Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
29.10.2005 at 22:14 #530258
Sælir!!
Það fyrsta sem menn eiga að gera ef bílarnir byrja að haga sér undarlega varðandi rafmagn…þá hleðslu og startkraft. Fara til þeirra sem selja rafgeyma, þá meina ég ekki Bílanaust eða slíkar "búðir" heldur eins og t.d. Rafgeymasöluna í Hafnarfirði, Skorra uppá höfða…og hreinlega fá þá til að mæla bílinn. Það kostar ekkert og þeir gera það á einni mínútu eða svo, þá kemur í ljós hvort að það sé hleðslann og þar af leiðandi alternatorinn eða hvort að það sé geymirinn.
Ég hef lent í þessu og farið beint í Rafgeymasöluna og þar af leiðandi ekki eytt tíma eða peningum í neitt annað en að laga hlutinn í hvelli.
Þetta sparar manni bæði tíma og peninga.
Kv
Siggi
29.10.2005 at 18:06 #530278Sælir….
Ef eg hefði sama valmöguleika og þú, að fara annaðhvort á rúntinn uppá hálendi eða vera í borginni og sulla í öli…..að þá væri valið einfalt. Hálendið…..og ef maður kemst þangað…gista uppí Laugum og skella sér í lækinn og fá sér þá öl…..hehe
Það er alltaf hægt að fá sér öl í bænum……fyrir utan það að það eru nógu margir í bænum sem eru að sulla…um að gera að dreifa þessu á landsvísu ;o)
Kv
Siggi….
28.10.2005 at 22:29 #530082Sælt veri fólkið….
Ég er kominn með góða skilgreiningu á þessu máli. Ef það er ekki hægt að hækka þetta klippa úr og setja stærri dekk undir þetta, lækka hlutföll setja í þetta einhverjar læsingar að þá er ekki hægt að kalla þetta jeppa.
Þannig að Original jeppar verða ekki jeppar fyrr en skórnir stækka ;o)
Og svo langar mig líka til að taka það fram að Kórando er meiri jeppi en Sorento. Það er einfaldara að breyta honum á stærri dekk og ódýrara að lækka hlutföll og setja í þetta læsingar þar sem að það er sami drifbúnaður í þessu og í Musso. Og svo er líka hægt að fá þá með bæði bensín og díselvélum frá ca: 100 hö uppí rúmlega 220 hö.
Kv
Siggi
28.10.2005 at 21:58 #519284Sælir….
Er ekki fullmikil bjartsýni að láta sér yfirhöfuð detta til hugar að fara með álfelgur í galvaníseringu?
Galvanísering 101:
Aðalástæða galvaníseringar á hlutum er til að draga úr hættu á ryðmyndun, og verður hún ekki nema að skemmd komi í galvaníseringuna eða ef gæði hennar eru léleg. Ryðmyndun í áli er ekki fræðilegur möguleiki þar sem að ryð getur aðeins átt sér stað í stáli sem er ekki varið gegn því.Vissulega getur tæring átt sér stað í áli, en eru yfirleitt aðrar aðferðir notaðar til að halda þeim í skefjum en með galvaníseringu.
Bara smá skot í umræðuna.
Kv
Siggi
25.10.2005 at 18:17 #529812Sælir…
Ég verð nú að segja að 5 millur fyrir 2001 Patrol er nú fjandi hátt.
Fyrir ca: 2 vikum síðan eða svo keypti einn vinur minn 44" Patrol 2001 á ca: 3.7 millur.
Og skal tekið fram að bíllinn er fullbreyttur með ÖLLU og ekinn aðeins 50 þúsund.
Það er nú ekki eins og að Patrolinn sé sami "GULL" moli og 80 krúserarnir sem eru eknir til tunglsins og tilbaka. Sem eru reyndar næstum jafndýrir.
Kv
Siggi
25.10.2005 at 02:06 #529876Sæll…
Skiptu um olíu í hvelli…annars eyðileggur þú kassan í bílnum. Ef þú ert búinn að keyra hann eitthvað með gíroliu þá áttu á hættu að steikja kassann….
Ég hef lent í þessu og þurfti að taka allan kassan upp…..Ég vissi ekki að það ætti að vera DEXRON II sá ekki miðann útaf drullu. Og vil ég taka fram að ég bætti bara á kassan þar sem að það var kominn smá leki og vantaði aðeins á hann.
