Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
21.06.2006 at 20:30 #554990
Auðvitað hafa Vegagerðarmenn leyfi til að stoppa þig alveg eins og ég og þú höfum leyfi til að stoppa vegagerðina. En það er jafn mikil skylda fyrir báða aðila að stoppa.
Maður þarf semsagt ekki að stoppa frekar en maður vill.
Svo einfalt er það, allaveganna ennþá.
Viljiru stoppa, þá er bara að gera það. Viljir þú EKKI stoppa að þá sleppir þú því bara. Ef þeim grunar eitthvað þurfa þeir að hringja á lögguna og þar sem að Lögreglan er allt annað en ánægð með það að Vegagerðarmenn séu í þann mund að fá lögregluvald að þá er því sinnt eftir dúk og disk.
Og ef á að hártoga stöðvunarskyldu fólks að þá ber þeim enginnskylda til að stoppa þrátt fyrir það að lögreglan setji bláu ljósin á það, þar sem að bláu ljósin eru ekki STÖÐVUNARLJÓS heldur eru það forgangsmerkingar lögreglu sjúkrabíla, slökkviliðs og hjálparsveita.
En Vegagerðin er ef ég man rétt bara með gul ljós á sínum vigtara rútum.
15.03.2006 at 23:01 #546440Sæll Þórarinn!!
.
Þessi sem á 44" Durangóinn er Boggi í Mótorstillingu í Garðabæ. Mér skilst að hann hafi breytt honum sjálfur, þannig að það væri kannski ekkert vitlaust að spjalla við hann.
.
Hann er mjög fínn að spjalla við og er aldrei að vita nema að hann taki svona að sér.
.
Mótorstilling heitir þetta hjá honum.
.
Kv
Siggi
27.02.2006 at 23:07 #545032Sæll….
Talaðu við KE Málmsmíði (http://www.ke.is)
Þeir smíða flotta kassa, verðin færðu ef þú hefur samband við þá.Kv
Siggi
27.02.2006 at 17:58 #544960Sæll….
Ég myndi í þínum sporum alls ekki taka ballansstöngina úr að framan þar sem að bíllinn mun þá leggjast alveg hrikalega mikið í beygjum og verður hann allur mikið leiðinlegri í akstri. Er sjálfur með klafa að framan og er búinn að prófa það … það leið ekki langur tími þar til að ballansstönginn var kominn í aftur. Ég reyndar tók hana undan að aftan líka og lét það vera svoleiðis og mun ekki setja hana í aftur.
.
Ef þú getur gert hlutina sjálfur að þá þarf ekki að vera svo dýrt að setja gormafjöðrun undir bílinn að aftan. Gorma er hægt að fá á mjög góðan pening hjá BSA og demparar þurfa ekki að vera dýrir. Þá er efni í stífur ekki dýrt.
.
Gangi þér vel..Kv
Siggi.
P.S. ódýrasta aðferðin að gera bílinn mýkri að aftan er bara að setja hlass á hann…hehe..;)
27.02.2006 at 17:29 #544962Sæll Benni…
Ég hef notað bílasprautara uppá Höfða, það heitir [b:142z06il][u:142z06il]SMS[/u:142z06il][/b:142z06il] hjá honum. Upphafstafirnir í nafninu hans.
Hann er rosalega þægilegur að eiga við, gerir vel og er ódýr. Perla af manni.
Hringdu bara í hann.
sími: 567 1101
Hann heitir Sigurjón Magnús.
Kveðja
Siggi Frikk
25.02.2006 at 07:01 #544286Sæll Lúddi…
.
Hvernig er það, er ekki Patrolinn löngu seldur? Allaveganna er hann en skráður sem bíllinn þinn í upplýsingunum þínum. Annað var ekki sá tjónabíll? Ertu kominn á annann jeppa?.
Kv
Siggi Frikk
23.02.2006 at 22:44 #544250Sæll Bjarni!
.
HK sandblástur í Hafnarfirði eru mikið í sandblæstri á bílhlutum og bílboddýum, þannig að þeir eru vanir…. Þeir voru allaveganna sanngjarnir á verðum.Kv
Siggi…
23.02.2006 at 22:25 #544068Sæll aftur…
.
Það er þá ekkert vit í að hringja í þá á Bakkanum, þar sem að sú húð sem þú færð þar er ekki nógu sterk í svona notkun.
.
En ef þú finnur einhvern sem getur húðað svona göndul máttu endilega láta vita þar sem að ég þarf að láta gera hið sama. Annars þarf ég að láta smíða nýtt skaft og ég er ekki tilbúinn í þann kostnað eins og er vegna fyrirhugaðra breytinga á næstu misserum.
.
Kv
Siggi Frikk
23.02.2006 at 11:09 #544062Sæll…
.
Prófaðu að tala við Alpan á Eyrarbakka ég veit að þeir hafa húðað eitthvað annað en bara pönnurnar.
.
