Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
10.03.2002 at 00:12 #459542
Sæll eik.
Nú er það svo, að hvorki afstaða þjóðgarðsvarðar,
starfsmanna umhverfisráðuneytis eða ræða umhverfisráðherra eru réttarheimildir þegar til kastanna kemur. Það er einfaldlega sá texti sem birtur er í settum reglum (lögum og reglugerður í þessu tilfelli).Sá texti er skýr eins og ég hef áður lýst. Hins vegar erum við grjótheppin að þjóðgarðsvörðurinn virðist ekki hafa sérstakar fyrirætlanir um fyrirfram takmarkanir á umferð um jökulinn. Það er hins vegar kristaltært að sá sem verður uppvís að því að aka án leyfis á jökulinn er að brjóta reglurnar eins og þær liggja fyrir. Skv. 24. gr. reglugerðarinar varða brot á henni sektum eða fangelsi allt að 2 árum.
Að lokum aðeins til fyllingar á því sem ég skrifaði í fyrri pistli mínum: Í 2. mgr. 2. gr. reglugerðar nr. 619/1998 um akstur í óbyggðum er sérstaklega hnykkt á þeirri almennu reglu sem ég gat þar um. Í greininni segir: "á friðlýstum svæðum gilda auk þess sérákvæði um akstur, sbr. friðlýsingarákvæði".
Hættum öllum "Pollíönnuleik". Aksturinn er ólögmætur ef hann er án leyfis þjóðgarðsvarðar. Tökum höndum saman um að svona reglur líti ekki dagsins ljós á öðrum jöklum eða óbyggðum svæðum landsins.
Með ferðakveðju,
BÞV
09.03.2002 at 22:37 #459538Sæll eik.
Þú ert óþreytandi að vera ósammála mér og er það vel, svo lengi sem hægt er að fjalla um hlutina á málefnanlegan hátt. Fyrir aðra þá er lesa kunna þetta svar mitt, þá hefur skoðun mín um þetta mál ekki komið fram undir þessum þræði, heldur í rafbréfi milli stjórnar og fulltrúa umhverfisnefndar félagsins.
Mínar skoðanir varðandi þetta mál eru eftirfarandi:
Nr. 1. Akstur á Snæfellsjökli miðað við núverandi reglur er ÓHEIMILL án sérsaks leyfis þjóðgarðsvarðar.
Nr. 2. Fulltrúar Snjófells eru í fullkomnum órétti að taka sér lögregluvald innan þjóðgarðsins.
Nr. 3 nauðsynlegt er fyrir okkur að vera í sambandi við opinbera aðila til að tryggja það að reglurnar varðandi akstur á Snæfellsjökli verði ALLS EKKI yfirfærðar á aðra jökla landsins, þegar þjóðgarðar um þá kunna að verða stofnaðir.
Nr. 4. Rangt er farið með á heimasíðu umhverfisnefndar, þar sem fullyrt er að meðan ekki hafi verið settar sérstakar reglur um aksturinn á jöklinum, gildi einungis ákvæði náttúruverndarlaga.
Nr. 5. Hér er á ferðinni annað af fjöreggjum okkar jeppamanna, þ.e. að fá að ferðast á sjó, en hitt er það að fá að aka um á þessum frábæru breyttu bílum okkar.Varðandi nr. 1: Ef menn skoða reglugerð Sifjar Friðleifsdóttur nr. 568/2001 frá 28. júní 2001, nánar tiltekið 15. gr., þá blasir við eftrifarandi texti: "Umferð á vélknúnum ökutækjum í þjóðgarðinum er aðeins heimil á vegum og bílastæðum. Akstur vélknúinna ökutækja á jökli er háður leyfi þjóðgarðsvarðar". Þetta er alveg skýrt. Til þess að aka á jöklinum þarf leyfi þjóðgarðsvarðar. Það er hins vegar bara jákvætt ef afstaða Guðbjargar Gunnarsdóttur núverandi þjóðgarðsvarðar er sú, að aksturinn sé að fullu heimill meðan nánari reglur hafa ekki verið settar. Við værum eins bundnir af þeirri ákvörðun hennar að banna alfarið alla umferð vélknúinna ökutækja meðan reglurnar eru ekki tilbúnar… Eins og segir í ákvæði reglugerðarinnar þá er aksturinn "háður leyfi þjóðgarðsvarðar".
