Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
16.10.2003 at 23:11 #478146
Sælir félagar.
Ég tek undir með Skúla varðandi veðurspárnar. Það er ótrúlega oft sem skítaspá er tilkynnt á ljósvakanum en samt er rjómablíða á fjöllum. Reyndar hefur mér sýnst þessi "ó-siður" veðurstofumanna aukast í seinni tíð og "öryggisbrjálæði" þeirra annars ágætu manna í þessu efni hefur oft haft neikvæðar afleiðingar í för með sér. Þetta virðist t.d. hafa verið raunin í Káratúrnum á Vatnajökul; þ.e. menn ákváðu að fara þótt spáin væri kannski ekki sem best.
Hér gildir "úlfur úlfur" lögmálið; þ.e. ef þú hefur oft farið á fjöll í vafasamri veðurspá og jafnvel við þær aðstæður landað veðrusælustu túrunum á ferlinum, þá ósjálfrátt hættirðu að taka þessum endalausu "öryggisbrjáluðu" viðvörunum hátíðlega.
Reyndar finnst mér alltaf jafn hjákátlegt að horfa á veðurfræðingana spá spekingslega um veður viku fram í tímann í sjónvarpinu, meðan þeir geta sjaldnast sagt fyrir um það með sæmilegri vissu hvernig verðið verður á morgun…
Ferðakveðja,
BÞV
16.10.2003 at 22:53 #477930Sælir félagar.
Smáviðbót við annars ágætan þráð. Eru það fleiri en ég sem hafa rekið sig á sérstaka forgangsröðun borgarinnar þegar kemur að söltun gatna? Þá á ég við að oft eru saltbílar á fullri ferð um allan bæ þótt ekkert sé frostið og engin hálkan og með sama hætti sjást þeir stundum ekki um langa hríð þótt fljúgandi hálka sé á götunum.
Ég varð t.d. ótrúlega oft var við það sl. vetur (sem er með þeim allra hlýjustu á síðustu 100 árum) að saltað væri um borg og bý ef minnsta von væri á hálku sem síðan aldrei kom…
Ferðakveðja,
BÞV
15.10.2003 at 09:43 #478070Sæll Hlynur.
Ég skal plokka þig kjúklingurinn þinn og keyra svo frítt yfir þig á eftir á negldum fyrsta flokks mudder (eins margar ferðir og þú vilt)…
Af hverju þorir þú ekki á árshátíðina? Ég hef heyrt að það sé illskárri kostur að mæta þar frekar en að láta skemmdina ausa mann óhróðri ef maður skrópar…
Ferðakveðja,
BÞV
13.10.2003 at 17:39 #477806Sæll Skúli.
Nei, það er alls ekki nauðsynlegt að vera snarvitlaus, en það hjálpar vissulega, sama hvaða stétt menn tilheyra…
Ferðakveðja,
BÞV
13.10.2003 at 13:12 #477796Sammála Rúnsa.
Ekki sleppa kortunum, jafnveð þótt tölva sé komin í bílinn. Hef sjálfur lent í því að móðurborðið í vélinni fór (föðurborðið slapp víst alveg) og þá var gott að eiga pappírinn klárann.
Annars er þessi umræða um fasteignasala og verktaka alveg óskiljanleg… Vinur minn ólsarinn er eitthvað á villigötum í þessu efni
Ferðakveðja,
BÞV
13.10.2003 at 13:08 #477726Sælir félagar.
Ég verð því miður að hrekkja ofsa vin minn með áframhaldandi viðveru á þessu tilverustigi. Það er nú samt hægt að bjóða frúnni í göngutúr Jón þótt ég sé lifandi. Það væri ljótan ef þú færir að bera fyrir þig sem ástæðu þess að nenna ekki út að viðra frúna að "Bjössi er ekki enn dauður…"
Annars skilst mér að lítið sé að frétta eftir landsfundinn… en skv. minni reynslu þá þýðir það að eitthvað markvert hafi gerst, það tekur bara smá tíma að fá það upp…
Ferðakveðja,
BÞV
12.10.2003 at 01:35 #477720Ég er nú barasta á taugum eftir að ég heyrði að Siggi Tæknó væri farinn á fjöll og á leið í Setrið. Mar er nú ekki búinn að gleima uppákomunni er hann og Gulli former tecknuqe fóru í "björgunartúrinn" á þessari leið…
Áfram veginn…
Ferðakveðja,
BÞV
11.10.2003 at 21:46 #477648Sælir félagar.
