Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
10.06.2003 at 22:28 #473854
Sælir félagar.
Margt af því sem fram er komið í þessum þræði er á þann veg, að upphafsspurningin hefur vakið menn til umhugsunar, enda var það jú tilgangurinn.
Ég tek undir með Jóni Snæland, ef menn ætla að fara að ræða um hluti eins og þetta á fundi/fundum, þá verður að tryggja að þeir menn sem hafa látið þessa hluti sig hvað mest verða að vera þar, til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri, bæði hvað varðar skilgreiningar, hugmyndir og einstakar leiðir.
Annars sakna ég þess að sjá ekki komment frá "frumherjunum" og eldri félögum í þessu sporti hér á þessum þræði eins og t.d. Birgi Brynjólfssyni (stofnfélagi, súper-náttúruverndarmaður fram í fingurgóma og þrautreyndur jeppamaður), Árna Brynjólfssyni, Ólafi Ólafssyni, Friðriki Halldórssyni, Oddi Einarssyni, Sigurgeir Þórarinssyni, Þórarni Guðmundssyni, Kristínum Jónsdætrum, Vilhjálmi Frey Jónssyni, Snorra Ingimarssyni, Sigþóri Karlssyni, Edvald Geirssyni, meira frá Sigurði Helgasyni o.fl. o.fl. o.fl. (þetta er sko langt langt frá því að vera tæmandi…). Þetta er allt hugsandi fólk og hefur klárlega velt þessum málum fyrir sér.
Ég ítreka aftur að ég fellst fullkomlega á þau sjónarmið að við munum seint ná að setja saman skilgreiningu sem allir eru sammála um og lifa mun um ókomna tíð. Umræðu er samt þörf!
Að lokum lýsi ég því yfir með Jóni Snæland, að hann veit sko ekkert hvað fellst í slóðahugtakinu… 😉
Ferðakveðja,
BÞV
10.06.2003 at 21:54 #474132Sælir félagar.
Tek undir með Theodór, þetta er flott síða!
Það vill svo til að ég þekki flesta af þessum snillingum, en þetta eru félagar okkar úr Vesturlandsdeild. Þau eru farin á 5 vikna túr á jeppunum og flest með "skuldahala" eða "tuskukerru", nema hvorttveggja sé.
Er svo nema von að þetta kröftuga fólk hafi þurft að sækja sér formann deildarinnar hingað í "hámenninguna á Seltjarnarnesinu" fyrst það er að flækjast í ókunnum löndum…
Góða ferð og heimkomu!
BÞV
10.06.2003 at 18:01 #473850Sælir félagar.
Það er alls ekki svo að við eigum að grínast neitt með það eða að vera hrædd við að játa þeirri staðreynd, að það hefur verið, er og verður barátta að fá að aka bílum um óbyggðir þessa lands, hvort heldur sem er að sumri eða vetri. Einmitt þess vegna er stöðugur áróður og málefnaleg umræða nauðsynleg til að tryggja og varðveita þann rétt sem við höfum. Auðvitað þurfum við jeppamenn svo að standa undir því frelsi og þeim heimildum sem við höfum og gæta okkar á því að ganga þannig um landið á ferðum okkar að ekki sjáist nein sérstök ummerki eftir okkur. Ferðaklúbburinn 4×4 hefur haldið uppi öflugum áróðri gegn utanvegaakstri og náð miklum árangri, enda heyrir slíkt tiltæki til algerra undantekninga nú, þrátt fyrir gríðarlega fjölgun jeppa á síðustu árum.
Við erum ekki að "búa okkur til óvini" í þessu efni Skúli, þeir sjá alveg um það sjálfir. Ég lít ekki á þetta sem drullukast milli tveggja andstæðra fylkinga. Þessi barátta og átök eru eifaldlega eðlileg, enda byggja þeir sem vilja banna akstur sem víðast á nákvæmlega sömu rökum og sjónarmiðum og við sjálf, þ.e. því að það þurfi að vernda landið og gæta þess að spilla ekki náttúrunni. Þetta er bara spurning um það hve langt við viljum ganga í þeirri viðleitni okkar.