Varðandi nr. 2: Snjófellsmenn vaða reyk! Skýrt er tekið fram í reglugerðinni að það eru þjóðgarðsvörður og landverðir hans sem framfylgja ákvæðum reglugerðarinnar. Það er einnig skondið mjög, að þegar ég heyrði fyrst af þessum aulagangi þeirra Snjófellsmanna, að reyna að "banna umferð jeppa á jökulinn", þá voru þeir sjálfir í fullkomnum órétti með sína starfsemi á jöklinum skv. uppl. frá Náttúruvernd ríkisins, en skv. 17. gr. reglugerðarinnar er "hverskonar atvinnustarfsemi og samkomuhald í þjóðgarðinum óheimilt, án sérstaks leyfis Nátturuverndar ríkisins".
Varðandi nr. 3: Nauðsynlegt að þessar reglur verði EKKI yfirfærðar á aðra jökla þegar þjóðgarðar um þá kunna að verða stofnaðir. Snæfellsjökull er sérstakur hvað varðar smæð, aðgengi og traffík og því hugsanlega réttlætanlegt að gera þar strangari kröfur en á öðrum jöklum/svæðum á hálendinu. Hins vegar er ALGERLEGA FRÁLEITT ef slíkar reglur ættu að gilda á örðum jöklum landsins. Þar eru menn hvort sem er ekki að þvælast hver fyrir öðrum. Nóg pláss fyrir alla…
Varðandi nr. 4: Lagatúlkun. Það er svo, að ákvæði sérlaga og reglna, t.d. um tiltekin svæði, ganga framar almennum ákvæðum laga eða almennra reglugerðarákvæða. Þess vegna er þessi fullyrðing á heimasíðunni röng. Hins vegar er það bara okkar lán að afstaða þjóðgarðsvarðar skulu vega sú, að okkur sé áfram frjáls för um jökulinn meðan nánari reglur hafa ekki verið settar. Við hefðum verið alveg jafn bundin ef afstaða hennar hefði verið sú, að meðan reglurnar liggi ekki fyrir, skuli öll vélknúin umferð bönnuð.
Varðandi nr. 5: Bæði þessi mál eru nú í mikilli deiglu, enda er annars vegar umhverfisnefnd klúbbsins að vinna að framgangi hagsmunamála okkar varaðandi það að fá að vera áfram "frjálsir ferða", bæði á snjó og á slóðum. M.a. er unnið að því að skilgreina hugtakið "slóð/slóði", þannig að m.a. kortagerðarmenn geti haft til hliðsjónar hvaða slóða/leiðir setja skuli inn á kort og hvaða ekki. Umhverfisnefnd klúbbsins hefur einnig staðið fyrir söfnun GPS upplýsinga um slóða og stuðlað þannig að því að ljóst sé hvaða leiðir hafa verið eknar um landið í gengum árin. Hins vegar eru stjórn og tækninefnd félagsins í samráði við bílaumboðin og breytingaaðila að vinna að nánari útfærslum á reglum um breytingar á jeppum.
Að lokum þetta: Við jeppamenn sem og annað ferðafólk, þurfum að taka höndum saman um að varðveita rétt okkar til að njóta náttúru landsins okkar. Að sjálfsögðu þurfum við að halda áfram öflugum áróðri og fræðslu innávið varðandi nærgætna umgengni við landið og að ALLS EKKI megi valda náttúruspjöllum á ferðum okkar. Ég tel að Ferðaklúbburinn 4×4 hafi í þessum efnum lyft Grettistaki á umliðnum árum, enda heyrir það sem betur fer til algerra undantekninga ef jeppamenn verða fréttamatur vegna skemmda á náttúrunni, jafnvel þó ferðamennska á jeppum hafi margfaldast á síðustu árum.
Með ferðakveðju til sjávar, sveita og óbyggðra svæða…
BÞV
04.03.2002 at 19:34 #459496Sæll Vefstjóri.
Ég er algerlega sammála því að stöðugt þarf að huga að brunavörnum og því hvað betur geti farið í þeim efnum.