Microskurður er í góðu lagi, svo lengi sem skurðurinn er ekki kominn inn fyrir upphaflega mynsturdýpt. Það er rétt að umræða var tekin um þetta í fyrra, menn urðu fullyrðingaglaðir í hita leiksins og fundu óréttlætinu flest til foráttu.
Sé það rétt að eitthvert tryggingafélag sé með múður útaf þessu, þá er tækninefndin tilbúin að veita viðkomandi fulltingi sitt í málinu.
Ferðakveðja,
BÞV
11.10.2003 at 21:40 #477690Sælir félagar.
Ég veit það fyrir víst að það er illskárri kostur að mæta á árshátíðina en að sleppa henni. Ég hef persónulega reynslu af illkvittni núverandi skemmtinefndar (skemmdin eins og hún er oftast kölluð) og er því að reyna allt sem hægt er til að breyta dagskrá næstu helgar í þeim eina tilgangi að komast á hátíðina.
Reyndar eru árshátíðir félagsins margrómarðar fyrir ótrúlega skemmtun og uppistand, þannig að það eitt og sér ætti að vera næg ástæða fyrir að mæta. Svo finnst mér það skemmtileg nýbreytni að hóa fólkinu saman í Hveradölum. Ég man ekki eftir að það hafi verið gert áður…
Mér finnst ástæða til að benda félögum í landsbyggðadeildunum á að þeir eiga fullan rétt á að mæta á árshátíðina og reyndar hafa sumar deildir stundum sent fulltrúa sína með eftirminnilegum hætti…
Ferðakveðja,
BÞV
19.08.2003 at 16:32 #475666Sæll ofsi.
Endilega hættu nú þessu internetvafri og drífðu þig af stað!
Blessaður vertu, þetta er ekkert mál að fara þetta, jafnvel bara á hjólbörum, enda er þetta meira og minna malbikað þarna og flestar ár brúaðar…
Frúin verður þér örugglega ævinlega þakklát eftir svona rúnt, enda fáir vegir jafn efitrminnilegir og þessi…
Ég sé ekki af hverju þú ert að velta fyrir þér að fara til baka, enda ekkert mál að halda áfram í Jökulheima. Þó þetta sé lítið mál, þá myndi ég samt mæla með að fara tveir eða fleiri saman, enda getur það verið skemmtilegra uppá móralinn í svona túrum…
Hvað ertu annars að þvælast með tjaldvagn þarna innfrá? Er ekki nýkomin út skálaskrá í einhverju dreifibréfi…
Ferðakveðja,
BÞV
16.07.2003 at 03:56 #474868Sælir félagar.
Ég tek undir með Páli, þú mátt vera montinn með þetta Jón!
Ekki áttaði ég mig á því fyrirfram hvað þessi uppsetning kæmi vel út.
Til hamingju!
Ferðakveðja,
BÞV
12.07.2003 at 09:26 #474764Er krúserinn afgreiddur með skriðgír á þessu verði???
17.06.2003 at 10:27 #474284Sælir.
Mér kemur ekki á óvart að austanmenn mæli a.m.k. með "13 breiðum felgum fyrir "35 hjól. Þegar ég las þetta hins vegar, þá rifjaðist upp fyrir mér að svoleiðis felgubúnaður eyðilagði hliðarnar í "35 gangi sem ég átti einu sinni. Þær rifnuðu eftir nokkra notkun, eitthvað sem ég þekki ekki til á "35 dekkjum á mjórri felgum.
