Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
21.05.2003 at 10:19 #473502
Sælir félagar.
Enn er Einar Kjartansson að halda því fram að ég sé handbendi einhvers í þessari umræðu (Landsvirkjunar) eða að ég haldi fram hlutum gegn betri vitund. Ég er búinn að reyna að hafna þessu áður og geri það hér með aftur, þrátt fyrir að sennilega hafi það enga þýðingu gagnvart viðkomandi. Bara til að útskýra þau orð sem ég viðhafði á fyrrnefndum fundi sem Einar vitnar til, þá ítrekaði ég það alveg sérstaklega að daginn sem félagið tæki opinbera afstöðu til nýtingarmála hálendisins, ALVEG SAMA HVORU MEGIN ÁHERSLAN FÉLLI (, gengi ég úr því.
Ég vil líka ítreka það að umræða um þetta málefni er mikilvægari en svo að menn megi falla í þá gryfju að persónugera endalaust málstað sem ekki fellur að þeirra eigin.
Ég vil hér með benda stjórn félagsins á þráðinn og sýnist ekki vanþörf á að hún komi að málinu miðað við þann málflutning sem hér hefur átt sér stað.
Ferðakveðja,
BÞV
20.05.2003 at 17:07 #473488Sæll Einar Kjartansson.
Ég vil taka það fram, að skoðanir mínar eru reistar á málefnalegum sjónarmiðum sem ég er að reyna að koma á framfæri. Þær eru á engan hátt hugsaðar sem árásir á umhverfisnefndina, en ég tel að meðlimir hennar eins og aðrir sem tjá sig og hafa skoðanir, verði að þola að allir séu ekki alltaf sammála.
Þeir sem mig þekkja vita að ég er síður en svo handgenginn Landsvirkjun eða þeim sjónarmiðum sem hún beerst fyrir, né heldur öfgum í hina áttina. Ég er almennt þeirrar skoðunar að við eigum að fara varlega í allar öfgar og skoða málin á gagnrýnin hátt. Ég veit ekki betur Einar en ég hafi tekið á margan hátt undir þínar kröftugu skoðanir hér á spjallinu varðandi umræður um Kárahnjúkavirkjun, þótt þú fáir mig nú ekki til að skrifa undir allt.
Ég mæli með að við persónugerum ekki þessa umræðu, þótt mörgum sé þetta mikið hitamál. Til þess er málefnið allt of mikilvægt, enda varðar það grundvallarhagsmuni okkar allra.
Ferðakveðja,
BÞV
20.05.2003 at 12:59 #473474Ég gleymdi að lýsa því, að framangreind afstaða mín er ekki af því að ég líti á Árna Bragason eða Þjóðgarðsvörðinn í Snæfellsjökulsþjóðgarði sem einhverja "óvini í hverju horni" eins og ýjað var að hér að framan, þvert á móti trúi ég því heils hugar að þetta ágæta fólk vilji eiga gott samstarf við jeppamenn um þessi mál, en það er því miður ekki góð tilhugsun að eiga alltaf undir slíkan velvilja að sækja hjá opinberum embættismönnum, sem hæglega geta þá úthýst okkur á grundvelli skýrra laga- eða reglugerðaheimilda.
Ferðakveðja,
BÞV
20.05.2003 at 12:47 #473470Sælir félagar.
Þetta er ótrúlegt, bæði að lesa þann skæting sem fram er kominn frá Einari Kjartanssyni varðandi fangelsismál og eins að Skúli H Skúlason skuli leggja meira upp úr því að hlusta á orð einstakra opinberra starfsmanna en að lesa það sem stendur í lögum og reglum.
