Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
08.01.2005 at 15:49 #512664
Hæ og hó.
Er ekki týpískt að karlinn er að fara á taugum yfir gengi okkar PAJERO manna á Vatnajökli á dögunum. Ekki nóg með að Patrolarnir væru skildir eftir steinastopp um allan jökul heldur einnig á malbikinu á leiðinni í bæinn… Maður þurfti að stórpassa sig á að keyra ekki á hræin þegar maður kom þarna á hundrað og eitthvað… á leiðinni á jökul.
Auðvitað er það svekkjandi fyrir Hlyn að komast loks að því að það sem hann hefur trúað á í blindni í nokkur ár er bara dót…
Auðvitað er það svekkjandi fyrir Hlyn að grindarlausir og hásingalausir PAJEROAR á Barbíhjólum skuli hafa keyrt hring eftir hring í kringum "44 leðurklædda Patrol fjallakofana á jökli…
Auðvitað er það svekkjandi fyrir Hlyn að 12 ára dóttir Páls Halldórs hringaði líka druslurnar á hásingalausum PAJERO án þess að vera í nokkru basli…
Þetta er allt til á video og verður væntanlega allt sýnt á næstu árshátíð (nema að Patrol klíkan komi í veg fyrir það með bellibrögðum…)
Auðvitað kennum við hin pínu í brjósti um Hlyn á þessum erfiðu tímum. Verum góð við karlinn, sýnum honum skilning og látum einstaka óráðshjál ekki pirra okkur, það eru dæmigerð sjokkviðbrögð í gangi hjá honum…
Ferðakveðja,
BÞV
07.01.2005 at 10:02 #512650á hálendinu eru bannaðir skv. úrskurði Umhverfisstofnunar nr. 3186231 frá 31/12/2004, en í kjölfar þess úrskurðar varð að skreppa inneftir og sækja draslið aftur, þar sem Ella tímdi ekki að rífa leðrið af sófasettinu… Annars hafði Umhverfisstofnun líka hliðsjón af því í úrskurði sínum að staðarval skálans væri óheppilegt, aðeins u.þ.b. 2 km. frá Skálunum á Grímsfjalli sem í seinni tíð hefur verið kallað "Latibær".
Það er því ekki ómögulegt að Ella fái síðar undanþágu frá leðurákvæðinu, ef hún velur stað sem er ekki svona alveg ofan í öðrum fjallaskála… Látum okkur því ekki koma á óvart þótt hún geri aðra tilraun síðar og sá blái verði þá skilinn eftir fjær fjallaskála en í þetta sinn!
Ferðakveðja,
BÞV
09.12.2004 at 21:42 #510694Sælir.
Sammála síðasta ræðumanni, þeir félagar Aron og Birgir hjá Jeppaþj. Breyti eru búnir að stilli inn fleiri drif en þá langar til að muna. Örfá þeirra hef ég átt sjálfur og þrátt fyrir að leggja mig allan fram get ég varla hælt mér af því að hafa náð árangri í að brjóta þau (meira að segja ekki 5:71).
Ferðakveðja,
BÞV
16.11.2004 at 00:01 #508734Sæll Jónas.
Óskar Ólafsson setti strax milligír í sinn nýja "38 Pajero. Ég held hann sé búinn að keyra rúm 30 þúsund og mikið á fjöllum. Aron er held ég að setja gír í sinn "44 Pajero. Þetta bara virkar.
Ferðakveðja,
BÞV
21.10.2004 at 00:36 #506418Sælir félagar.
Ég er sammála formanni vorum að sennilega hefur blm. misskilið orð Sigurðar Helgasonar um að ekki sé heimilt "nema viðurkenndum verkstæðum" að breyta jeppum. Sigurður á að vita betur, enda á sérskoðun sú sem mælt er fyrir um í lögum og varðar alla (meira) breytta bíla að vera "alvöru" skoðun og óháð því hver eða hverjir breyttu bílnum.
Í raun er það staðreynd að margar af "bestu og framsæknustu uppgötvunum og nýjungum" í jeppabreytingum eru hannaðar af kunnáttumönnum meðal jeppamanna heima í bilskúr. Þetta er þó áleitin spurning m.t.t. hagsmuna allra þeirra sem eru í umferðinni og alveg ljóst að sérskoðunin sem framkvæmd er (á að vera) í dag þarf að standa undir nafni til að núverandi fyrirkomulag sé réttlætanlegt. Mörgum finnst samt að "sérskoðunin" standi ekki undir nafni, enda sé frekar hægt að tala um "skráningarskoðun" eins og hún er framkvæmd í dag.