Það sem ég átti við með að þetta væri varla rétti vetvangurinn er einfaldlega það að ég tel að það sé þröngur hópur sem hefur kynnt sér þessi mál í þaula. Auðvitað gæti orðið stórslys ef upp kæmi stórbruni um miðja nótt þegar skálinn væri yfirfullur af fólki. Slíkar aðstæður hljóta alltaf að verða hættulegar og auðvitað þarf að leggja mikla vinnu í það að skipuleggja flóttaleiðir sem best.
Mér finnst hugmynd Jóns um að taka sérfróðan mann með inneftir og fá álit á því hvað mætti bæta, mjög góð.
Með ferðakveðju,
BÞV
04.03.2002 at 00:10 #459476Sæll Stebbi.
Ég kíkti á þetta og sé að nú hefði ég sloppið í gegn, þar sem reglugerðinni hefur verið breytt í fyrra, þannig að nú má hafa tvö pör af kösturum framan á bílum (þó aðeins að þeir séu staðsettir fyrir framan ökumann…)
Það rifjaðist líka upp að þetta með vinnuljósin féll á litnum. Þau eiga að vera hvít en ekki gul…
Verum upplýstir!
BÞV
03.03.2002 at 22:56 #459488Sæll ofsi.
Þið skálanefndarmenn eigið heiður skilið fyrir góða frammistöðu í viðhaldi og endurbótum á skálanum. Varðandi skoðanakönnunina um brunavarnir í Setrinu, þá verð ég að játa að ég efast mjög um að þessi spurning á þessum vetvangi eigi rétt á sér, enda sýnir það sig að þátttakan er með því lélegra sem sést hefur. Ég leyfi mér einnig að efast um að vitræn niðurstaða fáist á þessum vetvangi, þar sem svo fáir hafa kynnt sér þessi mál í þaula.
Annað mál. Skálagjöldin innheimtast illa. Alveg finnst mér með ólíkindum að félagsmenn skuli ekki fást til að greiða þennan 500 kall pr. haus fyrir að fá næturgistingu í flottasta fjallaskála landsins. Klúbburinn er að greiða 700 þúsund í rekstur skálans á síðasta ári, þrátt fyrir að borga ekki krónu fyrir vinnu félagsmanna sem leggja til alla vinnu í sjálfboðastarfi. Næturgestir fá rennandi vatn, rafmagn, fjarskiptabúnað, viðgerðaraðstöðu, rafsuðu, salernishús o.fl. o.fl. en eru ekki tilbúnir til að borga neitt!!! Hvað er til ráða??? Er rétt að skipta um skrár og læsa skálanum alfarið??? Eigum við að koma upp skálavörslu yfir mesta ferðatímann??? Eigum við að koma upp myndavélakerfi??? Ef það er rétt að enginn sé að gista þarna innfrá sbr. gestabækurnar, þá er sennilega réttast að skipta um skrár og læsa bara alfarið og taka bara lykil með í skipulögðu ferðirnar…
Gaman væri að heyra í mönnum ef einhver lúrir á ráði sem dugar til koma þessum málum í lag.
Með ferðakveðju,
BÞV
E.s. Ég á gamla YATSY blokk ef þú vilt (;-)
03.03.2002 at 16:14 #459470Sæll Lúther.
Kannski þarf að tjúnna þessi fiskaugu eitthvað til með stærri perum (það hef ég ekki prófað) til að sjá frá þeim geislann almennilega. A.m.k. hef ég aldrei séð að þetta geri meira en aðalljósin (lági geislinn) hjá mér. Þetta pirrar bílstjóra sem á móti koma að sjálfsögðu ekki frekar en önnur slöpp lýsing 😉
Með ferðakveðju,
BÞV
03.03.2002 at 10:39 #459466Sæll Wolf.
Þetta er þörf umræða. Ég á eina bitra reynslusögu í þessum flokki. Þannig var að ég var með tvö kastarapör á bílnum, bæði "fiskaugu" og alvöru kastara frá tilteknum framleiðanda. Ég fór í skoðun, með hlífar á öllu draslinu og allt rétt tengt, með gaumljósum og öllu gúmmilaðinu.
