Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
06.05.2003 at 22:57 #473158
Jæja Lúther.
Þar fékkstu það óþvegið frá aðstoðaryfir-rottunni…
Varstu virkilega ennþá grenjandi þegar þeir komu í Setrið þarna í vetur til að sækja þig?
Annars er það rétt sem Hlynur segir, ef svo fer fram sem útlit er fyrir að stjórnin skili næstu ár jafn góðu búi og núna, þá verðum við búnir að láta sækja þarna heitt vatn á 1000 metrana áður en þú veist af… Reyndar þurfum við að splæsa svolítið meira í VHF kerfið áður, við getum ekki hætt uppbyggingunni þar fyrr en eik verður endanlega sannfærður og kominn með stöð…
Með kuldakveðju,
BÞV
06.05.2003 at 22:18 #473128Sælir.
Ég verð síðastur manna til að kalla landsbyggðamenn ræfla og lúsera, enda sjálfur dreifari fram í fingurgóma. Ég hef hins vegar áhyggjur af því ef það öfluga uppbyggingarstarf sem deildirnar hafa staðið fyrir, einkum í viðhaldi, endurbótum og viðbótum á skálum, er eitthvað að dvína. Það er einmitt vegna þess sem ólsarinn benti á að það er sameiginlegt hagsmunamál allra ferðamanna um hálendið að gisting sé sem víðast til staðar. Mín skoðun hefur hins vegar almennt séð verið sú að heppilegra sé að hafa fleiri smáa en fáa stóra skála, enda erfitt að kynda stór hús í vetrarhörkum og oftast óþarfi, þar sem sjaldan eru hópar mjög stórir þó vissulega komið það fyrir.
Það verður hins vegar aldrei hægt að byggja svo stórt hús að það sé ekki hægt að stefna þangað svo mörgum á sama tíma að ekki komist allir inn…
Lifi landsbyggðin, hálendið, mölin og þjóðin…
Ferðakveðja,
BÞV
06.05.2003 at 08:39 #192567Sælir félagar.
Nú er aðalfundurinn afstaðinn og fór vel fram. Stjórn félagsins skilaði ágætum rekstrarafgangi með ráðdeild og skynsemi, þrátt fyrir öflugt starf sem alltaf tekur jú til sín peninga.
Eitt kom mér verulega á óvart, þ.e. að engin landsbyggðadeild skyldi vera með ósk um fjárveitingu til ákveðinna verka eins og verið hefur nánast á hverjum einasta aðalfundi sl. 10 ár. Hvað segja landsbyggðamenn. Eiga þeir nóg af peningum í þau verkefni sem framundan eru eða eru engin slík verkefni í gangi?
Ferðakveðja,
BÞV
03.05.2003 at 23:02 #472752Sæll HalliB.
Mér reyndari menn hafa ekki mælt með stífari gormum í Barbí og telja að hann missi þessa mjúku og fínu fjöðrun við það. Að vísu slakna original gormarnir með tímanum, sérstaklega að framan ef þú ekur mikið með spil á bílnum í miklum ójöfnum…
Hins vegar held ég að ég fari rétt með að það eru til a.m.k. 3 gerðir af samsláttarpúðum í þessum bílum. Ég var með stystu gerðina, þannig að fjöðrunarsviðið var óhindrað sem lengst. E.t.v. gæti þetta skipt máli, nú eða að þið séuð kannski búnir að taka það fínasta úr gormunum ykkar og þeir orðnir slappir…
Ferðakveðja,
BÞV
02.05.2003 at 17:36 #473038Sæll.
Já, það þarf að breyta þeim fyrir "15 felgur.
Ég mæli með því að þú fáir ráð frá Arctic Trucks varðandi þessi mál, alls ekki kaupa bara stóra slípiskífu í rokkinn og byrja bara að slípa út í loftið. Slíkar aðfarir geta endað með ósköpum.
Ferðakveðja,
BÞV
01.05.2003 at 13:24 #473008Sælir.