Þá miða ég við að það sé einhver svoleiðis húðun sem þú ert að tala um.
.
Allaveganna er þetta einhver besta húðun sem til er þar sem hún á við.
.
Nú og ef þú ert að meina eitthvað annað að þá bara vona ég að þú fáir svör við því sem fyrst.
.
Kv
Siggi Frikk
20.02.2006 at 22:33 #543712Sæll…
.
Í þínum sporum færi ég í Rafgeymasöluna í Hafnarfirði. 100 Ampera rafgeymir kostar ekki svo mikið þar. 21 þúsund er ALLTOF mikið, ég held að þú fáir hann á innanvið 15 þúsund í Rafgeymasölunni.Kv
Siggi….stuðbolti 😉
20.02.2006 at 22:07 #543800Sæll….
Ég átti Hilux með 2.4 bensín túrbó, lenti í svipuðu dæmi með þann bíl.
.
Það lýsti sér þannig að ég var að leika mér ásamt 2 öðrum bílum í snjó akstri og var tekið duglega á bílnum. Kveiknaði túrbó ljós í mælaborðinu þegar túrbínan kominn og fann maður mjög mikinn mun á því þegar kviknaði á ljósinu.
.
Einhverra hluta vegna kviknaði túrbó ljósið ekki í einni brekkunni og varð bíllinn gjörsamlega vélarvana að mér fannst. Túrbínan hætti að virka í bílnum og var hann ef eitthvað er máttminni en venjulegur 2.4 bensín (veit það þar sem að ég átti á sama tíma einn túrbólausan eins breyttan.Ég fór því heim þar sem að þetta var ekki gaman lengur, fór á bílnum í vinnuna daginn eftir og var hann eins. Þegar ég fór heim seinnipartinn þá var ég hálfnaður á leiðinni og allt í einu kviknaði túrbóljósið og túrbínan virkaði eftir þetta eins og hún hefði aldrei bilað. Fann aldrei útúr því hvað þetta var, gerði bara sjálfum mér þann greiða að losa mig við kvikyndið.
.
Er laus við Toyotu smitið sem ég hlaut er ég fluttist aftur til Íslands. Og hef aldrei verið sáttari…;)Kv
Siggi…
.P.S. Tek það fram að ég er ekki að segja að þú eigir að selja síður en svo. Vildi bara deila reynslu minni af svipuðu máli.
03.02.2006 at 16:29 #541358Jæja já…ég sá þegar moggi reyndi að bjóða fram sáttarhönd…og tóku flestir vel í það hjá honum, en er einhver búinn að telja daganna sem það tók fyrir hann að byrja að drulla aftur yfir allt og alla?
Ég taldi þá svosem ekki, en þeir voru ekkert rosalega margir, það varð allaveganna enginn 2gja stafa tala í þeim efnum.
Ég sem greiðandi félagsmaður styð heilshugar við bakið á stjórninni í þessu máli.
Það er stór munur á því hvort að menn séu að fíflast og gera grín eða hvort að menn séu að eyðileggja annan hvern þráð hérna (eða hér um bil) þegar bæði reyndir jeppamenn og nýliðar í sportinu eru að leita svara við kannski sára einföldum spurningum.
Allaveganna á stjórn Ferðaklúbbsins mitt atkvæði í þessu máli.
Kveðja
Sigurður Friðriksson
Félgi #: R-2442
01.02.2006 at 17:52 #540908Sæll Ásgeir!!
ÞAr sem að þú átt nú til að blammera eitt og annað þá er hérna eitt comment frá þér sem er ekki alveg rétt.
[i:39r5n473][b:39r5n473]Þú sagðir eftirfarandi hér að ofan:
orðatiltækið "rice" er notað yfir ódýra bíla sem á er sett spoilerkitt og húddscóp og allskonar dót sem maður sér standard á sportbílum,[/b:39r5n473][/i:39r5n473]Bara svona svo að þú vitir það Ásgeir að þá er orðatiltækið rice einmitt notað yfir svona bíla eins og þú segir svo framarlega að þeir séu asískir. En síðast þegar ég vissi að þá var OPEL þýskur og þar af leiðandi EKKI rice dolla.
Og fyrir utan það að þegar er spurt einfaldrar spurningar án nokkurs dónaskapar er ekki ástæða til annars en að gefa einfalt svar, ef menn vita hverju á að svara. En ekki svona eins og Þórir svaraði, nema að hann sé bara svona [u:39r5n473][b:39r5n473]heimskur[/b:39r5n473][/u:39r5n473] að halda að Opel Calibra sé ostur, en þar sem að ég þekki ekki Þóri að þá veit ég ekki hvort að svo sé.
Kv
Siggi…P.S. Þætti gaman að sjá Froskagræna Scoutinn reyna við mótorinn í Ýktum, væri kannski til þess að sumir hætti að hæla mosagróna skátanum.