Mér finnst stundum að sumir átti sig ekki á því að þau réttindi sem við búum við í dag eru ekki sjálfgefin. Það kostaði þá sem á undan fóru mikla baráttu, blóð, svita og tár að fá að breyta jeppum. Það kostaði líka mikla vinnu og marga fundi, greinargerðir, útskýringar og röksemdir að fá að aka á snævi þakinni jörð. Með því að gera lítið úr nauðsyn þess að "vera á tánum" í þessu efni, finnst mér að varðliðar okkar séu svolítið að sofa á verðinum.
Náttúruverndarsinnar, hverjir eru það? Ég held að allir hugsandi menn séu náttúruverndarsinnar. Það sem skilur á milli áherslna er í megindráttum ástríða manna og sú markalína sem þeir draga varðandi það hve langt á að ganga í verndun náttúrunnar. Jeppamenn eru náttúruverndarsinnar og koma fram sem slíkir, bæði í umræðu og umgengni við landið. Öfgar og öfgahugmyndir í þessu efni eru óheppilegar og ekki líklegar til að skapa sátt.
Ferðakveðja,
BÞV
09.06.2003 at 14:26 #474094aðalerindinu. Er ekki hægt að útvega með einhverjum hætti lagæringu á myndaalbúminu. Ég játa að ég er orðinn leiður á þessum múkkum sem mæta manni alltaf (þó ég sé hrifinn af þeim almennt).
Það væri mikilvægt að koma þessu í lag sem fyrst.
Ferða-mynda-kveðja,
BÞV
09.06.2003 at 14:20 #474092Hó.
Er grillið ekki "geymt" í bústaðnum hjá Kalla eins og þessi eðalkabyssa sem djö… kvikindin stálu…??? Reyndar segjast þeir aldrei stela neinu, þeir taka bara það sem enginn er að nota… .)
Annars sagði mér einhver að Zan væri horfin, hún skyldi þó ekki vera kominn þangað líka…
Ferða-rottu-kveðja,
BÞV
09.06.2003 at 14:15 #474104Hó.
Síminn hjá Sindra og Ellu er 854-7080, þú getur hringt núna ef þú nennir að hlusta á mega-veðurlýsingar af Vatnahökli. Ella er reyndar sá hluti þeirra hjóna sem er í skemmtinefndinni, þannig að hún veit allt um lagið og textann.
Ferðakveðja,
BÞV
07.06.2003 at 13:33 #474088Sæl öll.
Ég hvet hér með þá sem eiga ferla af þessum leiðum til að senda þá á Hans, nú eða bara drífa sig af stað og ná í þá!
Ég á því miður ekki nákvæmt trakk eftir slóða um þessar leiðir sem þú nefnir, þar sem það er tekið í snjóakstri…
Ferðakveðja,
BÞV
07.06.2003 at 12:37 #473840Sælir félagar.
Ég er alveg sammála því að stikun slóða og reyndar einnig merkingar inná kort er góð aðferð til að varðveita leiðir. Ég held samt að einhverskonar vitræn skilgreining í þessu efni sé bráðnauðsynleg, þar sem við vitum að það eru átök og andstæð sjónarmið uppi varðandi þessi mál. Ég er hins vegar sammála Einari um að seint munu allir sammála slíkri skilgreiningu og auðvitað kann hún að breytast í áranna rás. Það væri þó klárlega jákvætt innlegg í þessa umræðu að fyrir lægi vitræn almenn skilgreining, þannig að úrtölumenn og þeir sem vilja helst láta loka meira og minna öllum slóðum á hálendinu, sjái að okkar hugmynd í málinu byggist á ígrundaðri og ábyrgri skilgreiningu.
Ef menn hirða ekki um að koma slíku á blað en drífa sig bara með kerrur fullar af stikum á fjöll, þá er hættan einfaldlega sú að andstæðingarnir útbúi sig á sama hátt, nema að þeir færu þá með tómar kerrur en kæmu með þær fullar til baka… Það mætti meira að segja sjá fyrir sér að umhverfisnefndin færi þá í ferðir til að taka niður stikur sem einhverjir sem okkur þættu óábyrgir í þessum efnum hefðu komið fyrir (hefðu t.d. stikað villuslóð eftir einn bíl um mýrlendi).
Ég held að "bókvitið" verði nefnilega að einhverju leyti "í askana látið" í þessu efni.
Ferðakveðja,
BÞV
07.06.2003 at 12:18 #474084Sæll ofsi.
