Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
16.01.2006 at 21:47 #539230
Sæll….
Gerðu sjálfum þér greiða. Byrjaðu á þessum bíl, skaðar ekki að fjárfesta í hinum og þessum aukahlutum sem fylgja þessu sporti. Það tekur tíma að byggja það allt saman upp ef þú átt ekki þeim mun meiri peninga.
Ef þig langar til að halda þessu sporti áfram og færa þig uppá stærri túttur, að þá borgar sig að skipta um bíl, vegna þess að það er mun ódýrara að halda við bíl heldur en að breyta honum og líka halda honum við.
Kv
Siggi
14.01.2006 at 08:20 #538712Sælir…
Vil bara benda mönnum góðfúslega á það að ef þeir ætla að leigja sandblástursgræjur og loftpressur, að þá má reikna með mörgum mörgum þúsundum í það, og þar sem að þetta er eitthvað sem tæki 1 – 3 daga að þá er spurning hvort að það borgi sig??
Ég myndi eins og Hjörtur sagði, nota ætigrunn, það er fjandanum sterkara efni sé það notað rétt.
Mín reynsla af Hammerite er sú að ég myndi ekki nota þá málningu nema að nota ætigrunn undir. Þó svo að framleiðandinn segji að það sé óþarfi að grunna vegna ryðvarnareiginleika hennar.
Ætigrunnur er einhver albesti grunnur sem hægt er að nota í svona, og ekkert svo hræðilega dýr miðað við margt annað efni á markaðnum.
Kveðja
Siggi
12.01.2006 at 17:08 #538648En hvernig stendur á að "Dýranaust" og þá að sjálfsögðu önnur fyrirtæki geta verið með svona mikla afslætti þegar þeim dettur íhug?
Væri ekki betra ef verðið væri bara lægra alltaf??…En ekki bara einu sinni eða kannski tvisvar á ári? Þá er ég ekki að meina að þeir eigi að vera með allt á einhverjum dánprís með enga framlegð, ég geri mér fyllilega grein fyrir því að það er ekki hægt að reka fyrirtæki með því að láta alla hafa hlutina án álagningar.
En þar sem að þessar útsölur fara ígang með afslætti uppá 20 – 60% og hjá sumum uppí 90% er þá ekki eitthvað að? Er ekki álagningin bara of mikil þann tíma sem ekki eru neinar útsölur?
Ég allaveganna get ekki fengið mig til að kaupa margt af því sem ég þarf í þessum verslunum einfaldlega vegna þess að ég get flutt flest allt af þessu inn sjálfur á mun betra verði en boðið er hérna heima.
Svo við förum nú ekki að tala um þá peninga sem allir innflytjendur og söluaðilar á varningi hérna heima eru að þéna á okkur þar sem að gengið er svona hagstætt eins og það er. Ekki hefur styrkur krónunnar skilað sér út í verðlagið með lækkun fyrir neytendur. Ekki eins og maður gæti ætlast til. Nei heldur erum við að blæða í stærri og feitari sarp kaupmannana. Þar sem að ekki er búið að lækka vörur í samræmi við lækkun á innkaupsverði erum við bara að borga meiri álagningu sem fer beint í vasann hjá þessum risum.
Ég veit ekki með ykkur en ég er orðinn ferlega þreyttur á þessum nauðgunum….
Kveðja
Siggi….útsölumorðingi…
09.01.2006 at 22:01 #538414……
09.01.2006 at 17:52 #538226Ég fæ ekki betur séð en að þetta séu Hella Rally 3000 kastarar á þessum krúser, þeir eru með perustæði fyrir þokuljós, og svo er hægt að gera annað í staðinn fyrir að kaupa þessar rándýru hettur í Dýranausti og það er að kaupa bara ljósaspray, rautt svoleiðis, einnig er hægt að fá ljósa spray í hinum ýmsu litum sem gerir það að verkum að menn geta verið með parkið eins og þeim dettur í hug á litinn.