Ormurinn já, reyndar var það líka burðarþolsfræði, stöðugleikafræði og eitthvað meira skemmtilegt sem hann var að reyna að berja inn í hausinn á okkur… Ég les stundum þann þráð þegar mér leiðist
"Klúbbinn ykkar" Stebbi. Ef þú ert að tala um Ferðaklúbbinn 4×4, þá held ég að það eigi að vera hægt í gegnum síðuna. Ef þú ert að tala um PAJERO klúbbinn, þá er það formaðurinn, palli@flytjandi.is! Ég sé nefnilega að þú ert kominn á einn slíkan… Til hamingju með það!
Ferðakveðja,
BÞV
17.06.2003 at 01:30 #474278Sæll Ebbi.
Mín reynsla er sú, að þessi "14 saga sem ég féll sjálfur fyrir í denn, sé bara kjaftasaga… Ég samþykki hiklaust að bíllinn verður "vörpulegri" á breiðari felgum, en ég sé ekki marktækan mun á drifgetu á 12,5 eða 14" felgum almennt (auðvitað geta aðstæður verið mismunandi). Flestir sem hafa skoðað þetta öfgalaust, hafa áttað sig á þeirri staðreynd að því meira sem þú tosar dekkinu út á breiddina, þá minnkar þú flatninginn á lengdina. Það gæti skýrt minni ávinning með breiðari felgum. Allt snýst þetta að lokum um að hámarka snertiflöt hjólsins við undirlagið (snjóinn).
Ég sá einu sinni félaga minn setja "44 hjól á "20 breiðar felgur og hann dreif ekki rassgat fyrr en hann mjókkaði þær.
Ferðakveðja,
BÞV
15.06.2003 at 22:58 #474222Sæll Benni.
Þú átt örugglega við að búið sé að afgreiða 7 "38 bíla úr umboðinu. Ég er allavega búinn að sjá endalausan helling af þessu óbreytt út um allt…
Hvað segir þú annars kappi? Þú ert einn af þessum 7 hamingjusömu 120 "38 eigendum. Ertu búinn að prófa græjuna eitthvað? Gaman væri að taka samanburð á þessu og "38 alvöru "Dömu"… Gárungarnir segja að Skáeygði Togogýta kallinn hafi nebblega veriða að stæla PAJERO þegar hann hannaði 120 bílinn… Eins í flestum málum, nema að hann treysti sér ekki í sömu fjöðrun, vél og skiptingu… heldretta geti verið???
Var annars sjálfur að koma úr "vörðuhleðslutúr" af Hveravöllum, með viðkomu í Árbúðum, Hvítárnesi, Skálpanesi og Hagavatnsskála. Hlóðum vörðu til minningar um Hafþór Ferdinandsson "Hveravallaskrepp". Mjög skemmtilegur túr í góðum félagsskap. Set mynd af vörðunni sem heitir "Til allra átta" í albúmið mitt við fyrsta tækifæri.
Ferðakveðja norður,
BÞV
14.06.2003 at 00:36 #474210Sælir.
Ég myndi fara varlega í svona mix í dag, en ég gerði það ekki þegar ég var 18. Þó ég hafi eignast svipað fyrirbæri þá, reyndar með 8 gata vél og 40 l. eyðslu pr. 100 km., þá hefði ég eftir á að hyggja ekki vilja missa af því, þó ekki sé nema bara til að maður átti sig á því hvað maður á gott að eiga "bara" japanskan bíl í dag ….
Ferða- viðgerða- amerísk kveðja,
BÞV
13.06.2003 at 01:47 #473878Sælir félagar.
