Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
08.03.2010 at 23:53 #211313
Sælir félagar.
Nú er ég að velta fyrir mér, hvaða sjálfskiptingar passa á Isuzu 3.1 turbodiesel? Þessi vél er í Isuzu sportcab ’96. Er hægt að nota skiptingu úr 3.0 trooper til dæmis?
-Ef svo er, hvernig hafa þessar skiptingar verið að reynast í jeppa?
kv. Bragi
14.01.2010 at 23:19 #677078Takk fyrir þetta.
Þetta var og er díselbíll, en setti í hann vél úr ’99 hilux 2.4 turbo.
14.01.2010 at 22:31 #209913Sælir félagar
Veit einhver hér hvar snúningshraðamælirinn er tengdur á gamla hilux ’91 (extracab) ?
Var að skipta um vél og finn ekki hvar hann á að tengjast, en dettur helst í hug að þetta sé tengt nálægt olíuverkinu eða alternator. ?takk fyrir.
03.01.2010 at 13:39 #673998Takk fyrir svörin félagar
Ég sé að menn hafa skiptar skoðanir á þessari vél, en talandi um afl, þá ek ég um á hilux 2.4 turbodísel í dag og er bara nokkuð sáttur. Eina sem ég hef áhyggjur af er það hvort 6.5 sé jafn áreiðanleg eins og 2.4 toy, það finnst mér einna mikilvægast í fjallajeppa.
Bíllinn sem ég er að skoða er 2.6 tonn tómur á 44" dekkjum. Hef trú á að 6.5 turbo skili þessum bíl vel áfram á þjóðvegi, en ég hef engan áhuga á að keyra hraðar en 100 á svona bíl.kv. Bragi
02.01.2010 at 20:08 #209487Sælir félagar.
Er að velta fyrir mér hvernig þessar vélar hafa reynst í fjallabílum? Einhver veikur hlekkur í þeim eða dýrt viðhald? Eyðsla og þvíumlíkt.
Er með augastað á einum jeppa með svona vél í húddinu og sjálfskiptingu, en hef enga reynslu af þessum vélum.
takk fyrir.
13.12.2009 at 13:35 #667464Sko.
Þetta vandamál byrjar eftir að ég setti stærri kúplinguna í.
Kúplingin sjálf er að rjúfa alveg. Það er samt eitthvað smá átak sem fer alltaf í gegn og mér finnst líklegast að miðjulegan í svinghjólinu sé eitthvað stýf og gefi alltaf eitthvað smá átak yfir í gírkassan. – Sem gerir gírkskiptingar erfiðari.
Annars er ég búinn að keyra bílinn yfir 2000 km svona og þetta venst. En ætla að laga þetta við tækifæri.
26.11.2009 at 22:26 #667454[quote="grimur":nayx6gxr]Auðvitað, litla legukvikindið gæti alveg verið að stríða, ég var alveg búinn að gleyma því.
Sumir sleppa líka að skipta um hana við kúplingsskipti, sem er algert fúsk.Minnir mig á bílskúrsráð sem ég heyrði til þess að losa þessa legu úr sætinu:
Fylla holrýmið bakvið leguna og gatið í henni með þykkri koppafeiti.
Tálga spýtustubb(t.d. úr brotnu kústskafti) niður í rétt ríflega innanmál legunnar.
Slá spýtutappann rösklega í gatið með slaghamri, þá á legan að "tjakkast" út með það sama!Magnað finnst mér að ná að skella Hilux-hurð nógu fast til að sprengja rúðuna !!!!, en mikið skil ég það vel…
kkv
Grímur[/quote:nayx6gxr]
Ég skipti um þessa legu, notaði einmitt þessa fínu aðferð með koppafeitina til að ná gömlu úr (reyndar best að nota stálöxul með innanmáli legunnar). Mér finnst líklegast að mér hafi tekist að skemma nýju leguna þegar ég barði hana í sætið aftur.
Kíki á þetta næst þegar gírkassinn verður tekinn frá, þarf hvort sem er að skipta um sveifaráspakkdós aftan á vélinni í leiðinni.
26.11.2009 at 09:11 #667446[quote="Siggim":35vqcd3a]skiftir þú um gírkassann líka[/quote:35vqcd3a]
Nei þetta er orginal kassi
25.11.2009 at 19:57 #667436Mér var bent á, í SMS-i að það gæti verið að miðjulegan í svinghjólinu, sem heldur við gírkassaöxulinn gæti verið stíf.