31.01.2006 at 22:43 #540886Þó svo að það reynist vel undir þessum BIGFOOT truck að snúa dekkjunum verðum við líka að hafa hugfast að hann er á tvöföldum sem gerir að hann flýtur í vatninu og er með mun öflugri vél en sennilega allir einstakir jeppar á Íslandi, þar af leiðandi breytast tútturnar hjá honum í hálfgerða spaða sem moka honum áfram. Er samt ekkert alltof viss um að hraðinn sé neitt gífurlegur, hef jafnvel meiri trú á að torfærubílarnir hérna heima séu hraðskreiðari og þá eru þeir því sem næst ofan á vatninu.
En hvað um það!!
Dekk eins og t.d. Ground Hawg væru þá kjörinn í að prófa þessa kenningu, nema það að eini gallinn við það er að strigalöginn í Ground Hawg eru einnig þau stefnulöguð eins og munstrið í þeim. Þar af leiðandi er ekki gott að keyra á þeim í aðra átt en þá átt sem æælast er til. Þetta á reyndar við um öll dekk, sama hvort að þau séu stefnumótuð eða ekki.
Ef þú keyrir nýjan Mudder í eina átt er ekki ráðlagt að keyra á þeim í hina áttina þar sem að stríginn aðlagast að stefnunni sem dekkinn eru keyrð í frá upphafi. Þetta er eitt það versta við að kaupa notaðan Mudder og þá líka Dick Cepek og öll önnur stefnulausu dekk. Þar sem að sjaldnast eru þau merkt eftir því í hvaða átt þau hafa verið keyrð.En ég verð að viðurkenna að þetta er fjandi flott hvernig þeir trukkast áfram bara á túttum án þess að keyra sig niður.
Hilsen
Siggi…sullari
20.01.2006 at 22:26 #538990Er ekki DANA 30 í þessum bílum að framan? Ef svo er að þá er hægt að fá 5.38:1 hlutföll í þá, held að það sé það lægsta sem býðst.
Kv
Siggi
19.01.2006 at 02:46 #539482Ég hélt að allir Toyota frelstir Íslendingar þekktu þessi goðatæki hvernig sem ástandi þeirra væri farið. En þetta mun vera Toyota Land Cruiser 100 að mér sýnist á 35" dekkjum.
18.01.2006 at 10:56 #539304Svo er bara spurning hvort að þetta gæti ekki eitthvað minnkað slysatíðnina, þó svo að það væri ekki nema um eitt slys á viku að þá myndi þetta margborga sig fyrir þjóðfélagið, þar sem að iðgjöld trygginga og ýmis önnur gjöld verða ávallt fyrir áhrifum af auknum kostnaði vegna slysa á fólki og tjóna á bílum.
Miðað við hvernig innflutningur á bílum hefur verið undanfarinn ár að þá koma sennnilega 2 bílar inn í landið fyrir hvern einn sem er eyðilagður. Það veldur einnig stórum kostnaði fyrir þjóðfélagið.
En hvað um það, dekkjabað er eitthvað sem ég tel vel athugandi fyrir klúbbinn að beyta sér fyrir. Þar sem að þar er um að ræða visst öryggi fyrir okkur á fjöllum og þá að sjálfsögðu vegum landsins. Einnig mun þá vera hægt að tengja þetta olíuskilju viðkomandi bensínstöðvar.
Þó svo að ónefndir aðilar í þessum þræði telji það ekki breyta neinu þó svo að maður þvoi tjöruna af dekkjunum, þá hefur það [b:12091q0x][u:12091q0x]veruleg[/u:12091q0x][/b:12091q0x] áhrif á grip dekkja.
Kv
Siggi….
18.01.2006 at 10:43 #539390Er ekki best að nota bara hásingu undan Patrol 89 – 97? Það eru sterkari legur í þeim er það ekki heldur enn í yngri Patrolum? Allaveganna hefur mér verið sagt þetta, en mæli ég að sjálfsögðu með því að tala við menn sem þekkja þetta, vildi bara benda á þetta þar sem að þetta var ekki komið fram.
Kv
Siggi
17.01.2006 at 21:27 #539294Hvernig væri bara að klúbburinn reyndi nú aðeins á samstarf sitt við SHELL ??? Þá er ég að meina að benda þeim á að það gæti nú bara verið nokkuð góð hugmynd hjá þeim að opna bara dekkjahreinsunar bað. Semsagt einhverja rennu sem bílar og önnur ökutæki gætu borgað einhverja fasta upphæð fyrir að fá að aka í gegnum. Allaveganna væri ég alveg til í að borga einhvern 200 – 500 kall fyrir að renna í gegn.
Þetta er nú bara hugdetta, kannski óframkvæmanlegt. En það sakar varla að viðra eitthvað svona við þá eða hvað?
Kv
Siggi
17.01.2006 at 07:03 #539308Sæll…
Það væri cool ef þú gætir sett urlið hérna inn. Alltaf gaman að skoða ljós….. 😉
kv
Siggi
-
AuthorReplies