Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
20.01.2002 at 14:03 #458480
Sæll.
Að mínu viti er lang skynsamlegast að boddylifta um 3-4 tommur, ég sé að þú ert að fara í "36 og þá eru "12
15.01.2002 at 00:08 #458274Heill og sæll Hlynur.
Ég tek undir það að Krapi 2000 var með betri og eftirmynnilegri túrum sem ég hef farið. Reyndar held ég að þegar frá leið hafi flestir verið sammála um að þetta var frábær ferð, þrátt fyrir blendnar tilfinningar þarna fyrst á eftir, enda var þá mörgum ennþá illt í buddunni vegna smátjóna sem alltaf má gera ráð fyrir í svona sverum túrum.
Annars er "101 Reykjavík" þeirra norðan- og austanmanna sem verður fyrstu helgina í mars sannkölluð stórferð, jafnvel þótt stefnt sé að því að klára hana á tveimur dögum ef áætlanir standast. Ég veit að margir okkar sunnanmanna munu "skreppa í Setrið" og hitta þá á Kvíslaveituveginum þegar þeir koma.
Annars hef ég verið að velta því fyrir mér af hverju félagsmenn eru ekki duglegri við að skipuleggja 20-30 manna ferðir (12-15 bílar) á eigin vegum í marga mjög góða skála sem ég veit að margir hafa ekki komið í. Þar á ég t.d. við Þverbrekknamúla, Álkuskála, Skiptabakkaskála, Réttartorfu, Þeystareyki og Sultarfit. Heyrðu! hvernig væri annars að skreppa svona hring á 4-5 dögum og bæta þá Gæsavatnaskála inní á suðurleið???
Þetta yrði "alvörutúr", kannski með "Þjóðverjaóveðri" eins og þið Simmi fenguð sl. vetur á Vatnajökli(annars nenni ég engu olíuleysi…)… Hvenær viltu flauta þetta á???
Bara svona í restina; ef Sif kemur einhverntíma með okkur í náttúruskoðun, þá þarfur ekki að láta þig dreyma um að hún skælist upp í svona Datsun. Til þess er hún of mikil smekk manneskja!
Baráttukveðjur til Daddans!
BÞV
14.01.2002 at 23:21 #458400Ég gleymdi að klára fyrirsögnina…
Hún átti að vera: "Varasamt vegna loftinntaks"
Kv. BÞV
14.01.2002 at 23:20 #458398Sæll klaufi.
Ég veit til að menn hafa verið að reyna þetta, enda Fini dælurnar með þeim fyrirferðamestu sem menn eru að nota. Þær dæla að vísu helvíti vel (hratt) og ég hef prófað að nota svona dælu býsna lengi 1-1,5 klst í beit, að vísu í miklu frosti og hún stóð útivið.
Ég hef heyrt að þessar dælur séu mjög viðkvæmar fyrir því að taka inná sig óhreint loft, þannig að þú þarft að gæta þín á að ganga vel frá loftinntakinu.
Láttu svo dæluna ganga….
Ferðakveðja,
BÞV
14.01.2002 at 23:15 #458380Sæll.
Að mínu viti er þetta talsvert flóknara mál. Hversu mikið breyttan bíl ætlarðu að fá þér, hvernig reiknarðu með að nota hann, hvað ekurðu mikið á ári o.s.frv o.s.frv.
Ég átti ´94 TDI og hann eyddi ca. 15-16 lítrum pr. 100 km í blönduðum akstri á "38 dekkjum og 5,71 hlutföllum. Ég ók u.þ.b. 25-30 þ.km á ári og þar af talsvert á fjöllum. Það var því engin spurning að vera á díesel, þar sem sparnaður af eldsneytiskostnaði í 8-10 vetrarferðum greiddi allan þungaskatt ársins. Ef þú ætlar að nota bílinn nánast eingöngu til innanbæjar og þjóðvegaaksturs, þá mæli ég með 5,29 hlutföllum, en þar fannst mér hin stundum of lág. Hins vegar er 5,71 betra í þungu færi. Á "35 dekkjum voru 5,71 hlutföllin of lág í langkeyrsluna að mínu mati.
