Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
12.01.2004 at 12:22 #483434
Sælir kappar.
Ég held nú bara Bolli að ef eitthvað er, þá sé Pajero léttari en 120 bíllinn, þ.a. það ætti ekki að vera neitt minni þörf á "44 hjólum þar. Auðvitað er oftast hægt að komast um á "38 hjólum, en við allra erfiðustu aðstæður er nú samt gott að hafa "44 bíl með í för.
Ég tek nú líka undir með Skúla, að mér finnst þessi "44 breyting hjá Aroni bara koma vel út og reyndar merkilegt að bíllinn "gleypir" þessi stóru dekk ótrúlega vel. Kantarnir eru jafn breiðir og hjá okkur á "38 hjólunum en reyndar er hann á talsvert innvíðari felgum.
Annars er skrítið Bolli, að enn skuli enginn LC 120 vera kominn á "44 hjól, sérstaklega í ljósi þess að Benni vinur okkar á Akureyri er búinn að vera að vinna í því máli í meira en ár eftir því sem ég best veit. Reyndar skrítið með Benna að það eina sema maður sér af honum á síðunni núna snýst um ferðamennsku á gömlum Datsun og Blazer…
Ertu búinn að losa þig við Toyið Benni?Ferðakveðja,
BÞV
10.01.2004 at 00:00 #483428Sælir snillingar!
Maður er bara algerlega að missa af lest…rinum, bara næstum búinn að tapa þræðinum.
Já Skúli, ég get ekki sagt annað en að þetta sé bara að virka mjög vel. A.m.k. er ég hæstánægður og það skrítna er, að byrjunarörðugleikar hafa nánast engir verið! Auðvitað átti maður von á því að reka sig á fullt af hornum við það að breyta bíl sem hvorki er á sjálfstæðri grind og auk þess rörlaus. Tilfinningarnar voru einnig blendnar í upphafi í ljósi þess að ýmsir menn hafa í 2-3 ár (frá því að þetta boddý kom) haldið því fram að þetta væri ekki hægt og a.m.k. yrði þetta þá svo dýrt að enginn grundvöllur væri fyrir því.
Sjálfur var ég, m.a. í ljósi jákvæðrar reynslu minnar af sjálfstæðu fjöðruninni í LC 90 bílunum mínum og einnig vegna þess að 3,2 l. vélin í Pajero er talsvert kraftmeiri en 3,0 l. vélin í LC, búinn að hverja hugumstóra menn til að taka slaginn og breyta svona bíl í nokkurn tíma áður en ég datt sjálfur í þann gír. Svo reyndist þetta bara að flestu leyti einfaldara og miklu ódýrara en að breyta t.d. LC 120 (munar ca. hálfri milljón).
Í stuttu máli er tvennt sem lagfæra hefur þurft þá 23.000 km. sem ég er búinn að aka; annars vegar kjöguðust álklossar sem notaðir voru við upphækkun að framan eftir "sveran dag" í mjög þungu færi á Langjökli en sú ferð var farinn í þeim tilgangi að taka duglega á græjunni og sjá hvort og þá hvað myndi undan láta. Eftir að hafa ekið með "pedal í metal" nánast allan daginn í mjög ósléttu, brotið nýja símaloftnetið af í látunum… þá áttaði ég mig á því í Húsafelli að Daman var svolítið útskeif/gleið að neðan á framhjólum. Eftir miklar mælingar og skoðanir sáu menn með engu móti að neitt hefði skemmst eða bognað og að lokum varð niðurstaðan sú að los hefði komið á álklossana og þeir náð að kjagast með þessum afleiðingum. Þessu var reddað með því að smíða síkkanirnar úr stáli og renna auk þess stýringar í þær.
Hins vegar þurfti að skipta um efri demparagúmí að aftan, þar sem ekki höfðu verið sett gúmí með kraga inní gatið þegar nýjar demparafestingar voru smíðaðar. Tók 5 mínútur og kostaði 280 kall. Annað hefur nú ekki þurft að lagfæra né endurhanna og þakka ég það alfarið Aroni í jeppaþjónustunni sem ásamt tæknimönnum Heklu útfærði breytinguna.
Auðvitað vildi maður ferðast meira, en maður er þó alltaf eitthvað að skreppa annað slagið. Það er rétt Hlynur, að mér gekk ekki sem best í jómfrúartúrnum í AFSPYRNU ÞUNGU færi á Vatnajökli, en reyndar var bíllinn nú ekki nema hálfbreyttur þá eins og Rúnar segir, hlutfallalaus, uppsettur í lægstu stöðu og "jólahreingerningin" undir honum hafði alls ekki farið fram. Hún fólst í því að taka undan talsvert af járnadóti sem skagaði niður úr græjunni. Nú svo var ég sjálfur algerlega "óbreyttur" í þessari ferð, hafði aldrei prófað bílinn áður, né nokkru sinni ekið sjálfskiptum jeppa. Svo ég grobbi mig nú samt aðeins, þá var ég nú samt á undan kraftmiklum amerískum ofurbensín jeppa upp á Grímsfjall þennan annars eftirminnilega dag…
Hlynur, þetta er ekki sértrúarsöfnuður, heldur rétttrúarsöfnuður, já og vertu velkominn bróðir! Úúúújeeeah!