Hvað finns ykkur félagar?
Ferðakveðja,
BÞV
20.10.2004 at 22:28 #506428að árshátíðin sé einhver mesta "opinberunarhátíð" klúbbsins í seinni tíð…
Ég hef fyrir satt að Skúli formaður láti tattúvera á sig fána bre(i)zka heimsveldisins á sviðinu á milli aðalrétts og eftirrétts…
…að eik sé líka að spá í að fá sér þjóðarblómið á vinztri lendina sem merki umhverfiznefndar…
…að Jón Ofzi segi nú opinzkátt frá því hvernig áztand fjölzkyldutjandvagnsins zíðasta vor eyðilagði stemmninguna í öllum fjölzkyldufermingunum…
…að Zindri skýri opinzkátt frá örlögum "Patrolvinar" í byggð á meðan landsfundurinn fór fram, en karlinn var nánast með magasár af strezzi vegna endalausra varahlutaútvegana fyrir þessa þrjá Patrola sem dregnir voru með á fundinn…
…að Zoffía Begga, muni standa fyrir umræðum um áztand dekkja og markaðsástand ISUSU rennireiða í dag…
…svo verður víst heljarstuð líka… (",) Óli Píka…
21.09.2004 at 23:44 #505386Sælir félagar.
Þetta er athyglisvert. Allar "nýjungarnar" sem mr. Patrol er að kynna núna, eru búnar að vera til staðar í Pajero síðan 1999 ef ég man rétt. Þeir kynna sjálfstæða fjöðrun sem auðvitað er stærsta skrefið í að breyta þessari hestakerru af "rörskeraætt" í bíl, á því er ekki nokkur vafi. Nú svo eru þeir auðvitað að koma með 5 þrepa sjálfskiptingu (sem og mr. Toyota að því er mér skilst) en sá búnaður er búinn að vera í Pajero í a.m.k. 5 ár að ég held.
Mér finnst þó mest undarlegt að mr. Patrol sé að setja þessa ótrúlegu 3ja lítra vél sína á veturinn, þar sem ég hélt nú fyrirfram að ekki væri hægt að selja nokkrum minnihlutahópi í heiminum bíl sem aldrei þarf að skipta um mótorolíu á… heldur skipta menn bara um vél!
En eins og einhver sagði; síðasti v….. er ekki fæddur enn og menn læra að sætta sig við þetta og enn kaupa menn Patrol með þessari handónýtu vél…
Ferðakveðja,
BÞV
25.05.2004 at 21:36 #503091Sæll SkuliH.
Nú ertu orðinn formaður Ferðaklúbbsins 4×4 og óska ég þér til hamingju með það. Þú hefur samfara þessu meiri/aðrar skyldur í opinberri umræðu en áður. Í öllum guðslifandibænum vaknaðu nú upp af Þyrnirósasvefni ykkar eik, enda eruð þið löngu búnir að sofa yfir ykkur í þessu efni. Það er einfaldlega svo að allar hugmyndir um fyrirbærið "þjóðgarð" eru til þess fallnar að skerða rétt/möguleika okkar jeppamanna til að ferðast á þeim svæðum sem undir slík svæði fara. Þetta er hin dapurlega staðreynd í raun, þrátt fyrir að allir sem mæla fyrirbærinu bót segi það gert til að "auka rétt og aðgengi almennings að svæðinu…" Ég spyr þá: Hvað er að aðgengi fólks að Vatnajökli í dag? Ekki verð ég var við að nokkrum sé meinuð för um þann jökul sem á annað borð fer eftir almennum lögum þessa lands!
Ég vek enn og aftur athygli á þeirri dapurlegu staðreynd að allur akstur vélknúinna ökutækja á Snæfellsjökli (Snæfellsjökulsþjóðgarði) er nú bannaður og um leið þeim varnaðarorðum að menn taki ekki copy/paste þá reglugerð og láti hana flæða yfir alla aðra komandi jökulþjóðgarða landsins.
Merkilegt að þjóðgarðsvörðurinn í Snæfellsjökulsþjóðgarði gerði sér ekki einu sinni sjálfur grein fyrir merkingu reglaugerðarinnar um þjóðgarðinn hans á fundi hjá klúbbnum um árið. Þau ákvæði eru hins vegar tiltölulega aðgengileg öllum þeim sem skilja ritað mál.
