Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
22.07.2008 at 11:24 #626296
Sæll, ef þú ætlar að njóta ferðarinar þá er þetta dagsleið. Ég fór þessa leið um helgina, fór frá Hvolsvelli um kl 17 og var kominn í Laugafell um miðnætti, reyndar tafðist ég við að aðstoða ferðamenn sem affelguðu.
Um helgina var þetta vel fært fyrir lítið breytta bíla en spurning hvort það breytist með rigningu og hita undafarna daga.Þórður
25.06.2008 at 15:13 #624932Ég stóð upp og klappaði fyrir snilldar markaðsetningu hjá Olís þegar eg fékk þennan póst í morgun.
Þegar ég skipti við djöfulinn þá er það aukaatriði hvað hann heitir.
Núna ætla ég ekki að verja olíufélögin en þau búa við það að heimsmarkaðsverð er að hækka og gengi ísl, krónunnar lækkar þar með hækkar verðið til okkar og einhverjar kronur í lítraverði breyta ekki kúk fyrir veskið mitt, þó eg borgi 10 þúsnd kall meira í bensín ári er ekki aðalatriðið.Ef menn vilja gera eitthvað sem virkar þá er það að leggja bílnum og taka stræto eða hjóla eða labba eða hvað sem er annað en einkabílinn.
d.
22.06.2008 at 19:16 #202576Hvert fer ég til að fá vottorð um að hraðamælirinn minn sé réttur og veit einhver hvað slíkt kostar svona sirka ?
Þórður.
03.06.2008 at 21:08 #623926Af því að það er verið að ræða prófíl þá spyr ég, er einhver annar að selja prófíl en [url=http://ga.is:22gz0gfw][b:22gz0gfw]Guðmundur Arason[/b:22gz0gfw][/url:22gz0gfw] ?
mbk, ÞA
30.05.2008 at 09:26 #619752Sæll, ég pantaði mér dælu á ebay á sínum tíma, fann eina með snöggri leit á 50 $
[url=http://cgi.ebay.com/ebaymotors/NEW-FUEL-PUMP-Rover-Sterling-825-827-Toyota-Van-Pickup_W0QQcmdZViewItemQQcategoryZ33555QQihZ023QQitemZ360054697009QQrdZ1QQsspagenameZWDVW:1cch0gdq][b:1cch0gdq]hér[/b:1cch0gdq][/url:1cch0gdq] hefur reynst mér vel, reyndar er hún ekki fullkomið fit en ekert mál að mixa hana í, sérstaklega fyrir þennan pening.d.
09.05.2008 at 00:47 #622648Ég man eftir þessum múkka pikkföstum í mýri fyrir neðan Þrym á Hellisheiði fyrir mörgum árum, sennilega 1989.
Hann hafði verið fenginn til að draga burt bjöllu hræ sem ég of félagara mínir höfðum komið upp á Heiði sem leikfang, en amk fór múkkinn á kaf í mýrina og eftir miklar æfingar náði hann að losa sig með því að grafa varadekkið á kaf og spila sig svo upp.
Það verður að segjast eins og er að við félagarnir hlógum mikið að þessu ævintýri enda höfðum við farið þarna yfir á bjöllu nokkru áður.
08.04.2008 at 12:29 #619734Sæll, ég lenti í nákvæmlega þessu sama, missti allt afl í 2800+ snúningum.
ég skipti um allt í kveikjunni, endaði með því að panta mér bensíndælu frá USA fyrir 50$ og hann hefur gengið eins og engill síðan.
04.03.2008 at 13:55 #616024Kosturinn við þessa vél er að þú getur fengið ALLT í hana. og það er hægt að tjúna hana helling til og búið að gera í mörg ár í Ameríku. ókosturinn er hinsvegar sá að það kostar í raun helling af peningum að tjúna hana. það fyrirætki sem sennilega á mest er LC engineering, lcengineering.com einnig er annað kompaní, http://www.doaracingengines.com/ sem hafa líka unnið helling í þessum vélum.
en svo væri örugglega sniðugt að fá sér 3.0l V6 eða 3.0l TD úr Land Cruiser 90
29.02.2008 at 21:42 #615702Minn bíll ásamt tveim öðrum, Atla bíl og Agnesi formanni, var að lenda í Setrinu.
Búið að ganga mjög vel og fínt GSM samband hjá Vodafone
29.02.2008 at 21:17 #615694hvað segiru jenni, hefur þú áhyggjur.
Ég heyrði í bílnum mínum um 18, þá var hann á Kvíslaveituvegi. ég geri ráð fyrir því að þær séu í góðu yfirlæti í Setrinu
26.02.2008 at 23:00 #613516síminn er svona eins og stelpan sem kom of seint í partýið o g allt búið.