Það er hreinn og klár undirlægjuháttur að mínu viti, að trúa því og treysta sem einstakir starfsmenn Náttúruverndar eða þjóðgarðsvörðurinn segja, það er hinn ritaði texti sem gildir þegar upp er staðið. Að menn skuli halda það að það sé betra að segja sem minnst í þeim tilgangi að afla sér einhverskonar vinsælda og fá hugsanlega einhver mál til umsagnar er einnig hin mesta firra að mínu viti. Ég vil líka ítreka það sem ég hef áður sagt, að ég tel mig ekki betri til að skilja orð þessarar reglugerðar sem lögfræðingur, það er nóg að vera sæmilega læs til þess. Auðvitað mun ég ekki kæra þig Skúli fyrir að aka á jöklinum, þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því. Þú getur samt verið viss um að það er til fullt af öðru fólki sem væri meira en svo til í það!
Staðreyndirnar eru eftirfarandi:
1) Akstur á jöklinum án leyfis þjóðgarðsvarðar er bannaður.
2) Þeir sem brjóta bannið eiga á hættu að verða sektaðir eða fangelsaðir í allt að 2 ár.
3) Um málsmeðferð fer skv. reglum um meðferð opinberra mála. Það þýðir það, að berist lögreglunni kæra, þá ber henni að rannsaka málið og upplýsa það. Hafi viðkomandi ekki leyfi frá þjóðgarðsverði upp á vasann, þá verður honum refsað. Eftirá gefið leyfi þjóðgarðsvarðar skiptir engu í því sambandi, brotið er þegar fullframið.
4) Þjóðgarðsvörður getur gefið út almennt leyfi til aksturs á jöklinum, en það þarf þá að kynna og auglýsa með ákveðnum hætti. Hann getur með sama hætti afturkallað slíka heimild án nokkurs fyrirvara. Mér er ekki kunnugt um að nokkur slík almenn heimild hafi verið birt og ÞVÍ ER AKSTUR Á JÖKLINUM ÁN SÉRSTAKS LEYFIS ALFARIÐ BANNAÐUR.
5) Menn sem aka á jökulinn án sérstaks leyfis, kunna að baka sér bótaskyldu vegna óhappa sem annars yrðu e.t.v. ekki metin þeim til sakar, þar sem þeir eru að brjóta bann. Spurning hvort tryggingafélög gætu ekki einnig ákveðið að takamarka eða fella niður greiðslur úr utanvegakaskói á grdv. hins sama?
Mér finnst dapurlegt að umhverfisnefndarmenn þeir sem hér hafa tjáð sig, telji velvild einstakra starfsmanna nóg til að tryggja ferðafrelsi okkar á jöklum landsins. Það er ömurleg framtíðarsýn. Með núverandi fyrirkomulagi er nóg að þjóðgarðsverði detti í hug að friða heilan jökul, þá verður það bara þannig! Hvernig líst mönnum á eftirfarandi auglýsingu í útvarpi viku fyrir páska: "Af umhverfisástæðum og til að forða slysum er öll umferð vélknúinna ökutækja um jökla landsins bönnuð til 1. júní nk. Göngum vel um landið okkar og notum ekki skíðastafi á viðkvæmum svæðum. Þjóðgarðsverðir."
Það er þetta sem ég tel að Ferðaklúbburinn 4×4 eigi klárlega að taka föstum tökum, enda í fullkomnu samræmi við tilgang félagsins. Jafnframt lýsi ég efasemdum mínum við þeim hugmyndum sem fulltrúar umhverfisnefndar hafa kynnt, að klúbburinn eigi að móta afstöðu til nýtingarmála á hálendinu. Það er einfaldlega ekki tilgangur félagsins. Ef menn vilja hafa áhrif á slík mál, ganga menn t.d. í náttúruverndarsamtök Íslands, Framsóknarflokkinn eða Vinstri hreyfinguna grænt framboð. Það verður aldrei og á aldrei að reyna að nota Ferðaklúbbinn sem þrýstihóp til annarra verkefna en lög félagsins skilgreina sem tilgang þess.
Að lokum tek ég heilshugar undir með Skúla, Snorra og öðrum sem hafa lagt á það áherslu að við gætum að því að umgangast landið og náttúruna af varúð og virðingu, það er auðvitað forsenda þess að hlustað verði á okkur.
Ferðakveðja,
BÞV
19.05.2003 at 23:59 #473456Sælir félagar.