Ég vek athygli á málflutningi ólsarans um þau mál er varða skipulag og nýtingu miðhálendisins, enda mælir hann þar af reynslu sem hann hefur hlotið í samstarfi við öfgafólk.
Ferðakveðja,
BÞV
25.05.2004 at 21:13 #502919Hvaða rugl er nú þetta að mæla með Corvettu vél í jeppa. Erum við ekki að leita nr. 1, 2 og 3 að togi en ekki einhvernjum spark-hestöflum í þessa íslensku jeppa?
Tog er málið!… ekki hestöfl… það segir Patrolman allavega…
Hefur annars einhver komið þessum minnimáttar Patrolmanni til sálfræðings. Það hefur ekkert heyrst í honum nýlega?
Ferðakveðja,
BÞV
25.05.2004 at 21:05 #486922Sælir félagar.
Er þetta ekki akúrat það sem flestir hafa komist að "the hard way", þ.e. það sem er ódýrt er lélegra = það sem kostar meira endist lengur…
Auðvitað er ekki alltaf hægt að alhæfa, en það er klár fylgni þarna á milli þó hún sé ekki ófrávíkjanleg.
Ferðakveðja,
BÞV
09.05.2004 at 01:36 #486896Iss, það eru til þessar fínu Algrip – íslenskar raf- eða loftstýrðar læsingar í þessar elskur. Samt, bara gott að fá fleiri möguleika.
Ferðakveðja,
BÞV
21.04.2004 at 23:13 #499683Sæll Emil.
Þetta grunaði mig varðandi vigtina. Þær eru ótrúlega léttar á sér Pæjurnar. Já, þótt margt gott megin segja um gamla Hilux, þá verður honum seint hrósað fyrir þægindi hið innra… Þá á ég nú reyndar bæði við fram- og aftursæti…
Mig grunar að þú sért með nokkuð lúmskt skemmtilegan bíl í höndunum eftir þennan "viðsnúning". Gangi þér allt sem best.
Ferðakveðja,
BÞV
21.04.2004 at 22:14 #499675Sæll Emil.
Til hamingju með nýja lúkkið og framtakið!
Þótt innvolsið sé "leikfangadót" þá "lúkkar þetta vel"…
Assgoti varstu annars snöggur að þessu. Ertu búinn að smella nýju útfærslunni á vigt og ef svo er, hverju munar?
Nú er bara að tala við Palla Hall formann Pajeroklúbbsins og skrá sig….
Ferðakveðja,
BÞV
21.04.2004 at 22:01 #499565Sælir.
Ég held að þetta sé verri útfærsla, þ.e. að færa hásinguna af miðri fjöðrinni. Þú myndar spennu á fjöðrina með þessu, en ef þú færir fremra hengslið fram, þá kemur aftara hengslið fram/niður samsvarandi og lyftir bílnum örlítið í leiðinni, þar sem hengslið hallar þá ekki eins mikið aftur og original. Jafnframt er þá þyngdarálagið á miðja fjöðrina áfram (þegar þú ert búinn að færa hásinguna 3cm. framar á fjöðrina, þá er orðinn 6 cm. munur á enda augablaðs að hásingu fyrir frmana vs. aftan hásingu.
Sá sem ég lét stytta stöngina á sínum tíma er hættur í bransanum, en hann er vélfræðingur.
Ferðakveðja,
BÞV
20.04.2004 at 22:51 #478788Sæll Snorri.
Nei, það hefur ekkert verið viðgert í kyrrþey í mínum bíl, enda hafa margir haft mikinn áhuga á að fylgjast með því hvernig þetta stendur sig. Sjálfur átti ég í upphafi von á að það þyrfti að endurhanna/styrkja einhverja hluta þessa búnaðar, en það hefur ekki ennþá komið til þess. Félagarnir í klúbbnum myndu heldur ekki líða manni að "laumast" neitt með "faldar" bilanir, svo vel er fylgst með…
Auðvitað hlýtur þó einhverntíma eitthvað að gefa sig í þessu áður en yfir lýkur, þetta er jú forgengilegt eins og önnur mannanna verk.
Rúnar, þú ert nú svo ýktur…
Þarftu ekki að klippa betur úr Grána fyrir þessu öllu… Helvíti hefur þetta annars heppnast vel, ef þetta eru tölurnar! Er þetta sama útfærsla á fjöðrun og í Jöklagrána Freysa? Þar er nú einhver mesta slaglengd í Hilux sem ég hef séð!