Ef þú leggur áherslu á að ferðast langt, hratt og ódýrt, þá er díesel málið. Ef þú ert hins vegar einn af þeim sem ætlar að eiga jeppa og ferðast mest í huganum og munninum, þá dugar bensínbíll fyllilega!
Bendi þér annars á frábæra grein um samanburð á bensín og díesel í 1. tb. SETURSINS 2001, sem finna má hér á síðunni í bókasafninu.
Með ferðakveðju,
BÞV
12.01.2002 at 11:30 #458354Sæll Hlynur og gleðilegt ár.
Ég verð að viðurkenna að ég er orðinn langþreyttur á snjóleysinu líka. Ef þú ferð úr landi, skal ég koma með og hjálpa þér að leita!
Annars hef ég lengi spáð því að allt verði komið á kaf í snjó um 25. janúar. Vonum bara að það rætist…
Með ferðakveðju,
BÞV
11.01.2002 at 21:44 #458350Sælir Steini og Ari.
Endilega ekki blanda saman ammmmerísku dóti í þetta japanska sem hægt er að nota. Hvernig heldurðu að þér gangi að selja Datsunin ef þú nefnir að það sér snefill af FORD í honum??? Það hrökklast auðvitað allir frá, enda almennt ekki jákvætt ef menn gera þær kröfur að komast klakklaust á leiðarenda…
Þessir FORDdómar mínir eru ekki brot á stjórnarskrá;-)
Hafið það gott um helgina!!
BÞV
11.01.2002 at 21:11 #458270Sæll arny og takk fyrir þessa uppástungu.
Að sjálfsögðu er ég til í að fara hvert sem er með jafn frambærilegan kóara og Sif. Ef Sif er til í jeppatúr, þá er ég til! Svo veit ég líka að þar sem hún hefur hellings vit á jeppum, þá þýðir ekkert að bjóða henni upp á annað en TOYOTA, enda spilar hún af skynsemi og stefnir sér og sínum málum ekki í óþarfa áhættu…
Annars bendi ég þér á fróðlegt erindi Einars Kjartans frá umhverfisnefnd á síðasta mánudagsfundi, þar sem hann tjáði okkur að þjóðgarðsvörðurinn í Snæfellsjökulsþjóðgarði sé ekkert að skipta sér af umferð fjórhjóladrifsbíla um jökulinn, enda ekki þótt hætta á að það yrði annarri umferð til trafala. Umhverfisnefndin er annars að hefja viðræður við hlutaðeigandi stjórnvöld um framtíðarskipan þessara mála ef og þegar aðrir jöklar verða gerðir að þjóðgörðum, enda telja jeppamenn fráleitt að styðjast í þeim efnum við þá reglusmíð sem gildir á Snæfellsjökli.
Annars stefnir nú allt í að staðið verði fyrir "fjögurra ferða helgi 15-17 mars og þá stefnt á ferðir á Grímsfjall, Hveravelli, Setrið og Árbúðum bætt við frá því sem var í fyrra, fyrir þá sem ekki nenna endilega í mjög sverann jeppatúr, en vilja komast á fallegt og áhugavert fjallasvæði.
Bið annars að heilsa Datsuninum!
BÞV
09.01.2002 at 23:53 #191253Sælir félagar.
Mig langar til að starta smá umræðu um það hvað við Reykvíkingar ættum að gera varðandi stóra (fjölmenna) ferð í vetur. Í ljósi þess hve vel hefur til tekist sl. ár, eru flestir á því að við ættum að halda áfram að skipuleggja sambærilega ferð í vetur. Þá er bara spurningin hvert á að fara, hvernig og hvenær (ath. flestar fjöldatakmarkanir skapast af gistiplássi á fjöllum).
