Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
07.01.2009 at 14:52 #636552
Þetta tæki er hannað fyrst og fremst sem neyðartæki, sem sendir gps hnit til neyðaraðila, þegar þú ýtir á neyðarhnappinn í neyð eða bara til að láta vita af þér og hvar þú ert í það skiptið.
Að nota þetta sem ferlasendi er í raun aukafítus. Þetta er ætlað til notkunnar utandyra, fyrir útivistarfólk en ekki inn í bílum né öðrum mannvirkjum og er ætlast til að menn geti komið sér út áður en ýtt er á hnappinn eða komið tækinu undir beran himininn. Þetta er nokkuð veðurhelt og ætti að þola að liggja úti í einhvern tíma, þótt fólk leiti sér skjóls á meðan.
Við Íslendingar búum við það vandamál að vera nokkuð norðarlega fyrir flest þessi GPS tungl, þar sem þau eru yfirleitt staðsett á milli sjóndeildarhrings og upp í 45° frá okkur séð. Það er því oft erfitt að fá nokkuð samband norðan megin fjalla og svo þarf einnig samband við Globestar hnettina, eins og komið hefur fram.
SPOT lýtur að þessum lögmálum alveg eins og GPS tækin okkar, þau geta virkað inn í bíl en mun betur undir berum himni (eða með útiloftneti).
Að mínu mati eru þessi neyðartæki of dýr hér á landi, sem enn og aftur sýnir græðgina í söluaðilum en RadioRaf voru ódýrastir (að mínu viti) með þau undir 30þkr. Ég veit að þau kostuðu um og undir $150 í USA sem ætti að vera um 10-15 þkr (fyrir gengisfallið) heimkomið. það er því tvöföld álagning á þessi neyðartæki hér heima (ATH. bera enga tolla, samb. öryggistæki og GPS).
Það var á dagskrá hjá mér að flytja svona inn, en ég beið aðeins of lengi (stupid me).
SPOT hjá [url=http://www.cabelas.com/cabelas/en/templates/links/link.jsp?id=0051330518244a&type=product&cmCat=SEARCH_all&returnPage=search-results1.jsp&Ntk=Products&QueryText=spot&sort=all&Go.y=0&_D%3AhasJS=+&N=0&Nty=1&hasJS=true&Go.x=0&_DARGS=%2Fcabelas%2Fen%2Fcommon%2Fsearch%2Fsearch-box.jsp.form23&_dyncharset=ISO-8859-1:d9165l0t][b:d9165l0t]Cabelas.com[/b:d9165l0t][/url:d9165l0t]
07.01.2009 at 10:53 #636592það er spurningin?
Félagi minn fékk sér ódýra kastara (15þkr/parið), skrúfaði á bílinn og græjaði. Ég aftur á móti fékk mér strax IPF 2ja geisla (rúm 30 þkr m/öllu).
Félagi minn henti þessum ódýru af eftir fyrsta túr og fékk sér líka IPF 2ja geisla og aldrei verið ánægðari
Að mínu mati er það nóg ljós í langflestum tilfellum og lági geislinn kemur jafnvel í staðinn fyrir þokuljós.
Yfirleitt eru þessi ódýru ljós með spot-geisla en ekki keyrslu(dreifi) geisla og lýsa því mjög takmarkað svæði og illa (miðað við góða kastara).
Eins eru til einna geisla kastarar (t.d. IPF/PIAA) sem eru aðeins ódýrari en 2ja geisla en þú færð mest fyrir peninginn með 2ja geisla að mínu mati.Bragi R3862
07.01.2009 at 10:11 #636458Langaði bara að láta vita að [url=http://www.engadget.com/2009/01/06/eee-pc-t91-convertible-tablet-lives/:37bq4bkz][b:37bq4bkz]Asus Eee PC T91[/b:37bq4bkz][/url:37bq4bkz] er á leiðinni, en þetta er Tablet vél með 8,9" snertiskjá, TV-tuner og innbyggðu GPS. Skemmtileg viðbót í Netbook flokkinn og klárlega spennandi kostur í bílinn
06.01.2009 at 15:15 #636456ah fokk, gleymdi því sorry of seint að laga það þannig að ég set þá bara inn aftur hér:
[url=http://forum.eeeuser.com/viewtopic.php?id=56413:22vhk0yc][b:22vhk0yc]eeeuser.com[/b:22vhk0yc][/url:22vhk0yc]
[url=http://www.trustedreviews.com/filter/notebooks?price_min=nmin&price_max=nmax&score=0§ion_id=13&filter=123&manufacturer=0&submit.x=22&submit.y=13:22vhk0yc][b:22vhk0yc]Netbook vélar[/b:22vhk0yc][/url:22vhk0yc]
[url=http://www.expert.dk/default.asp?state=product_list&pageid=2194&categoryID={4A230393-C40F-447C-934D-FC58BFDB91E2}&nodeid=][b:22vhk0yc]expert.dk[/b:22vhk0yc][/url]
Það sem ég sé með svona Netbook, er að hægt er að taka hana úr bílnum og nota annarstaðar (t.d. horfa á video í tjaldinu). Sjálfur var ég næstum kominn að því að kaupa snertiskjá til að tengja við lappann en þetta er miklu sniðugra. Svo er líka hægt að fá SSD diska sem þola hristing o.þ.h.ps. ég hata þegar linkar virka ekki 😉
06.01.2009 at 10:52 #203487Datt í hug að sýna ykkur þetta á Eeeuser.com , en þetta eru svokallaðar Netbook tölvur, sem eru með 7″-11″ skjástærð og vega um 1-1,5 kg.
