Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
06.11.2003 at 23:44 #478566
Sælir félagar.
Já, ég veit ekki hvar ég á að byrja. Ólsarinn farinn að dásama klafana á Pæjunni sinni (þótt hann reyndar taki það líka fram að rörið henti betur) og það sem mér bregður meira við, að við eik skulum allt í einu vera sammála um eitthvað. Mér finnst þetta bara hálf vandræðalegt…
Reyndar gekk það eftir sem mig grunaði, að þeir sem þekkja þetta af eigin raun, eru mun jákvæðari en þeir sem gera það ekki! M.ö.o., við erum að glíma við fordóma sem virðast hafa grafið gríðarlega djúpt um sig í upphafi þegar þróuð fjöðrun fór að sjást hér á landi. Ég vísa einnig til þess sem Snorri Ingimarsson sagði um klafa og "44 hjól hér framar á þræðinum, og hann talar þar af reynslu.
Staðreyndin er sú, að það er fullt af mönnum að ferðast mikið á klöfum og gengur bara skrambi vel. Ég þekki barbíkrúser sem er kominn er í ca. 200.000 km og eina viðhaldið á framhjólabúnaðinum (fyrir utan drif) er hjólalegur í 160.000 km. Þetta er "38 bíll sem breytt var þannig í upphafi! Auðvitað getur þetta samt bilað eins og önnur dauðleg fyrirbæri og þar tala ég sjálfur af reynslu! En það gera nú rörin svo sem líka á ögurstundu og það er sjaldnast ódýr viðgerð!
Svo vil ég aðeins vekja athygli á að SkuliH er að bjóða okkur upp á villandi verðsamanburð þegar talað er um breytingakostnað einstakra tegunda. Að tala t.d. um að það kosti ekkert að breyta Land Rover á "35 og ekki nema 200 þúsund á "38 er auðvitað villandi, þegar alltaf er talað um heildarbreytingakostnað á öðrum tegundum (með kostnaði við dekk og felgur). Hvernig í ósköpunum getur kostnaðurinn verið svona lítill, þegar t.d. "38 dekk á felgum kosta nú varla undir 200-250 þúsund eftir því hvaða felgur þú tekur?
Annars fannst mér linkurinn hjá Skúla á Káravefinn, þar sem eru játningar Landrover eigandans hreinasta snilld! Hún staðfestir líka að þar eru ekki "venjulegir" menn á ferð (þ.e. Land Rover menn…) :=)
Ferðakveðja,
BÞV
05.11.2003 at 22:38 #478532Sælir kæru vinir.
Það fór eins og mig grunaði, enginn vitringanna hefur enn lýst því að hafa sjálfur átt/notað breyttan bíl á fjöllum og/eða í snjóakstri, með þróaðri (sjálfstæðri) fjöðrun. Samt blása menn og dæsa og lýsa í löngu máli ókostum þess sem þeir þekkja ekki. Þetta fer að minna mig á því þegar ég stóð vin minn og fræðimanninn eik að þessu sama í umræðunni um VHF-ið.
Þvert á móti fara menn mikla Fjallabaksleið að því að túlka skrif mín á þann hátt m.a. að "einungis ríkisbubbar megi aka um hálendið" og það sé þar með hirt af "alþýðu landsins". Í guðsalmáttugsbænum þetta snýst alls ekkert um það. Ef það væri í raun skoðun mín, þá myndi ég orða hana umbúðalaust. Það á ekki að vera nein þörf á því að "túlka" eða "leggja út af" skrifum mínum á þennan hátt.
Ég hef margoft lýst þeirri skoðun minni að flóran í þessum jeppamálum á að vera sem allra fjölbreyttust. Það er einmitt það sem m.a. gerir þetta sport jafn heillandi og raun ber vitni, að það geta allir verið með, sniðið sér stakk eftir vexti. Það er lítið mál að komast yfir þokkalegan "38 bíl í dag sem vel er leggjandi í að gera út fyrir 400-600 þúsund kall svo dæmi sé tekið. Var ekki Páll Halldór að selja "38 bíl í fínu lagi með milligír og öllu á 450 þúsund og Lúther sinn á 4 eða 500 þúsund held ég. Fínustu bílar sem hafa báðir dugað ágætlega í þungar og erfiðar ferðir. Umræða mín í fyrri pistli snérist bara alls ekkert um þetta.
