Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
27.11.2007 at 23:26 #201275
Sælir félagar.
Hvernig er það, hafa menn verið að setja stýristjakk í hilux hásingabíl? Er það mikið mál að setja svoleiðis búnað í. Á kanski einhver svona tjakk handa mér á skikkanlegu verði?
kveðja,
Bragi
19.11.2007 at 12:58 #604012Ef þú vilt fá góða drifgetu þá skaltu fá þér 100% læsingu. Bæði til að komast upp erfiðar brekkur og hindranir og til að losa þig úr festu, það þarf ótrúlega lítið til þess að festa ólæstann bíl. Auðvitað hefur góð fjöðrun eitthvað að segja en hún kemur aldrei í staðinn fyrir 100% lás.
Svo til að koma í veg fyrir að brjóta drifið er best að nota læsinguna eingöngu þegar maður þarf þess til. Annars kemur þvingun í drifið og þá er hætta á broti.
25.10.2007 at 22:44 #600844minn bíll er 2.4 D ekki túrbó 38" 5.29 hlutföll og hann er að eyða um 12 á langkeyrslu og um 15 innanbæjar. Ég held að það sé afar erfitt að ætla sér að láta 38" bíl eyða mikið minna. Spurning um að pumpa meira í dekkin (20 psi?) og setja góðann kubb undir olíugjöfina. Það má allavega reyna….
16.10.2007 at 12:46 #200981Sælir félagar,
Nú vantar mig smá upplýsingar um þetta drif. Ég er með stuttan krúser gamlan 2.4 dísel ’87 með 8″ Reverse framdrif. Er þetta drif sterkara en venjulegt 8″ toy framdrif? Er það góður kostur að nota þessa framhásingu í hilux? Hvaða hlutföll eru í þessu orginal? og svo framvegis.Kveðja,
Bragi
10.09.2007 at 19:53 #596354Takk fyrir svörin félagar,
Auðvitað væri það ágætur kostur að nota 2L-T vélina. Einin gallinn er að hún er ekin 500 þúsund. En hún gengur vel og reykir ekkert (góðar vélar) En það sem ég ætlaði að gera er að nota allavega túrbínuna+ túrbógreinina af þessari vél yfir á 2L vélina (skipti um legur í túrbínunni). Og lækka þjöppunarhlutfallið. Og þá er bara spurning með heddið til að fá túrbó-ventlatímann. Og túrbó olíuverkið. En hvernig er það, er þorandi að nota olíuverk sem er ekið svona mikið?
Kv.
Bragi
09.09.2007 at 21:45 #200772Sælir félagar,
Nú er ég að velta fyrir mér. Ég er með hilux ’91 með 2L (2.4D) vél og er að fara að túrbínuvæða hana. Og ég á gamlan landcrúser 70 ’87 með 2L-T vélinni og langar að vita hvort ég geti sett heddið af 2L-T yfir á 2L vélina í lúxanum? Þ.e. Til þess að fá ventlatímann fyrir túrbó. Er þetta sama blokkin? Hefur einhver gert þetta áður?
Kv.
Bragi
06.09.2007 at 22:23 #596144Er ekki mjög sterkur leikur að finna sér gamlan LC 70 með gormafjöðrun orginal og færa fjöðrunarkerfið komplett á milli. Þá ertu búinn að losna við mesta vesenið og drullumix, því þetta er nokkurnveginn sama dótið. Gormarnir í honum gera ráð fyrir svipaðri þyngd (að framan) og í hilux.
03.09.2007 at 22:06 #595844En hvað ætlar hann að gera við þetta varadekk aftaná? Þetta er nú hálfgerður kleinuhringur hmm.
24.07.2007 at 12:42 #593800Já, það er sennilega hægt að sprauta bíl fyrir 50 þúsund, ef þú hefur tíma og aðstöðu og kunnáttu til að sprauta.
Á verkstæði mundi svona heilsprautun kosta líklega 300-500þúsund.
22.07.2007 at 12:18 #593750Ég hélt að við værum að tala um bílvélar hér, en þær eru flestar undir 350kw er það ekki? Á mörgum volvo penta vélum í smábátum er afgashitamælirinn hafður bara eftir túrbínu. Stórar skipavélar eru aftur eins og þú segir oft mældar í bak og fyrir.