Ekki klikka á þessu….það á að vera sjálfskipti vökvi á bæði gírkassa og millikassa…..
góðar stundir…
Kv Siggi ;o)
15.10.2005 at 08:24 #457368Ég vissi að það væru ekki til neinar þaulprófaðar reynslusögur, en eins og Freysi segir að þá eru margir komnir á þessi dekk núna í vikunni…og ætti þá einhver að fara að geta tjáð sig eitthvað um þau. Ég er ekki að fara fram á einhverjar svakalegar sögur…heldur bara að fá að heyra hvað mönnum finnst en sem komið er.
VEGAHLJÓÐ og fleira.
Einnig var gaman að heyra þessa frásögn frá Freysa. Segi ég nú ekki annað en að LOKSINS komu þessi blessuðu dekk. Ég fæ mér kannski svona dekk fyrir næsta vetur….ef reynslan af þeim er nógu góð.
Kveðja
SIGGI
13.10.2005 at 16:25 #457360Sælir…
Eru einhverjir búnir að keyra á þessum dekkjum??..Hvernig er veghljóð?
Hvernig er að keyra á þeim hérna innanbæjar? Er einhver búinn að prófa þessi dekk í ferð? Snjó kannski?
Þið sem eruð búnir að fjárfesta í þessum túttum ættuð nú að leyfa okkur hinum að heyra….
Er sjálfur á nýlegum 38" blöðrum þannig að maður er ekkert farinn að huga að því að fá sér ný dekk strax….
En fyrir næsta vetur verður fjárfest í nýjum og hin notuð sem sumardekk.
Ausið nú úr REYNSLU brunninum. Þá á ég við þá sem geta sagt eitthvað þótt stutt sé síðan að fyrstu menn umfelguðu þetta undir sig.
Kveðja
Siggi
07.10.2005 at 16:17 #528892Sælt veri fólkið….
Mér finnst sú hugsun að maður skuli ekki geta eytt auglýsingum og myndum vera fáránleg. Ef á allann pakkan er litið að þá mun þetta þegar frammí sækir taka óþarfa pláss á netþjóni þeim sem síðan er og ekki er það til að gera hlutina ódýrari í sambandi við rekstur netsins.
Það þarf að vera hægt að eyða gömlum augl´syingum sem þjóna engum tilgangi lengur. Þeir sem vilja vita hvað þeir hafa auglýst geta á einfaldan hátt haldið utanum það í sinni eiginn tölvu með því að setja þetta bara in í notepad.
Kveðja
Siggi
07.10.2005 at 16:05 #528918Sælir….
Það er ekki flókið, kaskó á að dekka þetta, en það er svo alltaf þessi sjálfsáhætta sem maður þarf að borga sjálfur og þar sem að bíllinn skemmdist af völdum þess sem var dreginn er ekki nema sjálfsagður hlutur að sá hin sami eigi þá að punga út fyrir sjálfsáhættu þess sem lendir í tjóni vegna hins aðilans.
En munið það félagar….að það er ALLTAF sá sem dregur sem er ábyrgur. Skiptir engu máli hver bindur þar sem að sá sem er á tryggingu dráttarbílsins er alltaf sá sem ber tjónið.
Með því að skrifa undir svona skjal sem áður var nefnt í þessum þræði ætti sá sem veldur tjóninu að bera lagalega skyldu til að bæta skaða sem verður af hans völdum, ja eða ökutæki hans. En þetta þarf þá að vera löglegur samningur og þá einnig 2 vottar að réttum undirskriftum.
Þetta er að ég held eina leiðinn til að hafa réttinn sín megin.
Ég lenti í akkúrat svona atviki fyrir rúmum 3 árum og var ég þá á jeppanum sem var að draga og sá hin sami skemmdist. Ég reyndar verð að bíta í það súra að ég gerði þau mistök að leyfa óreyndum hálfvita að binda í fasta bílinn. Vildi ekki betur til en að þar sem að þessi óreyndi hálfviti batt þannig í fasta bílinn að spottinn slitnaði og endaði aftan á mínum bíl.
Þetta er umhugsunarvert, eftir þetta hef ég útbúið mjög öfluga dráttar króka á minn bíl bæði að framan og aftan til að verða ekki einn af þeim sem myndi valda svona tjóni hjá öðrum og ég dreg engan sem er ekki með almennliega króka eftir þetta.