Ég mæli með "12 felgum ef þú ætlar að nota þetta til að hleypa úr því, en annars eru "10 felgur í góðu lagi. Ég sá einu sinni "36 Mudder sem var skorinn alveg með felgunum allan hringinn, það hafði verið hleypt mikið úr þeim og menn töldu felgurnar ekki nógu breiðar í slík not.
Ferðakveðja,
BÞV
30.04.2003 at 21:12 #472738Sælir félagar.
Ég skil ekki alveg spurningu Stebba… Ég reikna þó með að snjórinn og aðstæðurnar á fjöllum séu svipaðar fyrir okkur sem ökum 80-90% á malbikinu yfir árið og fyrir hina sem eiga aukabíl með jeppanum. Væntanlega mæta okkur jafn margar sprungur og börð og öðrum…
Barbí státar sannarlega af alvöru fjöðrun (a.m.k. samanborið við "alveg dásamleg flatjárn allan hringinn"
Stebbi, hvenær ætlarðu annars að hætta þessum nískupúkahætti og ganga í klúbbinn? "Rökin" sem þú gafst mér á sínum tíma eiga alls ekki við…
Takk fyrir síðast Benni og hlý orð í garð Dömunnar, þótt ekki drífi hún í líkingu við Barbí þína… Það eru kannski ekki tíðindi, ennþá ólæst, hlutfallalaus og án skriðgírs… Þetta verður ennþá skemmtilegra þegar eitthvað af þessu verður komið, en það stendur til bóta vonandi innan tíðar. Þessi túr í Hrafntinnuskerið var að mörgu leyti ótrúlega viðburðaríkur og eftirminnilegur, þótt við ækjum á endanum 4x sömu leið…
Ferðakveðja,
BÞV
28.04.2003 at 22:55 #472724Sælir félagar og gleðilegt sumar.
Ég hef lítið komist á spjallið undanfarið og rakst á þennan þráð núna fyrst. Mér finnst margir hér að ofan falla í þá gryfju að alhæfa og fullyrða án þess að skoða málið frá báðum (öllum) hliðum. Ég er búinn að eiga tvo svona 90 bíla, annan keyrði ég ca 35 þús. km og hinn ca 73 þús km. Eftirfarandi er mitt álit:
1) Það er lítið mál að nota þennan búnað á "38 hjólum, ef menn nota toppstykkið aðeins með líka. Ég lenti aldrei í því að brjóta framdrif, þrátt fyrir að ferðast heilmikið á báðum þessum bílum, bæði sumar og vetur og alltaf á "38 hjólum.
2) Sennilega skiptir innstillingin næst mestu um endingu drifbúnaðar almennt (á eftir meðferðinni). Aron í Jeppaþjónustunni stillti inn mín drif sem reyndust svona vel.
3) Það að menn skuli kinnroðalaust mæla með því að "setja bara hásingu" undir LC 90 að framan lýsir að mínu viti ótrúlegri þröngsýni. Með því eru menn að fórna einu helsta trompi bílsins og því sem veitir honum að mörgu leyti yfirburði/forskot m.v. marga aðra, þ.e. fjöðruninni og færa bílinn yfir á "step two" í þeim efnum. LC 90 er eins góður og raun ber vitni, einmitt vegna fjöðrunarinnar. Auðvitað búa menn hiklaust til bíl með meiri drifgetu í allra erfiðasta færinu, s.s. krapa, með því að setja hásingu að framan og það er örugglega eitthvað sterkari búnaður líka. Hins vegar eru menn að fórna bæði miklum peningum og ekki síður aksturseiginleikum með þessari ráðstöfun, sem aftur er umhugsunarvert í ljósi þess að flestir eru jú að nota svona bíla 80-95% í malbiksakstri. M.ö.o., spurning hvort á að einblína á að smíða "krapabombu" í slíkt brúk…
4) Ef menn eru að hugsa um að ná "extra forskoti" varðandi drifgetu á svona bíl, myndi ég frekar splæsa í milligír. Ég fór um helgina í túr með LC 90 með milligír og það er óhætt að segja að það veiti græjunni algert extra forskot.