Ég verð nú að játa, að ég upplifi skrif Skúla H eins og hann hafi verið ráðinn sem sérlegur blaðafulltrúi Náttúruverndar ríkisins í því skyni að fullvissa jeppafólk um að verndun og takmarkanir séu í okkar þágu! Ég vil leyfa mér að álykta sem svo, að fyrirspurn frá mér til umhverfisnefndar sem ég varpaði fram á fundinum sem Skúli nefnir í upphafi pistilsins sé kveikjan að skrifum hans.
Það sem brennur á mér er einkum tvennt. Í fysta lagi veldur það mér áhyggjum að ekki liggur fyrir skilgreining á hugtakinu "slóði" frá nefndinni, en veturinn 2001-2002 var óskað eftir að nefndin leggði fram tillögu að skilgreiningu, enda er það ljóst að slík skilgreining er grundvallaratriði í baráttu okkar við að fá að halda opnum slóðum og leiðum víðsvegar um hálendið sem ýmsir aðrir hafa barist fyrir að verði lokað. Mér vitanlega hefur nefndin ekki enn skilað af sér tillögum í þessu mikilvæga efni og ekki komu fram upplýsingar um það hvenær von væri á tillögum.
Í öðru lagi spurði ég hvort nefndin hefði sett sig í samband við umhverfisyfirvöld til að forða því að álíka ákvæði rati inn í reglugerðir um stofnun þjóðgarða á hálendinu og rötuðu inn í reglugerð dags. 28. júní 2001 um Þjóðgarðinn Snæfellsjökul. Því er skemmst frá að segja að fulltrúar nefndarinnar svöruðu því með þjósti að það hefði ekki enn fundist annar en undirritaður sem hefði þann skilning á reglugerðinni að akstur á jöklinum værin bannaður! Reyndar fannst strax a.m.k. ein skoðanasystir mín á nefndum fundi. Þrátt fyrir að við höfum bæði nokkra þjálfun í lestri laga- og reglugerðatexta, þá vil ég halda því fram fullum fetum að slík sérþjálfun sé með öllu óþörf öllum sæmilega læsum mönnum. Í 15. gr. reglugerðarinnar stendur: "Umferð á vélknúnum ökutækjum í þjóðgarðinum er ferðamönnum aðeins heimil á vegum og bílastæðum. Akstur vélknúinna ökutækja á jökli er háð(ur) leyfi þjóðgarðsvarðar." Ég skil ekki að menn geti misskilið innihald þessa texta, hann er ekki svo flókinn. Akstur á jöklinum (á snjó) er einfaldlega bannaður, nema að fyrir liggi leyfi þjóðgarðsvarðar. Þú mátt sem sagt ekki aka á snjóþekjunni, nema að hafa upp á vasann leyfi frá þjóðgarðsverði. Þetta er kjarni málsins og annað ekki!
Þetta virðast fulltrúar í umhverfisnefnd ekki skilja og vísa stöðugt í ummæli fulltrúa náttúruverndar og þjóðgarðsvarðar. Með allri virðingu fyrir fulltrúa Náttúruverndar og þjóðgarðsverðinum sjálfum sem komu á fund til okkar á Esju sl. vetur, þá skildu þau ekki sjálf þetta ákvæði reglugerðarinnar og héldu því fram fullum fetum að "akstur á jöklinum væri heimill" og að "stofnun þjóðgarða væri til að tryggja aðgengi almennings að þessum stöðum…!" Því miður sýnist mér á málflutningi Skúla að hann hafi kokgleypt þessa vitleysu alveg hráa og átti sig því ekki á raunverulegri stöðu málsins.