Ég slapp þó við að fá spottan í gegnum afturrúðuna og varð tjón mitt minna þar af leiðandi.
Hugsum okkur 2svar um áður en kippt er í.
Kveðja
Siggi
06.10.2005 at 18:25 #528876Sæll Bjarni!
Takk fyrir svarið. Ég verð þá bara að fara í feluleik þar sem að gagnaeyðing er ekki valmöguleiki.
Ég er nú samt alveg steinhissa á að svona klúður skuli vera til staðar á þessari blessuðu heimasíðu að ekki sé hægt að eyða auglýsingunum.
Ef maður er eitthvað að auglýsa að ráði að þá verður upplýsingasíðan hjá manni fjandanum lengri fyrir rest.
Það er náttúrulega bara fáránlegt að ekki skuli vera hægt að eyða þessu.
Hilsen
Siggi
05.10.2005 at 21:09 #196405Halló félagar…
Er einhver hérna sem getur sagt mér hvernig maður eyðir auglýsingu sem maður vill ekki hafa lengur???
Er búinn að reyna að eyða 2 auglýsingum en get það ekki….
Ég bara finn ekki hvernig það er gert…eða hvort að það sé eitthvað klikk á vefsíðunni núna…..ekki að það væri neitt nýtt en samt.
Með fyrirfram þökk
Kveðja
Siggi
25.09.2005 at 19:30 #527606Sælir…
Ég verð nú að tjá ykkur ánægju mína á þeim dekkjum sem ég nota ídag.
Ég er á Ground Hawg II micróskorin miðja og negldir kantar. Ég er búinn að keyra þessi dekk ca: 25 þúsund kílómetra og eru þau búin að slitna um ca: 20% – 25%, Hef ég verið með Dick Cepek undir sama bíl og það eina sem þau dekk höfðu umfram GH var veghljóðið inní bíl.
Ég hef reyndar ekki mikla reynslu af Mudder, en sú reynsla sem ég hef af þeim að þá eru þau mjög goð, eins og flestir jeppamenn segja.
Ef ég væri að fá mér ný dekk ídag að þá myndi ég hiklaust kaupa mér Ground Hawg, bíllinn drífur mjög vel á þeim og þau slitna minna hjá mér en Mudderinn þrátt fyrir að ég sé með allt annað en mjúkt aksturslag.
Ég hef ekki verið að hlífa dekkjunum í beygjum eða neitt svoleiðis.
Ég er reyndar að fara í smá breytingar á jeppanum hjá mér og var farinn að fylgjast aðeins með Iroc umræðunni uppá að fara þá uppá 39.5" og þar með hækka jeppan aðeins og vonandi enn að auka drifgetuna. Ég mun ekki taka þá áhættu í bili heldur halda mér við mín Ground Hawg, ég tek það fram að GH dekkin sem eru undir jeppanum hjá mér eru orðin ca: 3gja ára gömul og EKKI sprungin eins og Irokinn hjá Benna.
Gúmmí kveðja
Siggi ;o)
31.08.2005 at 17:55 #525990Sælir drengir!
Var í sambandi við fyrirtæki í Ameríku sem smíðar vélar nákvæmlega eins og maður vill hafa þær. Maður segir þeim bara hvað maður vill hafa hana í hestöflum og hvaða tog maður sækist eftir og þeir smíða hana nákvæmlega þannig.
Ég bað þá um að gera tilboð í mótor sem mig langar til að setja í Mustang sem ég á og bað ég um annað hvort 302cui eða 351cui semsagt FORD mótora.
Ég setti þau skilyrði að vélin ætti að skila 400 truntum og allaveganna því sama eða meira í togi. Vélinn ætti að vera smíðuð þannig að hún þyldi mikið álag ásamt því að geta gengið í bíl sem væri notaður hartnær daglega.
Þetta var útkoman.
302/351 (skiptir ekki máli hvort maður vildi) mótor sem skilar 406 hrossum og ca: 600 – 700 Nm, meðfylgjandi staðfesting á DYNOtesti með vottun. Tilbúin að setja beint ofaní og aðeins að tengja og svo setja igang.
