Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
30.12.2003 at 00:07 #482928
Sæll Lúddi minn og gleðileg jólin.
Góði hættessu ergelsi og huxaðu málið uppá nýtt: Það þarf ekki að vera forríkur til að njóta bestu ávaxtanna. Það fást bílalán, fjármögnunarleigur, lottóvinningar, mæðrastyrksnefndarúthlutanir (svaka langt orð…), "hætta að reykja" launauppbætur og ýmislegt annað til að draumurinn geti orðið að veruleika. Þú þarft ekkert að segja að berin séu súr…, þú getur fengið að bragða á þeim!
Eins og ég hef margsinnis bent á, þá er Pajero með háþróaða fjöðrun ódýrari en margir sambærilegir japanskir jeppar (nema kannski að Pajero er með stærri vél, flottari skiptingu og síðast en ekki síst alvöru fjöööðrun og því ekki "sambærilegir" að því leiti) og svo spararðu ca hálfa millu á breytingunni samanborið við t.d. breytingu á 120 bíl. Þetta er því eiginlega alveg verkamanna… Nú svo hafa m.a. fyrrverandi Patrol eigendur komist að því að það er mun gáfulegra að greiða smá fjármagnskostnað heldur en reglulegar vélarupptektir og gírkassapróblem.
Hættu að efast og sjáðu ljósið!
Svo geturðu örugglega líka orðið forríkur fasteignasali eins og ég, en sannaðu til, það er samt flóknara en að eignast alvöru jeppa :>)
Ferðakveðja,
BÞV
29.12.2003 at 23:10 #483002Sæl öll og gleðileg jólin.
Já Ólsarinn, taktu eftir því að þróaða fjöðrunin er að vinna á, jafnvel í vestrinu, þar sem öll jeppaþróun gengur hægar fyrir sig en hér í austrinu.
Jólasaga: Skruppum á Snæfellsjökul 27. des í glymrandi veðri og skemmtilega krefjandi færi. Við Daman ókum brekku eina mikla og enduðum á að taka talsvert stóran stein á milli hjóla efst í brúninni. Vorum býsna montin, þar sem með þessu þeystum við fram úr Páli Halldóri að bagsa upp á sinni "44. Allt gott um þetta, þangað til að rörabíl datt í hug að elta okkur. Sú atlaga endaði með því að hann sat fastur efst í brekkunni þó í slóð væri. Af hverju? Jú, Á RÖRINU…!
Annars, svo allrar sanngirni sé nú gætt, þá stóðu þeir rörabræður sig vel í túrnum…
Þróaðar áramóta kveðjur!
BÞV
E.s. Annars hefur mér alltaf þótt það lítt spennandi verkefni að skreppa á þennan skafl þarna á Snæfellsnesinu, en þegar til kom var þetta hin besta skemmtan. Mæli með því sem dagstúr!
11.12.2003 at 13:01 #482532Sælir.
Það er ekki skylda að hafa hraðamælabreyti ef hlutföllin sem sett eru í bílinn jafna nákvæmlega út stækkunina á hjólunum, þannig að hraðamælirinn sé réttur. Ef ég man rétt, þá má hann sýna allt 10% of mikið en ekki nema 4% of lítið. Ef hraðamælirinn er réttur (eða innan þessara marka) þá er nóg að fá vottorð uppá það.
Hins vegar eru hraðamælabreytar (electroniskir) mjög sniðugir uppá þann möguleika að þá er hægt að hafa tvær mismunandi stærðir af hjólum innstilltar, þannig að mælirinn er þá réttur, sama á hvorri stærðinni ekið er.
Ferðakveðja,
BÞV
11.12.2003 at 08:42 #482280Sæll Hlynur.
Það er nú einmitt þess vegna sem Daman þarfnast bóns, ég hef lítið sinnt þeirri hliðinni undanfarið. Jón vinur minn "snyrtipinni" á hins vegar heiður skilið fyrir sífelldan djúpan gljáa á barbí sinni…
Hvernig er það annars með þig Hlynur, hver strýkur Pattanum þínum ef þú gerir það ekki sjálfur? Hann er nú venjulegast sæmilega til hafður…?
Ferðakveðja,
BÞV
10.12.2003 at 00:37 #482390Sæll.