Reyndar kom það mér á óvart að það skyldi vekja svo kröftug viðbrögð hjá ólsaranum að ég skyldi kalla hann framsóknarmann. Það skal tekið fram að mér var fullkunnugt um að þeim flokki tilheyrði hann ekki og einnig að ekki var meiningin að særa neinn. Ég sé að kappinn er farinn að hanga á spjallinu fram á kvöld til að bíða eftir svarinu, en það er fátítt. Ég tek svo við kjaftshögginu þegar við hittumst næst
Aðeins vegna fullyrðinga um verð á Pajero, þá er rétt að taka fram að ég leyfði mér nú ekki að kaupa GLS týpuna (held reyndar ekki að hún kosti nema tæpar 5,4 millj) GLX týpan kostar í dag 4790 þúsund og hefur hækkað nokkuð síðan í vetur er ég fékk minn.
Varðandi kostnaðinn við breytingarnar á bílum með þróaða fjöðrun, þá sýnist mér allar upphrópanirnar hér algerlega miða við kostnaðinn við að breyta 120 Toyotunni (ég held milli 1700 og 1800 þúsund) á "38 hjól. Samskonar "38 breyting á Pajero kostar um 1350 þúsund (þrátt fyrir að vera með sjálfstæða fjöðrun bæði að framan og aftan sem 120 bíllinn hefur bara að framan. Til gamans má geta þess að "38 breyting á rörabíl eins og Patrol kostar 1130 þúsund (held jafnvel að það sé án hlutfalla án þess þó að þora að fullyrða um það), þannig að "ég sé nú ekki allan muninn á kúk og skít" í þessu efni eins og kerlingin sagði. Nú svo kostar rörabíll eins og t.d. Patrol ekki minna er bílar með þróaða fjöðrun (grunnverð).
Tek undir með því sem áður kom fram að það er alls ekki sama=sem merki á milli þess að hafa til afnota nýlegan dýran bíl og eiga mikla peninga. Þetta er miklu frekar spurning um áherslur hvers og eins. Einhverra hluta vegna virðist mönnum þetta þó hugleikið í mínu tilfelli og umræðan vill gjarnan leita á þessa braut þegar menn verða rökþrota í einstökum málum. Þá er eins og menn fari í einhvern "lilla leik" og fullyrði að ég tali niður til allra sem aka á ódýrum bílum og eigi ekki mikla peninga. Það er einfaldlega alls ekki svo. Aldrei hef ég þó áður verið sakaður um að vilja banna "alþýðunni" aðgang að hálendinu og það eigi einungis að vera fyrir "hina ríku", enda hugmyndin algerlega fráleit!
Að lokum vil ég einnig taka það fram að ég var alls ekki að efast neitt um að menn hefðu ferðast mikið og mér dettur ekki í hug að efast eina sekúndu um að ólsarinn er örugglega búinn að aka alls um 2 millj. km. Ég var aðeins að spyrja um reynsluna af sjálfstæðri fjöðrun í fjallaferðum/snjóakstri. Þá finnst mér óþarfi að blanda heiðursmanninum Ástvaldi rakara í umræðuna, en það vill hins vegar svo til að ég veit hvers vegna hann fór af barbí á Hilux (reyndar fór hann á glæsilegan "44 80 Cruiser í millitíðinni) og ég er ekki viss um að sjálfstæða fjöðrunin hafi ráðið þar því sem ólsarinn vill vera láta.
Hvar er annars eik… ég bíð enn eftir gusunni frá honum??
Ferðakveðja,
BÞV
05.11.2003 at 21:21 #479746Smelltu á bláa skiltið til vinstri á síðunni "gerast félagsmaður" Neðst á forminu sem þá birtist kemur fram að árgjaldið er kr. 3.900,-
Kláraðu málið í hvelli!
Ferðakveðja,
BÞV
05.11.2003 at 00:18 #479696Sælir.
