Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
01.12.2003 at 23:25 #481788
Sælir félagar.
Þetta gengur náttúrlega ekki, en var þó líkt þessu liði í Plebbagenginu sem nú eru að reyna að stela nafninu af Trúðunum…
Það er sem ég sæi félaga úr Sóðagenginu, Fúlagenginu, Rottugenginu, Seinagenginu eða Flufélaginu láta valta svona yfir sig.
Nei þið Plebbar, finnið ykkur nú nafn sem ekki er upptekið!
Með ferðakveðju,
BÞV :<)
30.11.2003 at 01:20 #481668Sælir félagar.
Var að koma úr túr í Sylgjufell, fórum á fjórum bílum snemma í morgun og vorum í Jökulheimum um kl. 11.30. Þá var Rottugengið búið að ræsa alla út og allir farnir út að leika. Menn fóru í dag inn með Jökulgrindum inn í innri Tungnaárbotna. Fóru þar á Sylgjujökul, austur fyrir Kerlingar og niður Tungnaárjökul. Mættum þeim í Jökulheimum um kvöldmat. Allir sprækir og í fínu formi.
Fréttum að einhverjir hefðu ekki komið í Setrið fyrr en kl. 8.00 í morgun… Fréttum líka að Benni Akureyringur hefði mætt á Hveravelli á tveimur bílum, en með brotið rör á Blazernum…
Sjálfir lentum við í smá dekkjarifrildi og enduðu tveir Patrolar á original varahjólunum í bænum…
Annars flottur dagur, fínn snjór fyrir innan Jökulheima og bara býsna þungt á köflum. Græjan hans Páls er alveg að virka!!
Ferðakveðja,
BÞV
28.11.2003 at 23:14 #481664Sælir.
Var að tala við Gulla Rottuforingja áðan, þeir eru komnir í Jökulheima með nýliðaferðina fyrir nokkru síðan, gott færi á 5-6 pundum innúr. Fallegt veður, snjór yfir öllu og allir í 7unda himni…
Fer innúr í fyrramálið og kíki á þá.
Ferðakveðja,
BÞV
28.11.2003 at 13:06 #481594Sælir.
Boddy á Porche eða Touareg er nú bara úr járni eins og á öllum hinum blikkbeljunum…
Ferðakveðja,
BÞV
28.11.2003 at 12:58 #481590Sælir.
Það er nú þegar í gangi vinna við að setja svona bíl á a.m.k. "38 hjól. Sú vinna er í gangi að beiðni fulltrúa framleiðandans til að nýta við þróunarvinnu á Grænlandsjökli. (þeir voru víst orðnir leiðir á kraftleysi og vélarskiptum í Patrol)…
Ferðakveðja,
BÞV
25.11.2003 at 23:14 #481334Sælir félagar.
Ég er sammála síðasta ræðumanni, ég hef alltaf skilið það þannig að bíll með ballansstöngum væri stöðugri (minna svagur í beygjum) en bíll án slíkra stanga. Á hinn bóginn kemur þetta í veg fyrir fulla fjöðrunarlengd eins og þarf t.d. í mikilli misfjöðrun.
Nú er verið að stúdera aðferð til að aftengja þetta í Dömulegustu bílum landsins á þann hátt að auðvelt sé að setja af/á, enda eru þetta sportkerrur á malbikinu :<)
Hafa menn einhverjar flottar hugmyndir um þetta, helst myndu menn vilja vera lausir við að "Patrolla" þessa eðalvagna á nokkurn hátt, þannig að aðrar lausnir væru vel þegnar.
Eitt af því sem menn hafa nefnt, er að útbúa hólk/huslu á miðja stöngina sem hægt væri að slá til hliðar til að taka úr sambandi…
Allar uppástungur vel þegnar.
Ferðakveðja,
BÞV
23.11.2003 at 21:53 #481240Sælir félagar.
Tek undir það sem fram kom hjá eik hér að framan, hlutföll eru auðvitað lógískari kostur ef menn hafa ekkert gert í því að færa niður drifhlutfallið, þar sem þau nýtast alla daga hvar sem er og án tillits til þeirra nota sem bíllinn er í.
Á hinn bóginn játa ég að ég velti þessu talsvert fyrir mér með Dömuna, þar sem mér þótti bíllinn fara ótrúlega vel með alla venjulega notkun í bænum og á þjóðvegakeyrslu, þrátt fyrir hátt drifhlutfall (1:3,9). M.ö.o. var ég að velta því alvarlega fyrir mér að prófa að sleppa drifhlutföllum og fara beint í lógír. Svona ók ég bílnum um hálfs árs skeið og fílaði bara vel. Að lokum fór ég nú samt á ný (lægri hlutföll -1:4,88) en játa jafnframt að ég er enn að paufast með þetta í hausnum. Mér fannst ég jafnvel sumpart finna betur togið í þessari fínu vél á origingal hlutföllunum hversu skringilega sem það kann nú að hljóma.