Þegar ég frétti af setningu þessarar reglugerðar, sem n.b. Skúli, var aldrei borinn undir Ferðaklúbbinn 4×4 til umsagnar eins og ætla má af orðum þínum, setti ég mig í samband við fulltrúa ráðuneytisins og lýsti áhyggjum mínum af þessu. Þar var ég fullvissaður um að séraðstæður á Snæfellsjökli vegna ágangs og smæðar hans, hefðu þótt réttlæta þessa takmörkun og að ekki stæði til að setja viðlíka takmarkanir annars staðar. Í ráðuneytinu var mér einnig bent á að afla þyrfti leyfis með umsókn á símbréfi áður en ég færi á jökul, fram þyrfti að koma númer á öllum þeim ökutækjum sem vildu fá leyfi til að aka á jökulinn…
Það getur vel verið að við njótum skilnings frá núverandi þjóðgarðsverði og fulltrúa Náttúruverndar og er það vel. Hins vegar er það alls ekki nóg að réttur okkar til ferðalaga um jökla landsins sé ekki á sterkari grundvelli byggður. Hvað með slagorð okkar "Frjálsir ferða!"
Útaf fyrir sig get ég á margan hátt fallist á að nauðsynlegt sé að hægt sé að takmarka umverð vélknúinna ökutækja um Snæfellsjökul, m.a. m.t.t. þeirra sjónarmiða sem að framan voru rakin. Það er hins vegar mín skoðun (og margra annarra) að slíkar takmarkandi og íþyngjandi ákvæði megi alls ekki rata inn í aðrar reglugerðir um stofnun þjóðgarða á öðrum jöklum landsins sem eru margfalt stærri en Snæfellsjökull og því lítil hætta á árekstrum og óþægindum af för annarra ferðamanna.
Aðeins til umhugsunar: Í 24. gr. reglugerðarinnar er sagt að hver sem brjóti gegn ákvæðum hennar skuli sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Sektir skuli renna í ríkissjóð og að með mál skv. greininni skuli fara skv. reglum um meðferð opinberra mála sbr. lög nr. 19/1991. Ef þú ferð á jökulinn um helgina Skúli og telur þig ekki þurfa leyfi, einhver kærir þig til lögreglu, þá leiða ofangreind ákvæði til þess að þér verður refsað skv. þessu ákvæði, enda er mér ekki kunnugt um að fyrir liggi opinber auglýsing frá þjóðgarðsverði um að almennt leyfi til aksturs á snjóþekjunni liggi fyrir. Þetta er fremur dapurleg staða málsins og hugnast alls ekki öllum eins vel og þú heldur.
Ég tek að lokum undir það að afstaða okkar jeppamanna þarf að byggjast á málefnalegum sjónarmiðum og að við þurfum að byggja upp traust og virðingu fyrir okkar sjónarmiðum bæði innan og utan félags. Það gerum við hins vegar ekki með því að þegja bara þunnu hlóði og láta embættismenn slá okkur út af laginu með klysjum og loforðum, því það eru reglurnar sem að lokum gilda!
Ferðakveðja,
BÞV
16.05.2003 at 00:54 #467804Sælir félagar.
Ég var feginn að sjá framan í Lúther félaga minn í kvöld og sjá að hann kann ennnþá að brosa og að samskiptabannið er ekki í gangi…
Af því að Ólsarinn heldur lífi í kveðskapnum, þá er rétt að ég upplýsi ykkur um "kviðling" sem varð til eftir frækinn þorrablótstúr Lúthers og félaga í skemmtinefndinni (stytt: skemmdin) í vetur, þar sem þeir buðu náttúrunni byrginn og fóru (ekki) klakklaust um Klakkinn á þottablót í Setrinu (sjá nánar annan þráð). Hér á ég að sjálfsögðu við fyrra blótið. Ekki hika við að gangrýna kveðskapinn, hann er langt í frá settur fram sem fyrsta flokks, en ef einhver brosir út í annað, þá er tilganginum náð!
Lúther alltaf af sér lætur
leiða gott og þykir skarpur
Kjökrar ei um kaldar nætur
klúbbsins mesti fjallagarpur."Klakklaust" komst á enda í Setrið
keyrði sína fáu hesta,
hart svo mjög að sálartetrið
stöðugt við það var að bresta.Fjörið kom og fjörið fór
færðist grín í flesta gesti
orðinn býsna stæltur – stór
skemmtinefndar maður mesti.Glöddust gumar ekki lengi
gistu nú í fjallakofa
Ferðahraðinn fagra drengi
neyddi til að fara að sofa.Á heimleið hugðist þunnur njóta,
hamaðist því við að starta
sínum hvíta fararskjóta
þótt aldrei sjái ljósið bjarta…Ég þarf svo endilega að leyfa þér að taka í Dömuna og njóta nútíma fjöðrunar Lúther!