5) Það sem þó klárlega er vandamál með þennan búnað á LC 90 er það, að spindilboltar á neðri stífu eru að togna, losa upp á sér og losna að lokum úr. Þá slitna þeir sem eftir eru þegar bíllinn lendir í álagi. Þetta henti á síðari bílnum mínum og nú er ég stöðugt að heyra um svona uppákomur úr ýmsum áttum. Þetta er sérlega bagalegt, þar sem þetta veldur heilmiklu tjóni á frambretti, brettakanti, síls, gangbretti o.fl., auk þess sem þetta getur hæglega reynst hættulegt. Eftir lauslega athugun í dag, þá hefur orðið vart við þetta í öllum "38 bílum sem ég hef kannað með og það skrítna er að í öllum tilfellum losnar fyrst ytri og aftari bolti, ýmist vinstra eða hægra megin (virðist þó oftar losna vinstra megin). Það virðist engu skipta hvort þeir hafa verið límdir við ísetningu eða ekki, í einu tilfelli var límdur bolti laus eftir mánuð frá ísetningu. Spurning hvort menn þurfi ekki einfaldlega að fá sterkari (harðari) bolta í þetta, þannig að þetta verði til friðs. Hvet menn hér með til að huga að þessu, enda á hvers manns færi að kanna hvort þessir boltar séu lausir/farnir. Að lokum, ef bolti er laus, þá er væntanlega ekkert gagn að því að herða hann aftur, þar sem hann er þegar orðinn teygður, það þarf einfaldlega að skipta þessu út og herða eftir kúnstarinnar reglum (mæli með fagmönnum í það).
Ferðakveðja,
BÞV
16.04.2003 at 16:30 #472476Sæll Arnor.
Við fórum upp Skálafellsjökul fyrir tveimur vikum og ókum upp á hájökulinn austan Esjufjalla. Færðin tók að þyngjast verulega þegar maður kom vestur á móts við Esjufjöll. Við höfðum þá fregnir af því að Breiðamerkurjökull væri snjóléttur neðst og talsvert sprunginn. Ég held að það hafi ekki snjóað þar síðan þá, þó tek ég það fram að ég hef engan hitt sem hefur verið þarna á ferðinni síðan.
Ég færi því upp Skálafellsjökul í þínum sporum. Gerðu ráð fyrir þungu færi á þessu svæði, þetta er jú eitt mesta ákomusvæði Vatnajökuls og færðin því oft mjög þung. Með sama hætti er þessi suður- og austurhluti jökulsins hvað tilkomumesti hluti hans í góðu skyggni, þannig að það er talsvert á sig leggjandi.
Góða ferð.
BÞV
13.04.2003 at 13:01 #472376Sæll Davíð.
Jú, nú er komið 3ja tommu púst í bílinn. Það fæddust nokkur ný hestöfl við þá aðgerð, og reyndar einnig örlítið rámari rödd (whisky-voice eins og KristjánheitiégÓlafsson myndi segja…)
Annars hefur bíllinn bara reynst vel, ekkert bilað ennþá, en við Jóhannes ákváðum báðir að hækka bílana meira á gormum eftir prufutúrinn á Vatnajökli um daginn. Pústið og aðrar smá tiltektir undir bílnum voru einnig ákveðnar þá.
Verðum vonandi klárir með aukatank og alles fyrir páska en ég er enn að leita að duo prop hældrifi með "19 skrúfu aftan á hann fyrir þann túr. Veistu um svoleiðis…?
Ferðakveðja,
BÞV
09.04.2003 at 09:17 #471904Sæll Beggi.
Nei, konan á "sinn bíl" og vill ekki skipta…
Annars eru þetta pælingar sem geta varla talist merkilegar, né skipt máli.