Ferðakveðjur,
BÞV
08.01.2004 at 01:01 #478730Já, ég er svo nægjusamur (og lítillátur) að ég er alltaf ánægður með það sem ég hef…
Grínlaust, þá er þetta í fyrsta skipti sem ég kem mér upp 100% læsingu í framhásingu. Það er vissulega mikill munur við verstu aðstæður og maður sleppur klárlega oftar við að grípa til skóflunnar eða að þiggja drátt með þessum búnaði. Það er morgunljóst.
Hins vegar hefur mér líka gengið bara vel að ferðast láslaus að framan á mínum Togogýtum hingað til, enda sé maður meðvitaður um þann "veikleika" sinn og hagi akstrinum í samræmi við það. T.d. er klárlega erfiðara að fást við mikla misfjöðrun láslaus og þá er mikilvægt að gæta þess að framhjólin hafi sem jafnast grip. Þú ferð þannig sem mest beinn á skarir og beint upp brekkur (forðast hliðarhalla). Í Toyotuna kostaði hins vegar lásinn frá umboðinu á milli 2 og 300 þúsund í kominn og það var eitthvað sem ég lét aldrei eftir mér (veit ekki hvað þeir kosta í 120 bílinn).
Íslensku "Algrip" lásarnir frá Kára eru á allt öðru leveli hvað verð áhrærir og þar að auki skilst mér að þeir hafi bara reynst mjög vel. Svoleiðis loftstýrður lás er að framan í Dömunni.
Annars finnst mér almennt séð, að menn verði að þekkja "veikleika" bíla sinna ekki síður en styrk til að vel gangi að ferðast á fjöllum. Allir bílar, sama hvernig þeir eru útbúnir, hafa nefnilega sína veikleika, hvort sem það er þyngd, dekkjastærð, öxlar, drif, fjöðrun eða hvað annað sem er.
Jú, það er milligír á leiðinni og svo er ég líka búinn að ákeða að "setja bílinn upp" fyrir veturinn, þ.e. hækka hann um ca tommu eða rúmlega það – svo lækka ég hann aftur í vor. Slík aðgerð er smámál á svona eðalvagni. Annars líst mér vel á að þú látir það eftir þér að fá þér svona vagn, ég trúi a.m.k. að þú sjáir ekki eftir því.
Ferðakveðja,
BÞV
08.01.2004 at 00:25 #483410Akkuru sér maður ekki svar frá Hlyni??? Er síminn kannski búinn að taka internettenginguna hans úr sambandi? Þeir voru víst að setja upp nýja síu hjá símanum sem torveldar að bull og veruleikafirring séu settar á netið – veit ekki hvort rotturnar eiga þar einhverja sök / eða þökk… Allavega þurfa Patrolkallar að hafa þetta í huga á næstunni þegar tengingin dettur út hjá þeim…
Það er svoleiðis hraunað yfir Dasoon hér á þræðinum og þabara heyrist ekki múkk. Haldiði að kallinn sé ekki örugglega að draga andann ennþá…
Hlynur minn, það sjá allir ljósið að lokum… meira að segja ýktur kominn á rúnkara og líkar vel… eins og öllum.
Þetta vekur annars upp fullyrðingu sem ég heyrði hjá Hallgrími Helgasyni rithöf. á dögunum, þar sem hann sagði í umræðu um þjóðfélagsumræðu að það væri "auðvitað svo stutt síðan að Íslendingar fóru almennt að stunda sjálfsfróun" en nú kannast allir við það…
Já, það eru allir Pajero "runkara" aðdáendur inni við beinið…
Ferðakveðja,
BÞV
07.01.2004 at 23:31 #478726Iss´etterekkineitt!!
Þið ættuð að sjá Dömulegar hreyfingar án ballance…
Tek mynd næst er hún teygir þokkalega úr sér…
Spa kveðja,
BÞV
07.01.2004 at 23:27 #482778Ja hérna, þessi eymdar þráður ofsafengins skrípents hafði algerlega farið fram hjá mér (sem betur fer, enda hefði jólahátíðinni verið stefnt í voða ef maður hefði slysast til að lesa þetta rakalausa bull um jólin).
