You are here: Home / Óskar Ársælsson
![]() |
FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
|||
Menu |
Getur einhver frætt mig um það hvort þetta sé hægt að nota við cb stöð
Ég á fartölvu þannig að ekki myndi það vera slæmt ad hafa þann möguleika að tengja gpsinn við hana
Sælir. Er að spá hvort menn geti bent mér á GPS tæki sem er þokkalegt. Veit ekkert um GPS tæki eins og er, þannig að ef það er eitthvað sérstakt sem á að leita eftir er ágætt að fá info á það.
Já held ég skelli mér fljótlega í klúbbinn og verði í litlu deildinni, fer svo ekki hærra en úr 31" í 35". Tel það alveg nóg(segja ekki flestir þetta, komnir svo á 38" áður en þeir vita af). Get fengið CB stöð(vantar bara loftnet), og VHF stöð(bara 16 rása) Er þetta ekki nóg til að byrja með í stuttar hópferðir?
Komiði sæl. Hef lengi verið að spá í jeppum og jeppaferðum og var að velta því fyrir mér hvort væri einhver grundvöllur fyrir því að ganga í klúbbinn ef maður er ekki á 35″ eða stærri og breytingum dauðans. Er sjálfur á gömlum Hilux á 31″. Eru einhverjir á svona jepplingum í klúbbnum og ef svo er, eru þá farnar einhverjar hópferðir eða á maður að fara alla leið strax og fá sér einn fullbúinn fyrir einhverjar millur.
Ok, þessi 16 rása stöð er þá kanski í lagi til að byrja með? ef ég skelli mér í klúbbinn og get þá sennilega látið prógramma tíðnirnar í stöðina, og svo fengið mér alvöru stöð seinna.
ég á nú ekki stöð en mér var boðin 16 rása stöð fyrir lítið, og var að spá hvort að menn þurfi eða hafi virkilega eitthvað við meira að gera?