Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
04.12.2011 at 21:31 #221544
Sælir félagar,
Er í smá veseni með jólaskrautið mitt, HJ80 krúser ´92. Driflæsingarnar hafa ekki virkað í nokkur ár þannig að ég ákvað að taka læsingamótorana í gegn, losaði þá úr og tók þá alla í sundur og smurði allar legur og tannhjól, endurnýjaði alla O-hringi og pakkningar, þannig að læsingarnar eru eins og nýjar. Þegar átti að prufa þá kom bara sama og áður, ljósið í mælaborðinu blikkar bara. Veit einhver hvað gæti verið að? Er þetta bara eitthvað rafmagnsvesen, farið öryggi eða hvað?
Kv. Bragi
12.09.2011 at 15:48 #737017Ég er með framhásingu úr 70 krúser stutta í mínum hilux og setti í þann köggul ARB loftlæsingu úr hilux afturköggli. Læsingin passaði ekki beint í, það þurfti að renna aðra stilliró í köggulinn (þessa sem keyrir hringinn að og frá pinion). Þetta þarf bara að skoða í hverju tilfelli fyrir sig, gæti verið að einhverjar týpur af ARB passi beint í.
Venjulegur hilux köggull ætti að passa í 70 krúser hásingu ( 8") en millibilsstöngin væri þá fyrir.
23.07.2011 at 16:48 #734179Nú eru bara þeir allra þrjóskustu sem halda áfram að reka jeppa á ársgrundvelli. Þegar ég byrjaði í þessu sporti þá kostaði mudderinn 35 þúsund kr/stk og díselolían var á 50 kr/l. Þá gat hvaða skólagutti sem er byrjað í þessu sporti. Í dag er þetta önnur saga og jeppinn minn er geymdur númerslaus inni í skúr 10 mánuði á ári. Ég held að jeppamennskan verði þannig í framtíðinni og ég er eiginlega búinn að sætta mig við það.
26.03.2011 at 15:29 #724152Félagar…
Í fyrsta lagi, þá er óþarfi að kaupa þennan búnað vegna þess að búnaðurinn er svo fáránlega einfaldur. Að rafgreina vatn er barnaleikur. Í rauninni er hægt að smíða svona búnað úr sultukrukku og vír.
Í öðru lagi, þá er þetta alls ekki nýr byltingarkenndur búnaður. Þetta er búið að vera til sölu í bandaríkjunum í a.m.k. 10 ár, en það hefur engum tekist að sýna fram á að þetta spari eldsneyti. Það er hinsvegar búið að selja svona búnað fyrir milljarða í USA vegna þess að þar er mýgrútur af auðtrúa fólki.
Hugmyndin hljómar rosalega vel og allt það, en þetta er bara blöff. Þetta virkar ekki.
11.03.2011 at 00:29 #722912Hljómar eins og lausn, takk fyrir þetta.
kv. Bragi
10.03.2011 at 20:18 #217886Sælir félagar.
Ek um á 20 ára gömlum LC 80 sem er alveg snilld. En það er eitt vandamál, rafmagnsrúðurnar eru frekar stýfar og það þarf stundum að hjálpa þeim upp, gúmmíþettingarnar virðast valda þessu. Er búinn að prufa að taka þær úr og þá fara rúðurnar upp og niður eins og ekkert sé.
Prufaði að þrífa þéttingarnar upp úr volgu vatni en það breytti sáralitlu. Er kanski eina leiðin að kaupa nýjar þéttingar? Hvernig hafa menn leyst þetta vandamál?kv. Bragi
04.03.2011 at 16:19 #722042Félagar…
Ef þið viljið endilega prófa þennan búnað, þá getið þið smíðað svona græju úr sultukrukku og vír, það er ekki flókið að rafgreina vatn. Búið til skaut úr kopar fyrir plús og mínus og setjið saltvatn í krukkuna (til að auka leiðnina í vatninu) Svo er bara hleypt á rafstraumi og þá sjáið þið vetnisloftbólur streyma af öðru skautinu og hreint súrefni af hinu skautinu
http://www.youtube.com/watch?v=xyDdEuQafn4
Sniðugt, en þetta gerir ekkert gott fyrir bílvélar, þetta tekur hinsvegar orku frá vélinni (setur aukið álag á alternator).
http://www.popularmechanics.com/cars/al … /4310717-2
Góðar stundir.
01.02.2011 at 21:55 #718270Takk fyrir þetta.
Ætla að fara í OME frá Bílabúð Benna. Kostar um 22 þúsund þar (með 4×4 afslætti). Sem er kanski ekki svo galið verð miðað við að svona dempari kostar kringum 100 dollara í USA.En mér finnst Toyota vera svolítið að drulla uppá bak þessa dagana með verðlagningu og þjónustu.
Kv. Bragi
01.02.2011 at 11:15 #217163Sælir félagar.
Fannst krúserinn eitthvað laus í stýri og komst að því að stýrisdemparinn hjá mér er alveg tómur. Nýr stýrisdempari kostar 45 þúsund hjá Toyota. Þetta er óbreittur krúser 80, veit einhver hvar maður getur fengið svona dempara á eðlilegu verði?
kv. Bragi
27.11.2010 at 01:00 #711542Hér vil ég benda á það, að Landcruiser HJ80 4.2 TDI er upprunalega með 2.5" púst sem dæmi. Vélin er 4.2 lítrar og 160 hestöfl(12 ventla). Þá dreg ég þá ályktun að vélar sem eru minni en 3 lítrar munu aldrei þurfa sverara púst en 2.5".