Þetta þykir mér rosalega líklega skýring á því sem er að gerast hjá mér. Kúplingsþrællinn er alveg þéttur og nóg á kerfinu, og kúplingin rífur vel síðustu 3-4cm af færslunni sem pedallinn fer.
Þá er bara þetta örlitla átak sem fer í gegnum leguna vegna stífleika sem snýr gírkassanum alltaf eitthvað- sem veldur erfiðum gírskiptingum.
En takk fyrir svörinkv. Bragi
23.11.2009 at 01:31 #668038Ég segi að framhásing úr 60 krúser eigi vinninginn hér. Þá fylgir líka barkalæsing klár í drifinu og trúlega sömu hlutföll og í afturhásingunni hjá þér.
19.11.2009 at 21:22 #208429Sælir félagar,
Er með smá vandamál með kúplingu í hilux. Sem lýsir sér þannig að í neðstu stöðu kúplast ekki nægjanlega sundur til að gírskipting sé auðveld. Samt nægjanlega til að bíllinn stöðvist.
Er búinn að keyra bílinn svona í 6 vikur, og það er alveg hægt ef maður er mjúkur á gírstönginni og lætur hann líða í gírinn, samt hvimleitt í innanbæjarakstri.Þetta er ’91 hilux extracab, var með 2.4 dísel en er núna kominn með 2.4 TD úr ’99 hilux, og í leiðinni var sett ný, stærri kúpling ( minnir mig 9 1/2 tommu) í staðinn fyrir orginal
v. Bragi
12.11.2009 at 01:02 #666122[quote="Addi_Sig":2kdfei35]Þú nefnir ekkert hvorn millikassann þú ert með, það voru að minnsta kosti 2 gerðir í gangi í 91 Hilux, ef ekki fleiri.
Hvaða vél er í bílnum?[/quote:2kdfei35]Þetta er upprunalega 2.4 dísel bíll, hinsvegar er komin 2.4 turbo dísel úr ’99 hilux, en ég nota enn orginal gírkassa og millikassa, svo er skriðgírinn smíðaður úr millikassa úr bensín hilux 2.4.
11.11.2009 at 23:27 #666118Markmiðið með þessum þræði var upprunalega sá að vita hvort til væri milliplata milli sjálfskiptingarinnar í LC 3.0 og hilux millikassa, þ.e. gamla ’91 millikassans. Ástæðan er sú að ég vil nota áfram skriðgírinn sem ég smíðaði í bílinn.
Takk fyrir.
Kv. Bragi
11.11.2009 at 23:00 #666112[quote="Heidmar":13jym4am]þegar að þú ert að tala um að 3,0 sé ekki neitt mikið aflmeiri heldur en 2,4 dísel vélin hvað ertu þá að meina með því 2,4 turbo dísel er að toga 186 NM sem er jafn mikið og í 1,6 vítek hondu.
en 3,0 lc og 4runner mótorinn er að toga 343 NM sem er allveg tvisvarsinnum 2,4 díselin[/quote:13jym4am]Hef það eftir áreiðanlegum heimildum að 2.4 turbo ’99 módel (eins og ég er með) sé að toga kringum 240 nm @ 2200 sn, gamla turbolausa 2.4 dísel er hinsvegar að toga 173 nm @ 2400sn.
Ég hef reynt á eigin fæti aflmuninn á 3.0 LC og 2.4 turbo, og þarf ekkert að segja mér neitt um það.
– fyrst þú nefnir 1.6 vítek, þá er hún að toga þetta kanski á 7000 snúningum.
10.11.2009 at 22:32 #208168Sælir félagar
Nú langar mig alveg rosa mikið í 3.0 LC90 vél og sjálfskiptingu í hiluxinn, en það er eitt sem er að vefjast fyrir mér: Get ég notað millikassann áfram sem er í? Ástæðan er sú að ég er með skriðgír framan á millikassanum með 1:4.70 hlutfalli sem ég vil alls ekki taka úr bílnum.
Mig vantar s.s. milliplötu milli LC sjálfskiptingu og hilux ’91 millikassa, er þetta til einhverstaðar ?
Kv. Bragi
02.11.2009 at 19:41 #664776Nú ætla ég að koma með mín 50 cent varðandi þetta.
Sko, þetta hljómar rosalega vel, og virðist vera góð hugmynd. Það er alveg ljóst að vetnið og súrefnið sem verður til við rafgreiningu fer inn á vélina og brennur með bensínblöndunni. Hljómar bara vel ekki satt?