22.07.2007 at 00:01 #593742Hitinn á afgasinu fellur um c.a. 200°C við það að fara í gegnum túrbínuna. Almennt er talað um að hámarkshiti á afgasi sé um 700°C fyrir túrbínu, en þar er mælirinn yfirleitt á bílum. En ég veit að á sumum bátum er afgashitamælirinn hafður eftir túrbínu og þar er miðað við c.a. 500°C afgashita. Of hár afgashiti er mjög slæmur fyrir vélar, t.d. geta ventlar brunnið og hedd (sérstaklega álhedd) geta skemmst þ.e. þau þola ekki hitann. Þetta gerist oft eftir illa framkvæmda túrbínuvæðingu á díselbílum, eða þegar skrúfað er upp í olíuverkinu of mikið. Afgashiti á díselvél hækkar með aukinni olíu á móti lofti (svartur reykur þýðir að það er of mikil olía á móti lofti, óhreinn bruni og hár afgashiti)
Bragi
sem er í vélstjórnarnámi
09.07.2007 at 22:36 #591960Kanski pínu off topic hjá mér, en hvernig er það er 6.5 GM Dísel í raun bara útborð 6.2?, eða var það allt önnur vél?
08.07.2007 at 14:13 #591954Ef þú ert að spá í að setja þessa vél í hiluxinn ætla ég að ráðleggja þér að gleyma því strax. Í fyrsta lagi er þessi vél nýþung og mikill hávaði í henni, svo togar þessi vél gríðarlega mikið þannig að þú verður að skipta út toyota hásingunum fyrir dana 60 aftan og 44 framan, þá ertu búinn að þyngja bílinn um heilan helling og þannig búinn að eyðileggja helstu kosti bílsins þ.e. léttleika og áreiðanleika.
Í þínum sporum mundi ég halda í 2.4 D vélina því þetta er ein traustasta vél sem þú finnur þó að hún krafti ekki mikið. (sem er ákveðinn kostur því þá ertu ekki að brjóta neitt)
26.06.2007 at 17:44 #592920almennt er talað um max 700 gráðu afgashita fyrir túrbínu, síðan fellur hitastigið á afgasinu um c.a. 150-200 gráður við að fara í gegnum túrbínuna.
10.06.2007 at 21:47 #592316stóð ekki eitthvað um hilux 2.4 dísel?
28.04.2006 at 20:16 #551156Þetta var á Esso stöðinni þarna rétt hjá þar sem bílanaust er núna,
Jeppakveðja,
Bragi
28.04.2006 at 19:30 #551150Ég fór að leita að steinolíu um daginn (er á Akureyri) og fann einn stað þar sem hún er seld á dælu, en þar var búið að læsa dæluni með stórum hengilás, þannig að ég fór inn og spurði hvað væri í gangi, og þá var mér bennt á 5 lítra brúsa af steinolíu uppi í hillu sem kostaði 800kall, þ.e. dýrari en bensín! Hvernig er það er steinolían ennþá seld á dælu fyrir sunnan? Hvað kostar líterinn þar?
Spyr sá sem ekki veit.
03.03.2006 at 20:17 #545370Sæll,
Ég var að breyta mínum extra-cab (klafabíll) fyrir 38" fyrir 6 mánuðum síðan, þá var mér ráðlagt að hækka um 100mm á boddýi og láta fjaðradótið í friði, sem er svosem gott og gilt.
Ég sé núna að það hefði verið betra að fara í 60mm hækkun og skera aðeins betur úr, vegna þess að 100mm er óþarflega mikil hækkun, og þetta með framstuðarann þá er bara að nota slípirokkinn og skera vel úr. Eins með hvalbakinn.
27.02.2006 at 00:02 #544878Væri ekki nær að fara í 3.0L 4cyl TDI Landcrúser vél?
Já eða 4.3 Vortec V6.
05.01.2006 at 16:02 #537938Gæti trúað að hiclone geri mest fyrir bensínvélar, og þá aðallega blöndungsvélar, þar sem eldsneyti blandast við loftið áður en það fer í strokkinn.
-
AuthorReplies