Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
02.01.2006 at 19:21 #537174
Ég hef verið með 38"mudder á 12" breiðum álfelgum undir Hilux í bráðum 3 mánuði, engin vandamál með það en það má ekki hleypa eins mikið úr áður en kemur brot í dekkið (get verið í 3 pundum). Virðist vera í lagi á þetta léttum bíl.
Ætla samt að fá mér 14" breiðar stálfelgur fyrir næsta vetur.
12.12.2005 at 18:08 #535678Ég lenti í þessu sama um daginn, lagði lúxanum í mikinn bratta(framendi upp) morguninn eftir fór hann ekki í gang, það sem ég gerði var að dæla með handdælunni í húddinu í svona mínútu, og þá rauk hann í gang. tankurinn var c.a 1/2.
09.12.2005 at 23:24 #535472Pabbi var lengi á Scout II 38", sem er held ég aðeins minni en Traveler. Hann var búinn að prufa margar vélar í hann, fyrst var minnir mig 304 V8 bensín, síðan 318 Chrysler, síðan 5.7L V8 Oldsmobil, en það var slæm reynsla af henni,virkaði lítið og eyddi miklu.
og síðast 6.2 V8 GM dísel vél, hún passaði vel við þennan bíl og var ekki að eyða miklu(miðað vð þyngd á bíl en hann var um 2.4-2.5 tonn), sú vél er ennþá í notkun í öðrum bíl, en það er önnur saga.
22.06.2005 at 00:28 #524338vegna olíuverðs sé ég mig knúinn til að setja svartolíu á jeppann minnnn til að spara…..
HEheheHEHHEHEHEe mikill sparnaður í því
14.05.2005 at 22:05 #522318Ég hefði viljað sjá meiri lækkun, en það skiptir ekki máli því ég er farinn til Ameríku.
14.05.2005 at 21:54 #522436Vonum bara að þeir lækki olíuna sem mest, og helst bensínið líka!
01.04.2005 at 23:42 #520278Ég vil bara benda á lausn sem kom í fréttunum um daginn, þar sem hugmyndir voru um að setja GPS tæki í hvern bíl til að mæla hve langt hvert ökutæki keyrði, og veggjaldið færi eftir því. Sama hvort um væri að ræða dísel eða bensínbíl
líka að flokkar þungaskattskerfisins yrðu fleiri
Varðandi Bensínkerfið…
Það er fáránlegt að skellinöðrur, sem slíta vegum sama sem ekki neitt þurfi að borga fullt veggjald (allar bensínknúnar), eins með krossara og önnur vélhjól.
og vélsleðar þurfa að borga fullt veggjald,(allir bensínknúnir), samt er þeim ekki ekið á vegum, allavega yfirleitt ekki.
Utanborðsmótorar(held ég allir bensín) þurfa að borga fullt veggjald fyrir keyrslu á sjó!
Bensínknúnir Jeppar þurfa að borga fullt veggjald þegar þeim er ekið á jökli! með tilheyrandi aukakostnaði.
…Þetta er Ekki tæmandi listi
Þetta er í raun úrelt kerfi, og betra væri að gera bensínkerfið eins og díselkerfið er núna eða nota GPS lausnina
Jeppa og Tækjakveðjur
BragiG
P.S. Þá gæti maður líka rekið V8 bensínvél með góðu móti
18.03.2005 at 22:27 #518944Ég er sko ekki til í að borga 100 kall fyrir líterinn af eldsneyti hvort sem það er bensín eða dísell, þetta er örugglega hæsta eldsneytisverð í heiminum.
Ég legg til að við sameinumst bandaríkjunum bara sem the 53rd state eða eitthvað. Láta bensínið kosta þetta 45 kall eins og er þar, þó að við þyrftum að þola hriðjuverkaárás á 5 ára fresti þá væri mér alveg sama ef ég gæti þá rekið mína V8 big block með bros á vör.
Jeppakveðjur,
Bragi G
17.03.2005 at 21:37 #518916Ef dísellinn verður dýrari en bensínið, þá er ég fluttur til USA eða kanada.
ég ætla ekki að þurfa að borga aukalega fyrir að búa hérna á klakanum takk fyrir
08.03.2005 at 18:15 #195628Sælir.
Nú er ég eins og fleiri orðinn leiður á 2.4 vélinni minni, og er að spá í hvernig væri með 3.0 4cyl landcrúservélina? Ég veit að nokkrir hafa sett svona vél í hjá sér, og þá vil ég spyrja þá sem vita hvort þessi vél passi beint á gamla kramið (hugsanlega setja millistikki?) , eða hvort þurfi að skipta um allt, gírkassa, millikassa og mótorfestingar og slíkt. Góð ráð vel þegin,
Með toyotukveðju
BragiG
14.02.2005 at 22:56 #195500Sælir
Mig minnir að ég hafi lesið hér á 4×4 að það væri nóg að klippa vel úr köntum til að 35″ passi undir. Nú vil ég spyrja sérfræðingana hvort þetta sé rétt og þá hve mikil klipping, en endilega leiðréttið mig ef ég er að fara með einhverja vitleysu hér.
Breytingakveðjur, Bragi
08.02.2005 at 19:25 #515996þetta er ljótara en gamla gerðin finnst mér!
26.01.2005 at 23:27 #195353Fyrirhuguð er breyting á Hilux x-cab dísel ’91 módel fyrir 38″ Nú vil ég spyrja reynsluboltana í þessu hverju þarf að breyta, t.d. hve mikil boddýhækkun, hve mikið þarf að klippa úr brettum, og er það nægjanlegt á annað borð að hækka boddý og klippa úr brettum?? Hvaða drifhlutföllum mæla menn með o.s.frv.
Góð ráð vel þegin
með fyrirfram þökk
Bragi
23.01.2005 at 01:50 #195325Sælir
Þannig er mál með vexti að ég var að fá mér hilux x-cab ’91 á 31″ með 2.4 orginal díselvél sem er keyrð 222þús.km
Ég var að spá í hvað þessar vélar væru að endast, gott væri að fá dæmi um kílómetratölu sem slík vél hafi enst áður en hún gæfist upp, og hvenær tími væri á upptekt.
góð ráð vel þegin
með fyrirfram þökk
-
AuthorReplies