Þetta getur nú varla verið ólöglegt, en er ekki nauðsynlegt að það sé einhver möguleiki á hreyfingu (dragliður) til að þetta verði til friðs? Þú þarf örugglega að festa þetta kyrfilega til að halda þessu í réttum skorðum ef þín hugmynd á að geta gengið.
Ferðakveðja,
BÞV
04.11.2003 at 23:52 #478510Sælir félagar.
Já, þetta er býsna fróðlegt. Kemur ekki nema hver "rörakallinn" á fætur öðrum og lætur móðan mása… Eiki, eik, SkuliH, ólsarinn og ljosi.
Þegar betur er að gáð er það ekki bara íhaldssemin og reynsluleysið sem ræður skrifunum, heldur einnig þeir skrítnu útgangspunktar að "amerískt er gott" og "gamalt er gott".
Eiki finnur sér einhvern kana á vefnum og gerir hann leiðtoga lífs síns. Sem betur fer hlýtur öllum að vera ljóst að vitleysan hjá þessum gæjum í Ameríkunni ríður nú ekki við einteyming, þar sem hin fræðilega kunnátta þeirra nær nú ekki lengra í þróunarferlinu en til blaðfjaðra… Eiki, hvenær sjáum við þig henda þessum "nýmóðins" gormum úr Pattanum og setja flatjárnin í staðinn??? Taktu líka eftir því ef þú skoðar Land Cruiser síðuna, þá er hún nú ekki í betri takt við raunveruleikann (í Ameríkunni) en svo að þeir vita ekki enn af 120 bílnum sem búið er að selja hér í heila eilífð…
eik þreytist seint á að segja okkur sögur af ofurjeppa í Ameríkunni, sem vel getur verið að standi undir nafni. Hvers vegna í heiminum er enginn vitringurinn hér heima búinn að ná sér í svona græju ef þetta er svona gríðarlega skynsamlegt??? Gæti það verið vegna þess að menn eru ekki búnir að gleyma bilanatíðninni í þessum amerísku bílum???
SkúliH segir okkur í löngu máli að heimurinn sé í raun að sökkva í sæ… Hann virðist hafa gleypt hráa speki hins ameríska vefritara og finnur nútíma bílum flest til foráttu, og þá aðallega vegna þess að þeir hafa þróast… Ekki skrítið að karlinn skyldi sjálfur enda á Robba, því þar hefur þróunin sannarlega ekki þvælst fyrir mönnum í gegnum áratugina…
Ólsarinn er gæðadrengur, samt pínu framsóknarmaður og því oftast sammála síðasta ræðumanni… svona eins og Sigga Beinteins í Ædólinu… Skín samt alltaf aðeins í gegn nostalgían fyrir hinu "gamla og góða". Reyndar svo ég rétti nún kúrsinn af, þá er kappinn sennilega einn sá "best lesnasti" í 4wheeler hér á spjallinu…
Ólsarinn og Skúli eru þó alveg sammála um það að bílar með tölvum og rafeindastýrðu þessu og hinu séu líklegri til að bila heldur en gamaldags einfalt dót. Það verður nú reynslan ein að skera úr um, en ég bendi þó á það sem Skúli sagði að tölvan í runnernum virkaði fínt í 18 ár jafnvel þótt "drullan gengi yfir hana" eftir að ryðgötin fóru að gera vart við sig. Í öllu falli hefur mér sýnst að flestir þeir biluðu bílar sem ég hef rekist á á fjöllum séu þar stopp vegna brotins öxuls, hjöruliðs, drifs eða einhverra slíkra hluta. Eina vélarbilunin sem ég hef orðið fyrir var í gamla Hilux með manual olíuverki. Og ljosi, það er oftar þannig að í vatnasulli fá menn vatn inná vélarnar. Þær gömlu þola það ekkert betur en nýrri týpur.
ljosa skil ég annars ekki, hann sér eitthvað lífshættulegt út úr nýjungum sem leiða muni til dauða eigenda og reynir að leggja SkulaH þau orð einnig í munn. Ég gat nú ekki lesið það út úr skrifum Skúla.
