Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
27.09.2012 at 13:59 #757995
Ég sé ekki betur en menn hafi labbað inni Stakkholtsgjá og farið alla leið inni í Bása samkv. þessum myndum frá Brynjari.
það var leiðinlegt að komast ekki í þetta skipti en það er alltaf flott að koma í Þórsmörk á þessum árstíma.
04.09.2012 at 20:42 #224275Skeljungur er að sponsa alþjóðarallýið í ár og kallast það Alþjóðlega Shell V-Power rallið og verður haldið 6.-8. september n.k.
Þeir verða með leik í gangi þar sem allir þeir sem fylla á tankinn og fylla út þátttökuseðil (ásamt kassakvittun) á næstu Shell-stöð fyrir lok dags 5. september, komast í pott og verða svo dregnir út 10 heppnir þátttakendur sem fá að sitja í á stystu sérleiðinni sem verðu farin í Kópavogi á fyrsta keppnisdegi 6. sept kl 18.
23.08.2012 at 18:08 #22417723.08.2012 at 17:38 #756683Búinn að laga tengilinn
21.08.2012 at 20:29 #756829Ég tek undir með Atla og votta fjölskyldu, ættingjum og vinum Freysa, samúð mína.
Án hans væri jeppasportið ekki það sem það er í dag.
14.08.2012 at 21:34 #22407524.07.2012 at 11:24 #756067[quote="SBS":3m8y7bdf]Ha,ha,ha!! Þessi var góður. Glöggur er lögreglumaðurinn. Ef þetta á að vera til að hægja á umferð og skapa öryggi á leiðinni um Þingvelli er þessu öfugt farið. Í fyrsta lagi skapraunar þetta bílstjórum og þegar þeir eru komnir framhjá fær pinninn að kenna á því. Þarna verður hætta á útaf og aftaná keyrslu. Menn fipast og geta lent framan á bíl sem kemur á móti svo ég tali nú ekki um þegar vetur er og ísing á veginum. Væri nú ekki betra að breikka veginn og klyppa trjágróðurinn sem blindar hlykkjóttar hættulegar beygjur á milli merkjanna. Síðan mætti setja hraðamyndavélar á tveimur stöðum til að draga úr umferðarhraða.
Kv. SBS.[/quote:3m8y7bdf]Einmitt, sammála þessu. Við ættum kannski að taka gatna- og vegamálin í okkar hendur
04.07.2012 at 11:54 #222137Gerðar voru breytingar á flokkunum í Auglýsingunum í gærkvöldi.
Við bættum við flokkum og gerðum þá skilmerkilegri í leiðinni til að auðvelda mönnum bæði að skrá búnað og tæki, sem og að leita að því sem hugurinn girnist hverju sinni.
Eins settum við inn leiðbeiningar um að setja TS: eða ÓE: í titil auglýsingar til að menn sjái frekar hvort verið er að selja hluti eða óska eftir þeim.
Eins fjölguðum við smá-auglýsingunum á forsíðunni.
Svo má nefna það, að þegar smellt er á „Smá-Auglýsingar“, þá birtist yfirlit yfir alla Auglýsingaflokkana og þannig hægt að fara beint inn í þann flokk sem áhuga vekur.
Þeir sem eru innskráðir sjá flokkana merkta rauða sem innihalda nýja pósta/umræður en þetta á við einnig á Spjallinu öllu.Það má búast við einhverjum frekari breytingum á næstunni, t.d. stendur til að skipta Varahlutaflokkum eitthvað meira upp eftir t.d. vélar, drifrás, rafkerfi, boddí og grindur svo eitthvað sé nefnt, hugmyndir eru vel þegnar.
Vonandi mælist þetta vel fyrir hjá mönnum og komi til að auka notagildið.
fh. Vefnefndar
Vefstjóri f4x4.is
19.06.2012 at 21:15 #755195Sæll Björgvin, ég er nú búinn að laga þetta hjá þér. Eins færði ég þessa þræðina þína undir "Vefsíðan" þar sem þeir eiga heima.
