Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
14.02.2004 at 01:25 #494162
Hæ allar!
Ferlegt!
Haldiðibara að þessi ferð sé ekki sett á "stærstu fermingahelgi" ársins. Ég er búinn að bjóða frúnni að fara einn með börnin í veisluna en hún fái á móti að fara höndum (og fótum) um DÖMUNA á fjöllum…
Ég næ ekki upp spenningi…
Fer…mingakveðja,
BÞV
14.02.2004 at 01:17 #488612.. í það???
Jamm og jæja, þar höfum við það, játningu frá fyrrum Patrolmanni. Auðvitað er þetta einhver Sado Masokismi að gera út þetta dót – og langa í það aftur, þrátt fyrir að vera laus… Það er til félag fyrir menn með svona hvatir, BDSM.is… Auðvitað hlaut að vera skýring á þessu eins og öllum öðrum veraldlegum staðreyndum…
Hlynur, Benni Akureyringur þorir ekki aftur með mér í alvöru krefjandi túr…, ert þú klár??? Tökum við kannski Bláa "útsýnisbandítinn" úr Hafnarfirðinum með??? Hvað með Rúnnsa fisksala og kannski fleiri ÞORENDUR…? Ella er öruggega klár með nýtt sönghefti… og ég lofa að taka undir…
Höres!
Ferðakveðja,
BÞV
Ps. Nú er ég að fara að ráðum gamals frænda míns sem sagði alltaf: " ef þú vilt fá menn í samstarf, byrjaðu þá að setja út á þá…"
14.02.2004 at 01:17 #494217.. í það???
Jamm og jæja, þar höfum við það, játningu frá fyrrum Patrolmanni. Auðvitað er þetta einhver Sado Masokismi að gera út þetta dót – og langa í það aftur, þrátt fyrir að vera laus… Það er til félag fyrir menn með svona hvatir, BDSM.is… Auðvitað hlaut að vera skýring á þessu eins og öllum öðrum veraldlegum staðreyndum…
Hlynur, Benni Akureyringur þorir ekki aftur með mér í alvöru krefjandi túr…, ert þú klár??? Tökum við kannski Bláa "útsýnisbandítinn" úr Hafnarfirðinum með??? Hvað með Rúnnsa fisksala og kannski fleiri ÞORENDUR…? Ella er öruggega klár með nýtt sönghefti… og ég lofa að taka undir…
Höres!
Ferðakveðja,
BÞV
Ps. Nú er ég að fara að ráðum gamals frænda míns sem sagði alltaf: " ef þú vilt fá menn í samstarf, byrjaðu þá að setja út á þá…"
12.02.2004 at 01:45 #488346Sæll Benni.
Gaman að sjá að þú ert ekki dauður úr öllum… farinn að tala um kellingar og allt!
Það spáir vel… eins og alltaf, bara spurning fyrir hvað. það var og að þú vaknaðir til lífsins þegar líkur væru á KRAPATÚRUM…
Hvenær ertu til í næsta krefjandi túr??? Nú er ég kominn með hlutföll, smá kunnáttu og lógírinn að skríða saman…
Ferðakveðja,
BÞV
12.02.2004 at 01:45 #493682Sæll Benni.
Gaman að sjá að þú ert ekki dauður úr öllum… farinn að tala um kellingar og allt!
Það spáir vel… eins og alltaf, bara spurning fyrir hvað. það var og að þú vaknaðir til lífsins þegar líkur væru á KRAPATÚRUM…
Hvenær ertu til í næsta krefjandi túr??? Nú er ég kominn með hlutföll, smá kunnáttu og lógírinn að skríða saman…
Ferðakveðja,
BÞV
11.02.2004 at 22:31 #493643Sælir.
Ef þetta eru "venjulegar felgur", og millileggin (speicerarnir) ekkert ekstra þykkir, þá á þetta að vera í fínu lagi. Ef ég man rétt, þá gripu gengjurnar hjá mér ekki nema ca. 8 eða 9 heilhringi og það er meira en nóg á 6 bolta felgu.
Ferðakveðja,
BÞV
11.02.2004 at 22:31 #488326Sælir.
Ef þetta eru "venjulegar felgur", og millileggin (speicerarnir) ekkert ekstra þykkir, þá á þetta að vera í fínu lagi. Ef ég man rétt, þá gripu gengjurnar hjá mér ekki nema ca. 8 eða 9 heilhringi og það er meira en nóg á 6 bolta felgu.
Ferðakveðja,
BÞV
11.02.2004 at 22:26 #488334Sælir félagar.
Þetta kalla ég nú bara býsna góða endingu. Reyndar hitti ég mann um daginn sem hafði nýverið keypt Pajero ekinn liðlega 320 þús km. (mig mynnir ’98 árgerð) og þóttist hafa gert reyfarakaup, þar sem bíllinn stóð mjög vel fyrir sínu þrátt fyrir þennan mikla akstur. Í því tilviki hafði heldur ekkert verið átt við vél né skiptingu.