Nú liggur fyrir að norðanmenn og austfirðingar ætla að koma suður Sprengisand (100 bíla ferð) fyrstu helgina í mars, gista í Nýjadal á leiðinni og halda knall (sameiginlegur kvöldmatur og kvöldvaka) í Mörkinni í stóra sal FÍ á laugardagskvöldinu. Reiknað er með að pláss verði fyrir 20-30 bíla að sunnan í þann túr.
Nú hefur þeirri hugmynd verið varpað fram, hvort við hér fyrir sunnan eigum að taka okkur til og bæta við bílum í þennan túr og búa til sannkallaða STÓRFERÐ í bæinn á laugardeginum með því að fara með allt að 150 bíla úr bænum á föstudeginum og stefna þeim á Hveravelli, í Kerlingarfjöll og í Setrið. Fara síðan snemma af stað á Laugardeginum, austur yfir Þjórsá á Sóleyjarhöfða og hitta norðanmenn á Kvíslaveituveginum og sameina hópana þaðan til Reykjavíkur (hugsanlega allt að 250 bíla samtals).
Hvað finnst mönnum? Er þetta of vitlaust til að skoða það í alvöru? Eigum við kannski að hafa „3ja ferða helgi“ eins og í fyrra, þá hugsanlega tveimur helgum eftir Sprengisandstúrinn?
Gaman væri að heyra hvað mönnum finnst.
Með ferðakveðju,
BÞV
08.01.2002 at 23:33 #458252Sæll.
Ég þekki nokkra sem hafa lent í vandræðum með þessa mótora þetar þeir fara að eldast (mótorarnir).
Ég hef aldrei heyrt að menn setji lofttjakka í staðinn.
Ferðakveðja,
BÞV
06.01.2002 at 02:12 #458238Sæll aftur.
Endilega reyndu að kryfja það til mergjar í gegnum þennan félaga þinn hvaðan þessi vísdómur kemur. Það er nú reyndar svo að í mörgu tilliti eru íslendingar skyldugir til að taka upp reglur ESB í sinn landsrétt eftir að við gerðumst aðilar að EES. Á þessu eru þó margskonar undanþágur m.t.t. séraðstæðna í hverju samningsríkjanna. Um það allt gilda hins vegar tilteknar reglur, eins og t.d. það að mótmæla þurfi tilteknum reglum sem menn vilja ekki að taki gildi (hugsanlega innan tiltekins tíma) á ákveðnum svæðum.
Það rignir yfir okkur allskonar reglum sem sprottnar eru af þessum skuldbindingum okkar í gegnum EES og alþingismenn hafa orðið berir að því opinberlega að setja lög á hinu háa Alþingi sem þeir vita ekkert hvað þýða í raun. Við skulum því ekki láta okkur detta í hug að framkvæmdavaldshafarnir (mennirnir í ráðuneytunum sem smíða og setja reglugerðirnar) geti ekki gert samskonar mistök, þ.e. steypa yfir okkur reglum án þess að vita í raun hvað þær þýða. það er því mikilvægt að grafast strax fyrir um allt svona til að hægt sé að bregðast við og snúa ofanaf vitleysum án tafar.
Hins vegar trúi ég og vona að þetta sé saklaus kjaftasaga sem á sér enga stoð í veruleikanum, en hlustaðu samt þennan félaga þinn til öryggis.
Með ferðakveðju,
BÞV
05.01.2002 at 22:13 #458234Sæll GeiriSaem.
Ég er forvitinn að vita hvaða ESB reglur þetta eru sem þú ert að vitna í. Er þetta einhver reglugerð sem bannar akstur á stærri dekkjum en "33 eða hvað. Endilega upplýstu okkur sem fyrst!
Með ferðakveðju,
BÞV
05.01.2002 at 22:06 #458246Sæll. Þegar ég gerði út svona bíl, þá var það rafmótorinn á hásingunni sem setur læsinguna á og tekur hana af sem var að bila. Oftast nægði að rífa hann sundur og þrífa hann upp og liðka. Reyndar geta vírarnir við hásinguna líka verið orðnir sambandslausir, ég veit til að það hafi gerst. Ég myndi byrja á að skoða þetta, en auðvitað getur eitthvað verið bilað þar fyrir framan, t.d. rofinn þó mér finnist það ólíklegt.