En viti menn, ég varð að láta mér lynda að fara á brott með grænan miða, þar sem kastararnir voru ekki E-merktir. Nú var það svo að hvorugt kastaraparið var E-merkt. Skv. reglunum þurfa kastarar ekki að vera E-merktir, en þokuljós þurfa að vera E-merkt skv. reglugerð, en kastarar ekki. Ég reyndi allt hvað af tók að koma skoðunarmanninum í skilning um að fiskaugun væru alls ekki þokuljós heldur kastarar. Hann var alveg tilbúinn að gúddera það, en tjáði mér þá sporskur á svip að það væri óheimilt að vera með tvö "kastarapör" á hverjum bíl, þannig að annað parið yrði að líta á sem þokuljós….
Þá reyndi ég að benda manninum á þá augljósu staðreynd að þetta væru í raun hvorki kastarar né þokuljós, heldur vinnuljós (það fyrirbæri er til í reglugerðinni). Ég varð heldur betur montinn með sjálfan mig þegar allt leit út fyrir að skoðunarmaðurinn væri nú rökþrota og einungis tímaspursmál hvenær hann yrði að líma skoðunarmiðann á bílinn. En eftir að hafa grúft sig yfir reglugerðina í góða sturn, varð hann enn sporskari á svip og benti mér á að vinnuljós gætu verið allsstaðar á bílum, nema framaná…
Þarna var ég kominn í öngstræti og varð að láta mér lynda að hverfa á brott með græna miðann, en fátt er meira pirrandi, sérstaklega þegar það er byggt á svona kjaftæði. Já ég segi kjaftæði vegna þess, að nú gat ég valiði um hvort parið af kösturunum ég rifi af bílnum til að fá hann skoðaðann!!! Hugsið ykkur ruglið: Það er í lagi að lýsa með fiskaugum þó þau séu ekki E merkt, þó aðeins að ekki sé annað par af kösturum á bílnum… (jafnvel þótt ekki sé kveikt á því pari). Þvílík helvítis endaleysa.
Ég reif fiskaugun af í snatri og fékk fulla skoðun 15 mínútum eftir að græni miðinn var límdur á stoltið.
Það sem pirraði mig þó mest var að söluaðilinn (sem seldi mér bæði pörin og gerði mig þannig ólöglegann) hló og trallaði að þessu öllu saman og sagði bara að reglurnar væru klikk…
Reyndar er það mín skoðun að "fiskaugu" eru ágæt fyrir þá sem eru að hugsa um útlitið á bílnum, en þau gera ekkert gagn miðað við alvöru kastara við erfiðar aðstæður.
Ferðakveðja,
BÞV
25.02.2002 at 18:11 #459296Sæll Daggi.
Þetta er hárrétt hjá þér. Ég hef oft fylgst með þessum vandamálum sem hrjá stuttu bílana (sérstaklega þegar afturhásing hefur ekki ferið færð), þeir setjast á rassgatið eins og hundar um leið og komið er í brekkur. Ég hef líka orðið vitni af því að gamli bronkó bakkaði upp Langjökul af því að hann dreif ekki áfram… Ég er því alltaf jafnhissa þegar ég sé menn hlaða bensínbrúsum og farangri aftan á þessa bíla í stað þess að reyna að laga þyngdardreifinguna með því að setja þetta framan á þá.
Varð farþeginn þinn ekkert pissu… ég meina bensínblautur??
Ferðakveðja,
BÞV
25.02.2002 at 10:34 #459428Sæll lekjart.
Ég er búinn að vera með tvo svona bíla, annan með kæli og hinn án kælis. Þetta munar helling, sérstaklega eykst togið stórlega. Man ekki hvað þetta kostaði (líklega omkring 120-150 þús í komið) fyrir tveimur árum. Fyllilega þess virði og miklu meiri munur en ég hefði trúað. Þú þarft náttúrlega að fá líka breytingu á rölvuna við olíuverkið ef þú ferð í þetta.