Annars átta ég mig á því að Soffía gefur ekki tommu eftir varðandi eignarhaldið á "Sushíinu"…
Ferðakveðja,
BÞV
09.04.2003 at 00:55 #471898Sæll luxilíus.
Nei, Daman er mín, það á hana enginn annar.
Ferðakveðja,
BÞV
08.04.2003 at 23:11 #472162Sælir félagar.
Hér áður fyrr heyrði ég menn halda því fram að "16,5 felgur væru ekki eins góðar og "15, þ.e. að dekkin á "16,5 felgunum leggðust ekki eins vel og gæfu því ekki eins gott flot í snjó.
Ég hef m.a. heyrt að margir hafi lagt mikið á sig til að koma 8 bolta hásingum á "15 felgur til að drífa betur…
Hvað segja þeir sem reynt hafa bæði númerin?
Ferðakveðja,
BÞV
08.04.2003 at 22:00 #471894Sæll Skúli.
Auðvitað hef ég aldrei haldið því fram að það sé nægjanlegt að vera með VHF og sleppa NMT símanum. Ég fæ ekki skilið af hverju menn eru að reyna að snúa út úr umræðunni með því að fara nú að ræða þetta á þessum nótum. Þú komst með snilldarlega "orðskýringu" á skrifum eik um daginn þegar hann dylgjaði enn eina ferðina með að undirritaður ætti svo dýran bíl eða gæti látið fyrirtæki kaupa fyrir sig bíl að hann hefði því ekki verðskyn (a.m.k. e-ð á þá leiðina var minn skilningur á skrifum hans), en þú fannst það út að hann hefði átt við að fjárfesting í VHF væri "hlutfallslega miklu erfiðari" fyrir þá á ódýru bílunum…
Ég nennti nú ekki þá að fara að stæla frekar um skilninginn en vil hér með bera alveg af mér þann skilning sem þú ýjar að í spurningu þinni. Tek heilshugar undir með þér að spjallið væri litlaust ef þar færu ekki fram alvöru skoðanaskipti og ef enginn þyrði að segja neitt…
Í mínum huga er það einfaldlega svo, að VHF er öryggistæki. Það er NMT, SSB og gerfihnattasími líka. Best er að hafa þetta allt til að gæta fylsta öryggis, þar sem e.t.v. eru veikleikar í öllum kerfunum. CB er hins vegar alls ekki öryggistæki í þeim skilningi sem ég held að við leggjum í það hugtak (einungis til að tala á milli bíla Í HÓP, eins og eik hefur sjálfur sagt).
Ég get alveg tekið undir það með eik að talstöðvar eru allt of dýrar á Íslandi (miðað við það hvað þær kosta í USA). Það breytir hins vegar ekki virkni búnaðarins né rýrir notkunargildi hans á nokkurn hátt.
Hvet að lokum menn til að kynna sér dreifikerfi VHF á heimasíðu klúbbsins og sjá hve kerfið þekur vel helstu ferðasvæði. Ath. einnig að enn er verið að byggja upp og bæta við kerfið, þannig að þjónustan og dekkunin er enn að aukast.
Ferðakveðja,
BÞV
08.04.2003 at 15:49 #471888Sæll Einar.
Ég vil bara vekja athygli á því að grein Braga sem þú vitnar til er a.m.k. 3ja-4ra ára gömul. Hann er að segja frá uppsetningu fyrsta endurvarpans á Bláfelli og uppsetningu stöðvarinnnar á Hveravöllum. Síðan þá hefur verið settur upp fjöldi endurvarpa sem hefur gerbreytt möguleikum VHF kerfisins til að nýtast sem öryggistæki.
Ferðakveðja,
BÞ
07.04.2003 at 22:31 #471880Sæll Einar Kjartansson.