Þetta er hið allra besta mál og mjög jákvætt innlegg í þá baráttu okkar að fá áfram að aka slóða sem eknir hafa verið hingað til. Þetta er auðvitað hrein varnarbarátta, þar sem enginn er að búa til nýjar slóðir í dag, enda héti það utanvegaakstur og þar með kolóleglegt.
Að vísu var einn nýr hálendisvegur opnaður norður á Ströndum í hitteðfyrra, en það þótti líka fréttnæmt.
Ég tek heilshugar undir það sem komið hefur fram hér á spjallinu að stikun slóða og merkingar þeirra á kort eru meðal þeirra vopna sem við getum náð í þessari baráttu. Nú þykist ég vita að á þessu nýja korti séu ferlar ýmissa slóða sem þú hefur ekið af mikilli eljusemi, en var ekki einnig sótt í smiðju Bessa fv. umhverfisnefndarmanns sem ég veit að hefur safnað fjölda ferla um leiðir á hálendinu?
Ferðakveðja,
BÞV
05.06.2003 at 01:36 #474026Sælir.
Er þá ekki upplagt að halda kaffinu heitu með þessari græju. Það er auðvitað skýringin á því af hverju þeir eru svona vinsælir ferðafélagar 6,5 menn… Þar er alltaf heitt á könnunni…
Ertu annars kominn á bremsandi 120 bíl Benni?
Ferðakveðja,
BÞV
29.05.2003 at 09:04 #467832Sæll Snorri.
Ég tek undir það með þér að auðvitað eru menn ekki að fara alla leið í breytingum ef þeir sleppa læsingu eða læsingum, þá vantar punktinn yfir iið eins og þú segir.
Það vantar svo sem líka þann punkt meðan menn sleppa milligírnum, "44 dekkjum, spilinu, snjóakkerinu… Þetta er auðvitað alltaf spurning um það hvar á að stoppa.
Þú nefnir tvær ástæður fyrir því að menn fái sér ekki læsingar. 1 níska/blankheit 2 læsing ekki til. Hvorug þessara ástæðna átti við um þá meðvituðu ákvörðun mína að kaupa ekki framlæsingu í Barbí. Þar var læsingin til, en bara á fáránlegu verði, kvartmilljón eða meira í komin í upphafi frá AT og ca 200 þús Algrip hjá BB eftir að hún bauðst.
Verðið spilaði því inní, en ég vil ekki fallast á að blankheit eða níska séu réttu ástæðurnar (þótt ég sé reyndar alltaf bæði blankur og nískur :)). Barbí er léttur bíll og drífur almennt séð mjög vel í flestu færi þótt ólæstur sé að framan. Ég sætti mig bara við það að taka kannski 3 eða 4 tilhlaup í brekku sem ég hefði annars farið í 1 eða 2 atrennum og var alltaf kvartmilljón ríkari… En þetta er auðvitað alltaf spurning. Núna er Daman u.þ.b. 200 kg. þyngri og ég set framlás í hana. Hlutföllin eru líka klár fyrir nokkru síðan og vonandi fæ ég þetta allt sett í í næstu viku.
Ferðakveðja,
BÞV
29.05.2003 at 08:32 #192615Sælir félagar.
Mér datt í hug að velta þessu upp á spjallinu og sjá hvort menn hafa skoðun á þessu máli, sem kannski virðist ekki skipta miklu máli við fyrstu sýn, en er þó að sumu leiti grundvallaratriði þegar betur er að gáð.
„Hvað er slóði?“ Er kominn slóði þegar bíll hefur ekið um landið einu sinni – tíu sinnum – hundrað eða þúsund sinnum? Skiptir það kannski engu máli? Þarf leiðin að hafa verið ekin um tiltekið tímabil, t.d. 10 ár? Þarf hún að vera ákveðið greinileg/sýnileg? Þarf hún að vera til á korti? Þarf hún að vera stikuð? Skiptir kannski ekkert af ofangreindu máli ef slóð/för liggja á svo kjánalegum stað að aldrei verði hægt að samþykkja það sem slóða af náttúruverndar sjónarmiðum? (t.d. um mýrar eða votlendi eða hjá eða á náttúruperlum)
Þetta er praktískt mál, þar sem til er fólk sem leggur ofuráherslu á að loka slóðum/förum/leiðum sem áður hafa verið eknir (sem kann að vera réttlætanlegt í ákveðnum tilfellum) og ég tel það mikið hagsmunamál fyrir okkur að marka leiðina um það hvað sé rétt og eðlilegt í þeim efnum.
