Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
01.02.2015 at 11:33 #776419
Góðan dag. Nú hef ég verið í klúbbnum í tæp þrjú ár og velti fyrir mér hvort þar sé ekkert sumarstarf, t.d. fyrir nýliða eða óvana á fjöllum. Litlanefnd vinnur ágætis vetrarstarf og er varla hægt að ætlast til þess að stjórn hennar sjái um sumarferð(ir) líka. Ég var talsvert á fjöllum fyrir 30 árum eða svo og hef því nokkra reynslu af slíkum ferðum, svo sem að aka yfir ár og ekki síður að vita hvenær á að hætta við.
Mér finnst pínulítið skrýtið ef ekkert sumarstarf fer fram á vegum klúbbsins. Ég veit reyndar af sumarferðinni, sem þó virðist ekki farin upp á hálendið. Hefur aldrei verið neitt sumarstarf á vegum klúbbsins né verið rætt um að reyna slíkt? Mér kæmi ekki á óvart að eigendur minni jeppa hefðu áhuga á slíku.
23.08.2014 at 11:31 #770951Er ekki hægt að kæra hvatningu til utanvegaaksturs til lögreglu?
20.08.2014 at 10:31 #770857Jú, það finnst mér.
11.08.2014 at 13:51 #770403Ekkert að þakka. Mér finnst of lítið um það hér að fólk segi frá fáförnum eða lítt þekktum leiðum, sem það hefur farið, bæði hvað varðar erfiðleikastig og útivistargildi.
11.08.2014 at 10:57 #770399Fór nokkrar skemmtilegar leiðir í sumar á litla fjallabílnum, Suzuki GV á 30″:
Vöðlavík og Viðfjörður á milli Reyðarfjarðar og Norðfjarðar. Vegurinn í Vöðlavík er þægilegur en þó er eitt vað á leiðinni, sem er nokkuð aðkreppt og alls ekki á fólksbíla færi. Vegurinn niður í Viðfjörð er mjög brattur og grófur og ók ég í lága drifinu bæði niður og upp. Merkilegt að þetta skuli hafa verið þjóðleið til Neskaupsstaðar (með ferju) áður en Oddskarðsvegur kom.
Stafafellsfjöll í Lóni. Jón G. Snæland lýsir henni í „Ekið um óbyggðir“ og nefnir þá auðveldari leið meðfram hæðunum en Jökulsá í Lóni er búin að eyða þeirri leið. Litli fjallajeppinn spólaði nánast ekki neitt þrátt fyrir að vera með nánast slétt dekk að aftan og rak sig hvergi í nema dráttarkúluna einu sinni. Þarna hefði ég ekki viljað vera án lága drifsins.
Þakgil er flottur staður og er vegurinn þangað nú fær öllum bílum.
Leiðin frá Blöndustíflu niður í Skagafjörð norðan Mælifellshnjúks er skemmtileg leið, sem er fær öllum jeppum og sportjeppum. Áður hafði ég farið Gilhagadalsleiðina, sem liggur sunnan hnjúksins og er seinfarnari en samt vel fær öllum jeppum.
11.08.2014 at 10:46 #770398Nei, sæll Björgvin! Það er best að þú svarir sjálfum þér 😉
Laugarvalladalur var á mörkunum fyrir litla fjallabílinn en slapp þó vel til. Mikil úrrennsli hafa myndast í hjólförunum og dýpkað þau til muna og er nýr slóði að myndast þar sem ekið er upp á öðrum kantinum og milli hjólfaranna. Sums staðar lá leysingavatn á slóðanum og utan hans og þar hefur orðið til ný slóð á grávíðinum. Á einum stað rak ég bílinn í slóðamiðjuna milli hjólfaranna og var þá feginn að hafa sett stálplötu til varnar vatnskassanum. Ég sleppti Hvannstóðsfjöllum.
Ég fór Rauðufossafjöll frá suðri til norðurs yfir á Dómadalsleið. Það var ekkert mál en þó spólaði litli fjallajeppinn örlítið í bröttustu brekkunni áður en komið er á Dómadal. Etv er betra fyrir minni jeppa að fara frá norðri til suðurs. Þessi leið er varla fyrir sportjeppa án lágs drifs.
Ég sleppti Sprengisandi að þessu sinni.
02.07.2014 at 12:53 #769811Sælt veri fólkið. Enn leita ég í þekkingarbrunn ykkar. Mig langar til að fá upplýsingar um þrjár leiðir, sem ég fer hugsanlega í sumar á litla fjallabílnum mínum, Suzuki GV á 30″ dekkjum.
1. Laugarvalladalur. Mér skilst á lýsingum Jóns G. Snælands að það sé ekkert mál að fara inn dalinn til suðurs og upp Hvannstóðsfjöll, er það rétt? Ég hef þegar farið hina leiðina meðfram Hafrahvammagljúfrum og veit af afleggjaranum þaðan niður í Laugarvalladal en langar frekar að aka allan dalinn.
2. Leiðir austan Heklu. Mér skilst að leiðin vestan Rauðufossafjalla sé á mörkunum fyrir svona bíl en leiðin um Langvíuhraun og Skjólkvíar sé mun betri. Er það rétt? Hvor er fallegri?