Annars verður sjálfsagt alltaf best að hafa bara hvorttveggja… a.m.k. fyrir menn eins og okkur Heiðar sem erum bara á jepplingum :<)
Ferðakveðja,
BÞV
23.11.2003 at 21:34 #481280Fini, þekki engann sem ekki er ánægður með svoleiðis græju.
23.11.2003 at 21:33 #480936Sælir félagar.
Þetta með léleg drif… þá er rétt að í barbíkrúser er það 7 og 1/4 tomma eða 7,5 tomma. Í Pajero er framdrifið 8 tommu (sama og afturdrif í 80 Cruiser) og afturdrifið er 9 tommu.
Ekki svo að skilja að þessi framdrif í barbí séu neitt vonlaus, enda ók ég ca. 110.000 km. á "38 hjólum (að vísu á tveimur bílum) án þess að brjóta svoleiðis drif. Menn verða bara að vera meðvitaðir og þekkja takmörk þeirra bíla sem þeir aka.
Tek annars undir það sem fram er komið, bíllinn hans Palla er lygilega vel heppnaður að sjá! Auðvitað er maður nervös Örn… :<)
Ferðakveðja,
BÞV
21.11.2003 at 11:31 #481140Sælir félagar.
Skúli og Palli eru að ræða um vandamálið í hnotskurn. Hvernig félag á Ferðaklúbburinn að vera? Á þetta að vera áhugamannafélag sem drifið er áfram af áhuga og eljusemi ákveðins kjarna í sjálfboðavinnu eða á að færa þetta meira yfir á "pro" stig, þar sem aðkeypt vinna væri á flestu sem að starfinu snýr.
Ég var einn af þeim sem barðist fyrir því að klúbburinn réðist í það að fá launaðan starfsmann til að auka þjónustu við félagsmenn. Nú þurfa menn að fara að gera upp reynsluna af því hvernig það hefur gengið, en eins og flestir vita, þá hefur verið haldið úti starfsmanni í samvinnu við Ferðafélag Íslands til að auka þjónustuna við félagsmenn. Ákveðin smáatriði (sem eru samt ekki svo smá) eru þó greinilega ekki í lagi, eins og t.d. hvað það virðist taka langan tíma fyrir nýja félagsmenn að fá félagsskírteini og rukkun. Það hlýtur að vera hægt að koma þeim málum í betra horf og er það að mínu viti dæmigert verkefni fyrir starfsmann með fastan vinnutíma í hverri viku. Reglulega sér maður kvartanir frá nýjum félögum um þetta hér á síðunni og þetta verður bara að lagast!
Hins vegar held ég að klúbburinn myndi algerlega tapa þeim "sjarma" sem hann býr yfir, ef menn færu að ráða drifkrafta hans (starfsmenn) á launþega forsendum og hækka félagsgjöldin til að standa undir þeim kostnaði. Hæfileg blanda er best að mínu viti og auðvitað eiga menn að halda í það fyrirkomulag sem nú er, að nýta krafta allra þeirra frábæru félaga sem gefa sig í störf fyrir félagið okkar í sjálfboðavinnu. Þetta kostar allt heilmikla vinnu eins og allir vita.
Ferðakveðja,
BÞV
21.11.2003 at 11:07 #480894Sæll Lúther.
Það er von að þú viljir taka upp umræðuna um vandræðaganginn við breytinguna á 120 bílnum, enda ertu farinn af Nýbýlaveginum og farinn að þjóna "öðrum herra"…
Sá vandræðagangur sem þar var í gangi verður lengi í minnum hafður, enda fátítt að umboð kynni breytingu með slíkum pompi og prakt sem þar var gert og svo var hún bara ekki tilbúin fyrr en mörgum mánuðum síðar!
Það sem ég átti við með að "yfirstíga vandamál" eru hlutir eins og hersla í öxlum á gamla 90 bílnum, styrkingar á hásingum í gamla 80 bílnum, stýrisarmarnir í Pattanum og fleira í þeim dúr. Ekki borðleggjandi hlutir sem algerlega eru óleystir eins og um var að ræða í 120 bílnum. En sem betur fer leystist þetta allt að lokum og ég er sjálfur búinn að prófa svona 120 bíl á "38 og hann bremsar bara fínt!