Lífleg og málefnaleg umræða um þetta kynni að verða stjórn og umhverfisnefnd innblástur í þessu máli.
Ferðakveðja,
BÞV
29.05.2003 at 08:10 #473778Sælir félagar.
Takk fyrir fínt bjórkvöld í gær! Reyndar þótti mér þessi "verðlaunaafhending" hálfgert bull…
Skemmtinefndin er greinilega búin að hækka flugið eftir að Ella gerðist liðsmaður. Vonandi nær hún að sleikja fýluna úr Sindra fyrir sumarmál, en hann var útnefndur "Mölvari vetrarins" og virtist ekkert sérlega sáttur við það…
Ferðakveðja,
BÞV
28.05.2003 at 16:28 #473548Sæll Einar.
Þú ert snillingur og ég á ekki frekar við þig heldur en nokkurn annan þegar ég tala um öfgamenn, það ert þú sjálfur sem fellir þig undir þá skilgreiningu.
Ekki reyna að snúa mismunandi sjónarmiðum okkar og áherslum í þessum málum á þann veg að ég sé að deila á Umhverfisnefnd Ferðaklúbbsins (bæði núverandi og fyrrverandi) í málflutningi mínum. Ég hef hins vegar áhyggjur af stöðunni nú, vegna þess að þið Skúli eruð jú báðir aðsópsmiklir í núverandi nefnd og fáið þar væntanlega nokkru ráðið. Auðvitað er það svo nefndarinnar allrar sem heildar að vinna úr málunum.
Bara til gamans, af því að þú ert ennþá í stuði, þá minni ég þig á orðin sem þú hafðir um Tækninefndina eftir að þú rakst það réttilega ofan í Sigga okkar Tæknó að hafa mistalið stífurnar í Patrol…
Hvað er "slóði"?
Ferðakveðja,
BÞV
27.05.2003 at 22:29 #473544Sælir félagar.
Í guðs bænum ekki hafa áhyggjur af mér þótt eik vinur minn hnýti aðeins í mig annað slagið og bulli jafnvel aðeins á köflum. Ég tók sumu af því alvarlega í fyrstu, en er fyrir löngu hættur að taka eftir því…
Einar ætti nú að halda aðeins aftur af sér í fagnaðarlátum sínum vegna úrsagnar minnar, því ég hef ekki trú á að ég segi mig úr klúbbnum á næstunni. Ég tel litla hættu á því að almennir félagsmenn eða forsvarsmenn klúbbsinns láti öfgamenn í þessum málum draga klúbbinn sem heild inn í pólitíska umræðu um þessi mál. Það er ekki tilgangur klúbbsins skv. lögum hans.
Aðeins til þín Skúli, af því að ég sé að þú segir að ég hafi "sakað þig um að vera málpípu Náttúruverndar ríkisins", þá hafði ég hingað til haldið að engum dytti í hug að ég héldi það í raun og veru, þetta átti að vera líking. En ef þú hefur skilið það svo að um raunverulega ásökun væri að ræða, þá bið ég þig hér með afsökunar, því það var alls ekki meiningin.
Ferðakveðja,
BÞV
26.05.2003 at 19:12 #467820Blessaður Lúther og takk fyrir prufutúrinn í dag!
Þessi LC 120 er klárlega djúsí vagn að aka ooooooooog …… hann bremsar bara fínt!
Til lukku með þetta!
Freyr tróðst fram fyrir þig og tók í Dömuna, þú færð bara næsta rúnt í staðinn…
Kv. BÞV
23.05.2003 at 21:47 #467814og gaman að sjá að þú ert sloppinn úr samskiptabanninu!