Ferðakveðja,
BÞV
15.05.2003 at 23:53 #473372Sælir félagar.
Ég er sammála Skúla að það væri verðugt að skoða þetta mál í hnotskurn og skrifa um það greinarstúf í Setrið. Þetta er kannski mál sem tækninefndin ætti að leggja smá vinnu í og bera saman styrk- og veikleika hinna ýmsu tegunda.
Flottur þráður sem þú bendir á Einar, stundum finnst mér þú nánast göldróttur þegar þú ert að sýna okkur allskonar flotta þræði með fullt af upplýsingum utan úr heimi.
Sennilega er þetta þó spurning um að kunna að nota leitarvélar. Værir þú ekki til í að gefa okkur einhver hint í því efni Einar? Ég játa fúslega að ég er ósköp lítill tölvukall og kann lítið annað en að hamra inn hráan texta…
Ferðakveðja,
BÞV
15.05.2003 at 08:49 #467796Blessaður Lúther og gaman að sjá að þú ert enn á lífi.
Ég veit að það er tómt kjaftæði að þér hafi verið bent á fyrirspurn mína úti í bæ, enda ertu meiri aðdáandi spjallsins en svo…
Verst er þó að engin svör eru við spurningum mínum, aðeins keyrt á framtíðarvæntingum
Það hefur ekki alls staðar gefist vel, sérstaklega ekki þar sem þær eru stórlega ofmetnar…
Eins og ólsarinn benti réttilega á, þá sendi ég þér ástarljóð og allt til að reyna að fá viðbrögð. Auðvitað er ég ekkert skáld en þetta er það besta sem ég kann. Ég hefði reyndar engar áhyggjur af móðurafa mínum ólsarinn, hann hefði alveg fyrirgefið mér, en ég er meira óviss um ömmu, því hún var mikið í að yrkja og kveða vísur.
Ferðakveðjur, bæði til hugaðra, bugaðra og allra annarra.
BÞV
14.05.2003 at 16:14 #467790Veit einhver um karlinn? Af hverju svarar hann mér ekki? Ég trúi því ekki að búið sé að setja hann í samskiptabann…
Ferðakveðja,
BÞV
12.05.2003 at 23:05 #467782Ræs!
Ég stóðst ekki mátið Lúther minn að ýta þessum úr vör aftur… Nú er liðinn meira en hálfur annar mánuður frá því að þú varst að tjá þig hér að framan og enn sé ég ekki þennan nýja "einn traustasta fjallajeppa sem í boði er" (LC 120) breyttan á götunum, hvað þá á fjöllum…
Þú skrifaðir: "Svo ég sé ekki að A.T sé með neitt niðri um sig eins og þú segir. Auðvitað komu upp vandamál Palli enn þau voru ekki frá A.T kominn enda sáum við ekki um hönnun bílsins. Enn að mínu viti eru tæknimenn og strákarnir á breytingav. hjá A.T búnir að vinna frábært verk til að gera þennan bíl að einum traustasta fjallajeppa sem í boði er".
Hvernig stendur þetta mál í dag? Verða 2003 bílarnir sem kynntir voru með pompi og pragt hinn 4. janúar sl. orðnir ársgamlir eða jafnvel meira þegar loksins verður hægt að koma þeim á "38 hjól??? Hentar þessi bíll bara nokkuð til breytinga? Þarf ekki nánast að skipta um allt? Ein klassísk í lokin; nú er ég að leita að sumardekkjum, hvenær koma AT-405???
Lúther skemmtó leikur sér,
lætur móðann mása.
Verst og berst sem vera ber
ferst þó lítt að blása…Já, það er pínu púki í mér í kvöld, þó hef ég ekki fengið (á) bauk(inn) ennþá… Kannski er það vegna þess að ég er svo góður í skrokknum – Grindarskekkjan háir mér ekki lengur…
Ferðakveðja,
BÞV
12.05.2003 at 22:31 #471638Sæll Magnum.