16.11.2010 at 13:57 #215863Sælir félagar.
Veit einhver hérna hvort að afturköggull úr LC60 passi í afturhásingu á LC80? Veit að drifin eru bæði 9,5″, Eru sömu rillur á öxlum?
kv. Bragi
13.10.2010 at 16:45 #215164Sælir félagar.
Er að leita mér að fallegri stólum í LC 80 og datt í hug að spyrjast fyrir hér hvað myndi henta best?
Getur verið að stólar úr LC 100 (tjónabíl) passi beint á milli?Aðrar hugmyndir vel þegnar. Kv. Bragi
24.09.2010 at 17:42 #703958Ég setti hilux ’99 diesel vél í hilux ’91 fyrir 2 árum og notaði original gírkassann (ekinn 250þ þá). Þetta hefur verið alveg til friðs. Er á 38" og oft mikið álag á þessu.
22.08.2010 at 16:04 #700800Er semsagt að velta fyrir mér annars vegar LC 80 og hinsvegar LC 100. Báðir bílarnir eru 4.2 turbodiesel sjálfskiptir,óbreyttir og eins á litinn. Hvor er betri kostur?
22.08.2010 at 11:53 #214056Sælir félagar.
Er ekki einhver land cruiser maður hérna á spjallinu sem þekkir báða þessa bíla og getur miðlað þekkingu sinni og reynslu af þessum tveimur jeppum? Markmiðið hjá mér er að finna óbreittan cruiser með 4.2 dísel og sjálfskiptingu, en ég get ekki ákveðið hvorn bílinn ég á að velja. Ég veit um einn akkilesarhæl í þessum bílum og það er framdrifið, en það kemur ekki að sök í óbreittum bíl að mínu mati. Er einhver munur á rekstrarkostnaði á þessum bílum?
14.08.2010 at 20:01 #699894[quote="Trausti":2tht2qbv]Afturgormar undan stutta lc70 smellpassa, en eru kannski fullstífir.[/quote:2tht2qbv]
Snilld. Átti einmitt slíka gorma bak við skúr en mig grunaði ekki að þeir pössuðu í sætin. Mátaði þá undir og þetta er svona líka temmilegt. Takk fyrir.
13.08.2010 at 18:49 #213970Sælir félagar.
Ég er með LC 70 framhásingu, stífur og gorma undir hilux á 38″ dekkjum. Mér finnst fjöðrunin að framan of mjúk en samt er ég búinn að renna mér plastklossa samtals 38mm undir gormana. Eru til einhverjir stífari gormar sem passa beint í þessi gormastæði?
kv. Bragi
21.05.2010 at 18:58 #694134Ég ætla ekki að vera að segja mönnum hvernig á að gera þetta. Vildi bara koma með innlegg í umræðuna því mér finnst þetta sniðug hugmynd.
[quote="sindri thorlacius":1y4mhkv8]já þú seigir það en er ekki bara hálvur sigur að nota eingöngu þjappslagið í vélinni.[/quote:1y4mhkv8]
Ef þú notar þjappslagið inn á kút, þá verður útblástursslagið frekar magnlítið hvort sem er.
[quote="BragiG":1y4mhkv8]svo seigiru að taka loftið út um glóðarkertagötin skiftir það máli hvort það er tekið út um spýsagötin eða glóðarkertagötin ég hefði reindar ekki haldið það [/quote:1y4mhkv8]
Það er satt, betra að nota spíssagötin.
[quote="BragiG":1y4mhkv8]viltu svo aðeis útskíra fyrir mér þetta stjörnu/þrýhyrnings ræsing[/quote:1y4mhkv8]
Það stendur í kennslubókum að ef mótor er stærri en 5 Kw þá þarf stjörnu/þrýhyrningsræsingu. Googlaðu þetta. Ræsistraumur á svona mótor er margfaldur notkunarstraumur.Góðar stundir.
20.05.2010 at 19:50 #694130[quote="sindri thorlacius":bzcko664]ég er að huksa um að gera þetta svona
nota 2.4D mótor úr hilux og loka fyrir útblástursventlana þannig að knastásin geti ekki opnað þá taka og olíuverkið burtu ef það er hægt með stitri reim svo að nota 1/2 hestabls mótor eða 2 hestabla svo bara festa þetta í rama sem þarf að smíða og fyna góðan forða kútt[/quote:bzcko664]Finnst þetta ágætis hugmynd svona í prinsipp.
Það væri lang, lang einfaldast að nota eingöngu þjappslagið í vélinni, þá myndirðu taka loftið út um glóðarkertagötin og þyrftir ekki að breyta neinum ventlum eða neitt. Setja síðan einstefnuloka þannig að loftið færi ekki til baka inn á vélina.
Held samt að loftpressa með 2.4 lítra slagrými þyrfti lágmark 10-15 KW mótor til að hún sé nothæf. Þá ertu kominn út í stjörnu/þrýhyrnings ræsingu. En þetta yrði nokkuð afkastamikil loftpressa vinur.
Kanski væri flottast að láta vélina bara ganga á 2 strokkum og nota hina 2 fyrir loftpressu. myndi kanski eyða svona 10 lítrum/klst undir álagi en það væri líka 40 hestafla loftpressa.
03.05.2010 at 22:34 #212526Vantar utanborðsmótor fyrir lítinn plastbát. Helst 4-gengis 10-15 HÖ.
Skoða einnig að kaupa bát og mótor saman.bragigudna(hjá)visir.is
-
AuthorReplies