Þetta með fullt nafn og félagsnúmerið er vandamál sem verið er að vinna í en eins og er þurfum við að handslá þetta inn en tengillinn virkar ekki (enn). Nú sjást þessar upplýsingar hjá þér.kv. Bragi
Vefstjóri f4x4.is
18.06.2012 at 22:37 #755211Sæll Björgvin, þú verður að afsaka en það hefur fyrirfarist að skrá þig í réttan hóp eftir að þú borgaðir félagsgjaldið. Þetta hefur nú verið leiðrétt og hefur þú sömu réttindi og aðrir félagsmenn.
Velkominn í hópinn.kv. Bragi Þór Jónsson
vefstjóri f4x4.is
13.05.2012 at 23:50 #739891Heyr heyr !!
Flott grein og faglega unnin hjá ykkur, Tækninefnd. Hlakka til að sjá útkomuna á prenti.
Það væri nú gaman að sjá Snorra Konráðsson lesa hana 😉
23.04.2012 at 12:02 #752723Mig langaði bara að þakka kærlega fyrir okkur. Að venju var þetta góð ferð með góðum hópum.
Ég vona að D-hópurinn hafi ekki verið súr þótt ég hafi ekki fylgt þeim eftir en ég sá ekki betur en allt hafi gengið vel hjá þeim.Ég vil að lokum óska Litlanefndinni til hamingju með áfangann og árangurinn í gegnum tíðina. Það er alltaf gaman að slást í för með þeim og hvet ég alla sem langar að "stíga sín fyrstu skref" í jeppaferðamennskunni, að prófa amk. eina ferð með Litlunefnd F4x4.
Ps. Hlakka til myndakvöldsins.
kv. Bragi "hóplausi"
15.04.2012 at 23:52 #752707Eftir að hafa séð myndir úr Setursferð liðna helgi, þá er mig farið að hlakka verulega til
15.04.2012 at 23:51 #753299Ford eru með þetta, enda er ég sjálfur stoltur eigandi Ford F-150 (sjá mynd), sem hefur bara ekki bilað, fyrir utan smá álagsmeiðsli en þau eru 3 eða 4 í heildina talið síðan ég flutti hann inn í apr. 2005. Ekki get ég heldur kvartað yfir eyðslunni.
22.03.2012 at 12:48 #750611[quote="Jakob Huni":2ct5b7o8]Hvað eru margir skráðir i þessa stórferð á Mývatn get hvergi fundið neitt um það upp á að taka á móti ykkur i ströngukvisl
Kv Jakob form Húnvetningadeildar[/quote:2ct5b7o8]Þetta er hægt að sjá á síðunni [url=http://f4x4.is/index.php?option=com_seminar&Itemid=285:2ct5b7o8]Skráning í Ferðir[/url:2ct5b7o8] (hægra megin) og eins með þær ferðir sem eru í gangi hverju sinni.
kv.
Bragi -semekkiágúmmígalla
21.03.2012 at 23:35 #750603Nú verða allir að taka gúmmígallana með, það er spáð asahlákur og 10°C hita næstu daga (:o)
23.02.2012 at 15:51 #750711Líklega væri best að tala við Aukaraf, en þeir hafa verið með þessi tæki og þjónustað.
17.02.2012 at 17:24 #750177Það eru greinilega ekki allir að skilja þetta en við erum að reyna að virkja Deildar spjallið þannig að auðveldara sé fyrir alla sem vilja, að fylgjast með starfi deildanna.