Auðvitað hlýtur þó meðferð og umhirða að skipta öllu máli þegar kemur að svona stúdíu. Pajero er nú "bara bíll" og hlýtur því að vera forgengilegur eins og öll önnur mannanna verk, en í mínum huga er þó alveg ljóst hvað endinguna áhrærir, að MMC mönum hefur farið stórkostlega fram frá árunum eftir 1980 (ca 1984-1986) þegar það þótti tíðindum sæta ef gírkassi í Pajero entist meira en 80-100.000 km.
Um eðlilegt verð fyrir svona grip hef ég enga hugmynd, en þú átt að geta kynnt þér þetta nokkuð vel í gagnagrunni bílgreinasambandsins.
Ferðakveðja,
BÞV
11.02.2004 at 22:26 #493658Sælir félagar.
Þetta kalla ég nú bara býsna góða endingu. Reyndar hitti ég mann um daginn sem hafði nýverið keypt Pajero ekinn liðlega 320 þús km. (mig mynnir ’98 árgerð) og þóttist hafa gert reyfarakaup, þar sem bíllinn stóð mjög vel fyrir sínu þrátt fyrir þennan mikla akstur. Í því tilviki hafði heldur ekkert verið átt við vél né skiptingu.
Auðvitað hlýtur þó meðferð og umhirða að skipta öllu máli þegar kemur að svona stúdíu. Pajero er nú "bara bíll" og hlýtur því að vera forgengilegur eins og öll önnur mannanna verk, en í mínum huga er þó alveg ljóst hvað endinguna áhrærir, að MMC mönum hefur farið stórkostlega fram frá árunum eftir 1980 (ca 1984-1986) þegar það þótti tíðindum sæta ef gírkassi í Pajero entist meira en 80-100.000 km.
Um eðlilegt verð fyrir svona grip hef ég enga hugmynd, en þú átt að geta kynnt þér þetta nokkuð vel í gagnagrunni bílgreinasambandsins.
Ferðakveðja,
BÞV
11.02.2004 at 12:32 #478750Sælir.
Já Snorri, það kemur mér verulega á óvart hvað þetta virðist skipta litlu máli (nánast engu) í almennum borgarakstri. Ég hélt að ég fengi svolítið "fyllibyttulegar" hreyfingar í hann, en það er alls ekki. Ég var að ýminda mér að það væri vegna þess að framstöngin héldi svona vel við, en kannski er það alls ekki. En nógu djöfull er hún sver…
Rétt ég svipti henni úr líka og sjái hvað gerist…
Af hverju er það annars sem þetta skiptir svona miklu minna máli í klafabíl en hásingabíl? Nú veit ég að þú þekkir þetta bæði sem fagmaður og einnig af eigin reynslu.
Ferðakveðja,
BÞV
11.02.2004 at 00:18 #493515Sælir.
Hef fyrir margt löngu (10-15 árum) heyrt um þessa Omega koppafeiti og að hún sé mun betri en hefðbundin koppafeiti. Hins vegar hef ég ekki heyrt um gírolíu með þessu nafni. Eru menn annars að nota synthetíska gírolíu eða venjulega?
Ég hef heyrt frá manni sem gerði út Bronco í mörg ár, að hann hafi aðeins notað hefðbundna jarðolíu á drifin, enda lak alltaf vatn inn í þau. Hún blandast vatninu og ver og smyr þrátt fyrir það.
Ferðakveðja,
BÞV
11.02.2004 at 00:18 #488262Sælir.
Hef fyrir margt löngu (10-15 árum) heyrt um þessa Omega koppafeiti og að hún sé mun betri en hefðbundin koppafeiti. Hins vegar hef ég ekki heyrt um gírolíu með þessu nafni. Eru menn annars að nota synthetíska gírolíu eða venjulega?
Ég hef heyrt frá manni sem gerði út Bronco í mörg ár, að hann hafi aðeins notað hefðbundna jarðolíu á drifin, enda lak alltaf vatn inn í þau. Hún blandast vatninu og ver og smyr þrátt fyrir það.
Ferðakveðja,
BÞV
11.02.2004 at 00:05 #488106Sæll Lúther.
Patrolinn er "klassískur og tímalaus"… Vonandi er þetta ekki alvarlegt. Maður er spenntur að fylgjast með þér sem fyrst á fjöllum, enda alltaf eitthvað sögulegt að gerast. Það er jú það sem gefur lífinu gildi! Maður neitar ekki góðu basli ef það býðst…
Ferðakveðja,
BÞV
11.02.2004 at 00:05 #493196Sæll Lúther.