Rakst á þennan þráð frá þér. Ég veit að Pajerodagurinn nálgast, en hef heyrt því fleygt að Páll formaður og meðreiðarsveinar hans séu farnir að skipuleggja daginn. Rétt að fá meldingu frá formanni klúbbsins um það.
Ferðakveðja,
BÞV
12.05.2003 at 10:31 #473146Sæl öll.
Í framhaldi af skálaumræðu datt mér í hug að nefna það við eina af öflugri landsbyggðardeildum félagsins, hvort ekki sé á döfinni að deildin komi sér upp skála (taki skála í fóstur eða byggi eins og einn slíkan)?
Mér þætti fengur í því ef slíkt kæmist á koppinn, en þess ber að geta að þessir orkuboltar á Snæraskaga smelltu upp endurvarpa á Strút á sl. ári og létu sig ekki muna um það. Þeir yrðu örugglega ekki lengi að koma upp fyrirmyndar skálaaðstöðu ef þeim dytti það í hug.
Ferðakveðja,
BÞV
12.05.2003 at 10:21 #473272Sælir félagar! (Sælir er of pabbalegt…)
Ég var að velta fyrir mér í kjölfar aðalfundarins, hvort ekki hefði verið rétt að auglýsa betur eftir framboðum á fundinum sjálfum, en mér þótti þetta óvenju "rússneskt" í ár, enda ekki kosið um eitt einasta embætti.
Auðvitað veit ég að það hefur oft verið erfitt að fá fólk til að bjóða sig fram til starfa fyrir félagið, en í ár hefði verið erfitt að ná að kalla fram í áður en búið var að klappa upp fyrstu tillögur að fólki. Hugsanlega sat fólk út í sal (t.d. fólk sem ekki hefur verið áberandi í störfum fyrir félagið áður – nýliðar) sem hefði vel getað hugsað sér að gefa kost á sér í einhverja af nefndum félagsins. Ef svo var átti það varla séns…
Tek það sérstaklega fram að með þessu er ég ekki á nokkurn hátt að kasta rýrð á þá einstaklinga sem komu inn í stjórn og nefndir á fundinum, held reyndar að það sé allt úrvalsfólk og óska því til hamingju með kjörið.
Magnús hefði að mínu viti átt að standa upp á fundinum og neita að taka sæti í nefndinni ef það hugnaðist honum ekki, frekar en að láta klappa sig inn í embættið þar og "bjóða það svo upp" á spjallinu. Er það ekki stjórnarinnar að hlutast til um að leysa úr svona málum?
Ferðakveðja,
BÞV
12.05.2003 at 00:43 #473290Sæll Ofsi.
Þar sem þú ert að velta fyrir þér fæðingardegi 400 póstsins frá mér á spjallinu á öðrum þræði, er viðeigandi að ég splæsi honum á þig!
Það er fengur af þessum fínu upplýsingum frá Sverri Kr. og tek ég undir með honum að ég hlakka til að sjá afraksturinn af skrifum þínum á einni bók!!!
Ferðakveðja,
BÞV
11.05.2003 at 16:31 #473208Sæll Pétur.
Ég skil ekki alveg af hverju stór strákur eins og þú ert svona viðkvæmur og byrjar strax að tala um "ritskoðun" og "big bro" ef einhver er ekki fyllilega sammála þér…
Spallið er vetvangur skoðanaskipta, þannig að þeir sem skrifa þar verða að þola það að einhver annar sé ekki fyllilega sammála, án þess að kalla það "ritskoðun frá stóra bróður". Hvet hér eftir sem hingað til menn til að takast á á málefnalegan hátt, allt annað er barnalegt, jafnvel þótt frá stórum strákum sé :).
Ferðakveðja,
BÞV
11.05.2003 at 16:06 #473284Sæll Jón.