Ég vil byrja á því að taka það skýrt fram, að ég hef ekki sérstaka þekkingu á talstöðvum, tíðnum eða bylgjulengdum, svo það getur vel verið að skoðanir mínar á þessu séu bull og vitleysa eins og þú segir. Flest mín viska um talstöðvamál er til komin vegna venjulegrar notkunar, bæði á CB UHF og VHF. Ég vissi t.d. ekki að fjarskipti á VHF væru opin eins og þú lýsir og að hægt væri að kaupa hér skanna til að hlusta á allt sviðið…
Það er líka rétt hjá þér að ég hef í umræðu við þig um VHF ítrekað spurt þig um reynslu þína af þessum búnaði, þar sem þú hefur haft afdráttarlausar skoðanir og fundið VHFinu flest til foráttu, sem er í algerri andstöðu við skoðanir flestra þeirra sem ég þekki og hafa reynslu af notkun þessara talstöðva.
Það er gaman að sjá að þú hefur meira að segja haft fyrir því að setja "link" inná síðustu fyrirspurn til þín um þetta efni. Nú velti ég því fyrir mér af hverju þú ert búinn að vera tæpan mánuð að hugsa upp svar við þeirri spurningu og eins af hverju það er þessi ólund í minn garð, þrátt fyrir að við höfum ekki sömu skoðun á VHF…?
Ég held ég viti svarið. Það hlýtur að vera hálf neyðarlegt fyrir vísindamann eins og þig, sem hefur fjálglega verið að tjá þitt álit á VHF kerfi klúbbsins, að verða í miðju kafi uppvís að því að hafa aldrei prófað það… Það er auðvitað klaufalegt fyrir alla menn og ekki síst vísindamenn sem hafa sérfræðiþekkingu í því hvernig á að afla sér þekkingar í þeim tilgangi að komast að og rökstyðja tilteknar niðurstöður…
Ef ég skil svarið þitt rétt, þá hefur þú enn ekki reynslu af notkun VHF í jeppaferðum (og þar með ekki á notkun endurvarpa kúbbsins). Mér leikur hins vegar forvitni á að vita hvað það er í reynsluheimi þínum frá árinu 1981 varðandi notkun á VHF sem gerir þig svo fráhverfan því? Hingað til hef ég aðallega heyrt þig tjalda rökum sem varða kostnað við kaup og skráningu á VHF stöðvum, en hvað annað er svona gersamlega ómögulegt við þennan búnað? Ég tek það fram að mér finnst það engin rök að halda því fram að kerfið sé úrelt fyrir lögreglu og atvinnubílstjóra.
Að lokum get ég ekki annað en verið ósammála þér varðandi "ódýrar UHF stöðvar". Það vill svo til að ég á svoleiðis stöð og drægni hennar er miklu minni en VHF stöðvar (dregur svipað og CB) og því er ástæða til að vara menn sérstaklega við því að kaupa slíkar stöðvar sem öryggistæki, þótt þær geti verið ágætar milli bíla.
Ef þú hefur áhuga Einar, þá væri mér heiður að því ef þú vildir þiggja að láni VHF handstöð hjá mér áður en þú ferð næst á fjöll, það er merkilega dugleg græja, þrátt fyrir að senda ekki nema á 5W styrk á móti 25W í venjulegri bílstöð.
Ferðakveðja,
BÞV
01.04.2003 at 17:43 #471868Sæll Emil.
Gaman að sjá framan í þig þarna um daginn, maður er í tjáskiptum hér við fjölda fólks án þess í raun að hafa hugmynd um hvern er að ræða.
Gott að þér hefur snúist hugur, enda sagðir þú okkur um daginn að þú hefðir með því að diskútera þetta sjálfur, komist að því að önnur lengd á topp er e.t.v. betri en sú sem RSH er að afhenda okkur. Þú ert m.ö.o. "do it your self" týpa… Það er út af fyrir sig bara virðingarvert, sérstaklega ef þú hefur náð að koma radiosnillingunum þar í bobba með þínum rökum.