Af því að þú ert réttilega að velta fyrir þér hlutfallamálum í Pajero, þá tek ég undir það með þér, að mér finnst þetta allt of langur tími og ég ekki enn kominn með hlutföll í Dömuna! Ég er búinn að vera á henni stöðugt í rúma tvo mánuði og vildi gjarnan fara hægar yfir… hún er varla fyrir eldri menn eins og mig á þessu farti…
Reyndar eru hlutföllin klár, en beðið er efitir læsingu sem kemur í næstu viku. Ég er reyndar ennþá að spá í að vera ekki að tefja mig á þessu læsingabulli, en eins og þú veist, þá sá ég ekki ástæðu til að læsa barbí inni og komst þó ágætlega um… Reyndar spilaði verðlag á lás í svoleiðis græju heilmikið inní, þannig að maður veit svo sem aldrei ef prísarnir eru í lagi…
Annars þreytist ég ekki á að spyrja þig svars með þennan (nýja) 120 bíl, er búið að breyta slíkum "38 bíl sem er hæfur í umferð… Einhver nefndi við mig að bremsudiskarnir væru ennþá í austurlöndum fjær… Eru þeir allir bremsulausir ennþá.
Annars var ég að heyra á dögunum að 120 bíllinn hentaði svo illa til breytinga, að sérfræðinga AT (sem kalla nú ekki allt ömmu sína) séu búnir að vera með dæmið í höndunum síðan í nóvember á síðasta ári, og ekkki enn komnir með ökuhæfan bíl… Það gæti auðvitað verið skýring á því að ævintýrið kosti eitthvað, fyrst vinnan við þetta er svona mikil…
En Lúther, ég spyr aftur um AT 405, því ég er enn að gera upp við mig hvort ég býð Dömunni upp í sumardansinn á svoleiðis dekkjum eða á "37 GoodYear. Skemmtilegra finndist mér að hafa dekkin í fullri stærð. Get ég það í sumar með AT 405?
Kveðjur í Kópavoginn
BÞV
23.05.2003 at 14:06 #473518Hvernig er þetta, ætla menn bara að láta hér staðar numið. Eru engar hugsjónir í gangi lengur!!!
Ég sem hélt að hér yrðu alvöru skoðanaskipti fram eftir sumri, en nú er allt orðið steindautt…
Og Einar vinur minn Kjartansson búinn að fá sér VHF, þannig að ekki er lengur hægt að þrasa um það…
Góða helgi félagar og passið ykkur á Eurovision…
Ferðakveðja,
BÞV
21.05.2003 at 14:53 #473516Ég segi nú eins og ólsarinn, að ég er sammála mörgu (lang flestu) af því sem Skúli segir og reyndar sýnist mér aðeins tvennt sem máli skiptir bera þar í milli:
1) Skilningurinn á núgildandi reglugerð um Snæfellsjökulsþjóðgarð.
2) Mismunandi niðurstaða við brotum á þeirri reglugerð.
Reyndar svarar þú því Skúli í lok síðasta pistils þíns, hvernig menn eru hundeltir, þar sem allt er bannað sem ekki er leyft, þannig að þar er þó einhver samhljómur í okkar málflutningi…
Ferðakveðja,
BÞV
Ps. Auðvitað er það ekki skammaryrði að vera "náttúruverndarsinni". Ég ætla rétt að vona að allir séu það, þótt misjafnar markalínur séu dregnar í áherslum manna, milli friðunar og nýtingar.
21.05.2003 at 10:21 #473504Sælir félagar.
Enn er Einar Kjartansson að halda því fram að ég sé handbendi einhvers í þessari umræðu (Landsvirkjunar) eða að ég haldi fram hlutum gegn betri vitund. Ég er búinn að reyna að hafna þessu áður og geri það hér með aftur, þrátt fyrir að sennilega hafi það enga þýðingu gagnvart viðkomandi. Bara til að útskýra þau orð sem ég viðhafði á fyrrnefndum fundi sem Einar vitnar til, þá ítrekaði ég það alveg sérstaklega að daginn sem félagið tæki opinbera afstöðu til nýtingarmála hálendisins, ALVEG SAMA HVORU MEGIN ÁHERSLAN FÉLLI (nýting eða verndun), gengi ég úr því.
Ég vil líka ítreka það að umræða um þetta málefni er mikilvægari en svo að menn megi falla í þá gryfju að persónugera endalaust málstað sem ekki fellur að þeirra eigin.
Ég vil hér með benda stjórn félagsins á þráðinn og sýnist ekki vanþörf á að hún komi að málinu miðað við þann málflutning sem hér hefur átt sér stað. Ég hvet menn áfram til að vera duglea við að láta skoðun sína í ljósi, því það hafa jú allir skoðun á þessu máli.
Ferðakveðja,
BÞV
-
AuthorReplies