Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
21.07.2013 at 11:47 #766847
Fór upp Gljúfurleit seinnipartinn á föstudag. Kom að Kisu milli kl. 9 og 10 og eftir að hafa reynt að vaða hana á klofstígvélum dæmdi ég hana ófæra fyrir Súkkuna mína. Við tjölduðum og fórum yfir milli kl. 10 og 11 næsta morgun og slapp það til þó að það gutlaði aðeins upp á húdd. Þetta tafði okkur og fórum við því beint út á Kjöl eftir Illahraunið og slepptum bæði Leppistungum og Klakksleið að þessu sinni. Að mínu mati eru þessar leiðir nálægt mörkunum fyrir lítt breytta jeppa á 30" og gildir gamla góða reglan að fara varlega og flýta sér hægt, jafnvel mjööög hægt á köflum.
Það var gaman að koma í Setrið, þetta er stórglæsilegt hús. Ég á áreiðanlega eftir að fara aftur og prófa hinar leiðirnar, helst í samfloti, sérstaklega um Klakkinn og Kisubotna.
19.07.2013 at 12:12 #766843Takk. Er þá ekki líklegt að Leppistunguleiðin sé ófær líka?
19.07.2013 at 10:41 #226331Einhver, sem veit hvort Klakksleið um Kisubotna er orðin fær fyrir lítið breyttan jeppa?
08.07.2013 at 10:40 #766657Ég man ekki eftir neinum vandræðum í Laufrönd. Allavega voru þar engar sandbleytur.
29.06.2013 at 01:06 #766643Ég fór þetta fyrir ca. 23 árum á Dodge 4×4 húsbíl á 33" dekkjum. Það var ekkert mál þá en nokkrir villuslóðar á leiðinni.
27.06.2013 at 20:44 #766629Er ekki líklegt að það verði ófært uppeftir 1. helgina í júlí miðað við í fyrra þar sem það er meiri snjór í ár?
25.06.2013 at 15:34 #764263Góðan dag. Hér er hlekkur á [url=http://brl.is/umhverfi#uah:3cl1ovbe]grein, sem ég var að skrifa á heimasíðuna mína[/url:3cl1ovbe]. Í stað þess að birta grein Ólafs vísa ég í hana með tengli. Allar ábendingar vel þegnar.
24.06.2013 at 13:34 #766625Hvaða leið er farin uppeftir?
20.06.2013 at 12:50 #764261Logi, má ég birta hana á [url=http://brl.is:1351c1sh]heimasíðunni minni[/url:1351c1sh]? Getur þú beðið höfundinn um leyfi?
14.06.2013 at 14:10 #765985Þarna gætir ákveðins ósamræmis hjá Vegagerðinni. Svæðið norðan Langjökuls er merkt lokað á kortinu þó að þar séu engir F merktir fjallvegir.
12.06.2013 at 11:21 #765973Það er kannski ekki úr vegi að spyrja: Vein einhver af hverju Vegagerðin hefur ekki tekið leiðirnar sunnan Hofsjökuls inn í F vegakerfið?
11.06.2013 at 15:04 #765969Eins og Logi Már sagði: Vegagerðin skiptir sér ekki af fjallvegum, sem eru ekki hluti af F-vegakerfi Vegagerðarinnar. Þess vegna eru leiðirnar í Setur ekki merktar ófærar eða lokaðar. Ég ætlaði upp í Setur í júlíbyrjun í fyrra og þá voru allar leiðirnar enn ófærar. Þar sem snjór er meiri í ár en í fyrra er mjög ólíklegt að þær opnist fyrr í ár.
22.06.2012 at 11:59 #223764Góðan dag.
Ég er að spá í að fara í hið margfræga Setur í þarnæstu viku, annað hvort Klakksleið eða Gljúfurleit, ef Vegagerðin verður búin að opna þessar leiðir en vil síður vera einbíla þar sem ég hef aldrei farið þetta áður. Ég stefni á þriðjudaginn 3. júlí en má skeika einum degi til eða frá. Mér þætti vænt um að fá samfylgd ef einhver eða einhverjir verða á ferðinni á sama tíma.
