Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
20.07.2011 at 01:32 #219800
Sælir félagar og þá aðallega á norðurlandi.
Mig langar að vita hvernig færð er frá Grenivík og út í Fjörður (F839) annars vegar og hins vegar út í Flateyjardal (F899). Er að spá í skreppa þetta í næstu viku ásamt fleirum.
Er eitthvað sem gott væir að vita um þessar leiðir ?
kv. Bragi Þór (að norðan)
R3863
16.07.2011 at 01:19 #733711Landvélar voru einnig með þær en ég færi í Fossberg eða Verkfærasöluna.
Það er reyndar mjög skrítið að þær hafi rúmlega tvöfaldast í verði, sérstaklega þar sem Evran veikist meir og meir.
16.07.2011 at 01:16 #733703Fékk þetta hjá ST&ST að sjálfsögðu
Þeir eiga einhvern helling af þessu.
Ég er einmitt að fara í það að endurnýja fóðringar og skipta þeim út með Polyurethane.
Reyndar er þetta ekkert að slitna hjá mér að ráði en það mæðir mest á afturdempurunum.
15.07.2011 at 08:45 #219752Mig langar að forvitnast um hver reynsla manna er á polyurethane fóðringum ?
Þá er ég aðallega að spá í hvernig þær eru í kulda/miklu frosti ?Eins hvar er helst að finna svoleiðis hér heima ?
Mig vantar fóðringar í dempara-augu (svipað og hér http://www.performancesuspension.com/shockbush.html) en gúmmífóðringarnar eru vægast sagt orðnar slitnar.kv. Bragi – R3862
11.07.2011 at 23:44 #733059[quote="Gormur":h3jawqb5]Athugaðu hvort þú finnur ekki "F350 Owners Club" á netinu sem deila svona uppl.
Eitthvað í líkingu við "http://www.ssangyongclub.co.uk/forum/" fyrir Musso[/quote:h3jawqb5]Þú getu örugglega fundið eitthvað hjá [url=http://www.ford-trucks.com/:h3jawqb5]Ford-Truck Online[/url:h3jawqb5]
11.07.2011 at 23:28 #733063Best að tala bara við Stál og Stansa, þeir gætu átt þetta og eru sanngjarnir á verðinu.
11.07.2011 at 11:33 #732681Þetta er greinilega breyttur F-150 😉
01.07.2011 at 23:30 #732985Þessi slóð er í bókinni "Utan alfaraleiða", e. Jón G. Snæland a.k.a. Ofsi, sem fjallar um 60 leiðir í kringum nágrenni Reykjavíkur og úti á landi.
Ég myndi ekki segja að þetta sé fært öllum bílum en 33" ætti að klára sig í gegnum þetta. Við félagarnir fórum þetta að mestu á 35" bílum fyrir ca. 4 árum og veit ég ekki til þess að það sé bannað að keyra þetta, þetta er/var jú vegur-Bragi Þór
R3862
28.06.2011 at 13:09 #732611[quote="wolf":1735ui7z]…Það sem mér datt ekki hug var sá fræðilegi möguleiki að velviljaður verslunarstjóri hefði þá vinnureglu að þegar búið væri að reikna útsöluverð á vöru þá væri verðið alltaf lækkað niður í næsta heila þúsund og reyndar fimm krónum betur…[/quote:1735ui7z]
Líklegra hlýtur þó að teljast að þeir rúni tölurnar upp í næsta þúsund -5 kr. 😉
26.06.2011 at 20:28 #732629Efsta myndin var komin, veit ekki með miðmyndina en neðsta myndin er tekin í Drangey.
08.06.2011 at 01:33 #731543Bull og vitleysa!
Það er ekki hægt að segja neitt til um hversu mikið má hleypa úr, þar sem það er hraðinn sem hitar dekkin.
Sjálfur er ég á 41" Irok á 17" felgum og þegar ég fer inn í Þórmörk, þá fer ég yfirleitt niður í ca. 12psi. Hef farið í 10psi en þá má ekki keyra mikið yfir 40km/klst lengi þar sem þau eru farin að velgjast svolítið.Ég sé ekki að menn þurfi almennt að hleypa meira úr en 10-15psi að sumarlagi, svona til keyrslu. Ég held mig nærri 15psi nema vegslóðinn sé verulega slæmur.
Auðvitað geta svo léttari bílar hleypt meira úr en þyngri.
Best er bara að hver finni þetta hjá sér, miðað við bíl og aksturslag.
01.06.2011 at 15:28 #730823Svo djúpt án þess að skera ofaní strigalögin en þá ertu farinn að "skemma" dekkið, þ.e. það sem heldur því saman.
Ofast er miðað við þar sem mynstrið er lægst, ekki dýpra.
05.05.2011 at 00:38 #725133Það er um að gera að láta vita af þessu og pressa á menn að lækka verðin. Þeir átta sig þá kannski á því, hverju þeir eru að tapa.
04.05.2011 at 14:11 #725129Villi, ertu búinn að láta Brimborg vita af þessum verðum ?
Endilega gerðu það, væri gaman að sjá hvað þeir segja 😉
-Bragi Fordeigandi
03.05.2011 at 10:44 #21886303.05.2011 at 10:41 #725123Þetta segir manni náttúrulega það, að þessir auka- og varahluta innflytjendur eru bara að reyna að taka okkur í óæðri endann.
Auðvitað eiga menn að græða á viðskiptum en að ræna menn um hábjartan dag, það gengur ekki. Það er eitthvað að í rekstrinum, þegar hlutir kosta ekki bara tvöfalt, heldur margfalt á við það sem hægt er að fá þá annarsstaðar, eins og í þessu kertadæmi fjórfalt!
Sjálfur hef ég verslað mikið frá USA á netinu, þmt. bílinn og það sem þurfti til breytinga á honum en þegar munurinn er lítill og þjónustan góð, þá versla ég við þá sem bjóða upp á sanngjörn verð. Má þá helst nefna Stál & Stansa sem og Bílabúð Benna og IB, sem hafa reynst mér vel en þessir aðilar fylgdu markaðinum og mæli ég hiklaust með þeim.
Það gerðu hins vegar ekki þessir "stóru", sem og flest bílaumboðin, þeir selja bara rusl á uppsprengdu verði og það sem eitthvað vit er í, ja, það þarf næstum að slá lán til að ná því af þeim þar sem þeir sitja á því eins og ormar á gulli.Legg til að við reynum að sniðganga slík fyrirtæki eins og kostur er.
Bragi Þór
R3862
30.04.2011 at 19:27 #729107Hvar eru þeir að fara upp ?
28.04.2011 at 00:24 #729039Þá held ég að við verðum að koma sér vef í loftið fyrir MHN 😀
27.04.2011 at 10:42 #729033Já, og Viking líka 😉
26.04.2011 at 16:51 #728639[quote="smari1910":22544j4n]Svarið við efstu myndini er að myndin er tekin í ferð litlu deildarinar í Landmannalaugar 16 apríl 2011 og 3 bíllinn sem er verið að draga er Dodge Ram 2500 Rauður.[/quote:22544j4n]
Þetta var smá tilraun sem við frændurnir ákváðum að prófa til gamans en þar sem það var svell undir þeim gula, þýddi þetta ekkert, hann drógst bara til hliðar.
ps. RAMinn losnaði við fyrsta kipp aftur á bak 😉
-
AuthorReplies