Þetta að lokum vitringar: Hafið þið átt/notað bíl með sjálfstæðri fjöðrun á fjöllum og/eða í snjóakstri? Af hverju er gengið út frá því að jeppi sem er þægilegur í almennum akstri og lipur í bæjarumferð geti ekki virkað í ófærð? M.ö.o. að bíll þurfi helst að vera hrár og "traktorslegur" til að geta talist góður jeppi. Hver er í raun sparnaðurinn við að breyta "traktorsjeppa" í stað þróaðs jeppa (jafnvel þótt breytingin sé örlítið dýrari), ef þú þarf svo hvort sem er að fjárfesta í fólksbíl til að geta keyrt innanbæjar…?
Með von um frískleg svör.
Ferðakveðja,
BÞV
04.11.2003 at 23:06 #479634Sæl Alma.
Já, kannski er það bara málið að drífa sig norður og njóta þessa snævar sem þið búið nú yfir. Reyndar er "hvítt með köflum" hér í syðra en einhverra hluta vegna fáum við ekki þann snjó hér í byggð eins og þeir félagar okkar á Selfossi.
Nei, auðvitað kom það á óvart að Benni skyldi vera að þvælast þetta á Svaðilfara, en auðvitað er skýringin sú að "innanríkisráðherrann" á heimilinu hefur þurft að hafa stássið um helgina…
Ferðakveðja,
BÞV
03.11.2003 at 15:11 #479566Sælir félagar.
Já, það er gott að bíllinn fannst þó… en helvíti er þetta ömurlegt! Það er rétt hjá Skúla að ef enginn væri markaðurinn fyrir "jappaþýfi" þá væntanlega sæu þessir ógæfumenn engan tilgang í því að stela því. Takið eftir því að þjófar eru einungis að stela hlutum sem hægt er að koma í verð áfram.
Ef einhver er að bjóða ykkur hluti sem eru falir á "óeðlilega" lágu verði, hugsið þá aðeins áður en þið stökkvið á það, "…ef eitthvað er of gott til að vera satt, þá er það ekki satt…".
Brigðaréttur er hugtak í lögfræði sem vísar til heimildar þess sem stolið hefur verið frá, til að taka hlutinn sinn aftur hvar og hvenær sem er, jafnvel þótt sá sem hlutinn hefur þá, hafi sannarlega keypt hann (t.d. af þjófnum aða síðari "eiganda"). Sá sem er vændur um það að hafa þýfi í sinni vörslu, á þann möguleika að sýna fram á löglegt afsal frá þeim sem hann keypti af. Góð regla er að spyrja seljendur notaðra hluta um afsal/kvittun frá fyrri eiganda. Ef það liggur ekki fyrir, þá ættu menn að vara sig, a.m.k. ef þeir þekkja ekki til seljandans.
Ferðakveðja,
BÞV
03.11.2003 at 15:00 #479612Sælir.
Hvað er Benni að þvælast á þessu Bleiser fati? Ekki trúi ég að sá slái nýju 120 yotunni við… Er karlinn að spara nýja bílinn?
Annars tek ég undir með Skúla, mar bara blóðöfundar ykkur af þessum fína snjó…
Ferðakveðja,
BÞV
02.11.2003 at 21:40 #479592Sæll.
Þekki þetta ekki af eigin raun, en ef mig misminnir ekki, þá voru þau aðeins að hvellspringa annað slagið og eyðileggjast….
Annars hef ég bara ferðast með einum sem var á svona hjólum, hann dreif lítið þrátt fyrir að vera á léttum bíl. Kannski var hann bara klaufi…. Konan hans var orðin svo leið á þessu að hún er að spá í Terracan núna
Ferðakveðja,
BÞV
02.11.2003 at 21:33 #479590Sæll Jón.
Takk fyrir að minna á þennan líflega þráð. Ég var satt að segja alveg búinn að gleyma honum. Ég gat ekki annað en brosað út í bæði þegar ég renndi yfir hann.
Hvernig er það annars hér á spjallinu, er öll lífleg umræða dauð úr öllum…??
Ferðakveðja,
BÞV
29.10.2003 at 10:28 #479294Sælir félagar.
