You are here: Home / Daði Snær Skúlason
![]() |
FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
|||
Menu |
Jæja sælir.
Mér skilst að menn hafi verið að breyta rafmagnslæsingum í toyota hilux í loftlæsingar með því að tengja t.d. lofttjakk við gaffalinn sem er á læsingarhjólinu.
Ég var að pæla hvort einhver vissi hvernig millistykki væri hægt að setja fyrir lofttjakkinn og kannski hvort einhverjir væru í því að smíða þannig. Einnig væri frá bært ef einhver ætti teikningu eða myndir af svona búnaði.
Með fyrirfram þökk
Daði Snær
Af hverju þarf að breyta stýrisbúnaðinum? Verður hann fyrir eða hvað? Bara smá forvitni..
Okei, takk fyrir svörin. En hvernig er með stífur og gorma/loftpúðafestingar, er ekki lítið mál að smíða þetta? Eða er hægt að fá einhver "kit" einhversstaðar sem maður getur bara soðið beint undir?
Sælir
Ég er með 90 módel af hilux með gormum að aftan en fjöðrum að framan. Mig er farið að langa að skipta fjöðrunum út fyrir annaðhvort gorma eða loftpúða og vantar smá ráðgjöf. Hvort er að virka betur? Hvort er auðveldara að smíða, hvar fær maður góða gorma/loftpúða og hvað kostar þetta svona sirka?
Takk takk