Ferðakveðja,
BÞV
24.02.2002 at 23:04 #459340Sæll Wolf
Ég er búinn að kvera á díesel í 10 ár (4 bíla á þeim tíma) og oft í talsverðu frosti í vetrarferðum (15-26 stiga frost). Mín reynsla er sú að þetta gengur vel, ef menn passa sig að vera með vetrarolíu með góðum bætiefnum eða steinolíublandaða olíu. Reyndar er ég steinhættur að setja steinolíu í díeselinn eftir að olíufélögin fóru að selja alvöru vetrarolíu með miklu frostþoli. Mikilvægast af öllu er þó að gæta þess að eldsneytiskerfið sé hreint og rakalaust (tankar og síur).
Að mínu viti hlýtur eitthvað óeðlilegt að vera að hrekkja pajeroinn þinn (nú veit ég auðvitað ekki hvað henn er keyrður, en vélin getur líka verið orðin slitin og óþétt).
Ef þú ert klár á að olían sé fín, síur og eldsneytirkerfi í lagi og forhitakrakerfið, þá myndi ég næst láta þjöppumæla græjuna. Gangi þér vel 😉
Með ferðakveðju,
BÞV
19.02.2002 at 23:55 #459200Sælir.
Félagi minn gafst upp á svona klobbadæmi í Ford F-250, en það var sennilega 1987 árg., alltaf í druslum. Vonandi hefur þetta skánað síðan þá.
Annars er gaman að heyra bæði á þessum þræði og öðrum, að menn eru búnir að átta sig á að rewerse framdrif er sterkara (áfram) en venjulegt drif. Þetta er athyglisvert, því um langa hríð hefur verið altalað varðandi LC 90, að þessi búnaður í þeim væri liðónýtur og varla treystandi til Hafnarfjarðar!
Mín reynsla á þeim tveimur þannig bílum sem ég hef átt, að þetta hefur ekki bilað neitt, þótt þessu dóti sé fráleitt hlíft í fjallaferðum. Að vísu verða menn sem aka með rewerse drif að gæta sín á því AÐ TAKA MJÖG VARLEGA Á BÍLNUM ÞEGAR BAKKAÐ ER OG ALLS ALLS ALLLLLLLS EKKI AÐ DRAGA AFTURÁBAK. það er ávísun á að þessi búnaður brotnar.
Með ferðakveðju,
BÞV
19.02.2002 at 23:43 #458944Sælir drengir.
Þetta er ótrúlega lífseig kjaftasaga að ekki megi hækka boddí, þá sé það ónýtt með það sama.
Vissulega voru menn að gera þetta með ófullnægjandi hætti í árdaga jeppamennskunnar, þ.e. einfaldlega bara að lifta dótinu upp, stinga klossunum undir og herða saman aftur.
Þetta olli því að við mikið álag (t.d. högg eða árekstur) þá skekktist boddíið til, þar sem talsverð yfirvikt myndast við færsluna og snertiflöturinn er tiltölulega lítill. í dag eru allir alvöru breytingamenn að sjóða upp a.m.k. 2-6 boddífestingar, þannig að þar eru engir klossar settir. Þetta veldur því að yfirviktin nær ekki að hreyfa boddíið í festingunum eins og þegar allt er á klossum.
Boddílift er fljótleg, ódýr og þægileg leið til að lifta bílum og hefur reynst ljómandi vel hjá þeim sem framkvæma hana rétt.
Með ferðakveðju,
BÞV
17.02.2002 at 18:35 #459108Sæll Snake.
Já, það er betra að vera á röri (hásingu) við þessar aðstæður því er ekki að neita, sjálfstæða fjöðrunin veldur því að "vömbin" síkkar þegar bíllinn fjaðrar og það skapar minni drifgetu, sérstaklega í krapa. Hins vegar höfum við betri fjöðrun í staðinn. Það verður víst aldrei á allt kosið í þessu…
Með ferðakveðju,
BÞV
16.02.2002 at 10:33 #459088Sæll Stebbi.