Varðandi slælegt gengi mitt í jómfrúartúrnum á Vatnajökul á Dömunni í fyrravetur, þá játa ég fúslega að þar beið stoltið nokkurn hnekki. Þar var bæði um að kenna því að bíllinn var settur upp í lægstu stöðu, ekki var búið að taka til undir honum og svo var bílstjórinn að prófa sjálfskiptan bíl í fyrsta sinn í alvöru ófærð. Nú er búið að taka til undir græjunni, setja framlás sem þá var ekki með, lækka drifhlutföll sem þá voru 3,9, hækka hann um 2 cm (nb. Jóhannes félagi minn var með sinn 2 cm. hærri og hafði einnig eytt tíma í tiltekt undir bílnum og gekk honum bara vel). Nú svo hefur ökumaðurinn vonandi lært aðeins meira á sjálfskiptinguna líka… EN… þrátt fyrir þetta slælega gengi mitt þarna, þá var samt annar bíll sem dreif ekki upp að húsum á Grímsfjalli fyrr en löngu á eftir mér…. ha, ha, ha. (ammirísk megagræja… segi ekki meir…:-)
Annars er maður búinn að tala svo digurbakralega undanfarið, að maður er hálf nervös um að drífa nú ekki nóg í vetur. Ég er meira að segja búinn að ákveða að hækka græjuna aðeins meira fyrir snjósísónið, en það er einmitt alger draumur við bíla með þróaða fjöðrun, það er klukkutíma vinna að lækka/hækka þá og svo hjólastilling á 10.000 kall – málið afgreitt. Maður bara "setur bílinn upp" eins og þeir segja í formúlunni, í samræmi við þau not sem hver árstíð býður uppá… Dásamlegt!
Ferðakveðja,
BÞV
21.11.2003 at 01:22 #481122Var þetta að ofan ekki óvart 500 pósturinn…
Mar verður að hald´áfram svo að vitringarnir fari ekki framúr á rörunum…
Fimmkallinn…
21.11.2003 at 00:48 #478686Sæll Lúther.
"Go suck" svekkibúnaðurinn fyrir gamaldags rörakalla eins og þig kostar lítið. Er í raun includeraður í Patrol "standard pakkanum" eins og hann kemur frá verksmiðju. Endilega hafðu ekki áhyggjur af frekari kostnaði, þú átt þetta nú þegar…
Þróðuð fjöðrunar ferðakveðja,
BÞV
21.11.2003 at 00:36 #481120Sæll ofsi.
Nú skil ég ekki, enda var ég hvorki á landsfundi né er ég í stjórn. Hefur stjórn og landsfundur samþykkt eitthvað í þessu efni sem vefstjóri skirrist við að fara eftir?
Reyndar fylgdist ég með "myndaalbúmsfárinu" sem einhverra hluta vegna tók marga mánuði að leysa (hef reyndar aldrei öðlast skilning á því) og fannst á þeim tíma að vefstjóri/stjórar væru ekki að vinna alfarið með hagsmuni notenda/félagsmanna að leiðarljósi.
Kannski algerlega á misskilningi byggt, en ég hef a.m.k. aldei fengið trúverðuga skýringu á því af hverju í heiminum það var svona erfitt að koma þessu í lag. Tók marga helvítis mánuði…
Nú tek ég fram að mér finnst vefstjóri/stjórar hafa staðið sig vel að mörgu leyti og unnið gríðarlega mikilvægt starf, en ef menn eru að þreytast, þá er rétt að rétta öðrum keflið…
Allt án fullyrðinga, enda lítt tölvu- og vistunarfróður…
Ferðakveðja,
BÞV
19.11.2003 at 15:33 #480868Sæll aftur.
Nei, í gvöðsalmáttugsbænum þá gefur frúin þig endanlega uppá bátinn… nema auðvitað að við getum sveigt jepplingaskilgreininguna þannig að hún nái yfir Hiluxinn!
Annars að öllu gamni slepptu, þá áttu barasta að breyta Pæjunni. Það eru allir í 7unda himni með þessa bíla enda heilt yfir að koma gríðarlega vel út.
Varðandi Hiluxinn hins vegar, þá er ég alveg bit á þeim á Nýbýlaveginum að leggja ekki meira uppúr því að selja þann bíl, kominn með 2,5 túrbínuvél, þróaða framfjöðrun og mjög snyrtilega innréttingu (mætti að vísu aðeins hækka sætin). Það kostar mjög hóflegt verð að láta breyta svona bíl á "38 hjól og bíllinn sjálfur nýr kostar ekki nema 2,4 millj. að mig minnir. Útsjónarsamir menn smíða sér nýjan fullbúinn fjallabíl fyrir talsvert innan við 3,5 millj. sem er að mínu viti eitt það albesta verð sem bransinn býður uppá í dag.
Ferðakveðja,
BÞV
19.11.2003 at 13:12 #480864Sæll ólsarinn.