Þetta er í raun eins og hver annar flokkur, þar sem viss umræða fer fram samanber flokkurinn "Bílar og breytingar" en þar er ekki ætlast til að menn ræði fjarskiptamál eða um veðrið, það eru aðrir flokkar ætlaðir til þess.Bragi þór
Vefstjóri F4x4
16.02.2012 at 21:13 #750061[quote="Halldor":23izsvc2][quote="Halldor":23izsvc2]Hinn þráðurinn virðist vera kominn inn aftur.
kv, HG[/quote:23izsvc2]
Tek þessi orð til baka … gaman væri að vita hvað varð um þráðinn :-)[/quote:23izsvc2]
Sælir Eyfirðingar, það var ekki tilgangurinn að skemma þráðinn ykkar en þar sem hann er ætlaður ykkar deild, þá flutti ég hann undir deildarspjallið ykkar. Eitthvað hefur kerfið brugðist okkur, þar sem það átti að skilja eftir tengil yfir á þráðinn eftir færsluna en einhverra hluta virkaði hann ekki. Þess vegna kom melding eins og hann væri ekki lengur til. Við gerum þetta oft, þegar þræðir eru ekki í réttum flokkum.
Elías kom með fyrirspurn á [url=http://f4x4.is/phpbb3/viewtopic.php?f=20&t=31676:23izsvc2]Innanfélagsmál[/url:23izsvc2]sem svarar vonandi betur þessari deildarspjalls hugmynd sem við erum að virkja fyrir deildirnar. Ykkur er einnig frjálst að hafa samband við vefnefnd fyrir frekari upplýsingar.
Bragi Þór
Vefstjóri Vefnefndar F4x4.
16.02.2012 at 21:05 #750171Sæll Elías.
MIg langar að svara þessu og kannski að reyna að útskýra tilganginn.
1. Við í vefnefnd ákváðum við uppfærslu þessa vefs að gera deildunum hærra undir höfði með því að búa til sér umhverfi fyrir deildirnar. Þannig að þær gætu hætt að reka sínar síður og það vesen sem því fylgir. Það var engin samræmd nafnastefna á lénum deilda og þær því hálf viðutan og virtust ótengdar Ferðaklúbbnum 4×4 að því leyti. Partur af þessu umhverfi var að virkja deildarspjallið, sem var til fyrir en lítið sem ekkert notað.
Hugmyndin er s.s. að deildirnar geti fjallað um sín mál, viðburði og annað sem þeim er í sveit sett og að auðveldara væri fyrir alla að fylgjast með starfi deildarinnar, hvort þeir búi á viðkomandi svæði eða annarsstaðar á landinu.
Það er nú þannig að það eru engin landa- né hreppamörk á internetinu. Hugmyndin var ekki að deildirnar eigi eingöngu að vera á sínu spjalli, það væri bara rugl. Allir félagsmenn eiga að taka þátt í þeirri umræðu sem í gangi er og eins stofna til þeirra undir þeim flokkum sem fyrir eru. Reyndar ætlum við aðeins að upphugsa þá betur og kannski gera smá breytingar til hagræðingar.2. Ekki ætla ég að svara fyrir formann en ef breytingar, sem varða vefsíðuna og deildir/nefndir, eins og þú fiskar eftir, þá að sjálfsögðu verða þær gerðar í samráði við stjórn viðkomandi deildar/nefndar sem og við stjórn klúbbsins.
3. Aftur, þá hafa ekki verið gerðar neinar breytingar sem krefjast samþykktar. Ef þú getur bent á slíkt, endilega sendu okkur það á vefnefnd@f4x4.is og það verður tekið fyrir málefnanlega.
4. Já. Stjórn kom á fót rýnihóp, sem gerði mikla þarfagreiningu og úttekt áður en farið var af stað í þetta verkefni fyrir rúmu ári. Við í vefnefnd höfum síðan verði í góðu sambandi (að því við teljum) við bæði nefndir, deildir og aðra félagsmenn, þar sem fram hafa komið ýmsar kröfur sem reynt hefur verið að mæta, þannig að þær samræmist stefnu Klúbbsins.
Bragi Þór Jónsson
Vefstjóri Vefnefndar F4x4
-
AuthorReplies