Einn mælir á nú alveg að duga, enda "bara" eitt rafkerfi í bílnum þótt geymarnir séu tveir.
Ferðakveðja,
BÞV
10.12.2003 at 00:33 #482274Sælir félagar.
Já Stebbi, það er nú einu sinni þannig að sumir eru fyrir löngu búnir að týna kúbeininu sínu og ná því ekki að losa Caps Lock takkann. Annars sakna ég SNAKE af spjallinu, þetta er að verða eins og hver annar saumaklúbbur, allir meira og minna eins og Sigga Beinteins í Idolinu, "sammála síðasta ræðumanni". Menn verða að þora að hafa skoðanir.
Já Jón, þú hefur gripið mig glóðvolgann í rauðu jakkafötunum… Ég var að þrífa flaggstöngina… (jólahreingerningin)
Þú ættir að þrífa þína líka og fara nú að hlífa Barbí þinni, annars ferðu að fara innúr lakkinu bónandi svona 2 umferðir á hverri einustu helgi. Þú mátt renna frekar bóni á Dömuna, hún er pínu vanrækt núna…
Ferðakveðja,
09.12.2003 at 19:23 #482310Sæll Eiríkur.
Hvað drukkuð þið á þessum Sódómufundi???
Ljóst er að af því hefur hlotist nokkurt rugl…
Megi öllum batna sem fyrst!
Ferðakveðja,
BÞV
08.12.2003 at 22:44 #482256Sæll Heiðar.
Það er ekkert verið að "drulla yfir" manninn, þó maður gefi honum þau bestu ráð sem maður kann. Hann er vissulega ekki í góðri stöðu, með eitthvert skítmix í höndunum og skilur hvorki upp né niður. Það vill til að ég hef sjálfur reynslu af svona ameríkuskítmixi og er fyrir löngu búinn að taka út minn skammt í því. Auðvitað eru svo ekki alltaf allir sammála mér, en það er svo bara allt önnur saga.
Benni er nú reyndar alveg að verða það, þó erfitt sé að "röra" honum yfir höfuð án tjóns…
Ferðakveðja,
BÞV
08.12.2003 at 21:29 #482246Sæll.
Ég get nú því miður ekki óskað þér til hamingju með bílinn, en því miður er ég hræddur um að hann eigi eftir að færa þér þeim mun meiri óhamingju…
Vertu viss, þú átt eftir að finna eitthavað ættað úr Sunbeam, Trabant og Vuxhall Vivu líka í bílnum…
Mér hefur sýnst þetta ótrúlega algengt í þessu ammríska dóti, þ.e. búið að drullumixa þetta allt út og suður án nokkurs árangurs. Vertu snöggur að reyna að selja þetta dót aftur og finna hamingjuna á ný, síðasti vitleysingurinn er ekki fæddur ennþá…
Ferðakveðja,
BÞV
08.12.2003 at 12:04 #482220Sælir félagar.
Það er rétt sem Skúli segir, gott er að láta millibilið að framan vera örlítið þrengra en að aftanverðu. Þetta er hins vegar bara "neyðarregla", þ.e. gott að vita ef þú beygir eitthvað og ert að reyna að redda einhverju til bráðabirgða. Að mínu viti er þetta dæmigert atriði sem á að láta fagmenn um en ekki vera að vasast í sjálfur. Það er á allan hátt ódýrara og skynsamlegra þegar upp er staðið. Rétt dekkjaslit, betri aksturseiginleikar og síðast en ekki síst meira akstursöryggi.
Þó við séum klárir og getum flest sjálfir, þá felst ekki hvað síst í því að þekkja takmörk okkar og hafa vit á að láta fagmenn um sumt.
Ferðakveðja,
BÞV
05.12.2003 at 21:07 #478706Sælir.
Það kann að vera að við mikla misfjöðrun, þá spyrni hjólið sem þrýstist í jörðina, hinu sem er á lofti betur niður. Það er rétt að þarna skiptir slaglengdin öllu máli. Það var jú einmitt upphaflegt tilefni þessa langa þráðar að leiðrétta þann almenna misskilning að slaglengd sjálfstæðrar fjöðrunar væri minni en í hinum ósjálfstæðu…
Ferðakveðja,
BÞV
04.12.2003 at 00:56 #481370Sælir.