Listi yfir nokkrar Netbook vélar með ágætis umsögnum.
Vandamálið hér heima er verðið, en úti eru þær um fjórðung til helmingi ódýrari en ódýrustu ferðavélarnar.
Verðdæmi í [url=http://http://www.expert.dk/default.asp?state=product_list&pageid=2194&categoryID={4A230393-C40F-447C-934D-FC58BFDB91E2}&nodeid=]expert.dk[/url] er um 2000-3200 dkr.
05.01.2009 at 13:32 #636288Sælir, þú þarft ekki stýringu eins og Benni segir, þetta eru "forged" hringir með stýringu. Ég veit reyndar ekki með gæði á þessu en mér sýnist þetta vera fyrir "race" fólksbíla (enda bara 13" og 15" í boði)
Ég var mikið að spá í Beadlock felgur (og kit til innflutnings) frá [url=http://http://www.mrt-wheels.com/catpages/page13.html:3h0pflce][b:3h0pflce]MRW[/b:3h0pflce][/url:3h0pflce] og var það komið á góðan skrið rétt áður en gengið féll. Þeir erum með kit fyrir RockCrawlers og bjóða upp á bæði ca. 20 og 40 bolta hringi (HD og ED), bæði fyrir stál- og álfelgur. Vissulega er þetta dýrara, en ég myndi ætla að gæðin væru líka eftir því.just my $.02
Bragi R3862
ps. lagaðu linkana 😉
09.12.2008 at 17:03 #634314noh, eru breytingar í gangi ?
Ég get sýnt þér þetta hja mér, þetta er einfalt en þarf að vera vel soðið.
Tvær flatjárn og prófíll á milli
05.12.2008 at 20:50 #634246Ég veit ekki betur en að LoadRange C (6 striga laga) dekk séu gefin upp fyrir 25 psi max þrýsting (á bara við bias/nyldon/diagonal dekk).
Radial (m.stálbelti) þola meiri þrýsting, þ.e. LR C (6 strigalaga) eru yfirleitt gefin upp fyrir 50 psi max.
Athugið að þetta er líka miðað við þyngd, þannig ef bílarnir eru léttari, þá þola dekkin meiri loftþrýsting.
Þetta þarf að haldast í hendur og ættu menn að kynna sér þetta hjá framleiðanda eða umboðsaðila (varðar ábyrgðarmál). Ég tel nú að nylondekk undir bílum, sem vega um 3t, eigi nú að þola meiri en 25 psi þrýsting.
Best er, eins og fram hefur komið, að fylgjast með hvernig dekkin slitna og auka eða minnka þrýsting eftir því. Reyndar kemur inn í þetta að flestir jeppar slíta dekkjum að utanverðu að framan og þarf þá að víxla dekkjunum fram og aftur, ekki í kross, á ca. 5-10 þkm fresti.kv.
Bragi R3862
24.11.2008 at 11:33 #633430Sjáflur er ég mikið að spá í þessari ICOM [url=http://www.aukaraf.is/product_info.php?cPath=24_44&products_id=512&osCsid=055ea7380b5d6ef638bd5c64a68e88e9:2xsj6o65][b:2xsj6o65]IC-F5062[/b:2xsj6o65][/url:2xsj6o65] eða þá Kenwood [url=http://www.radioraf.is/index.php?page=shop.product_details&flypage=shop.flypage&product_id=17&category_id=13&manufacturer_id=0&option=com_virtuemart&Itemid=1:2xsj6o65][b:2xsj6o65]TK-7180[/b:2xsj6o65][/url:2xsj6o65]. Hafa menn einhvern samanburð eða reynslu af þessum stöðvum ?
Persónulega er ég að leita eftir lausa frontinum þar sem ég get eiginlega ekki komið allri stöðinni fyrir í mælaborðið.