Ef það er ekkert að bílnum sem sést, og að þessi "lituðu" ljós eru ekki sterk, þá eru miklar líkur á að löggan láti menn í friði, þó svo að ég ábyrgist að sjálfsögðu ekki neitt í þeim efnum. En ef þeir ætla að halda því fram að þetta pirri aðra í umferðinni að þá ættu þeir bara sjálfir að passa sig í sinni ljósanotkun. Þá sérstaklega með þessi bláu. Þau eru misnotuð oft á hverjum degi hjá þessum köllum, og hef ég hvergi lesið í neinni reglugerð né lögum að þeim sé heimilt að nota þau eins og þeir gera æði oft.
En hvað um það, mér sýnist þetta semsagt vera Hella Rally 3000 eins og ég var með sjálfur hjá mér, áður en ég fann "ljósið" 😉
Kveðja
SiggiP.S. Þetta eru sennilega bara hvítar perur. Þær verða svona á mynd þori nánast að hengja mig uppá það…..
05.01.2006 at 17:05 #538012Sæll..
Þar sem að þú ert að tala um að vera á bíl sem er bara á 31" – 33" dekkjum myndi ég ekki hika við að fá mér bíl á klöfum. Þeir eru mun liprari og með betri aksturseiginleika heldur en hásingabíll.
Ég er vissulega á 38" klafabíl og hef líka verið á 38" og 44" hásingabílum. En reyndar stefni ég að því að setja hásingu undir þennan klafabíl hjá mér. Þó svo að það verði ekki af því alveg strax. Ástæðan fyrir því að ég ætla að setja hásingu í stað þess að vera áfram með klafabúnaðinn er til að fá stærra drif í hann að framan og líka til að geta haft fjöðrunina eins og ég vil.
Ég verð að segja fyrir mitt leiti að það er margt sniðugt sem ég sé við klafabúnaðinn eins og er í Pajero (þeim sem eru á því að framan og aftan) Ég hef ekki skoðað hann neitt með tilliti til styrks eða þannig.
En svona búnaður rétt smíðaður með stórum drifum er sennilega eitt það besta sem hægt er að hafa í þessum jeppum okkar hér heima þar sem að drifkúlan er mun hærra staðsett en á hásingabíl með jafnstór hjól.
En semsagt, þetta eru bara mínar pælingar.
Í sambandi við Explorer að þá hef ég rekist á einn svoleiðis hérna heima. Hef reyndar ekki hugmynd um þann bíl nema hvað að ég heyrði að það var í honum grútarbrennari. Ætti að vera hægt að finna upplýsingar um það á netinu.
Kveðja
Siggi
28.12.2005 at 14:24 #537344Sæll..
Það hefur oft verið gert að punkta saman læsingar sem eru af eldri gerð og einnig læsingar i minni drifum. Ég var með loftlás í DANA 30 og var hann soðinn. Það þarf ekkert marga punkta svo lengi sem þeir eru vel soðnir. (Liggi ekki bara á yfirborðinu)
Ég myndi hiklaust sjóða hana. Better safe than sorry
Kveðja
Siggi
25.12.2005 at 21:15 #536922Ég er alveg sammála með það að þetta er flottur runner. Enda lítið eftir af Toyotu í honum…hehe….
Nei nei svona án alls gríns…..að þá er gallinn á 4Runner sá og verður alltaf alveg sama hversu mikið er búið að breyta þeim að þetta er alltof þröngur bíll. En það verður ekki af þeim tekið að þetta eru nokkuð smekklegir jeppar eftir að búið er að setja þá á stærri hjól.
Og eins og sagt er ofar í þessum þræði að þá sakar ekki að eiga eina eða tvær bensínstöðvar í þessu tilfelli, því þetta eyðir meira á hundraðið en helvíti brennir á heilli viku….hehe.
Jólakveðjur
Siggi…..
23.12.2005 at 15:00 #536070mhn…hvern andskotan ertu að meina með að ég eigi að rata niður í Toyota????
Fyrir utan það að setja stærra þurrkublað að aftan hlýtur að auka loftmótstöðuna….giska á að þú missir allaveganna 10 hö við það…Svona miðað við að nota sama útreikning og þú virðist gera.