"Öræfaótti" er frábært hugtak og á vel við í þessari umræðu. Annars vil ég alls ekki taka undir þessa fullyrðingu þína um að þeir sem eru ósammála okkur séu vitleysingar. Sem betur fer eru skoðanir skiptar um þetta eins og nánast allt í þessari jeppamennsku. Það er nú einu sinni það sem gefur þessari umræðu gildi. Ameríkukallarnir hafa einfaldlega bara ekki rétt fyrir sér;)
Reyndar átti ég einu sinni svona Ameríkufat (Willys ´64). Ég hef átt nokkra jeppa í gegnum tíðina og á engum þeirra hef ég ferðast jafnlítið né eytt viðlíka tíma í viðgerðir (jú reyndar ferðaðist ég minna á öðrum willys sem ég keypti ógangfæran til að rífa í varahluti til að nota í hinn…
Áfram japanska díeseldótið!
Ferðakveðja,
BÞV
15.02.2002 at 23:26 #459130Sæl/sæll Foxtrot.
Af hverju vilt þú ekki leyfa okkur að vita hver þú ert?
Endilega kláraðu skráninguna þína.
Ferðakveðja,
BÞV
15.02.2002 at 23:22 #459086Æ, ég gleymdi einu.
Auðvitað var aumingja Toyotamanninum orðið kalt að vera endalaust úti að binda í Datsunana og ekki nema von að hann leggðist í rúmið…
15.02.2002 at 23:20 #459084Sæll Hlynur.
Ég er stórhrifinn af því hvað margir eru að spjalla um þetta leyti á föstudagskvöldi. Sáuð þið Hilmar "Trooper" félaga okkar í Djúpu lauginni áðan??? Kallinn var flottur og daman þvilíkt óheppin að velja hann ekki…
Þið Datsunkallarnir eruð nú brjóstumkennanlegir líka, þó að Daddarnir séu nú ekki að bila svo mikið, þeir bara drífa svo lítið…
Margir Patrol menn kalla bílana sína "Fastrol" og eiga erfitt að þola það að Toyin séu að keyra kringum þá endalaust og alla daga í bölvuðu brasi. Annars erum við Toyota menn stöðugt að "Toga í og íta mönnum" eins og þú réttilega segir og þá oft og iðulega Datsun mönnum…
Er ekki rétt annars að grafa stríðsaxirnar um hríð (þó ekki og djúpt) og fara að huga að ferðamennsku. Ég sá gerfitunglamynd af Íslandi á netinu í dag og það er klárlega orðið vel ferðafært um allt hálendið!
Ferðakveðja,
BÞV
15.02.2002 at 22:37 #459136Sæll Wolf.
Ég er vondaufur um að þú finnir aðferð sem virkar, en kostar ekkert, hvorki fé né fyrirhöfn.
Þetta vandamál með álfelgurnar er auðvitað löngu alþekkt og þegar tæringin (freknurnar) eru orðnar stórar, þá mæli ég helst með því að láta pússa felgurnar og mála. Ég þekki ekki aðferð sem gerir þær eins og nýjar (jafnvel þótt þú værir til í að eyða fé og fyrirhöfn). Hins vegar eru vel málaðar (sprautaðra) álfelgur hið mesta augnayndi.
Ég vil samt taka fram að ég hef ekki lagst í djúpar pælingar vegna þessa vandamáls, en sýnist þó að fæstum sem ég þekki þetta hafi tekist að "skvera" illa farnar álfelgur.
Ferðakveðja.
BÞV
15.02.2002 at 22:29 #459122Sæll HalliÞór.
Ég reyndar gleymdi einu áðan. Ef menn eru með CO2 kúta, þá þarf að ganga vel frá þeim (festa þá niður í bílana). Þessu komst ég að þegar ég hvolfdi bílnum (endastunga og 5 veltur) inn við Setur 1997. Við félagi minn sluppum sem betur fer við alvarleg meiðsli, en kúturinn þeyttist 10-15 metra út um hliðarrúðuna í síðustu veltunni (þakka fyrir að fá hann ekki í hausinn;).
Ferðakveðja,
BÞV
15.02.2002 at 22:22 #459078Sæll Stebbi.
Þetta er týpískt. Ameríkukallarnit eru mjög brattir í tvær til þrjár brekkur, þenja kassann og gera sig breiða. Svo bara… klikk…. eitthvað í sundur og gamanið búið.
Oftast heim í spotta.
Engir fordómar… bara staðreyndir.
Ferðakveðja,
BÞV
-
AuthorReplies