Vélin væri semsagt að ÖLLU leiti tilbúin beint úr kassanum og þá að sjálfsögðu ný. Verð ég að segja að verðið kom mér skemmtilega á óvart þar sem að ég bjóst við hærra verði. En það var 7000$
Get útvegað frá þeim hvernig mótor sem er nýjan og DYNO testaðan eins og þú vilt hafa hann. Þetta er mjög virtur mótorsmiður í t.d. Kvartmílu og kappakstri í Ameríku. Þetta fyrirtæki er 25 – 30 ára gamalt!
Kv.
Brutal
07.08.2005 at 21:12 #196137Sælt veri fólkið!
Er orðinn þreyttur á að lesa í gegnum allan gamla þráðinn aftur og aftur.
Guðjón…Hvernig ganga breytingarnar? Er hann að verða klár? Er ekki kominn tími á að seðja hungur okkar „félaganna“ með fleiri nýjum myndum af þeim breytingum sem eru í gangi eða þegar undangengnar?
Vonandi sjáum við áframhald á „The Chevy Patrol“
Kv
Brutalius
26.07.2005 at 22:32 #525096Sæll Ásgeir!!
Það er nokkuð ljóst að þú heuf rekki þroska til að vera með í þessari umræðu. Þó svo að þú akir um á bensín jeppa að þá mun þessi hækkun á dísel olíunni einnig hafa áhfrif á þig.
Mér finnst líka sorglega heimskulegt hjá þér að kalla aðra vitleysinga þó svo að þeir séu ekki búnir að mótmæla fyrr en núna á næstu dögum.
OG það að þér sé drullusama hvað dísel olían kostar lýsir því miður þroskaleysi hjá þér ungi maður. Þessi hækkun á olíunni hefur áhrif á ALLA í landinu, þar sem að þessi hækkun mun leiða af sér aðrar hækkanir sem munu hafa áhrif á hvert mannsbarn í þessu blessaða landi okkar vegna aukins kostnaðar á t.d. ALLANN flutning sem er á landi. Vil ég taka það fram að ALLUR innflutningur til Íslands er á einhverju stigi í ferlinu frá skipum eða flugvélum fluttar á götum og vegu landsins sem að sjálfsögðu kemur til með að hafa áhrif á verðlag í landinu.
Eitt vil ég líka segja um verð á bæði díselolíu og bensíni. ÞEssi blessuðu olíufélög sem á þessu landi okkar starfa, eru með gríðarlega mikla álagningu á eldsneytið og þá sérstaklega díselolíuna. Álagning olíufélaganna hérna heima á díselolíuna er mun meiri hlutfallslega en bensínið miðað við flest önnur lönd í Evrópu.
Vil ég t.d. nefna verð á díselolíu í Finnlandi, en þar kostar líterinn 0.8? (evrur) sem eru þá ekki nema 62 krónur ÍSK. Og mér skyldist á þessum finna sem sagði mér þetta að skatturinn væri í olíunni eins og hún er orðinn hérna. ÞArf þá að spá meira í álganingu olíufélaganna hérna heima??? Líterinn er örlítið dýrari en líterinn kostaði hérna heima þegar það var EKKI skattur á honum.
Sýnum samstöðu með þeim sem mótmæla núna í vikunni og förum með í þetta og styðjum þá sem styðja okkur.
Það hefur ekkert uppá sig að "nöldra" hver í sínu horni þar sem að það hefur ENGIN ahrif.
Kv, Siggi
05.07.2005 at 09:45 #524608Sæll Einar!
""""En við megum heldur ekki gleyma því að ökutæki yfir 10 tonn verða ennþá í gamla kerfinu – sem er mun hagstæðara fyrir stór tæki sem eyða miklu, en ósanngjarnt gagnvart okkur á "litlu" bílunum þar sem við erum að borga fyrir slit sem er ekki eftir okkur.""""
Þú talar um að bílar yfir 10 tonnum verði áfram í gamla kerfinu, semsagt að það verði innheimtur þungaskattur áfram af þeim miðað við ekinn fjölda kílómetra. En þú gleymir einu, þeir þurfa líka að kaupa olíuna á sama verði og við hin sem gerir það að verkum að þeir verða MIKLU dýrari í rekstri. Þeir hafa enga heimild til að keyra á litaðri olíu. Þetta fer sjálfkrafa útí samfélagið sem hækkun á flutningum, sem þýðir verðhækkun á flestum vörum.
