Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
11.03.2007 at 20:54 #584034
Sæll Ofsi,
Ég hef nú enga alsherjar skilgreiningu á vel búnum jeppum eða jeppahópum og þú veist nú örugglega miklu meira en ég um það. En með skrifum mínum ætlaði ég engan veginn á reyna að gera lítið úr þeim hópum sem einmitt ERU vel útbúnir.
En kannski svona það sem væri talið góður útbúnaður er kannski ekki talið í dekkjastærðum heldur kannski frekar því að vera með góð og örugg fjarskiptatæki þannig að það sé nokkuð öruggt að menn geti látið vita af sér og einnig að vera þannig til hafðir að geta í því versta sofið af sér veðrið í bílunum eða álíka. Auðvitað er líka gott að vera á vígalegum bílum sem þola slæmar aðstæður. Ég var bara aðallega að styðja það sjónarmið að menn ættu að virða hætturnar sem geta skapast vegna veðurs.
Kv. Dabbinn, sem á örugglega eftir að lenda einhverntímann í svipuðu 😀
11.03.2007 at 19:08 #584026Ég verð nú bara aðeins að rita nokkur orð hérna, er nú sammála Andra með að það er algjör óþarfi að vera að eyða kröftum sjálfboðaliða í að hirða upp fólk af fjöllum. Það verður jú alltaf eikkvað um að menn þarfnist hjálpar þegar veður gerist vont en við verðum nú að minna okkur á að við jeppamenn erum nú engar ofurhetjur og verðum því að virða veðrið og þær aðstæður sem geta skapast af veðrinu. En það að virða ekki þá óeigingjörnu vinnu sem hjálparsveitirnar standa fyrir er auðvitað bara lélegt.
Það að vera var um sig og virða veðuraðstæður á ÍSlandi er ekki VÆL! Heldur sýnir skynsemi.
Að sjálfsögðu er mjög gott ef menn eru vel búnir og því miður alltof mikið af vanbúnu fólki en sama hversu vel búið fólk er þá GETA skapast þær aðstæður þar sem vel búnir bílar og tæki ráða bara ekki við. Eins og sýnir sig núna á Langjökli, þetta voru vel búnir bílar.
Kv. Dabbinn
10.03.2007 at 01:55 #199878Hvar er best að fá stuðara fyrir volvo 460 á lága verðinu? Þetta er 95 árgerð af Volvo460 og ekki skemmdi ef hann væri í réttum lit:D
Kv. Dabbinn
06.03.2007 at 00:33 #583350Ég tek undir með síðast ræðumanni, virkilega góð skrif, en koltrefja efnið er virkilega skemmtilegt og athyglisvert efni, það hagar sér öðruvísi en málmar og önnur plastefni. En það er þannig með carbonið að ef nógu færir menn komast í það að smíða úr þessu er hægt að hanna(í þessu tilfelli boddý) dót algjörlega eftir huganum, þ.e.a.s. þar sem þú veist að mæðir mikið á boddýinu þar er hægt að vefja carbon þræðina þannig að vikilega mikill stífleiki myndast kannksi til hliðar(hægri-vinstir) meðan hægt er að fá "fjöðrun" í efnið upp og niður. Þetta veldur því að þar sem stífleika er óskað er hægt að fá hann en á þeim stöðum þar sem ekki er jafn mikilvægt að hafa stífleikann er hægt að létta boddýið…þ.e.a.s algjörlega hægt að ráða því hvar styrkurinn er í efninu og hvar er skorið niður þyngdin. Þetta er kosturinn við koltrefjarnar að það er hægt að fá mismunandi stífleika í mismunandi áttir(stiffness dirrection) eftir því hvar þess er óskað. T.d. eins og nefnt var með stífurnar að þar væri hægt að fá hámarksstífleika í beinni línu hásing-boddyfesting en til að losna við þvingun væri hægt að hanna efnið þannig að það "fjaðrar" t.d. í þá átt sem þvingun myndast, við fóðringarnar eða álíka…
Ég þekki þetta carbon efni úr hjólum en framleiðsla á "high-end" carbon hjólum er með því fremsta sem gerist í carbon framleiðslu. Hjólaframleiðendur hafa t.d. verið í samstarfi við Ferrari F1 lið o.fl. En í hjóli þá er hægt að hann það þannig að stífleiki fæst t.d. í kringum sveifarnar(hliðarstífni) en mýkt í efninu þannig að það taki "víbríng" og virkar þannig eins og mini-demparar. En já ég veit þið hafið kannski ekki gífurlegan áhuga á hjólum en vildi bara láta þetta koma með.