Svo er líka það að fara af 31" niður í original dekkjastærð að þá eykur þú ekki hestaflafjöldan.
Þó svo að þú takir burtu helling af einhverjum bíl eða bætir fullt af drasli á hann að þá breytist hestafla fjöldin ekki neitt. Það verður bara mismunandi létt eða erfitt fyrir þau hestöfl sem eru til staðar að koma ökutækinu áfram.
Ég skil ekki að þú skulir alltaf gera svona lítið úr sjálfum þér, að koma alltaf með svona heimskulegar athugasemdir aftur og aftur? Ekki nema að það sé bara einfaldlega þannig að þú sért svona ferlega illa gefinn. Ég þekki þig ekki og ætla þar af leiðandi ekki að dæma þig.
En allaveganna lítur þetta þannig út fyrir mér.
Jóla kveðja
Siggi
22.12.2005 at 14:19 #536060Sæll…
Hvernig færðu það út að Toyota Rav 4 sé með tæplega 160 hestafla vél? Nei ég bara spyr þar sem að Toyota gefur upp að nýr Rav 4 sé 150 hö Ég var að spá í að kaupa svona bíl í sumar (2001 módel 2.0 bsk.) og skildi ekki að þetta helvítis drasl hreyfðist ekki úr sporunum alveg sama hvað maður stappaði fast á bensíngjöfina. Allaveganna ef þetta eru svona mörg hestöfl eins og þú segir að þá eru þetta fjandakornið ekki nema nýfædd folöld.
Þessir bílar eru gjörsamlega vitamáttlausir. Og ef maður ætlar að keyra þetta og reyna að koma þessu eitthvað áfram að þá eyðir þetta ávið 8 cylindra Cherokee eða einhverju svipuðu. Og þá verð ég nú að segja það að ég myndi nú velja hvað sem er framyfir Rav 4, þetta eru þvílíkar dósir að þegar maður var að prufukeyra þetta fékk maður á tilfinninguna að maður myndi drepast við að lenda í árekstri við reiðhjól…
Kveðja
Siggi
16.12.2005 at 04:45 #536048Jæja….
Var að lesa í gegnum þessar prófanir sem PopularMechanics eru með á síðunni hjá sér. Þar segir að ef eitthvað er myndi Hiclone draga úr afli ökutækisins.
Þetta er Quote frá þeim:
[b:3b8zvhn8]TornadoFuelSaver[/b:3b8zvhn8] (Hiclone??)
Tornadofuelsaver.com, $70
[b:3b8zvhn8]THEY CLAIM:[/b:3b8zvhn8] "… an increase in gas mileage–up to 28%!!!" [b:3b8zvhn8]"Dynometer[/b:3b8zvhn8] [sic] testing demonstrates an [u:3b8zvhn8][b:3b8zvhn8]increase[/b:3b8zvhn8][/u:3b8zvhn8] of 4 – 13 horsepower."
[b:3b8zvhn8]BOTTOM LINE:[/b:3b8zvhn8] Normally, we want less turbulence in the intake, not more.Hvaða niðurstöðum ætti maður að trúa? Þeim sem koma frá seljanda/framleiðanda eða óháðum aðila sem prófar þetta allt á nákvæmlega sama hátt?
Ég veit hverju ég trúi…..
Ég meina…er ekki alveg eins gott að fá sér bara straumbreyti í bílinn hjá sér og öflugan hárblásara stinga kvikindinu útum gluggan beina honum aftur og setja hann á FULL POWER……Ætti það ekki að auka aflið í bílnum hjá manni líka? Og þar af leiðandi draga úr eldsneytiseyðslu??… Ég bara spyr.
Er ekki talað um að Hiclone auki loftmagnið sem fer inná vélina þar sem að það "snýr" loftinu??? En hvað um loftið sem kemur að Hiclone? Þarf ekki að auka það loftmagn líka til að Hiclone [b:3b8zvhn8]geti[/b:3b8zvhn8] aukið flæðið inná vélina? Ég meina ekki eykst það bara af sjálfu sér er það?
