Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
22.07.2009 at 23:47 #205372
sælir félagar.
Nú er ég að velta fyrir mér hvar snúningshraðamælingin er tekin á svona bíl? Er það í alternatornum eða olíuverkinu? Annarstaðar?
Ég setti vél úr ’99 hilux 2.4 dísel, og er í vandraæðum með að finna hvar snúningshraðamælirinn er tekinn.
kv.Bragi
18.07.2009 at 11:23 #651906Ég er eiginlega viss um að gírkassinn og millikassinn sé "sá sami" og í dísel bílnum. Það eina sem þú þarft að skipta um er kúplingshúsið.
28.06.2009 at 23:28 #650712Ef hann þjappar lítið sem ekkert á einum strokki, gæti ástæðan verið bogin stimpilstöng = lægri þjappa = kveikir ekki í olíunni. Kanski hefur farið vatn inn á þann strokk með þessum afleiðingum. Hef séð þetta gerast á 2.4 dísel.
03.05.2009 at 22:36 #647058Sæll Stebbi
Þessir hreiflar voru vinsælir í gamla daga og voru mikið settir í t.d. willys, Súkkur o.fl. Rúmtakið er 1986cc. Með blöndungi er þessi vél að eyða miklu og aflið bágborið. Hinsvegar er þessi vél mjög traust og endingagóð.
Hinsvegar vil ég minna þig á að 1300cc vélin í þinni súkku er RUDDAMÓTOR.
Kv. Bragi
24.03.2009 at 21:08 #644278Takk fyrir þessi góðu svör félagar.
23.03.2009 at 19:03 #204087Sælir félagar
Ég setti skriðgír í jeppann hjá mér í vetur en þetta er toyota hilux x-cab ’91 diesel. Nú er ég í vandræðum því að ég get engan veginn tengt hraðamælinn sem er barkaknúinn, hann er of stuttur. Er hægt að fá lengri snúningshraðamæla í þessa bíla? Hvernig hafa menn reddað þessu?
Kv.Bragi
23.03.2009 at 18:55 #644156Rólegur Úlfr. Svo að það komi fram er þetta mín skoðun. – Og það var enginn að tala um að tog væri mælt í KW, hvernig í ósköpunum færðu það út?
22.03.2009 at 21:31 #644146Ég verð að segja fyrir mitt leyti að mér finnst LC 90 3.0 diesel bara hrikalega skemmtilegur mótor original og get ekki séð neina ástæðu til að breyta original setup-inu.
Hins vegar ef menn hafa rosalega gaman að því að föndra svona 3"rör og intercooler í bílinn þá er það bara gott mál, og getur gefið einhver kw í afli og tog.
Kv.Bragi
Sem vill helst hafa allt eins "original" og hægt er.
05.03.2009 at 21:11 #642504Orginal spindilhalli í hilux er minnir mig 3° , Ég var að setja 70 crúser hásingu undir að framan hjá mér um daginn og ég bætti við 4° þannig að nú verður hann 7° hjá mér. Þeir sem ég hef talað við varðandi þetta mæla með 6-8° spindilhalla í jeppa. Of mikill halli skapar dekkjaslit, bíllinn verður þungur í stýri o.fl. Gallar.
kv.Bragi
14.02.2009 at 09:28 #640862Bíddu síðan hvenær hefur verið afl í toyotum?
Kv. Stoltur toyotaeigandi.
08.02.2009 at 14:32 #640332Er ekki hægt að fá pakkdós sem er með örlítið þrengra innanmáli? Smyrja síðan með slummu af rauðri feiti? Nei bara pæling.
06.02.2009 at 17:44 #640264Nei, það er ekki hægt að setja miðju úr raflásardrifi í framdrif. En mér skilst að það sé hægt að smíða afturköggul með raflás (orginal double cab) í framhásingu með lítilsháttar breytingum, en þá ertu auðvitað ekki lengur með reverse.
Ég fann um daginn þessa síðu þar sem verið er að græja framhásingu fyrir raflásarköggul:http://www.sleeoffroad.com/technical/tz … ockers.htm
27.01.2009 at 00:14 #638950Gunnar ingi, ég er með smá fróðleik um toy hásingar handa þér. Ef að 8" toy drif fer, er það bara vegna þess að annaðhvort vantaði olíu á það, eða að innstillingin á drifinu var fúsk- skiptir öllu máli. Ég er að nota 8" toy framdrif og framhásingu sem er ekin 500þús.km með orginal 4.88 hlutföllum, skipti reyndar um legur í því að gamni þegar ég setti loftlásinn í það um daginn.
Er ekki 3.0 V6 toy 150 hö? Mundi halda að köggull úr þannig bíl væri óhætt að nota við 200 hö. Það eru til margir hiluxar með V8 og orginal hásingar.
Einhverntímann las ég í bæklingi frá Motive gear eða yukon, um styrkleika drifa og þar var 8" toy metið verulega nálægt D44.
26.01.2009 at 18:17 #638942já er það góð eða slæm ending á hjöruliðskrossum? bara spyr.
10.01.2009 at 12:09 #458868Ég man í kringum árið ’99 þá átti pabbi gamlann IH Scout ’79 með 6.2 dísel, og hann var að taka olíu á hann fyrir 1500kr á viku, á veturna í mikilli notkun á 38".
04.01.2009 at 22:26 #636264Extra cab diesel er með 1: 4.30, bensín 1:4.10. þ.e.a.s. ’89-97
13.12.2008 at 23:19 #203364Sælir félagar,
Mér langar að spyrja ykkur hvaða snitt sé algengast í afgashitamælum?
Er nefnilega búinn að taka heddið af vélinni hjá mér og pústgreinina og vil nota tækifærið og bora og snitta í pústgreinina, en er ekki búinn að kaupa mér mælir en ætla að gera það einhverntímann fljótlega.
kv.Bragi
10.12.2008 at 21:16 #634420Tvöfaldast? Hvernig má það vera? Helv. græðgin í mönnum alltaf!
23.11.2008 at 11:10 #633328munurinn á tönkunum í bensín/ dísel er sá að í bensíntankanum er bensíndæla sem sér um að halda uppi bensínþrístingi. Þessi dæla er ekki til staðar í díseltank, en í staðinn er mekanísk dæla í olíuverkinu sem hringrásar, og líka handdæla á eldsneytissíju-unitinu.
Veit samt ekki hvort það þurfi að fjarlægja þessa bensíndælu? Datt bara í hug að nefna þetta.
Síðan vil ég minna menn á að verðmunurinn á bensín/ dísel er hátt í 30kr núna, sem er náttúrulega svívirðilegt og til háborinnar skammar.
kv.Bragi
22.11.2008 at 21:11 #632990Já, talandi um 9,5" LC. Hvernig væri að setja bara komplett hásingu(ar) undan 60 krúser? Þær eru nú ekki svo mjög frábrugðnar hilux hásingunum. Nema bara miklu sterkari(og þyngri) og með barkalásum orginal, og eru aðeins breiðari líka. Ég mundi allavega kanna það til hlítar ef ég væri í 44" hugleiðingum.
kv. Bragi -sem hefur aldrei tekist að brjóta 8" drif
-
AuthorReplies