Ferðakveðja,
BÞV
20.04.2004 at 22:36 #499545Sælir.
Absolut að stytta stöngina, það er smámál en breytingin á hrútshorninu er miklu meira mál.
Ég fékk fagmann í þetta á mínum gamla HiLux og hann var snöggur að þessu.
Leyndarmálið við HiLuxinn er nefnilega það, að með því að færa framhásinguna fram um ca. 2-3 cm., þá ertu laus við að kaupa dýrar upphækkunarfjaðrir eða setja upphækkunarklossa að framan þótt þú viljir setja bílinn á 38" hjól. Fremra hengslið er skorið laust og fært fram… búið mál!
Ferðakveðja,
BÞV
15.04.2004 at 22:10 #478780Sæll Baldur.
Því miður hefur farið fram hjá mér þessi "uppvakningur" á þessum þræði, en þetta eru skemmtilegar og ótrúlegar myndir sem menn hafa sett hér inn. Ég hef ekki farið í þetta "lyftarapróf" sem þú talar um, en ég hef mælt slaglengdina í fjöðruninni eins og ég gat um í upphafi þráðarins. Ég hef ekki ennþá nennt að rífa úr bílnum stöngina að framan, kannski sérstaklega vegna þess að þetta misfjöðrunarmál er ekki að há bílnum neitt í almennri ferðamennsku. Það má til gamans geta þess að á dögunum varð bíllinn minn ársgamall (í mars) og þó ég hafi stundum ferðast meira en sl. ár, þá ók ég tæpa 30.000 km. þannig að bíllinn er talsvert notaður.
Ég tók það einnig saman um daginn vegna spurningarinnar á aðalsíðunni að ég er búinn að fara 6 ferðir á fjöll í vetur og á vonandi nokkrar fyrir höndum áður en sumrar…
Annars held ég að það sé búið að sýna kyrfilega fram á það að þessi búnaður er meira en nógu sterkur til að þola svona breytingar og mér sýnist að nú séu menn að horfa meira á hvernig "44 bíll Arons Árnasonar reynist, en hann er með þessum sama búnaði óbreyttum. Hann hefur staðið sig 100%.
Ferðakveðja,
BÞV
03.04.2004 at 02:09 #495254Iss, er þetta nokkuð svo nauið á þessu ameríkudóti? Hrynur þetta ekki allt, hvort sem þetta er með bínu eða sínu…
Að vísu man ég að Bjarki Waage mixaði einu sinni Scania turbínu við 6,9 Ford og virkaði bara helvíti vel!
Ég held að allir þeir sem vilja prófa að ná í meira tog/hö, þurfi að vera klárir í minni endingu eða hrun innan tíðar (fer eftir þvi hve langt menn ganga).
Að vísu er hægt að gera helling ef menn beita skynseminni, en ég held að menn þurfi þá klárlega að hafa afgashitamæli með boost mælinum til að vita hvað langt má ganga. Yfirhitinn fer illa með vélarnar…
Ferðakveðja,
BÞV
03.04.2004 at 02:09 #502578Iss, er þetta nokkuð svo nauið á þessu ameríkudóti? Hrynur þetta ekki allt, hvort sem þetta er með bínu eða sínu…
Að vísu man ég að Bjarki Waage mixaði einu sinni Scania turbínu við 6,9 Ford og virkaði bara helvíti vel!
Ég held að allir þeir sem vilja prófa að ná í meira tog/hö, þurfi að vera klárir í minni endingu eða hrun innan tíðar (fer eftir þvi hve langt menn ganga).
Að vísu er hægt að gera helling ef menn beita skynseminni, en ég held að menn þurfi þá klárlega að hafa afgashitamæli með boost mælinum til að vita hvað langt má ganga. Yfirhitinn fer illa með vélarnar…
Ferðakveðja,
BÞV
03.04.2004 at 02:02 #502562Ég held þessir bílar eyði engu… nema því sem sett er á þá…
Grínlaust, þá hafa þeir þótt frekar þyrstir, sérstaklega þeir sjálfskiptu.
Að vísu hef ég farið í túr með 3.0 6 cyl. svona bíl og 2,4 4ra cyl. og þeir eyddu sama pr. 100 km.
Ferðakveðja,
BÞV
-
AuthorReplies