En bíddu nú við: Til að framleiða þetta vetni þarftu svona 20 ampera straum (alternator í jeppa getur framleitt kanski 60-80 A). og 20 amper við 12 volt eru 240 wött, og alternatorinn er með 90% nýtni, og rafgreiningin er með kanski 90% nýtni (vatnið hitnar). Þannig að þú ert að[b:3kny4zli] TAKA FRÁ[/b:3kny4zli] vélinni 240/(0,9*0,9) [b:3kny4zli]=296 Wött.[/b:3kny4zli] Þessi orka kostar bensín.
[i:3kny4zli]Sumir halda það að alternatorinn framleiði alltaf "hvort sem er" þann rafstraum sem hann er gefinn upp með. Þetta er rangt, hann tekur meira afl frá vélinni t.d. ef maður er með afturrúðuhitarann á.[/i:3kny4zli]
Þá ertu að mata vélina af 240 watta afli í formi vetnis og súrefnis, en nýtnin í vélinni er u.þ.b 30% þannig að úr þessum 240 wöttum verða 240*0,3 = 72 wött .
72-296 = -224wött.
Þetta segir mér að þessi búnaður er að taka afl frá vélinni og eykur eyðsluna, og í besta falli er eyðslan sú sama.Eðlisfræðin segir að það sé ekki hægt að búa til orku úr eingu. Það hefur a.m.k ekki verið hægt hingað til.
07.10.2009 at 17:00 #660238[quote="torirg":5c9vzq0q]Góðann daginn. Ég hef lent í að loft var mjög lengi að fara af maskínu og tjakk.
lausnin var að setja bílinn á búkka og keira stírið borð í borð í talsverðann tíma
alt í einu losnaði lofttappinn úr og talsverður vökvi komst í viðbót.
Það freiddi samt og það varð að gera þetta í áföngum
Kveðja Þórir.[/quote:5c9vzq0q]Það var reyndar lengi loft á kerfinu, og hávært loftsuð í dælunni. Það er hinsvegar hætt núna og ég hef fylgst vel með vökvahæðinni. Hef þetta í huga.
[quote="KarlHK":5c9vzq0q]kanski heimskuleg spurning … En þetta er ekkert tengt öfugt hjá þér ?
Þannig að tjakkurinn sé að vinna á móti hinu ?[/quote:5c9vzq0q]Segjum sem svo að þetta væri tengt öfugt (sem ég er 99% viss um að er ekki) Væri þá hægt að stýra bílnum eitthvað á annað borð ? Er búinn að keyra bílinn nokkuð hundruð km með þetta svona, þetta er ekki svo stíft, en samt óvenjulega stíft miðað við jeppa með stýristjakk.
06.10.2009 at 12:36 #660232Takk fyrir góð svör.
Ætla að prufa að "afnema" tjakkinn til að sjá hvort þetta sé eitthvað tengt honum.
Er það tilfellið að stýrisdælur missi þrýsting með aldrinum ? Þessi er jú keyrð 255 þús km.
kv. Bragi
05.10.2009 at 16:49 #207072Sælir félagar.
Ég var að setja hásingu undir minn Hilux Extracab ’91. Notaði LC 70 framhásingu með gormafjöðrun, og í leiðinni setti ég stýristjakk. Boraði þar afleiðandi stýrismaskínuna(LC 70 maskína) fyrir tjakk og keypti í hana upptektarsett. Nú er þetta klárt í bílnum og allt virkar, en það er óeðlilega stíft að stýra bílnum. En samt hægt að beygja 38″ þegar bíllinn er kjurr án átaka, þannig að tjakkurinn er að vinna sitt verk. Stífleikinn virðist vera í stýrismaskínunni sjálfri. Datt í hug að einhver hér gæti gefið mér gott ráð í þessu máli.
Það er búið að reyna að stilla maskínuna herða/losa, en það breytir engu. Góð ráð vel þegin.
Kv. Bragi
06.08.2009 at 00:10 #653380Sælir félagar.
Þetta er orðið agalegt ástand.
Ég man þegar ég keypti jeppann minn í febrúar 2005 sem ég á reyndar ennþá, Hilux extracab dísel ’91. Þá kostaði einhverjar 3500kr að fylla tankinn ( reyndar var þetta áður en að kílómetragjaldið var fært á eldsneytið). Maður brosti hringinn þó að aflið hafi ekki verið mikið. Í dag kostar þessi sami tankur 14000.
Jæja þetta er bara eldsneytið.
Þetta ár keypti ég mér gang af 38" mudder dekkjum á 150 þúsund, þ.e. með umfelgun ballanseringu og neglingu. Í dag kostar sami pakki u.þ.b 400 þúsund.
Ég held að við séum á rangri leið.
Kv. Bragi
-
AuthorReplies