Gangi þér vel að græja þetta!
BÞV
E.s. það er til nokkurs að vinna að koma þessum litla rafmótor í lag ef það er hann sem er að stríða þér, því ef ég man rétt þá kostar nýr mótor milli 40 og 50 þúsund kall…
02.01.2002 at 18:45 #458204Til hamingju Elvar og velkominn í klúbbinn. Það er enginn smásigur að ná að skipta á svona eðaljeppa fyrir "færiband". Nú getur þú hætt að ferðast með trefil og frosinn sultardropann út á kinn…
Ferðakveðja,
BÞV
24.12.2001 at 17:14 #458194Sendi öllum félagsmönnum Ferðaklúbbsins 4×4 og öðrum ferðamönnum nær og fjær bestu jólakveðjur og óskir um ferðaríkt nýtt ár.
Jólakveðja,
BÞV
18.12.2001 at 22:21 #458166Sælir félagar.
Bara svona í restina til að hámarka nú sparnaðinn…
Stofngjaldið í NMT kerfinu er frítt núna til áramóta. Fyrir þá sem hafa verið að spá í að fá sér svona samskiptatæki þá spara þeir sér að ég held kr. 4.600 kr.
Spara, spara, spara… það er málið.
Með ferðakveðju,
BÞV
16.12.2001 at 11:39 #458158Sæll Eik.
Heldur maður sama númeri eftir breytinguna? Einu sinni byrjuðu öll þessi frístundanúmer á 855…
Takk annars fyrir ábendinguna, maður er nánast hættur að hringja úr gamla djásninu nema um helgar – svona þegar maður fer a spá í það…
Ferðakveðja,
BÞV
07.12.2001 at 18:09 #457898Sælir félagar.
Vinsamlegast ekki missa ykkur í það að halda því fram að ég haf sagt eitthvað eða ritað sem ég hef ekki gert. Róið ykkur aðeins niður og lesið skrifin aftur yfir. Þá sjáið þið eftirfarandi:
Jón segir 6/12: "Auðvitað er mikil vinna að skrá og setja inn myndir á síðuna en allt í lagi að ýta smá er þaggi ?"
Þetta eru þau orð þín sem ég gerði upphaflega athugasemd við. Að sjálfsögðu ert þú Jón að njóta ávaxtanna af vinnu annarra með því að nýta þér spjallið, rétt eins og ég sjálfur og allir aðrir sem skoða og njóta síðunnar. Bara hið besta mál!
Jón segir 6/12: "Hér reikna ég með að þú meinir að ég hafi ekki lagt félaginu lið, sé kanski birði á félaginu eins og þú segir svona "jaggari". Þó ég hafi ekki gert mikið þá ættir þú kanski að rifja upp nokkra mánuði aftur í tímann, það var kanski "jagg" eins og þú snildarlega orðar."
Hér skil ég þig ekki Jón og átta mig ekki á því af hverju þú lest þetta úr skrifum mínum. Þetta hef ég einfaldlega aldrei sagt og hef enga ástæðu til.
Siggi Frikk.
Þú segir 6/12: "Þannig að um leið og vefstjóri fær myndirnar þá munu þær koma inn fljótt…ég veit að það stendur sjaldnast á honum þar sem að hann fær ekki alltaf alt efni sem hann þarf til að geta komið öllu fyrir sem menn óska eftir."Það virðist ekki hafa komsit til skila sem ég var að reyna að upplýsa í upphafi, að það kom fram hjá vefstjóra á sl. mánudagsfundi að hann er að drukkna í aðsendu efni frá félögum og þar útskyrði hann einnig af hverju væri ekki hægt að setja það allt inn jafnóðum. Orðið "drulla" í skrifum þínum á sér ekki rót í mínum skrifum, bara svo að það sé á hreinu.