Allavega finnst mér þetta algjört snilldar efni og þyngdin á þessu er sú allra besta sem gerist.!!
Kv. Dabbinn
26.02.2007 at 21:25 #582318Er þessi fjallvegur ekki bara siglufjarðarskarð….
eða kannski svínaskarðið í esjunni?
Kv. Dabbinn
24.02.2007 at 17:56 #582020Það er einn mjög verklegur í garðabænum en Hjálparsveitin hérna fékk einn sona á 44" með bedlocks og skemmtilegu en hann er einmitt röravæddur að framan, ef það var ekki bara hásing úr lc80 bíl búið að snúa henni við. Annars hef ég bara einu sinni séð hann en hann er virkilega flottur og samsvarar sér mjög vel.
Hann er örugglega svaðalega sniðug græja á fjöllum.
Ef einhver hefur sett lc90 á 46" finnst mér það ekkert nema töff því það er jú málið að skera sig úr ekki búa til enn eina hilux 38" dolluna eða eikkvað álíka(annars eru hilux ágætis brummar, bara of mikið af þeim:D)
Óska eigandanum til hamingju með afrekið en ein spurning hvernig hlutföll hefur hann sett í bíllinn, nú eru 38" bílarnir flestir með 4:88 og er það ekki lægsta sem þú færð í lc90? Koma orginal 4:30…
Bara spyrja hvort hlutföllin hjá honum séu ekki orðin of veik fyrir svona flykki…
Kv. Dabbbinn
16.02.2007 at 00:02 #580574Fékk nú eina hugmynd með þessa spurningaþræði.
Væri ekki bara hægt að fá vefnefnd til þess að búa til einhverskonar þráð/link/eikkvað sem er aðskylt venjulega spjallinu þar sem Magnús, og auðvitað fleiri geta komið með hinar ýmsu skemmtilegu spurningar sem aðrir geta skemmt sér við að svara. Þá eru þessir þræðir ekki inná milli hinna þráðanna og trufla þá sem ekki fýla þessa þræði(ég er ekki að segja að þeir séu leiðinlegir nota bene).
Bara svona hugmynd.Kv. Dabbinn
02.02.2007 at 22:22 #578788Þetta er hinn æðislegi cruiser FJ 40….
Kv. Dabbinn….
Koddu nú með eikkvað fullorðins…einhverja JEPPA
30.01.2007 at 23:47 #578154Er þetta ekki í stanslausri útrás þessir trukkar.
Hinsvegar veit ég ekkert með fæðingartíðni á 49" rollum en umtalaður bíll er 49" bíll Guðjóns Hafliðasonar [url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=carmembers/3718:35dj8w5z][b:35dj8w5z]Fullorðins Patrol[/b:35dj8w5z][/url:35dj8w5z] enda kominn með ófá ameríkugenin þessi elska.Kv. Dabbinn
29.01.2007 at 20:19 #199528Sælir meistarar,
Mig langaði að gá hvort einhver veit einhverja ákveðna ástæðu fyrir eftirfarandi.
Þannig er að það er BMW bíll í fjölskyldunni sem ég hef verið að nota, bíllinn er ´90 árg, 520, ssk og ekinn vel yfir 200þús, vandamálið er það að hann hagar sér stundum skringilega þegar verið er að taka af stað.
Þegar bíllinn er kaldur er vandamálið oftast verst og lýsir sér þannig að þegar bíllinn er kominn í gír, hvort sem er bakkgír eða áfram(sjálfskiptur) og maður ætlar að taka af stað, þá ýtir maður bara svona eðlilega á bensíngjöfina, (þ.e. alls engin botngjöf eða neitt, en heldur ekki mjög rólega) og bíllinn kokar í einhverja eina sek kannski, eins og hann sé að drepa á sér og fer töluvert niður í snúningi, er kannski kominn á 500 rpm en hann drepur aldrei alveg á sér(eða held það hafi allavegana ekki gerst, hef hinsvegar einstakasinnum farið það lágt í snúningi að það kemur hleðsluljósið í mælaborðið, alveg eins og hann sé búnað drepa á sér). Hinsvegar eftir þessa einu sek þá bara fer bíllinn af stað og allt í lagi.
Þetta gerist einungis þegar verið er að taka af stað eða keyrt mjög rólega og gefið inn bensínið.
Hinsvegar er hægt að koma í veg fyrir þetta með því að ýta mjög rólega fyrstu sekúndurnar á bensíngjöfina og láta bílinn fara rólega upp í snúningi, þá kokar hann ekki.