Þessi breyting á olíugjaldinu hefur miklu meiri áhrif á þjóðfélagið en nokkurn mann órar fyrir. Þetta er eitthvað sem kemur útí verðlagið á allt annan hátt en fólk sér í beinu með hækkun lítrans.
Ég held að við verðum að fara að gera eitthvað í þessu. Ekki bara sitja og blaðra. Einn maður segir ekkert í þessu sambandi. Við verðum öll að taka okkur saman í andlitinu og standa saman að þessu sem einn hópur en ekki sem fullt af einstaklingum.
Hvernig væri að stofna félag??? Félag sem tekur á þessum málum fyrir alla.
Er það ekki eitthvað sem þarf að taka til athugunar?
Kv Siggi
03.07.2005 at 18:09 #524598Er ekki allt í lagi félagi???
Af hvaða ástæðu 37 tonna jarð ýta að borga jafn mikið fyrir olíuna og fólksbíll eða jeppi???
Þessi skattur er fyrir vegakerfið, þó svo að hann skili sér ekki allur þangað.
Með þessum orðum þínum þá ætti skipafloti landsins líka að borga sama verð og bílarnir, ég er ekki alveg að sjá hvaða vegi uppi á landi skipin nota til að komast leiða sinna.
En ég er sammála um að þessi skattur sé landi okkar til skammar þar sem að ekkert land á Norðurlöndunum er með jafn dýra dísel olíu og bensín. (Miðað við það sem ég fann á netinu) Og ef þessu er velt upp og grandskoðað þá er þetta notendum engann veginn til hagsbóta.
Svo er eitt enn, hvernig stendur á að Íslendingar geta aldrei mótmælt???? Gerum eitthvað róttækt í staðinn fyrir að gjamma bara alltaf í okkar eiginn horni þar sem það verður aldrei neitt nema gjamm.
MÓTMÆLUM af FULLRI alvöru, mætum ÖLL sama dag og þingið fer í gang aftur og lokum ÖLLUM aðkomuleiðum að Alþingishúsinu. Þannig að þegar ráðherrarnir eru mættir þá komast þeir ekki heim fyrr en búið er að lofa einhverri breytingu.
Af hverju þorum við aldrei neinu???
Reynum nú einu sinni að sanna að við erum með munninn fyrir neðan nefið þegar þarf á því að halda í staðinn fyrir að vera alltaf að væla yfir einhverju sem gerist einfaldlega útaf því að við mótmælum ekki.
Enn og aftur nefni ég Frakkland sem dæmi, þó svo að þeir skaði oft á tíðum meira með mótmælum sínum að þá ná þau fjandi oft tilætluðum árangri.
Mótmæla kveðja
Sigurður Friðriksson
06.06.2005 at 10:10 #523164Sælt verið fólkið!
Jæja….ég sé ekki betur en að bíllinn sem vakti upp þessa umræðu frá upphafi sé búinn að lækka um heil 400 þúsund í ásettu verði….
Hvað ætli það þýði að maður fengi hann á ef maður myndi veifa seðlunum í smettið á gæjanum?
Ásett 3.2 mills svo lækkar verðið niður í 2.8 mills.
Ég er viss u að hann fengist á einhver 1500 þúsund ef maður kæmi með aurinn…. sérstaklega ef maður kæmi með það í 1000 köllum….
Hahaha….
Sá sem er að spá í þennan bíl ætti kannski bara að bíða aðeins lengur……endar með að hann fæst gefins….hehehe…
02.06.2005 at 19:25 #523448Sæll
Ég fór eins langt og ég nennti að standa í, það endaði með að hann var rekinn af eBay. En það skilar manni engum peningum tilbaka.
Ég versla aldrei á eBay aftur nema að ageta borgað með PayPal, það er öruggasta leiðin þó svo að hún sé ekki skotheld.
En í sambandi við að flytja inn hluti sjálfur að þá getur það komið mun betur út en að kaupa það hér heima, án efa. En því fylgir viss áhætta og borgar sig að kynna sér viðkomandi söluaðila til að tryggja sig eins og hægt er.
Flutti t.d. inn þessi Pullup spil og hafa þau spil sem ég hef selt reynst mjög vel, hef ekki fengið neina kvörtun ennþá. Ég sel þau með 2gja ára ábyrgð á verksmiðjugöllum. Ég mun einnig útvega þá varahluti sem kann að þurfa.
Kveðja
Siggi 😉
-
AuthorReplies