Ég veit ekki til að nafnið á þessu vatnsfalli hafi nokkru sinni ratað á kort, en með skildist einu sinni á Sverri Kr. að Gísli Ólafur Pétursson hafi kallað hana Systrakvísl en einnig látið sér detta í hug að kenna hana við Jökulgrindur og kalla hana Grindakvísl. Systrakvísl er væntanlega tilvísun í það að upptök árinnar eru vestan í jöklinum, neðan Kerlinga.
Mér finnst Systrakvísl betra nafn en Grindakvísl, en svo mætti einnig hugsa sér t.d. "Kerlingakvísl" eða "Kerlingaspræna" en á þessi er eins og aðrar jökulár algerlega háð hitastigi og því mjög misjafnt rennsli í henni, allt frá því að vera þurr og ég hef komið að henni í talsvert miklum ham síðla dags á heitum sumardegi.
Ferðakveðja,
BÞV
09.05.2003 at 17:43 #473202Sælir.
PBG hefur fullan rétt á sinni skoðun, en ég er ekki endilega sammála henni. Bæði þetta og með kraftkubbana, finst mér í góðu lagi að setja á spjallið, enda ekki síður merkilegt en ýmislegt annað sem hér er birt.
Er nokkuð að því að benda okkur á alvöru verðlækkun á spjallinu, enda hafa margir verið að auglýsa eftir henni að undanförnu, m.a. m.t.t. lækkunar á dollar. Þetta er lækkun upp á 32.000 kall á gangnum, sem er u.þ.b. 20% lækkun frá því lægsta sem boðist hefur á "38 sem ég veit um að undanförnu. Það munar um minna.
Ég viðurkenni þó að mér þætti heldur leiðinlegt ef brettakantakallinn stofnaði stöðugt nýjan spjallþráð þegar hann er að skerpa á auglýsingunni sinni…
Ferðakveðja,
BÞV
07.05.2003 at 21:19 #473138Gleymdi líka að taka undir með SkúlaH varðandi störf fyrri skálanefndar. Þessir snillingar úr Rottugenginu hafa unnið mjög gott starf og skilað fjárhagslega betri afkomu en ég man eftir að hafa áður séð.
Ég vona sannarlega að þeir séu ekkert endanlega horfir á braut, þótt þeir hafi flestir ákveðið að taka sér árs pásu frá Skálanefndinni…
Ofnakveðja,
BÞV
07.05.2003 at 21:15 #473136Sæll Ólsarinn.
Ég er sammála þér varðandi þversagnir kerfiskallanna, alveg virðist fyrirmunað að fá að stinga niður 30 fm. skála nokkursstaðar á hálendinu, en það má leggja vegi og háspennulínur um það þvert og endilangt…
Auðvitað hef ég komið í Skiptabakkaskála, en hann er eins og ég hef áður lýst hér á spjallinu að mörgu leiti fyrirmyndar fjallaskáli í mínum huga. Lágreistur, mátulega stór/lítill, með vatnssalerni innandyra, góðar kyndigræjur og síðast en ekki síst fagurlega uppgerður og ber smiðunum fagurt vitni. Ég hef komið þarna í 20 stiga gaddi og sannreynt það að skálinn er við þær aðstæður orðinn notalegur á 30-45 mín. Ef þið ætlið að stækka hann, þá myndi ég eindregið mæla gegn því að hann yrði hækkaður, þar sem hann yrði mun erfiðari í kyndingu eins og þú nefnir.
Ef mér skjöplast ekki þá sá ég að einhverju leiti um skjalagerð og samdi m.a. afsal sveitarfélaganna sem áður áttu húsið, þegar Skagafjarðardeildin keypti það, þannig að ég þekki nokkuð til málanna. Til gamans má nefna það, að við Stebbi formaður ákváðum í sameiningu að setja inn ákvæði þess efnis að skálanum fylgdu 1 ha. lóðarréttindi sem heimilt væri að girða af m.a. til gróðursetningar og ræktunar ef klúbburinn vill og var það samþykkt.
Ferðakveðja,
BÞV
06.05.2003 at 22:58 #473132Nei, var það ekki Stella?
-
AuthorReplies