Mér fannst gaman að því að síminn ætlar að byggja upp langdrægt 3G kerfi, það er auðvitað alveg bráðnauðsynlegt, ég þarf alltaf að vera vel tengdur internetinu þegar ég er á fjöllum. ég get þá sent tölvupóst þegar ég er í vandræðum, frábært !
Ég bíð bara spenntur eftir því að Hrauneyjar fari að selja startpakka frá Vodafone og hleðslukort
11.02.2008 at 16:58 #613766Flestir ef ekki allir Sony Ericsson síma eru með tengi fyrir loftnet, oftast er það falið bak við svarta gúmmíhettu á bakhlið tækisins.
ÞA
11.02.2008 at 14:24 #613488Eigendur Nokia tækja geta fljótlega keypt loftnets-kit fyrir bílinn hjá Vodafone. hef svosem ekki mikið meiri upplýsingar um það að svo stöddu.
ÞA
11.02.2008 at 14:10 #613486sælir ég sá að Ofsi var að biðja um staðfestingu á gsm sambandi. Ég fór á þorrablót um helgina og hringdi tvö símtöl úr Vodafone GSM símanum mínum, annað frá lauginni við Nautöldu, það var ekki gott samband en samband engu að síður, hitt var hringt af planinu við Setrið og þar var mjög gott samband.
Annað atriði sem menn gleyma stundum er handtækið sjálft, nú eiga næstum allir GSM síma og hægt að fá síma fyrir 5000 kall, sem er heldur minna en Tetra eða hvað þá CDMA xxx sem enginn hefur séð nokkur tæki fyrir.
ÞA
11.02.2008 at 10:59 #611736Af því að Eik minnist á það þá er gaman að segja frá því að ég átti fínt samtal við barnapíuna mína á sunnudaginn, úr Vodafone GSM símanum mínum af planinu fyrir framan Setrið.
tetra hvað ? og hvað er að frétta af CDMA 450 ?Annars takk fyrir mig og alveg sérstakar þakkir til Þorgeirs og Lellu fyrir að töfra fram þessa fínu máltíð úr skemmdum mat svona seint um nótt.
Þórður og Brynhildur
18.01.2008 at 15:10 #201652Daginn, mig langar til að deila með ykkur sögu af góðri þjónustu.
Ég keypti mér hjólatjakk í haust og hef svo sem lítið þurft að nota hann, en þegar ég notaði hann þá seig hann alltaf niður sem er auðvitað ekki gott. Ég fór með hann þangað sem ég keypti hann og þegar við prófuðum hann þar hélt hann alveg án vandræða.
ég fór heim ekkert sérstaklega sáttur því hann hafði alltaf svikið fram að þessu. núna nýlega sá ég hins vegar fram á að þurfa að nota hjólatjakk Ég prófaði þennan tjakk með því að tjakka upp tvær gangstéttarhellur og sjá hvort hann héldi þeim, ónei hann var alveg siginn niður þegar ég kannaði það.þar sem þetta er ekkert dýr búnaður þá var ég eiginlega kominn á þá skoðun að ég nennti ekki að eiga við Verkfærasöluna og ætlaði bara að kaupa mér tjakk annarstaðar, en ákvað samt að senda þeim tölvupóst og kanna hvort þeir væru til í að gera eitthvað fyrir mig og viti menn, fékk einfaldlega óskasvarið.
„Komdu með tjakkinn og við látum þig hafa nýjan.“
Þeir sem veita svona þjónustu eru að fjárfesta til framtíðar, það í raun skiptir mig ekki máli hvort verkfærið sem mig vantar kosti þúsundkalli meira eða minna, það sem skiptir mig mestu máli er að þegar eitthvað er að að ég komi ekki að tómum kofanum, og þarna fékk ég betri þjónustu en ég hafði gert mér vonir um.
Þórður
13.01.2008 at 02:14 #610032[url=http://www.f4x4.is/new/profile/default.aspx?file=2897:1q3swq4d][b:1q3swq4d]Bazzi[/b:1q3swq4d][/url:1q3swq4d] hefur gert þetta
12.01.2008 at 22:39 #610018Birkir, þessi veðurspá ? Austlæg átt, 3-8 m/s og dálítil él austantil. Frost 7 til 15 stig.
Það er ekki hægt að segja að hún sé mjög ógnandi. en ég verð víst samt að vera heima á morgun.
24.11.2007 at 00:03 #604308Þú getur fengið ódýra spindla í N1 en þeir eru líka handónýtt rusl, ég notaði svoleiðis í minn og þeir voru orðnir verri en þeir sem ég skipti um innan 6 mánaða. Fékk mér þá spindla hjá Toyota og þeir hafa verið til friðs í eitt og hálft ár
03.10.2007 at 17:15 #598654ég keypti minn í bílarusl, hann er í tommumáli og kostaði ca tvö þúsund kall fyrir ári síðan.
-
AuthorReplies