Þýðir þetta ekki á mannamáli að allur akstur torfærutækja á venjulegum vegum (þ.e. ekki einkavegum) er bannaður (nema þá stystu nauðsynlegu leið og menn víkja fyrir allri annarri umferð)? Utanvegaakstur er bannaður. Fjallvegir eru almennir vegir, þ.e. þar er að vænta almennrar umferðar.
Niðurstaðan er þá væntanlega sú að þú þarft að eiga landið sjálfur sem þú ætlar að spæna upp… sem er e.t.v. skynsamleg regla.
Af hverju er þá verið að flytja þessi apparöt inn??? Af hverju eru þessir menn ekki stoppaðir upp um fjöll og firnindi??
Ferðakveðja,
BÞV
27.10.2003 at 14:15 #479202Sæll JÞJ.
Það er nú þannig í þessum breytingabransa, að það er nauðsynlegt að gera verðsamanburð áður en ákvarðanir eru teknar. Eins og þú segir sjálfur, þá er með ólíkindum hvað það munar oft miklu á verði á hlutum og vinnu.
Hins vegar er það nú líka þannig að margir sem fást við að breyta jeppum keppast við að bjóða sem allra lægst verð (stundum alveg furðulega lág) en skila vinnu og útfærslum í fullkomnu samræmi við verðin. Það er nefnilega stundum þannig að þú færð það sem þú borgar fyrir (hvorki meira né minna). Það er því alls ekki alltaf skynsamlegast þegar upp er staðið að taka bara lægsta tilboðinu.
Aðferðir og vinnubrögð skipta að mínu viti meira máli þegar upp er staðið. Ég hef sjálfur séð suður frá aðilum sem gefa sig út fyrir að breyta bílum, sem 10 ára barn hefði skilað betur frá sér svo dæmi sé tekið. Margir hafa lent í endalausum vandræðum með skjálfta og vandræði í stýrisgangi sem breytingaaðilinn gat á engan hátt náð í lag, fyrr en eftir að annar aðili útfærði breytinguna öðruvísi (rétt).
Það er því að mörgu að hyggja í þessu efni og varla skynsamlegt að láta dýran bíl í hendurnar á þeim sem þú þekkir lítið til, bara til að spara einhverja þúsundkalla og fá svo bílinn ómögulegan til baka. Þú skalt spyrjast fyrir áður en þú velur þér verkstæði til að láta breyta fyrir þig.
Ferðakveðja,
BÞV
27.10.2003 at 10:47 #478470Sæll Snorri.
Ég hafði ekki séð póstinn þinn fyrr en núna. Það eru strax í gangi hugmyndir með útfærslur til að tengja/aftangja ballansstangirnar í Pajero. Vonandi verður íslenska leiðin endingarbetri en traktorssplittin í Patrol… Annars verður að segja það Patrolmanninum til hróss (þ.e. sá sem hannaði kvikindið) að þessi hugmynd um original aðferð til að aftengja þetta er hreinasta snilld.
Ferðakveðja,
BÞV
27.10.2003 at 10:30 #479138Sælir.
Svo hefur meðferðin/notkunin eitthvað með þetta að gera líka. Allt dalar þetta dót með tímanum.
Skrítið samt að mér hefur sýnst þeir sem eru með "hevy duty" gormabúnað kvarta síst minna en aðrir undan því að þetta slakni með tímanum. Það er í samræmi við það sem Einar segir. En… e.t.v. eru það einmitt mennirnir sem eru að NOTA bílana sína sem kaupa slíkan búnað í upphafi.
Ferðakveðja,
BÞV
23.10.2003 at 22:25 #478958Skrítið að þeir sem eru að stinga "38" risana af á "33 hjólum" skuli sjálfir enda á "38…
Áyktun: Menn vitkast; Hætta Ameríkubullinu og fara á stærri hjól… þeir virðast bara ekki taka eftir því sjálfir þótt við hin sjáum það…
BÞV
23.10.2003 at 22:18 #478460Sæll Vigfús.