Þetta er verst þegar bíllinn er kaldur en held það fari þó aldrei alveg þó að lagist all verulega þegar bíllinn verður heitur. Þá er bara eins og hann hinkri aðeins og fari svo af stað(fer ekki niður í snúningi eða kokar)
Þetta gerist bæði í bakki og áfram. Gerist ekki þegar bílnum er gefið inn þannig að hann skipti sér niður á ferð.
Er einhver snillingur sem gæti verið með hugsanlega ástæðu fyrir þessu, er bíllinn að ofmata sig af bensíni eða lofti eða hvert er vandamálið?Önnur spurning, veit einhver hvað kostar eitt stk bílstjórahurð á svona bíl, eða þá hvað kostar að laga beyglu sem orsakaðist af því að hurðinn fauk upp í vindi(fór of langt), það kom bara beygla á hurðina en ekki frambrettið. Hverjir væru með svona hurð?
Kv. Dabbinn
28.01.2007 at 21:52 #577724Í Nokia NMT símunum er það þannig að þegar þú kveikir á þeim birtist númerið…held það sé eini staðurinn sem hægt er að sjá númerið…
Svo er sennilega líka hægt að hringja í gsm-síma og skoða númerið.
Kv. Dabbinn
17.12.2006 at 23:31 #199192Sælir snillingar.
Bara smá forvitni og kjánaskapur hér.Ég festi augun í Pajero bíl sem var staðsettur rétt við Artic Trucks eða við næstu byggingu við Bílaþing Heklu. En þar stóð gulllitaður Pajero ´98-´00 árgerð og var búið að klippa bílinn fyrir allavegana 38″ ef ekki 44″ og búið að færa afturhásingu töluvert aftur. Ég og vinur minn tókum reyndar eftir því að bíllinn var hjólaskakkur til andsk… að framan og leit jafnvel út fyrir að vera tjónaður að framan. Því fór ég að hugsa hvort einhver hefði loksins ætlað að taka af skarið og röravæða þessa líka snilldar bíla.
Mig minnir að númerið á bínum hafi verið UD 896 eða eikkvað?
Langaði bara að forvitnast hvort einhver kannaðist við þetta. Það væri algjör snilld að sjá svona græju á hásingum framan.Hinsvegar hef ég spurnir af því að ákveðin pajero eigandi sem gengur undir nafninu Jóhann hafi verið að steikja hjá sér millikassa og ætla að fara útí verkefni og setja patrollu hásingar á pajeroinn.
Kv Dabbi pajero-fan
16.12.2006 at 02:43 #571580Strákar án þess að vera með neitt bögg og er alls ekkert inní þessum umræðum þá langaði mig bara að koma með þetta í sambandi við þessa tveggja togleðurs fretar.
Ef menn ætla sér að líta sæmilega út og getað montað sig fyrir framan alla þá er bara eitt hjól sem verður og mun vera svalast en það er BOSS HOSS með alvöru rokki í "vélarrýminu" og alvöru fákur.[img:11ohrl2x]http://www.performance-cycle.com/images/showroom/april03/bosshoss/EBAY/EBH22.JPG[/img:11ohrl2x]
Þarna erum við að tala um fullorðins leiktæki…þó að lítið verði sagt um aksturshæfileika og þyngd og annað, en gjöriði svo velog njótið. [url=http://http://www.performance-cycle.com/images/showroom/april03/bosshoss/EBAY/EBH22.JPG:11ohrl2x][b:11ohrl2x]BOSS HOSS!![/b:11ohrl2x][/url:11ohrl2x]
28.11.2006 at 16:24 #568828Langar bara að koma með eitt comment.
Ég styð frekar að menn kaupi sér GÓÐ VETRARDEKK og þá míkróskera. Allavegana finnst mér fáránlegt ef menn sem keyra bara innanbæjar, þá er ég að tala um minna breytta jeppa ekki endilega stóru fjallabílana sem gera mikið af því að fara út á þjóðvegina( þar skil ég alveg nagladekkjaþörfina og ætla ekki að kommenta á hana)
EN hinsvegar…það sem ég vildi sagt hafa er eins og ágætur maður sagði:
"Maður hjólar varkárlega ef maður er ekki með hjálm en hraðar ef maður er með hann…hinsvegar verða slysin alveg jafn alvarleg!!!"
Þetta lýsir svolítið þessari umræðu og ég tel að það sé málið að vera á GÓÐUM vetrardekkjum og keyra öruggar.