Já, ég er svei mér þá ekki frá því… Það er sennilega hægt að nota þá vísindalegu staðreynd í vinnuna um skilgreiningu jepplingi…
Ferðakveðja,
BÞV
19.11.2003 at 13:07 #478676Sæll Einar.
Nei, það er fátt sem kemur í veg fyrir FESTU ef menn komast í svona aðstöðu – jafnvel ekki rör…
Hins vegar finnst mér þetta spark neðan við beltisstað í ferðafélagann, þ.e. að smella svona mynd á netið…
Ferðakveðja,
BÞV
18.11.2003 at 23:07 #478670Sælir félagar.
Aðeins meira um þróaða (sjálfstæða) fjöðrun. Eins og áður hefur komið fram, þá eru kostir og gallar við öll mannanna verk. Helstu gallar við þróaða fjöðrun í mikið breyttum fjallabílum (bæði jeppum og jepplingum
er sú staðreynd að þegar bíllinn t.d. hleður á sig klaka eða krapa, nú eða þegar spil er sett t.d. fremst á slíkan bíl, þá lækkar undir lægsta punkt.
Nú er fulltrúi "þróaðra" að hanna búnað sem leysir þetta vandamál og vonandi sjáum við það virka í snjónum í vetur. Vinnuheiti búnaðarins er "aldrei fastur!" eða "never stuck" eins og búnaðurinn verður markaðssettur í engilsaxneskum löndum…
Nánar um þetta síðar, því eiginlega er þetta eitt hrikalegt leyndarmál, en mér finnst samt sanngirnismál að rörakallarnir fái að vita að þróun er í gangi… Það þýðir ekkert að sofa á verðinum…
Ferðakveðja,
BÞV
18.11.2003 at 21:08 #480860Sæll Óskar83.
Það er rétt sem Jónas segir, ég held að Aron Árnason vélfræðingur í Jeppaþjónustunni á Smiðjuveginum sé líklega sá sem mesta reynslu hefur í breytingum á Pajero. Það eru nú þegar 5 eða 6 nýjir bílar komnir á "38 hjól og merkilegt nokk hafa aðeins mjög lítilfjörleg vandamál komið fram, þrátt fyrir að búið sé að taka ágætlega á þessum fyrstu bílum (sem er mjög merkilegt í ljósi þeirra hrakspáa sem fylgdu ævintýrinu í upphafi – nú svo er alþekkt að menn þurfi almennt að yfirstíga einhver vandamál áður en "38 og "44 breyting telst fullhönnuð).
Aroni og tæknimönnum Heklu virðist hins vegar hafa tekist ótrúlega vel upp við hönnun og útfærslu þessarar breytingar. En hvað um það, Jóhannes Jóhannesson átti líka eldri gerðina, árg. 99 með 2,8 lítra vélinni. Hann reyndist mjög vel og hann er örugglega tilbúinn að segja þér allt um þannig breytingu.
Gaman að segja frá því að Páll Halldór Halldórsson var að taka út nýbreyttan "44 Pajero sem er víst fyrsti "44 Pajeroinn í heiminum… Til hamingju með það Palli!
Annars ætla Pajeromenn að halda því áfram í vetur sem hingað til að vera flottastir, drífa mest og sprauta best… á jepplingunum…
Ferðakveðja,
BÞV
Ps. Menn á jepplingum ku vera með stærri typpi en jeppakallar…
:>)
18.11.2003 at 20:40 #480706Sælir félagar.
Já, hún er skrítin þessi pólitík. Gaman að sjá að það er fleirum en mér sem finnst nú fræðimennska eik farinn að þynnast svolítið út svo ekki sé nú meira sagt… Það er auðvitað snilldarleg aðferð til að byggja undir skoðanir sínar að setja sjálfur fram heimasmíðaðar "skilgreiningar" og vitna svo til þeirra máli sínu til stuðnings…!
Jæja en hvað um það, sumir hafa nú orðið uppvísir að
"ófræðimannslegum" aðferðum áður…Annars er ég að verða svo taugaveiklaður vegna athugasemda sumra vitringanna að ég er að spá í að láta setja bæði milligír og sjálfstæða grind,… já og jafnvel öfluga toppgrind í Dömuna… :>)
Gott annars að vita til þess að Heiðar er klár í að taka mann með þó á jepplingi sé, en hann er jú reyndar á "44 "jepplingi" sjálfur skv. eik-greiningunni… Já og Rúnar, gott að þú hraunar ekki yfir mann eins og sumir aðrir af ferðafélögunum í eftirminnilegum Skálafellsjökuls- Grímsfjalls- og Sylgjujökulstúr… :>) …en ég næ mér niður á þeim síðar…
Ferðakveðja,
BÞV
-
AuthorReplies