Reyndar finnst mér Stefán Fordmann sálgreina kvikindið nokkuð vel í sínu ágæta svari. Upruninn er þá a.m.k. á hreinu hér eftir.
Megi internetssamband þessa fúla rottuslóða verða í ólagi allt nýárið… já og lengur til. Menn sem hafa ekki húmÖr eiga ekki að skrifa á netið…
Ferðakveðja,
BÞV
07.01.2004 at 19:31 #483284Hefur einhver séð þetta regnbogabarn nýlega?
Ég frétti að karlinn væri í gífurlegri fýlu núna, af því að hann hafi ætlað á skrá sig inn með notendanafnið "Hraðfari" á síðunni, en þá komst hann að því að það var upptekið…
Reyndar væri það notendanafn mikið öfugmæli…
Ferðakveðja á hóflegum hraða
BÞV
07.01.2004 at 09:16 #482982Sælir.
Ég er sammála öllum þeim sem hvatt hafa til varúðar í sambandi við drátt bíla hér á þessum þræði. Oft hefur maður séð býsna óvarlega farið. Bendi aftur á ágæta tillögu Óla hér framar á þræðinum, þar sem hann stingur uppá að menn festi ca. 12 mm. spotta svosem 2 metra frá enda tógs og hnýti hann slakan með í bílinn þannig að hann taki mesta kraftinn úr ef spotti slitnar.
Ferðakveðja,
BÞV
06.01.2004 at 09:47 #483400Sæll ólsarinn og gleðilegt ár!
Takk fyrir að halda út þessum þræði, bara fyrir mig!!!
Augljóst hverjir eru flottastir, enda m.a. með þróuðustu fjöðrunina 😉
Annars er MMC búinn að rúlla svo yfir aðra í þessari keppni á undanförnum árum að það fer varla að verða fréttnæmt úr þessu.
Ferðakveðja,
BÞV
06.01.2004 at 01:01 #483388Sælir.
Tek heilshugar undir það að þetta er góð bók og hefur elst vel. Hún er vönduð og vel unnin og efnistökin almennt góð. Því miður finnst mér vanta aðeins uppá það í nýju bókinni okkar Farið í hjólfar Ferðaklúbbsins 4×4 í 20 ár, en því miður hef ég rekist þar á talsvert af stafsetningar-, innsláttar og staðreyndavillum. Bókin annars skemmtileg og með miklu af skemmtilegum myndum, en ég játa að þetta hefur pirrað mig aðeins.
Ferðakveðja,
BÞV
06.01.2004 at 00:52 #483282Sælir.
Bíll Arons er árg 2000 og bíll Páls árg 1996. Það er því 4ra ára aldursmunur á þeim Lúther. Annars er voðalegt að fylgjast með þér hvað þér virðist líða illa yfir þessu "44 ævintýri Pajero eigenda… Það sem öllu máli skiptir, er að þetta er að öllu leyti sama kram og í nýjum Pajero, 3,2 lítra vél með 5 þrepa "tip tronic" skiptingu og 100% sjálfstæðri fjöðrun á öllum hjólum (eitthvað sem einhver kallaði "þróaða fjöðrun").
Annars eru hlutföllin komin í þann gyllta Skúli, en milligírinn er á borðinu. Óskar Ólafsson er kominn með milligír í sinn bíl (hann er árg. 2003 Lúther og því 7 árum yngri en bíll Páls en þremur árum yngri en bíll Arons, jafngamall mínum og öllum hinum "38 Pajerounum með nýja boddýinu…).
Það hlýtur að verða einhverntíman tími til að taka þig með Hlynur, sérstaklega þegar þeir þróuðu verða allir komnir með lóló, þá verður ferðahraðinn væntanlega svipaður og á Daddanum…
Ferða- stærðfræði- 44" þróunar- kveðja!
BÞV
06.01.2004 at 00:29 #483380Sælir.
Já, svo er "35 dekkin almennt hringlótt sem er alls ekki sjálfgefið með "38 hjólin. Annars gafst ég upp á þessu hringli á milli stærða um síðir, bæði er bíllinn alls ekki eins snotur á minni hjólum og mótor snýst of mikið á þægilegum ferðahraða í sumarferðunum á litlu hjólunum (a.m.k. ef búið er að lækka drifhlutföllin).
Ferðakveðja,
BÞV
06.01.2004 at 00:24 #483398Sælir.
Ég veit svo sem ekki hver er "bestur" í þessu, en Aron Árnason hjá Jeppaþjónustunni hefur stillt inn drif í alla mína bíla og hefur það reynst vel. Það skiptir miklu að þessi vinna sé vel unnin.
Ég sé að þú ert með LC rör undir bílnum þínum, svoleiðis hásingar hafa oft komið inn á gólf í Jeppaþjónustunni.