Kv. Dabbinn
28.11.2006 at 16:24 #568826Langar bara að koma með eitt comment.
Ég styð frekar að menn kaupi sér GÓÐ VETRARDEKK og þá míkróskera. Allavegana finnst mér fáránlegt ef menn sem keyra bara innanbæjar, þá er ég að tala um minna breytta jeppa ekki endilega stóru fjallabílana sem gera mikið af því að fara út á þjóðvegina( þar skil ég alveg nagladekkjaþörfina og ætla ekki að kommenta á hana)
EN hinsvegar…það sem ég vildi sagt hafa er eins og ágætur maður sagði:
"Maður hjólar varkárlega ef maður er ekki með hjálm en hraðar ef maður er með hann…hinsvegar verða slysin alveg jafn alvarleg!!!"
Þetta lýsir svolítið þessari umræðu og ég tel að það sé málið að vera á GÓÐUM vetrardekkjum og keyra öruggar.
Kv. Dabbinn
28.11.2006 at 00:01 #569550Hvað þarf að gera við svona bíl til þess að skella honum á 36" Þá myndi þessi 4.56 hlutföll einmitt henta vel með….
Væri til í að fá vísun í albúm ef einhver er með myndir af breytingum á svona bíl fyrir 36 eða stærra.
En annars hvað er það sem þarf að gera? Mikil framkvæmd…og hvað ef bíllinn er þegar á 33" og með köntum?
Kv. Dabbinn
26.11.2006 at 18:47 #569544En svo ef við tölum um að bíllinn sé á 3.55 orginal hlutföllum á 33" eða 35" eins og "Izeman" sagði
að hann hefði notað á grandinn er það ekki orðið svolítið erfitt og þungt fyrir vélina. Er hann ekki bara að eyða svaðalega þá og notar voðalítið overdrive-ið? Er þá ekki bara enn meira álag á sjálfskiptinguna? Eða gæti það gengið?Og meira til: hvað kosta læsingar í þessa bíla? þá væntanlega bara að aftan. Er málið að kaupa notaða ARB læsingu?
26.11.2006 at 17:38 #199052Sælir spekingar á láði og landi og upp til heiða og bæja.
Langaði að forvitnast…það er alltaf svo gaman.
–>Orginal drif í Cherokee kassalaga 4.0HO ssk árg frá bara eikkva og upp i eikkva. Nei sona ´92 árg.
Er 3.55 orginallin í essu eða er þa 3.73?Næsta spurning–> ef maður myndi vilja henda þannig jeepa á 35″-36″ væri 4.56 þá nokkuð fráleit hlutföll, eru þau orðin of lág??
Og svo þetta: –> hva segiði um eyðslu á sona bílum frá 33″ og uppí 36″??? Allt vel þegið. Alltaf gaman að fá smá eyðslurifrildi nei segi sona…það væri fínt að fá reynslutölur alveg sama hversu lágar eða háar þær eru.
26.11.2006 at 13:59 #569486Þessi Dick cepek F/C II eru algjör snilld. Mæli hiklaust með þeim. Við erum með svona undir nýja pajeronum sem er kannski engin léttavara og vorum einnig með undir gamla pajeronum ´98 í einhver 2 ár a.m.k. Þessi dekk eru betri en mörg önnur vegna þess að þau hafa mun mýkra gúmmi en önnur dekk, t.d. BFG A/T. Þau eru grjót hörð og þ.a.l. léleg í hálku.
F/C II eru rosalega góð þegar þau eru orðin míkróskorin og eru hljóðlát á keyrslu, stöðug og mikið grip í snjó, sérstaklega ef þau eru míkróskorin. Þau bælast mjög vel þegar hleypt er úr og fá mjög mikið grip þ.a.l.
Mæli hiklaust með þeim og verðið er 24.900 stk fyrir 35" [url=http://http://www.jeppar.is/?pageId=1119&itemId=DIC15253:xg8ptf86][b:xg8ptf86]Dekkin[/b:xg8ptf86][/url:xg8ptf86]
Það sem þessi dekk hafa líka fram yfir önnur er að munstrið í þeim er milligróft, oft hefur verið erfitt að finna eitthvað á milli þess að vera slétt og svo bara groddalegt. En þau hafa meiri munsturDÝPT heldur en sambærileg dekk og þ.a.l. endast mun lengur, þó að þau séu mjúk.
Kv. Dabbinn
15.11.2006 at 23:54 #486470Væri til í að fá svör við þessari spurningu, mjög skemmtilegt þó gamalt sé.
Kv Dabbinn
-
AuthorReplies