Verður gaman að sjá hvernig Elli ætlar að skjóta niður þessar niðurstöður sem koma fram í þessum prófunum…..sem eru hvorki frá honum né framleiðanda.
Kveðja
Siggi….P.S. Hérna koma svo lokaorðin hjá þeim sem gerðu þessar prufur, á fleiri en einum af þessum svokölluðu eldsneytissparnaðar apparötum.
[b:3b8zvhn8]THE MORAL OF THE STORY[/b:3b8zvhn8]
We’ve tested nowhere near all of the fuel-saver gadgets on the market, and I’m sure purveyors of others will be waiting in our lobby soon. But not one of the items we tested worked. At all. There’s no ignoring the laws of physics, people. Your vehicle already burns over 99 percent of the fuel you pay for. Less than 1 percent is squandered as partially burned hydrocarbons and carbon monoxide before the exhaust hits the catalytic converter for the last laundering. Even if one of these miracle gadgets could make the combustion process 100 percent complete, the improvement in mileage resulting would be 1 percent. Any device that claims quantum-level increases needs to be examined with considerable skepticism.We say caveat emptor (let the buyer beware). But there are plenty of people out there who say: "There’s one born every minute." Prediction: Within a few weeks after the appearance of this article, there will be gas-saving gadgets on the market that tout themselves as "Featured in Popular Mechanics." Someone will buy them. Probably not you.
03.12.2005 at 18:16 #534884Sæll Elías!!
Ég myndi halda að þetta væri eitthvað sem þú ættir að taka upp við lögfræðing hið fyrsta þar sem að þetta er stóri kallinn á móti litla kallinum.
Veit ekki betur en að tryggingafélög séu skyldug til að skila af sér bíl þeim er þeir þurfa að bæta í því formi sem hann var eða kaupa hann af viðkomandi eiganda. Eins og þú lýsir þessu að þá ert þú í 100% rétti og þar af leiðandi er bara að bjóða þeim að laga þetta eða hreinlega kaupa af þér bílinn.
Ég get bent þér á mjög góðan lögfræðing, hefur unnið fyrir mig skaðabótamál, reyndar að sækja á eitt félagið slysabætur, en tel að það sé varla til mannlegri lögfræðingar en einmitt þetta fólk.
Vil ekki nefna þessa aðila hér, en get látið þessar upplýsingar í té í maili.
Kveðja
Siggi
P.S. Tryggingafélögin komast alltof oft upp með sína skíta túlkun á lögum þessa lands og svívirða heiðarlegt fólk sem hefur réttinn sín megin og fá meira að segja hjálp frá ríkinu til þess.
17.11.2005 at 18:47 #532322Ég er búinn að sjá allaveganna 2 F-150 á 38" Þannig að fullyrðing um að það sé ekki búið að breyta svona bíl á 38" eða 44" er ekki rétt.
KV
Siggi
13.11.2005 at 23:52 #532274Sæll Izeman…
Kíktu á hotmailið þitt.
Kv
Siggi
13.11.2005 at 17:43 #519732Sæll
Afhverju ekki að kanna hvort að þeir í kvartmíluklúbbnum kunni ekki eitthvað á þetta.
Allaveganna ætti að vera sniðugt að spyrja þá, þeir ættu að kannast við einhverja sem kunna á gömlu klósettinn ennþá, ég meina það eru ekki allir komnir með þessar hightech sturtur sem er það eina sem virðist gilda ídag.
Kv
Siggi
11.11.2005 at 17:00 #532034Sæll Geiri….
Það er nokkuð ljóst að þú hefur ekki hugmynd um hvað þú ert að tala með því að gera lítið úr 289 mótornum.
Fyrir það fyrsta að þá er þessi mótor hjá Ragnari ekki alveg original og svo er hún í jeppa sem er sennilega hátt í tonni léttari en tröllið þitt.
289 mótorinn er líka þó nokkrum kílóum léttari en rokkurinn þinn.
