Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
09.10.2001 at 11:09 #457482
Sælir Snake og Glanni.
Mér finnst hugmyndin ykkar góð og hvet ykkur eindregið til að bretta nú upp ermarnar og standa sjálfir fyrir því að ná saman stórum hópi og betri afslætti en nú er í boði!
Ferðaklúbburinn hefur þegar samið um góða afslætti af VHF stöðvum fyrir félagsmenn (auk þess heimild til að nota endurvarpa Sigga Harðar o.fl.), þannig að talsvert hefur nú verið gert. Það vantar alltaf fríska menn eins og ykkur til að starfa f.h. klúbbsins, enda er þar allt unnið í sjálfboðavinnu eins og þið þekkið. Endilega komið með lista í Mörkina og/eða hvetjið menn til að skrá sig á heimasíðunni. Setjið ykkur í samband við fjarskiptanefndina og fáið hana í lið með ykkur, semjið um afsláttarkjör við söluaðilana (t.d. 10% aukaafsláttur ef 50 kaupa, 15% ef 100 kaupa o.s.frv.).
Þetta er að mínu viti miklu betri hugmynd en dekkjainnflutningurinn sem þið voruð að velta fyrir ykkur um daginn.
Allir í VHF!
Með ferðakveðju, BÞV
P.s. Glanni, ert þú ekki félagsmaður í F 4×4, ég sé ekkert félagsnúmer í skráningunni þinni???
02.10.2001 at 22:36 #191169Sælir félagar.
Nú veit ég að fjölmargir eiga SSB stöðvar og munu seint sleppa af þeim hendinni, enda ennþá eina „örugga fjarskiptatækið“ hvar sem er á fjöllum enn sem komið er.
Það hefur komið upp sú hugmynd að klúbburinn beitti sér í því að fá tilkynningarskylduna til að halda uppi hlustun á SSB, þannig að hún haldi áfram gildi sínu sem öryggistæki með 24 tíma hlustun.
Hefur fjarskiptanefndin velt þessu fyrir sér?
Hvað finnst mönnum um þetta?
Með ferðakveðju,
BÞV
02.10.2001 at 22:31 #191168Nú er að styttast í sýninguna. Við fáum höllina afhenta á morgun 3. okt. kl. 23.00 og þá verður strax farið í að teppaleggja og gera klárt þannig að sýningaraðilar geti byrjað að setja upp básana sína í bítið á fimmtudagsmorgninum. Það tekur 10-12 röska menn u.þ.b. 4 klst. að græja þetta og enn vantar 4-5 kalla í þetta með okkur.
Endilega gefið ykkur upp við Palla í síma 891-7131 eða palli@vm.is ef þið eigið séns í að koma og hjálpa okkur við þetta (væntanlega tekur þetta enn skemmri tíma ef fleiri leggja hönd á plóginn).
Með ferðakveðju,
BÞV
02.10.2001 at 22:14 #191167Sælir félagar.
Hvernig lýst mönnum á nýja „38 dekkið frá Arctic Trucks svona við fyrstu sýn?
Ég verð að játa að ég er pínu spenntur að prófa þetta, enda virðist talsverð nýjung á ferðinni, sbr. það sem fram kom hjá Freysa á síðasta mánudagsfundi.
Eru þessi nýju Parnelli Jones dekk að gera eitthvað meira eða betra en Mudder og Cepek?
Með ferðakveðju,
Björn Þorri
28.09.2001 at 10:17 #457282Gott að fyrirsvarsmennirnir eru búnir að hugsa fyrir þessu, enda held ég að venjulegir menn nenni ekki að standa í böggi beint við framleiðandann út af svona málum.
Ég kalla það hiklaust "röfl og bögg" að fá leyst úr málum sem þessum, jafnvel við suma þeirra sem hafa selt þessi stóru hjól hér heima. Það þekki ég af eigin raun. Mín reynsla er einnig sú að erfiðara er að ná rétti sínum í gegnum síma og bréfaskriftir en að standa augliti til auglitis við þann sem átt er samskipti við.
En eins og ég sagði þá finnst mér ekkert að hugmyndinni og vona að menn drífi sig bara af stað fyrst búið er að hugsa fyrir öllum þessum málum.
Með ferðakveðju,
BÞV
26.09.2001 at 22:40 #457298Sælir félagar.
