetta er Benni? Ef það er hinsvegar 100% á hreinu að það sem fram fer á spjallinu er ekki gróðastarfsemi þá setjum við okkur ekki upp á móti því.
Bestu kveðjur,
-haffi (vefnefnd)
p.s. Erlingur, þetta er rangt hjá þér með flugeldana, vefnefnd auglýsti ekki flugeldasölu einkaaðila eins og þú getur séð ef þú skoðar þá frétt, hún er ennþá á forsíðunni. Ekki það að ég vilji lífga við þá umræðu.
28.01.2008 at 08:43 #611998Sælir, best að leiðrétta smá misskilning. Vefurinn er ASP.Net kerfi og keyrir ofan á MySQL [b:1y3g2txh]ekki[/b:1y3g2txh] MS-Access, það var gamli vefurinn.
Hann er vissulega orðinn hægvirkur enda fjölgar notendum stöðugt. Vélbúnaðurinn og netteng er yfirdrifið fyrir vef af þessari stærðargráðu en vandamálið er hönnun kerfisins. Við höfum í gegnum tíðina hresst upp á hann eftir þörfum, tam. breytti ég myndasafninu í fyrra þar sem það var að sliga hann auk fleirri smábreytinga.
Nú er komið að annarri törn og hef ég verið að grípa í það öðru hverju og er kominn með drög að þeim breytingum sem þarf að gera til að hressa hann við. Hvenær þær verða settar í loftið er hinsvegar erfitt að segja.
-haffi (vefnefnd)
27.01.2008 at 16:07 #611876bilað / bilaður
26.01.2008 at 02:45 #611752Sæll Kalli, ertu aftur mættur á klakann? Eða bara á spjallið? Hvort heldur sem er, veltu velkominn aftur enda einn af skemmtilegri spjallverjum síðustu ár, ekki spurning.
-haffi jákvæði (kallíska)
26.01.2008 at 01:39 #611744Sæll Sverrir, er möguleiki að setja bara inn link á albúmið sjálft svo það sé auðveldara að fletta og svona?
-haffi
-
AuthorReplies