Vandinn er sá að Jóakimarnir (eins og ólsarinn kallar þá) prógrammera þetta sjálfir í sínar "smegluðu" stöðvar, jafnvel án þess að vera félagar í F4x4. Gott að heyra að þér finnst fráleitt að setja inn (láta setja inn) rásir Jóns Jónssonar byggingarverktaka, enda eiga öll alvöru verkstæði að hafna því, nema að þú hafir skriflegt leyfi frá eiganda rásarinnar. Þessi listi er því einfaldlega í gangi í þeim tilgangi að stunda "gluggagægjur" hjá fleirum en félögum í F4x4.
Þessi mál eru í skoðun hjá Fjarskiptastofnun, en þeir eru að eignast búnað til að finna stöðvar með tilteknum rásum. Þetta þarf að sjálfsögðu að stoppa eins og aðrar gluggagægjur í samfélaginu. Ferðaklúbburinn hefur einnig hagsmuni af því að þeir sem eru að nota VHF kerfið greiði félagsgjöld, enda er hárrétt sem félagi eik hefur bent á að fjárfestingin í þessu kerfi er talsverð.
Ferðakveðja,
BÞV
01.04.2003 at 10:51 #471852Sælir.
Munið líka að berja undan græjunni og hreinsa frá öxulhosum etc. áður en haldið er af stað. Ég tel ólíklegt að menn hafi sýnt þá fyrirhyggju áður en gengið var af græjunni. (Rúnar kann ekkert á öxulhosur… 😉 Gleymið svo ekki að hleypa úr hjólunum…
Gangi ykkur vel.
BÞV
01.04.2003 at 10:47 #192432Sælir félagar.
Í framhaldi af enn einni VHF umræðunni á öðrum þræði nú á dögunum, langar mig til að deila með ykkur reynslusögu.
Þannig var að ég hitti félaga minn á dögunum og hann hafði hitt kunningja sinn nokkrum dögum áður. Sá hafði í fórum sínum lista með ógrynni upplýsinga um VHF tíðnir hinna ýmsu fyrirtækja og stofnana hér á landi. Hann hafði komið höndum yfir þetta frá aðila sem hefur gefið sig út fyrir að safna og dreifa þessum upplýsingum.
Ég játa það að mér varð gersamlega misboðið. Hverslags „kinkí“ þörf drífur menn áfram í þeim tilgangi að dreifa svona upplýsingum? Menn, fyrirtæki og stofnanir fá jú úthlutað einkarásum í þeim tilgangi að hver sem er geti ekki hlustað á það sem þar fer fram. Í mínum huga er einungis stigsmunur en ekki eðlis- á þessu og því að gægjast á glugga. Flestir eru sammála um að þeir sem gægjast á glugga séu perrar og ég leyfi mér að fullyrða að fáum hugnist sú tilhugsun að einhver þannig aðili guði á gluggann hjá sér án sinnar vitundar.
Eru menn sammmála og ef svo er, er þetta þá nokkuð annað en pervertismi?
Ferðakveðja,
BÞV
01.04.2003 at 08:58 #471376Sælir félagar.
Núna um helgina sannaði VHF kerfið enn einu sinni gildi sitt, er tókst að koma skilaboðum á milli með hjálp endurvarpa, sem leiddu til þess að félagar úr HSSR skildu eftir 120 lítra af olíu fyrir Jökulheimahópinn sem orðinn var mjög tæpur á olíu eftir óvæntar krapahrakningar vestan Sylgjujökuls. Í framhaldinu sluppu allir bílarnir í hópnum í Hrauneyjar, en að öðrum kost hefði þurft að skilja nokkurn hluta hópsins eftir með tilheyrandi óþægindum og aukavinnu.
Sammála Eika, Bláfellsendurvarpinn hlýtur að vera bilaður, hann svaraði mér a.m.k. mjög stopult frá suðurlandsveginum þar sem hann er venjulega inni á fullum styrk.
Vonandi lætur fjarskiptanefndin okkur fylgjast með framvindu þess máls, þannig að menn séu nokkuð öruggir um að búnaðurinn sé í lagi.
Ferðakveðja,
BÞV
-
AuthorReplies