Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
11.11.2011 at 09:45 #741565
Ég hefði nú haldið að best væri að nota sömu olíu og þú notar á millikassann, það minnkar flækjustigið.
Low-gír er yfirleitt ekkert annað en aukamillikassi (þó í sumum tilfellum gírkassi en tel að það sé liðin tíð).
09.11.2011 at 02:41 #740531[quote="Sveinbjörn":mbkdvgtk]…Verð víst að fá kennslu í innsetningu mynda fyrst.
kv.
Sveinbjörn
R-043[/quote:mbkdvgtk]Þetta er allt tíundað [url=http://www.f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=235&g2_itemId=249570:mbkdvgtk]hérna[/url:mbkdvgtk] 😉
08.11.2011 at 15:59 #741411Þú verður bara að skella þér með Litlunefndinni næstu helgi, þeir ætla að kanna þetta og skreppa upp að Jaka
08.11.2011 at 13:31 #741381TH400 (THM400) er með 2,48:1 í fyrsta þrepi sem gefur tæpa 33:1 í heildar niðurgírun (2,48*2,72*4,88) en með því að bæta við 2,72 færðu tæpa 90:1 út í hjól.
Sjálfur er ég með svipaða niðurgírun eða 36,6:1 og myndi gjarnan vilja bæta við millikassa til að fara niður í 90+:1 og er það á to-do listanum, sem lengist alltaf
Hestarnir koma manni nokkuð langt (allir 300+) en í dag er færið bara orðið þannig að það þarf að skríða þetta annað slagið, sérstaklega í krapa.Þú nefnir það að vera með stutt skaft en ætti það ekki að vera í lagi ef þú ert kominn með dragliðinn á það ? Aðrir verða að svara því.
31.10.2011 at 15:09 #739951Er ekki bara málið að hætta þessum breytingum og kaupa sér MATTRACKS og skella undir þegar eitthvað er að færð ?
Kostnaðurinn er minni í mörgum tilvikum og slitið minna 😉[youtube:3iodgaz7]http://www.youtube.com/watch?v=zDlLt28WmOA[/youtube:3iodgaz7][youtube:3iodgaz7]http://www.youtube.com/watch?v=rhUnVOAE904[/youtube:3iodgaz7]
31.10.2011 at 11:31 #740803Ég efast um það, mig minnir að 16" sé lágmarkið. Þetta á við um 97-03" árg.
26.10.2011 at 10:22 #739931Er sjálfur fæddur og uppalinn í sveit en hef aldrei prófað þetta. Flutti kannski of fljótt á mölina en það spurning að prófa þetta í vetur í sveitinni
Eitt verður þó að taka inni í reikninginn og það er verðið á svona tækjum, en það getur hlaupið á tugum milljóna fyrir nýja vél. Sá eina 2007 Case á 6,5 m.kr notaða.
Þá er líklegra ódýrara að breyta jeppa í alvöru fjallabíl fyrir ca. helminginn af verði svona dráttarvélar (sem dæmi var 54" notaður RAM á ca.15 m.kr. á bílasölu og hann kemst næstum allt).
Annað er farþegafjöldi en í stærri vélunum væri hægt að koma 1 farþega með en það er enginn lúxus þar á ferð.
Einangrun er þriðja en yfirleitt eru húsin aðallega glerhús og því erfitt að halda þeim heitum í miklum kulda, sérstaklega þar sem miðstöðvarnar eru ekki þær öflugustu.Því þyrfti að breyta þeim og bæta nokkuð, bara til þess að halda hita í húsinu.
Vissulega myndu svona vélar henta í sérhæfðari verkefni, s.s. björgunar- og rannsóknarstörf. Eins myndu þær örugglega nýtast vel sem undanfari í ferðum í þungu færi (aftur björgun eða rannsóknir).
Skemmtileg pæling engu að síður.
24.10.2011 at 00:18 #739867Það verður að taka eitt í reikningin og það er hvernig er/verður jeppinn notaður.
Ef fara á eitthvað í "ófærur" hvort sem er að sumri eða vetri til, þá er ég sammála Frey með BFG Mud og reyndar gleymdi ég Discovery (Cooper) STS en það er milligróft og sameinar hvort tveggja ágætlega.
En ef menn eru hinst vegar nánast eingöngu á malbiki eða öðrum vegum og ekki í neinum "ófærum" að ráði, þá mæli ég frekar með BFG AT. Meiri ending, meira veggrip, betri í hálku og minni hávaði. Það er alltaf meiri hávaði í milligrófum og grófum dekkjum.
20.10.2011 at 18:20 #739861Hef sjálfur verið á BFG AT og mjög ánægður með þau, sérstaklega í vetrarfærð.
DC hafa menn einnig verið ánægðir meðVarðandi felgur, þá getur þú líka prófað að tala við Magga felgubreikkara, [url:2u8t9o4g]http://felgur.is[/url:2u8t9o4g]
N1 (Réttarhálsi og Fellsmúla) hafa yfirleitt átt felgur undir flestar gerðir bíla og eins Bílabúð Benna.
20.10.2011 at 10:41 #220879Það er grein á bls. 28 og 29 í nýjasta FÍB blaðinu, sem er jeppamönnum og jeppabreytingum ekki til góða. Rætt er við Snorra Konráðsson bifvélavirkjameistara um bílabreytingar.