Kári smíðaði lás í Dömuna og "so far" virkar hann helvíti vel. Ákveðið var að veðja á hann, einmitt vegna góðrar reynlu af þessu íslenska sýstemi. Allir hinir lásarnir hafa virkað fullkomlega í þessum bílum eftir því sem ég best veit… Þegar kemur að jeppabreytingum þá er íslenskt best…!!!
Ferðakveðja,
BÞV
04.12.2003 at 00:49 #478702Sælir.
Þetta er kórrétt, þ.e. auðvitað drífur bíll frekar upp úr erfiðum festum með sem flest hjól við jörðu… Það skilja allir. Bílar sem hafa sjálfstætt fjöðrunarsvið og slaglanga fjörðun eiga hins vegar að svara þessum kröfum betur en "rörabílar", a.m.k. ef ballansstangir eru ekki til trafala…
Ferðakveðja,
BÞV
04.12.2003 at 00:05 #481982Hó hó.
Það er svo mikið að gerast á síðunni, að mar nær varla að fyljgast með…
Auðvitað er þetta Ameríkudót alveg inni í myndinni ef það fæst nánast fyrir lítið sem ekkert… Er ekki hvaða dót sem er á kortinu miðað við það?
Ég spyr enn og aftur, og þá sérstaklega í ljósi þess að dollarinn hefur verið í algeru lágmarki um margra mánaða skeið; af hverju í ósköpunum eru menn ekki að flytja þetta dót inn í stórum stíl??? Gæti það verið af því að einhver er orðinn leiður á endalausum hjöruliðs- og öxlaskiptum…???
Spyr sá sem ekki veit.
Heija Norge!
Ferðakveðja,
BÞV
03.12.2003 at 23:45 #482022Sæll.
Mæli með 5,29, þó í verstu ófærð sé betra að vera á 5,71. Hærra hlutfallið endist bara svo miklu betur. Svo er 5,71 fulllágt á tjöunni… nema að þú hafir góðann tíma…
In the end er þetta hreint hagsmunamat, viðhald vs/virkni við verstu aðstæður…
Ferðakveðja,
BÞV
03.12.2003 at 08:47 #478698Sæll.
Fjöðrunin í nýja Pajero er gormafjöðrun en ekki vindufjöðrun eins og var að framan í eldri flexitoraútfærslunni.
Ferðakveðja,
BÞV
03.12.2003 at 08:44 #481882Sælir félagar.
Benni karlinn mælir af reynslunni í þessu máli!
BÞV
02.12.2003 at 22:43 #478694Sæll Litríkur.
Mér finnst nú langsótt að ætla venjulegum bíl, hvort heldur er á röri eða þróaður að ná til jarðar við þessar aðstæður, enda er það svo sem sama að jafnvel þó svo væri, þá þyrfti viðkomandi aðstoð…
Hins vegar er það alveg rétt að misfjöðrun í bílum með sjálfstæða fjöðrun virðist í sumum tilfellum að einhverju leyti minni og í því efni held ég að ballansstangirnar skipti mestu máli. Einmitt þess vegna eru menn að skoða og útfæra leið til að aftengja þær. Eins og fram kom í upphafi þessa þráðar, þá er original slaglengd sjálfstæðrar fjöðrunar í Pajero t.d. meiri en original gormafjöðrunar í Land Cruiser 80.
Ferðakveðja,
BÞV
02.12.2003 at 18:25 #481798Sæll Benedikt.
Hlustaðu Aron í Jeppaþjónustunni varðandi kostnað og útfærslu á breytingu hjá þér. Annars ertu greinilega fæddur Pajero eigandi, hjálpsamur við minni máttar, það sannar Patrol drátturinn…
Ferðakveðja,
BÞV
01.12.2003 at 23:28 #481790Þetta eru auðvitað ekki gengi "innan Ferðaklúbbsins 4×4" í þeim skilningi að þetta séu einhverjar "deildir", heldur eru þetta fyrst og fremst samhentir ferðafélagar sem hafa húmorinn í lagi. Flestir eru sem einstaklingar reyndar líka félagsmenn í klúbbnum. Oftast eru einhverjar sögur á bakvið nafngiftirnar og þola þær misvel dagsljósið…
BÞV
-
AuthorReplies