Ég er búin að lesa þessi skrif þín yfir nokkrum sinnum og því miður get ég ekki lesið annað en gagnrýni úr úr þeim eins og þau voru fram sett í upphafi. Nú hefur þú upplýst að þetta hafi meira verið "skot á þá sem voru í ferðunum". Kannski er ég bara svona sljór, en það gætir a.m.k. ekki mikillar nákvæmni í skrifum þínum ef það átti að vera meiningin.
Annars vona ég að þið eigið góða helgi.
Kveðja, BÞV
06.12.2001 at 19:15 #457892Sæll Jón Snæbjörnsson.
Jú jú, að sjálfsögðu er þetta frílans spjallrás og öll málefnanleg traffík af hinu góða. Ég játa það hins vegar fúslega og skammast mín sosum ekkert fyrir það, að það pirrar mig þegar menn, sem eru að njóta ávaxta vinnu annarra sem eru að gefa hana í þágu áhugamannafélags eins og okkar, finna sig í því að heimta meira og meira, án þess að vera þá tilbúnir til að leggja hönd á plóginn sjálfir (maður leggur þær á plóginn en ekki vogarskálarnar. Þangað fara lóðin…).
Sérstaklega rennur mér blóðið til skyldunnar þegar í hlut eiga félagar sem lagt hafa sig sérstaklega fram um að vinna félaginu gagn og gert það af miklum myndarskap.
Þess vegna segi ég og meina; þeir sem hafa skoðanir um framfarir í þágu félagsins okkar eiga að koma og leggja fram vinnu sína til að ná þeim fram á vetvangi félagsins. Ekki bara að "jaggast á spjallrásinni", því það skilar engu. Ef snake er fær og góður á tölvur, þá væri fengur af kröftum hans í þágu heimasíðunnnar, ég meina það í fúlustu alvöru.
Þið spjallararnir, sem ég veit að hafið nú sæmilega harðan skráp, eigið heldur ekki að taka því sem árásum þó einhver sé ykkur ekki sammála. Ef þið viljið fá að spjalla í friði án þess að einhver grípi fram í fyrir ykkur, þá er netspjall ekki rétti vetvangurinn til þess…
Snake, að sjálfsögðu verða orð þín ekki skilin öðruvísi en gagnrýni. Menn viðhafa ekki svona orðalag og halda því svo fram í næstu setningu að ekki sé verið að gagnrýna eitt eða neitt. Þá fer ekki saman hljóð og mynd…
Ekki meira í bili, en menn eiga alls ekki að skilja orð mín svo að umræða um félagsmálin og málefnanleg umræða og gagnrýni eigi ekki rétt á sér.
Með kveðju,
BÞV
06.12.2001 at 13:34 #457888Ég hefði hér með viljað skora á ykkur að bjóða fram krafta ykkar í þágu félagsins, ekki hvað síst vegna þess hve ötulir og skeleggir þið eruð. Auk þess virðist snake vera kröftugur í heimasíðugerð og tölvuvinnslu!
Það kom fram hjá vefstjóra í ítarlegu spjalli hans á síðasta mánudagsfundi, að ýmsir vankantar eru á myndvinnslu síðunnar, ekki einungis það að það sé tímafrekt, heldur er vistun síðunnar og búnaður henni tengdur frekar í ódýrari kantinum o.fl.o.fl. tæknileg atriði sem ég vegna kunnáttuleysis míns kann ekki að nefna.
Sneke, þú segir: "Það að setja myndir inná netið er ekki svo mikil vinna eins og margir kanski halda. Vefstjóri sem er alltaf að setja eitthvað nýtt inná síðuna getur sett þær inná og fengið sér kaffibolla á meðan þær eru að "öpplóda" frá tölvunni hjá honum og inná netið."
Frábær athugasemd og e.t.v. að einhverju leyti rétt, en eins og ég sagði áðan, þá hvet ég ykkur til að leggja ykkar lóð á vogarskálarnar í þessu efni, enda er auðvelt að sitja alltaf bara á öðrum endanum og gagnrýna í "þiggjandahlutverkinu".
Með ferðakveðju,
BÞV
-
AuthorReplies