Ég er á nýjum Grand Vitara, upphækkuðum á 30″ dekkjum. Ég er ekki alveg viðvaningur í fjallaakstri 😉Síminn er 8636605 og tölvupóstur brell at simnet.is
22.06.2012 at 11:52 #755221Skráningarsíðan hér virðist eingöngu nýskrá fólk á spjallið en ekki senda upplýsingar til klúbbstjórnar/starfsmanns, a.m.k. fékk skrifstofan ekki sjálfkrafa upplýsingar þegar ég skráði mig. Reyndar tók allt ferlið allt of langan tíma. Ég skráði mig 11. febrúar og var samþykktur á spjallinu 15. febrúar. Þá spurði ég hvenær ég fengi afsláttarkortið og fékk það svar 22. febrúar að best væri að skrifstofan svaraði því. Daginn eftir fékk ég póst frá skrifstofunni, þar sem ég var spurður hvort ég hefði verið að skrá mig í klúbbinn. Ég varð dálítið undrandi en játti því. Þá sendi skrifstofan mér nýtt skráningareyðublað í tölvupósti, sem ég fyllti út, sendi til baka og greiddi félagsgjaldið og fékk staðfestingu 7. mars, þ.e. næstum mánuði eftir að ég taldi mig hafa skráð mig í klúbbinn. Síðan gerðist ekki neitt varðandi spjallréttindin eða persónuupplýsingarnar hér á spjallinu fyrr en ég spurðist fyrir um þetta fyrir nokkrum dögum.
Annað hvort verður að gera þetta svo úr garði að bæði skrifstofan og vefnefndin fái sjálfkrafa upplýsingar um nýja félaga þegar fólk nýskráir sig og greiðir félagsgjöld eða að þessir aðilar sendi hvor öðrum tölvupóst jafnóðum og nýir félagar skrá sig.
Athugið að þetta er vinsamleg ábending en ekki óvægin gagnrýni
19.06.2012 at 21:44 #755197Enn og aftur: Kærar þakkir
18.06.2012 at 22:48 #755213Takk kærlega fyrir það
18.06.2012 at 20:53 #755209[quote="SBS":21sx1145]"Opið hús" er innanfélagsmál sem félagsmenn geta einir lesið. Ef greiddir félagsmenn geta ekki lesið innanfélagsmál vinsamlegast hafið samband við vefnefnd@f4x4.is
Kv. SBS.[/quote:21sx1145]Ég er búinn að senda vefnefnd póst og fékk þetta svar:
"Sæll,
Sótt er um aðgang á vefnum, https://old.f4x4.is
Nánar tiltekið hér:
https://old.f4x4.is/index.php?option=com_com … Itemid=300"Ég nýskráði mig á spjallið þann 11. febrúar sl. Ég greiddi félagsgjöld þann 7. mars sl. og fékk þá úthlutað 4×4 félagsnúmeri. Þarf ég virkilega að nýskrá mig aftur á spjallið og sækja AFTUR um félagsaðild til að fá full réttindi á spjallinu? Hvað er eðlilegt að nýir félagar í klúbbnum bíði lengi eftir fullum réttindum?
18.06.2012 at 20:18 #755207Ég skil þetta alls ekki. Ég hef bæði notendanafn og lykilorð. Ég skráði mig hér inn um leið og ég sótti um aðgang í klúbbinn í febrúar og greiddi félagsgjöld 7. mars sl. og fékk þá úthlutað númeri.
Varla þarf ég að sækja AFTUR um aðgang að spjallsvæðinu?
15.06.2012 at 21:24 #755193OK, takk. Ég skráði mig í klúbbinn í febrúar þannig að þetta ætti þá að ganga snurðulaust fyrir sig. En hvað með spjallréttindin? Ég fæ stundum þær upplýsingar að ég hafi ekki aðgang að hinu og þessu spjallinu.
15.06.2012 at 15:16 #223718Stundum fæ ég þau skilaboð að ég hafi ekki réttindi til að lesa þetta eða hitt spjallið, svo sem nýjan þráð, sem heitir „Opið hús“. Hvað veldur?
-
AuthorReplies