Að mínu viti eru menn fyrst og fremst að tala um snjóakstur (þ.e. akstur utan slóða) eins og 4×4 félögum flestum þykir skemmtilegastur. Ég skil reyndar ekki spurninguna til fulls, enda veit ég ekki til að Ferðaklúbburinn 4×4 "telji sig aldrei vera utan vega" þótt hann hafi frá upphafi barist hart gegn utanvegaakstri og orðið býsna ágengt í þeirri baráttu.
Kíkir Þú ekki stundum út fyrir veg á þínum "38 musso með læsingar allt um kring
Jákvæð ferðakveðja,
BÞV
23.10.2003 at 20:07 #478454Sælir félagar.
Þetta með misfjöðrunina fann ég í fyrsta túrnum á Vatnajökul, þ.e. hún er minni en í hásingabíl. Að vísu voru ballansstangirnar í sambandi (og þær eru eins og í meðal vörubíl) þannig að ég mun klárlega prófa að aftengja þær (manualt Snorri, þar sem Mitsu hefur ekki þennan hátækni aftengingar-Patrolbúnað). Að vísu hef ég séð íslenska hönnun í gamla Patrol til að aftengja þetta og aðalundrið í þeim búnaði var rörhólkur og traktorssplitti…
Samt er ég sammála því sem fram kom hjá Rúnari og Einari o.fl., að oftast er það gott travel sem skiptir meira máli en misfjöðrun. Hún er hins vegar stórmál þegar verið er að príla um- og uppúr einhverju misjöfnu.
Nú svo er það draugasagan um að IFS búnaðurinn sé svo lélegur að það sé varla óhætt að fara einbíla í vinnuna… Nú er Páll Halldór að breyta Pajero með sjálfstæða framfjöðrun á "44 hjól og það verður gaman að sjá hvort hann kemst út úr bænum…
Ferðakveðja,
BÞV
23.10.2003 at 09:52 #193055Sælir félgar.
Í framhaldi af fróðlegri grein um fjöðrun, sem Örn félagi okkar í tækninefndinni skrifaði í Setrið fór ég að spá…
Þar kom fram sú almenna skoðun að fjöðrunarsvið (travel) í bílum með sjálfstæða fjöðrun væri almennt minna en í bílum með heila hásingu (hestakerrubúnaðinn).
Þar sem ég hef verið í 7unda himni með fjöðrunina í Dömunni, sem er jú með sjálfstæða fjöðrun allan hringinn, langaði mig að skoða þetta aðeins nánar. Ég mældi því slaglengd fjöðrunarinnar og komst að því að hún er 20 cm. að framan og 25 cm. að aftan. Þetta segir kannski ekki mikið ef maður hefur ekki samanburðinn og því mældi ég líka slaglengdina í 80 Cruiser sem menn hafa jú löngum dásamað fyrir sérlega góða fjöðrun. Þá kom í ljós að slaglengdin þar er 19 cm. að framan og 22,5 að aftan.
Var það ekki niðurstaðan í greininni hjá Erni að síðustu cm. sem þú bætir við fjöðrunarsviðið bæti getu fjöðrunarinnar í einhverju veldisfalli… a.m.k. minnir mig að þeir væru lang dýrmætastir.
Ferðakveðja,
BÞV
23.10.2003 at 09:31 #478408Sælir félagar.
Læsingin er hin íslenska Algrip (loftlæsing) sem ku að sögn hafa reynst vel. Reyndar skilst mér að það sé líka hægt að fá hana rafknúna. Í öllu falli þótti þetta "Dömulegasta" læsingin og því var hún valin
Prófum þetta í Pajeroferðinni um helgina…
Ferðakveðja,
BÞV
16.10.2003 at 23:21 #478034Sælir.
Ég hef nú ekki prófað þessi dekk sjálfur, en ég heyri ekkert annað en jákvætt frá þeim sem prófað hafa (þau voru uppseld í vor þegar ég ætlaði að kaupa…)
Auðvitað verður svo allt á kafi í snjó í vetur,
mér skilst að fæstir muni drífa nokkuð sem ekki eru á Pajero…Drífandi ferðakveðja,
BÞV
-
AuthorReplies