GPS námskeiðið sem spurt er um verður haldið nú í október. Mikið var reynt til að koma því á dagskrá í september en án árangurs. Námskeiðið er haldið í samstarfi við Landsbjörg. Nánari dagsetningar verða kynntar á mánudagsfundinum 1. okt. nk.
Vegna hugsanlegra fjöldatakmarkana er áhugasömum sem ekki voru búnir að skrá sig bent á að hafa samband við Eðvald (edvald@vortex.is) til að skrá sig.
Með ferðakveðju,
BÞV
26.09.2001 at 22:33 #457278Sælir félagar.
Ég tek undir að verðið á þessum "gleðigúmíum" er allt of hátt. Ég vil þó velta upp einu smá máli varðandi innflutninginn á dekkjum á vegum einstaklinga sem ég hef oft velt fyrir mér þegar þessi spurning kemur upp: Nú vitum við að hjá flestum framleiðendum stórra dekkja (a.m.k. Mudder og Cepeck) er talsvert af gölluðum dekkjum í sendingum. Þessum dekkjum höfum við getað skilað til söluaðila hér heima ef ekki er akandi á þeim. Ef einstaklingar taka sig til og kaupa heilan gám af dekkjum má gera ráð fyrir að ákveðið hlutfall sé óökuhæft þegar til á að taka (kannski 5-20% mjög léleg vara) Hverjir ætla að sætta sig við að aka á þeim dekkjum??? Ætla fyrirsvarsmenn innflutningsins að taka það á sig að röfla þeim aftur inn á framleiðandann??? Hvað með galla? Muna menn eftir sendingu af Mudder sem sprakk öll í hliðunum eftir tvær úrhleypingar???
Þetta var svona bara til umhugsunar. Ef menn eru búnir að leysa úr þessum vandamálum er það bara hið besta mál.
Með ferðakveðju og von um að sem flestir geti veitt sér gleðigúmí fyrir veturinn.
BÞV
18.09.2001 at 01:49 #191159Sælir félagar.
Nú líður að sýningunni okkar sem haldin verður í Laugardalshöllinni 5-7 okt. nk. Um leið og ég vil hvetja alla til að mæta á sýninguna og draga með sér sem flesta gesti (líka tengdó), vil ég opna umræðuna um sýninguna með því að hvetja alla sem hafa skoðun á því hvað við getum gert til að fá sem allra flesta á sýninguna til að láta það hiklaust í ljós. Núverandi sýningarstjórn hefur ýmis tromp á hendinni og boðið verður upp á fullt af nýjum hlutum sem ekki hafa verið í boði á fyrri sýningum.
Samt sem áður er örugglega einhver sem hefur látið sér detta eitthvað í hug sem væri sniðugt að gera. Sýningarnar okkar eru hornsteinninn í fjármögnun á starfi klúbbsins, þannig að við megum ekki slá slöku við í þessu efni.
Félagsmenn eru einnig hvattir til að skrá sig á svo sem eina vakt um þessa helgi, enda er það bara skemmtilegt, auk þess sem allir sem leggja til vinnu á sýningunni fá veglegan sérmerktan pólóbol fyrir viðvikið.
Með ferðakveðju,
Björn Þorri.
18.09.2001 at 01:10 #457260Sælir félagar.
Ég er frekar ófullkominn tæknilega séð, enda tókst mér að klúðra fyrsta póstinum á hinu nýja spjalli. Tilefnið með skrifunum var hins vegar að óska vefsstjóra og aðstoðarmönnum hans, svo og félagsmönnum öllum til hamingju með nýjan áfanga á heimasíðunni. Þetta er frábært, enda trúi ég að félagsmenn eigi eftir að nota þennan samskiptamöguleika mikið í framtíðinni.
Ég vil samt hvetja menn til að vera málefnalegir í skrifum sínum og lenda alls ekki í því að vera með sleggjudóma og endalausar upphrópanir og skítkast eins og því miður er raunin á sumum spjall – vefsíðum.
Höldum uppi ábyrgri umfjöllun um þau mál sem að okkur og ferðamennskunni snúa, enda er það vísasta leiðin til áframhaldandi árangurs í starfi félagsins.
Með ferðakveðju,
Björn Þorri.
18.09.2001 at 01:01 #191158
-
AuthorReplies