Annars eru örugglega ýmsir aðrir góðir í þessu líka.
Ferðakveðja,
BÞV
05.01.2004 at 12:14 #483274Sælir aftur.
Svona gullmoli er auðvitað nánast ómetanlegur…
Annars er bara að tala við Aron og fá hjá honum verð eða tilboð í breytingu. Eins og ég hef áður lýst, þá kemur á óvart hve gott pláss er fyrir stór hjól á svona bílum. Þannig er t.d. ekkert nýtt stýrisstopp á þessum "44 bíl sem þýðir að beygjuradíus hans er sá sami og á original bíl. Þá eru engar ytri breytingar á innréttingu í skottinu, þrátt fyrir tiltölulega litla hækkun, 16,5 cm. færslu á afturöxli og "44 hjól.
Karlinn er í Þórsmörk í dag að montast þar með útlendinga.
Ferðakveðja,
BÞV
05.01.2004 at 10:10 #483268Sælir félagar.
Fékk eina mynd af græjunni hans Arons sem tekin var í laumutúr þeirra Páls… Hún er í albúminu.
Ferðakveðja,
BÞV
02.01.2004 at 16:02 #483184Sælir.
Þetta er dæmigert svar sem þú færð frá bifreiðaverkstæðinu Toppi. Á nútíma bílaverkstæðum (mörgum hverjum) eru menn algerlega orðnir þrælar tölvuúttekta, skilja hvorki né vita hvað að er né af hverju, nema bara ef tölvan segir þeim það. Svo felst "viðgerðin" í því að skipta um hluti en ekki gera við þá.
Það er eins og sumir átti sig ekki á því að það er hægt að gera við flest, þó auðvitað sé það alltaf spurning um það hvort það borgar sig. T.d. veit ég ekki um mörg verkstæði þar sem menn gera við vélartölvur úr bílum, en þó eru þau til, eig veit allavega um eitt.
Ferðakveðja,
BÞV
02.01.2004 at 15:16 #478714Sælir félagar og gleðilegt árið.
Já, það er rétt að byrja árið á því að skoða alvöru þróun, bæði hér heima og erlendis. Ég er sammála því, að þessi græja hlýtur að vigta talsvert, enda virðist stálið hvergi sparað í þetta "monster". Takið líka eftir því að þetta virðist vera drifið áfram af glussadælu og glussamótorum, sem ekki er nú beinlínis léttasta stöffið til slíkra hluta.
Nú er Aron Árnason búinn að breyta fyrsta "44 Pajero með nýja boddýinu og verður gaman að sjá hvernig það kemur til með að koma út. Assgoti glæsilegur bíll með jafnbreiðum köntum og "38 bílarnir, en innvíðar felgur í staðinn. Afturöxull færður aftur um 16,5 cm. Eins og hugur manns að aka honum! Ég reyni að ná mynd af honum fyrst og setja í albúmið mitt.
Ferðakveðja,
BÞV
01.01.2004 at 13:22 #483162Já, gleðilegt ár með von um frísklegar umræður á nýja árinu og mikinn snjó.
Ferðakveðja,
BÞV
31.12.2003 at 00:35 #482952Sælir félagar.
Þetta með hugmynd Óla um ca. 12 mm spotta ca. 2 m. frá enda er að mínu viti góð hugmynd, en einnig hef ég stundum séð menn hnýta úlpu eða galla á miðjan spottann til að taka mesta hvellinn úr þeim enda sem kynni að slitna. Annars eiga menn hiklaust að vera með sterkari spotta en veikari, því það koma annað slagið t.d. krapatúrar sem reyna ótrúlega á spottana. Svo er það gott húsráð að ganga vel um tógið sitt og hnýta það ekki í hvaða "járnkant" sem er og nota hiklaust lása ef hætta er á að það merjist á járni.
Menn eiga að standa saman um að útrýma öllum spottum með járnkeðjum á endanum, þeir eru einfaldlega stórhættulegir.
Ferðakveðja,
BÞV
30.12.2003 at 00:13 #483004Sælir aftur.
Þetta Skessuskjóls nafn heyrði ég fyrst og tel víst að það hafi verið upphaflega nafngiftin vegna nýtingu hinna 3ja föngulegu meyja á húsinu. Mig grunar að Birgir nokkur Brynjólfsson (Fjalli) hafi síðan bætt um betur og kallað húsið Nornabæli. Það er vissulega nokkuð kröftugt nafn, en þó tæplega í anda hinna ljúfu fljóða sem þarna áttu sumarvist (eða a.m.k. part úr sumri/sumrum).
Veistu annars Einar hvað þær dvöldu þarna lengi, þ.e. voru þær í mörg sumur og þá hvað lengi á hverju sumri?
Ferðakveðja,
BÞV
-
AuthorReplies