Kv
Siggi
11.11.2005 at 13:37 #531898Já finnst þér 355 hestöfl fyrir aðeins 18 þúsund dollara gott verð?
Ég get fengið frá Ameríku NÝJAN mótor sem skilar 400 hestöflum á 1/3 af þessu verði. Með öllu sem þarf til að slaka honum ofaní og setja í gang.
Tek það fram að mótorinn er prófaður í Dynobekk þannig að það fylgir á blaði staðfesting á afli vélarinnar.
Þannig að mér finnst nú hálfgerð bilun að borga 18 þúsund dollara fyrir. Og ekki gleyma því að ef þú ætlar að flytja þetta hingað heim að þá koma á þetta gjöld og skattar sem gerir þetta alveg ævintýralega dýrt.
Spáðu í það…. ;o)
Kv
Siggi
10.11.2005 at 14:05 #531858Var að renna aðeins í gegnum þetta málefna kjaftæði…..
Ég á ekki til orð. Þetta er alveg með ólíkindum, eru einhverjir þarna inni eldri en 12 ára eða hvað?? Þvílíkt siðblindir aumingjar.
Er nokkuð annað en að reyna að komast að því hverjir þetta eru og hreinlega ræna þeim? koma fram við þá eins og skít, til að sjá hvort að þeim sé alveg sama?
Ef þeim er alveg sama að þá verður engu breytt en ef þeir sýna einhvern vott af skömm eða eðlilegri hugsun að þá eru þeir allaveganna búnir að fá smá lexíu um alvöru lífsins.
kveðja
Siggi
07.11.2005 at 11:44 #531498Sæll Freysi….
Við skulum byrja á því að taka af smá misskilning. Musso er ekki til með original 100% driflás. En eins og þú segir að þá er yfirleitt sett í þá loftlás frá ARB sé þeim breytt. Og er ég alveg sammála þér í því að þetta er ekki gallalaus búnaður.
Ég hef brotið einn ARB lás í bílnum hjá mér og er það að vissu leiti mér að kenna þar sem að ég fylgdist ekki nógu vel með ástandi slöngunnar sem liggur frá dælu niður á hásingu. Hún var orðinn það fúinn ofan við stútinn sem er á drifkúlunni að hún lak þar það miklu að loftdælan hélt ekki trukki til að halda lásnum á. Braut ég lásin útaf því, braut reyndar kamb og pinion í leiðinni þar sem að átakið var MJÖG mikið þegar þetta skeði..Ég er þar af leiðandi bara með loftlás að aftan núna og er búið að keyra bílinn rúma 140 þúsund kílómetra síðan að sá lás fór í. Hann hefur ekkert bilað og hefur ekkert þurft á viðhaldi að halda, ekki svo að ég viti til. En það hefur aldrei bilað lás í þessum bíl að aftan.
Ég er ánægður með þá virkni sem þessir lásar hafa skilað mér þó svo að það sé enginn læsing sem slái út No-spin í styrkleika. Þar sem að sú læsing er mekanísk er að sjálfsögðu meiri styrkur í henni en bæði loft lásum og rafmagnslásum.
En ef að það væri til einhver skotheldur læsibúnaður í þessi blessu drif okkar að þá væri alveg á hreinu að loftið fengi að víkja fyrir því.
En þar sem að ég nota þennan bíl það mikið á malbikinu að þá nenni ég ekki að vera með No-spin. En þegar að þetta verður orðið ferðatæki eingöngu að þá fer No-spin í.
Svo er að sjálfsögðu spurning hvort að þessi lás sem þú ert að tala um að hann hafi ekki verið gallaður???
Kv
Siggi
06.11.2005 at 20:02 #531494Ég held nú samt að Freysi þurfi nú að fá frí einhvern tímann gundur. Hann er þegar í fullri vinnu held ég, ekki hægt að bæta á hann endalaust.
Því það er ekki eins og þessar Toyotur bili ekki.
Vil taka það fram að ég tala af reynslu…..þess vegna sem ég ek um á Musso ídag……hehehe
Kv
Siggi
-
AuthorReplies