Gott hvað umræðan er lífleg um þetta mál. Að sumu leiti er ég sammála Skúla H og Einari í þessu efni. Kannski er rétt að merkja bara sem mest af slóðum, leiðum og förum á meðan lög og reglugerðir eru í því horfi sem nú er. Þar er talað um að "óheimilt sé að aka utan vega og merktra slóða"
En lendum við samt ekki alltaf á endanum í vanda ef skilgreining/leiðbeining af einhverju tagi er ekki til? Ekki viljum við endilega sjálf festa í sessi villuslóða og för sem þjóna litlum eða engum tilgangi. Brjóstvit hugsandi manna dugar auðvitað ágætlega, en ástríðan er mismikil eins og við vitum og því verða alltaf að einhverju leiti uppi mismunandi kröfur/áherslur í þessu efni. Ekki af því að þeim sem finnst annað en okkur (ef okkur finnst þá á annað borð öllum hið sama) séu einhverjir "óvinir í hverju horni", heldur miklu fremur af því að þeir eru bara "meiri vinir okkar en við héldum…" og vilja ganga lengra í náttúruverndinni en við hin, sem þó berjumst öll fyrir náttúruvernd.
Vel útfærð skilgreining væri að mínu viti til þess fallin að skapa sátt í þessu máli. E.t.v. er eðlilegast að skilgreiningin yrði ekki rígbundin í lög eða reglugerðir (slíkur formalismi er alltaf hættulegur eins og bent hefur verið á hér að ofan), heldur yrði hún leiðbeining þeim sem tækju ákvarðanir um það hverju yrði sleppt og hverju haldið í þessu efni.
Með ferðakveðju,
BÞV
11.06.2003 at 09:19 #473864Sæll ólsarinn.
Ég nefndi þig nú ekki til sögunnar, þar sem þú hefur góðu heilli tekið virkan þátt í umræðunni. Mér finnst hins vegar vanta að heyra meira frá ykkur sem eldri eruð og þekkið "tímana tvenna" í þessum málum. Við hinir sem yngri erum (ég byrjaði í þessu um 1990) þekkjum lítt til þess ástands sem var uppi fyrir daga Ferðaklúbbsins, þó hann sé nú ekki nema rétt 20 ára í ár!
Ég hef t.d. haft mjög gaman af því að heyra frá Snorra Ingimarssyni af öllu því stappi og málavafstri sem þurfti til að fá heimild til að breyta bílum á níunda áratug síðustu aldar. Það gerðist sko langt í frá af sjálfu sér!
Ferðakveðja í Skagafjörðinn,
BÞV
11.06.2003 at 00:27 #473860Sælir.
Skilgreining Ólafs Guðgeirssonar á slóð/slóða er að mínu viti mjög góð tillaga í þessu efni, enda maðurinn bráðskarpur og tölvugúrú að auki! Ég sá reyndar spurningu hans til mín um daginn, en ætlaði að sjá hvaða tillögur kæmu áður en ég færi að þreyta menn um of með skrifum mínum, svo gleymdi ég því…
Almennt eru menn 20 ár skv. lögum að vinna hefð yfir fasteign, hvort sem um er að ræða eignarrétt eða nýtingarrétt (land er fasteign í skilningi laganna) og hér erum við væntanlega að tala um nýtingarrétt, þ.e. umferðarrétt. Svo eru ýmis önnur skilyrði þess að hefð geti unnist, s.s. að nýtingin sé fyrir allra augum (almennt þekkt), látin átölulaus af hefðarþola (landeiganda eða öðrum þeim sem hefur með forsjá landsins að gera) og óslitin (þ.e. samfelld nýting).
Nú svo er spurning hvort menn eru endilega að skírskota til hugtaksins "hefð" í þessari merkingu eða hvort ekki væri rétt að álykta sem svo að t.d. 5 – 10 eða 15 ára nýting með þessum hætti væri "hefð" skv. skilgreiningu Ólafs.
Hefðar-ferðakveðja,
BÞV
10.06.2003 at 22:32 #473856Gleymdi líka að nefna til sögunnar Hlyn Snæland (og reyndar marga fleiri), en hann þekkir sem LANGFERÐABÍLSTJÓRI bæði á Vatnajökli og víðar…, sjónarmið jeppamanna, túrista og leiðsögumanna. Hvar ertu Hlynur???
-
AuthorReplies