3. Leiðir upp á Sprengisand frá Búðarhálsi. Aftur skilst mér á lýsingum JGS að þessar leiðir séu þokkalega færar svona litlum fjallabílum
Ég hef hug á að fara Klifshagavallaleiðina upp að Kjalvötnum og svo áfram vestan Kjalvatna upp að Kvíslavatni. Aka síðan vestan Kvíslavatns norður fyrir það og svo út á hina hefðbundnu Sprengisandsleið (F26) annað hvort strax norðan þess eða leiðina, sem Páll Ásgeir kallar Stytting í sinni bók og kemur út á Sprengisandsleið rétt sunnan Nýjadals. Er eitthvað, sem ég þarf að varast á þessari leið? Hvort er betra að fara út á F26 strax norðan Kvíslavatns eða Styttingsleiðina?Mange tak
02.07.2014 at 12:40 #769810Takk fyrir þessar upplýsingar, ég læt þetta þá alveg eiga sig á þessum bíl 😉
02.07.2014 at 11:45 #769809Styð eindregið að klúbburinn eignist húsnæði á góðum stað þar sem hann er sýnilegur. Aðalatriðið er að afborganir verði ekki of strembnar. Ég kemst ekki á aukaaðalfundinn en treysti stjórn og fasteignanefnd fullkomlega til að ganga frá þessu máli, verði það samþykkt á fundinum.
02.07.2014 at 11:40 #769808Athugið að það er hægt að aka frá þorpinu til Breiðuvíkur og þaðan áfram upp á veginn til Húsavíkur og Loðmundarfjarðar. Þetta er þó mjög bratt á köflum.
12.06.2014 at 12:25 #769416Góðan dag, er einhver slóði að miðju Íslands og er hann fær Suzuki GV á 30″ að sumri?
22.02.2014 at 20:09 #452806Góður punktur
21.02.2014 at 20:45 #452771Hehe. Þar með er kominn nýr vinkill: Er munur á slyddujeppa og jepplingi? Hver er sá munur ef einhver?
21.02.2014 at 14:57 #452756Skemmtilegar og fróðlegar umræður. Jimny og GV eru að mínu mati smájeppar eða amk minni jeppar en alls ekki jepplingar/slyddujeppar/sportjeppar vegna þess að þeir hafa millikassa og þ.a.l. lágt drif. Mér finnst það skipta einna mestu máli, enda til grindarlausir jeppar. Hins vegar er ég dálítið skotinn í því skilyrði að bíllinn sé upphækkanlegur fyrir stærri dekk en hann kemur með upprunalega.
Það er góður punktur hjá Þorsteini hér að ofan að etv verður millikassinnn ekki endilega skilyrði í framtíðinni vegna þess að fjölþrepa sjálfskiptingarnar gætu hugsanlega leyst þetta með lága drifhlutfallið. Þá er spurning hvort jeppaskilgreiningin verði ekki bara eftir smekk hvers og eins.
20.02.2014 at 19:48 #452694Það væri fínt að fá track ef það er lítið mál að koma því inn í Garmin. brell at simnet.is
18.02.2014 at 20:12 #452380Góðan dag.
Ég hef oft velt fyrir mér þessari spurningu og rætt hana við jeppamenn. Er t.d. nóg að bíllinn hafi lágt drif? Líklega ekki þar sem Subaru fólksbílarnir voru með lágu drifi til að byrja með.
Hvað með lágt drif ásamt ákveðnum lágmarks aðhvarfs- og fráhvarfshornum? Værum við þá að útiloka jeppa, sem ná langt aftur fyrir afturhjól?
Þannig mætti sjálfsagt lengi telja. Mér þætti fróðlegt að fá álit allra sérfræðinganna, sem hér eru.
18.02.2014 at 20:08 #452379Góðan dag.
Nú er ég búinn að fara nokkrar grýttar leiðir (eða amk grýttar á köflum) á litlu 30″ Súkkunni minni, svo sem Skáldabúðaheiði, Gljúfurleit og Illahraun. Hvernig eru Þingmannaheiði og Stórisandur miðað við þessar leiðir?
PS er einhver, sem hefur farið Trékyllisheiði á bíl?
18.02.2014 at 19:59 #452378Ég er sammála Trausta. Það kom mér á óvart hve lítið var um minni bíla. Mér sýndist að flestir væru á 35″ eða meira. Ég fagna því ef hægt er að skipta ferðum upp. Kannski mætti hugsa sér að hafa annan hvern mánuð fyrir 33″ eða minna?
Varðandi Ferðina sjálfa, þá var ég (og farþegar mínir) mjög ánægður þó að ég yrði að skilja 30″ Súkkuna eftir allt of fljótt. Ég klikkaði á því að hleypa strax úr á Hrauneyjum en taldi að það yrði stoppað aftur við Vatnsfell eins og talað var um í ferðalýsingunni, sem send var út. Enn fremur, eftir á að hyggja, hefði ég líklega átt að reyna mig og bílinn utan hjólfara stærri bílanna. Með 12 pund í dekkjum og á 40-50 km hraða í lága drifinu hefði verið gaman að vita hve langt svona léttur bíll hefði komist. Ég tók eftir því á bakaleiðinni að það var léttara fyrir bílinn að vera utan hjólfara en í þeim en reyndar skánaði færið seinnipartinn þegar sólin tók að hníga til vesturs.
Þá var ekki ónýtt að sjá Merkúr í fyrsta sinn í morgunroðanum af Hellisheiðinni og svo verð ég að halda því til haga að ég festi Súkkuna bara tvisvar 😉
05.09.2013 at 14:45 #378860Ég hef ekki hundsvit á hvað þetta er en það er skrýtið ef seljandinn veit það ekki heldur? Hvar (hvaðan) fékk hann þetta?
05.09.2013 at 14:44 #378852Góður þráður. Bendi á að Litlanefndin virðist eingöngu starfa á suðvesturhorninu. Hefur verið reynt að færa út kvíarnar með sambærilegum ferðum frá öðrum stöðum en í kringum Reykjavík?
-
AuthorReplies