Að mínu mati er þessi grein er illa skrifuð, staðreyndir úr lausu lofti teknar og svo virðist sem hann (Snorri) hafi lítið vit á jeppum, jeppabreytingum og lögunum í kringum það. Sem dæmi er mynd með greininni, þar sem skrifað er, að þetta sé breyttur Econoline en er í raun mynd af Chervolet Van í Bandaríkjunum. Svona sjást jeppar ekki hér á landi.
Nefnir hann m.a. ameríska pallbíla og Econoline og fer þar með fleipur svo ekki sé meira sagt, og þá aðallega varðandi undirárrekstrarvarnir. Ég veit ekki betur en að bílar sem eru yfir 3,5t að heildarþyngd og viss hæð upp í stuðari þeirra, að þeir séu skikkaðir til að setja undirárrekstrarvörn. Þekki ég dæmi um óbreyttan Dogde RAM 3500, sem settur var á 35″ og þurfti eigandi að láta setja undirárrekstrarvörn til að standast skoðun.
Vissulega eru til gamlir og úrsér gengnir jeppar, jafnvel illa breyttir, sem ættu líklega ekki að fá skoðun en ég tel að þeir séu undantekningarnar en ekki viðmiðið eins og kemur fram í þessari grein.Þetta er mál sem bæði tækninefnd og stjórn þurfa að taka á og svara að mínu mati, svo almenningur láti ekki blekkjast af þessum skrifum hans Snorra.
Fyrst ráðast þeir á ferðafrelsið, svo á farartækin, hvað næst ?
19.10.2011 at 18:40 #700650Kominn er tengill á forsíðu, undir GPS grunnur sem vísar á sprungukortin góðu.
11.10.2011 at 12:26 #739335Fáum við ekki Gísla og félaga á félagsfund eftir þessa leiðangra eins og svo oft áður ??
10.10.2011 at 10:31 #739129Það segir sig sjálft að það hlaut að koma að þessu, ekki satt ?
30.09.2011 at 11:24 #737049Benni hefur boðið upp á góða og óeigingjarna þjónustu og skal það tekið fram að hann hefur voðalega lítið ef eitthvað upp úr þessu (miðað við tímann sem fer í þessi mál). Hann tók upp á þessu þar sem honum fannst vanta fleiri og vandaðari valkosti í vöruframboði, á betri verðum en þekkist hér á landi.
Auðvitað geta komið upp einstaka vandamál og samskiptaörðugleikar og sjálfsagt geta menn alltaf bætt sig en það er óþarfi að rakka niður það starf sem Benni stundar félagsmönnum til hagkvæmi. Ekki gleyma því að hann vinnur þetta mest í sínum frítíma.Mönnum er frjálst að versla þar sem þeir vilja og er sjálfsagt að láta vita ef vandamál koma upp á en það ætti þá að vera á milli þeirra aðila sem viðskipti eiga saman.
Og að vitna í verð sem eru margra mánaða gömul er út í hött!-Bragi Þór
ps. Það mætti halda að sumir væru að reyna að koma sjálfir á fót innflutningi með undangengum póstum, á kostnað Benna K4$4 ??
28.09.2011 at 23:17 #738061Interco (SuperSwamper) framleiða margar tegundir en [url=http://www.intercotire.com/tires.php?id=9&g=1:l0j2d3ft]SSR[/url:l0j2d3ft] sem og [url=http://www.intercotire.com/tires.php?id=6&g=1:l0j2d3ft]Irok[/url:l0j2d3ft] henta kannski best sem snjódekk. Reyndar eru Irok dekkin nánast þau einu sem framleidd eru bæði sem snjó- og grjótdekk. Þau eru t.d. til í 39,5" bæði Radial sem og Diagonal (Nylon). SSR er m.a. til í 38" og hafa menn verið nokkuð ánægðir með þau. Ég (og fleiri) mælum með radial ef þess er kostur.
Ég hefði viljað sjá Pitbull með sín [url=http://pitbulltires.com/growler.php:l0j2d3ft]Growler[/url:l0j2d3ft] dekk í 38-44" en þau eru víst bara til í upp að 35" og svo 47". Dágott bil þar á milli. Þá er það bara [url=http://pitbulltires.com/rocker.php:l0j2d3ft]Rocker-inn[/url:l0j2d3ft] sem uppfyllir þær stærðir sem upp á vantar en mér finnst hann aðeins of groddaralegur en það mætti s.s. skera hann til að auka snjógripið.
28.09.2011 at 21:27 #738057Þeir eru með Interco SuperSwamper.
26.09.2011 at 22:12 #737827Stál og Stansar eiga allt í kerrusmíði o.fl., kíktu á þá.
26.09.2011 at 12:54 #737703Flottar leiðbeiningar, takk fyrir það
26.09.2011 at 11:24 #737839Takk fyrir það Rúnar, þú ert alveg með þetta 😉
Þessir hlutir verða teknir fyrir mjög fljótlega hjá vefnefnd og gerður skurkur þar.
Eins og er, höfum við nóg að gera við að vinna upp það sem miður hefur farist og koma nýju útliti í loftið.
25.09.2011 at 22:02 #737835Eins er hægt að nota MS Paint, sem fylgir öllum Windows tölvum.
-
AuthorReplies