Patrolinn er "klassískur og tímalaus"… Vonandi er þetta ekki alvarlegt. Maður er spenntur að fylgjast með þér sem fyrst á fjöllum, enda alltaf eitthvað sögulegt að gerast. Það er jú það sem gefur lífinu gildi! Maður neitar ekki góðu basli ef það býðst…
Ferðakveðja,
BÞV
11.02.2004 at 00:02 #487562ég gleymdi líka að taka undir með Hlyni. Mér finnst það býsna langsótt að láta selja sér aðgang að snjóakstri á Hellisheiðinni…
Í mínum huga hóa menn sér einfaldlega saman annað hvort á netinu eða á fundum. Fimmtudagsfundirnir eru kjörinn vetvangur til að hitta aðra jeppamenn og skipuleggja ferðir. In the end snýst þetta allt um mannleg samskipti – maður er manns gaman og það allt. Ef þú nennir ekki að leggja rækt við slíkt, þá er kannski bara leiðin að draga upp þúsundkall og láta selja sér… allt spurning um áherslur í lífinu.
Ferðakveðja,
BÞV
11.02.2004 at 00:02 #492128ég gleymdi líka að taka undir með Hlyni. Mér finnst það býsna langsótt að láta selja sér aðgang að snjóakstri á Hellisheiðinni…
Í mínum huga hóa menn sér einfaldlega saman annað hvort á netinu eða á fundum. Fimmtudagsfundirnir eru kjörinn vetvangur til að hitta aðra jeppamenn og skipuleggja ferðir. In the end snýst þetta allt um mannleg samskipti – maður er manns gaman og það allt. Ef þú nennir ekki að leggja rækt við slíkt, þá er kannski bara leiðin að draga upp þúsundkall og láta selja sér… allt spurning um áherslur í lífinu.
Ferðakveðja,
BÞV
10.02.2004 at 23:57 #487560Sælir.
Þetta er alveg rétt Skúli. Ég var nú bara svona meira að grínast (ótrúlegt en satt :).
Annars var "Krapi 2000" einhver magnaðasta ferð sem ég hef farið og af henni hefið ég alls ekki viljað missa. Vandamál margra í þeim túr virtist vera sú augljósa hugsanavilla að það væri aðeins ein leið fær: förin eftir síðasta bíl. Í þeirri ferð voru klárlega margir að skemma bílana sína með því að koma 80. bíll í krapapittina sem voru þá orðnir mjög grafnir, í stað þess að aka á snjónum við hliðina eins og 1. bíll gerði…
Annars styð ég heilshugar ýmsa af þeim kostum sem eik nefndi varðandi mögulega heimferð úr Setrinu. Ég held að margir eigi þar ýmislegt óekið…
Ferðakveðja,
BÞV
10.02.2004 at 23:57 #492125Sælir.
Þetta er alveg rétt Skúli. Ég var nú bara svona meira að grínast (ótrúlegt en satt :).
Annars var "Krapi 2000" einhver magnaðasta ferð sem ég hef farið og af henni hefið ég alls ekki viljað missa. Vandamál margra í þeim túr virtist vera sú augljósa hugsanavilla að það væri aðeins ein leið fær: förin eftir síðasta bíl. Í þeirri ferð voru klárlega margir að skemma bílana sína með því að koma 80. bíll í krapapittina sem voru þá orðnir mjög grafnir, í stað þess að aka á snjónum við hliðina eins og 1. bíll gerði…
Annars styð ég heilshugar ýmsa af þeim kostum sem eik nefndi varðandi mögulega heimferð úr Setrinu. Ég held að margir eigi þar ýmislegt óekið…
Ferðakveðja,
BÞV
10.02.2004 at 23:49 #478744Sælir.
Já Jónas, það er búið að smíða milligír í einn af þessum nýju bílum og svo er Páll með milligír í sínum bíl líka og hann er einnig nýsmíðaður. Svo var líka milligír í gamla Eirík Páls… Hlutfallið í þeim gírum er ca. 1:2 ef ég man rétt.
Núna er Kári að smíða milligír með hlutfallinu 1:2,7 og vonandi klárast það sem fyrst. Sá gír var sýndur liðlega hálfsmíðaður hjá Heklu á sýningunni fyrir rúmri viku. Verðið er ca. 300.000 í kominn – fullt verð með vinnu og öllum frágangi. Gírboxið sjálft er al-íslenskt.
cj001, myndirnar koma þegar þær verða til slakaðu á… Þó þú hafir ekki trú á sjálfstæðu fjöðruninni, þá breytir það engu um ágæti hennar og frábæra virkni, eins og dæmin sanna. Vertu velkominn í hóp rétttrúaðra…
Ferðakveðja,
BÞV
10.02.2004 at 22:25 #478738Sælir félagar.
Nú er ég búinn að taka jafnvægisstöngina úr að aftan og það er talsverður munur á því hvað hann teygir hjólin betur niður eftir það.
Kemur mér samt mikið á óvart að það finnst samt ekki mikill munur í innanbæjarakstri (í beygjum) þó hún sé ekki til staðar. Reyndar er sú að framan líka mjög öflug og ég mun síðar prófa að taka hana úr líka. Reyndar er/verður flottast að smíða á þetta eitthvað "patent", þó það sé að vísu ekki nema 10 mínútna vinna að skrúfa þetta úr.
Ferðakveðja,
BÞV
-
AuthorReplies