24.11.2008 at 01:07 #633298Takk fyrir þessa útlistingu Snorri.
Það er reyndar ein ástæða fyrir að vita tíðnisviðið og það er í sambandi við að velja loftnet. Ég er einmitt í þeim pælingum núna og er bara ekki alveg viss hvaða tíðnisvið loftnetið þarf að ná yfir.
Ég hef verið að spá í dípól loftnet eða þá bara venjulegt groundplane loftnet. Það væri ágætt að fá að vita hvað menn eru að nota í þessum svokölluðu bátaloftnetum, því þau sem ég hef séð hér, virðast flest vera með svo þröngt tíðnisvið.
Ég hef reyndar séð militery loftnet sem spanna heilan helling, en þau eru líka að kosta sitt (var um 50þ kr á gamla genginu).
23.11.2008 at 21:22 #633292Ég veit ekki betur en að klúbburinn sé með 4 sítónstíðnir sem skipt er upp í 8 rásir, og eru "fjórðungsrásinar" innan þeirra. Að auki eru síðan 6 tíðnir fyrir endurvarpana(með Hlöðufelli), en það þarf 2 tíðnir í hvern endurvarpa (Tx og Rx).
Endilega leiðréttið mig ef þetta er vitlaust hjá mér.
20.11.2008 at 16:42 #633120En hvað með Garmin Colorado 300 ? Einhver reynsla af þeim ?
17.11.2008 at 09:45 #632938Hér kemur linkurinn úr öðrum vafra. Hann vísar beint á reglugerðina á pdf formi.
[url=http://www.us.is/Apps/WebObjects/US.woa/swdocument/1207/Regluger%C3%B0+um+ger%C3%B0+og+b%C3%BAna%C3%B0+%C3%B6kut%C3%A6kja+nr.+822_2004.pdf:k7amle03][b:k7amle03]www.us.is[/b:k7amle03][/url:k7amle03]
17.11.2008 at 00:23 #632936Hjá Umferðastofu. http://www.us.is/Apps/WebObjects/US.woa … 2_2004.pdf
(Sorry, ekki hægt að setja inn link með Firefox).
Ekki fara eftir skjölunum sem eru á heimasíðu frumherja. Það er í lagi að skoða þau en það verður að bera þau saman við reglugerðirnar á us.is, þau gilda. Það er bara ekki hægt að stóla á að þau sem eru á frumherji.is séu rétt.
07.11.2008 at 14:33 #632282Eins og fram kom á síðasta félagsfundi, þá hafa fyrirtæki og stofnanir sýnt því áhuga að fá nokkur eintök til sín.
Þetta finnst mér að F4x4 ætti að virða og nýta sér til að selja fleiri auglýsingar þar sem markhópurinn er orðinn stærri en bara félagsmenn. Einnig eru meiri líkur á að fólk kynni sér starfsemi klúbbsins, tengdra fyrirtækja (auglýsenda) og gangi í framhaldi í klúbbinn. S.s. tekjuaukandi fyrir alla
Því finnst mér að það ætti gefa Setrið áfram út, en félagsmenn verða að staðfesta heimilisfang sitt. Þetta gæti verið fítus á nýja vefnum, þ.e. minna félagsmenn á að yfirfara upplýsingar sínar reglulega (allavega árlega).
07.11.2008 at 00:31 #632278Persónulega myndi ég vilja fá þetta annað hvort í tölvupósti eða geta hlaðið því niður af vefnum.
En það eru hins vegar menn sem vilja þetta á pappír og er það í góðu lagi einnig.
Félagsmenn (og -konur) ættu að hafa val um það, þ.e. hvort blaðið sé sent til þeirra eður ei. Það myndi spara félaginu talsverðan aurinn, að senda Setrið út og fá það aftur í hausinn, vegna vitlausra heimilisfanga félagsmanna.
Þetta verður líklega ekki hægt að framkvæma fyrr en nýji vefurinn kemur í loftið og gæti þá sem dæmi verið valmöguleiki, þar sem hægt væri að haka við, í sínum prófíl, hvort maður vilji Setrið á pappír eður ei.just my $.02
Bragi
05.11.2008 at 10:20 #631954Ég fékk svar frá Gunna í IceCool um daginn en hann sagðist ekki hafa fengið 47" dekkin, þar sem ekki var búið að ganga frá dot merkingum.
það sem kom síðast til þeirra var 39,5×16,5×15, 42x15x15 og 44×19,5×15.
Hann nefndi ekki týpurnar en ég tel líklegt að hann eigi við Rocker (passar við stærðirnar) en sé að fá Growler líka í þessum stærðum (vonandi).
"…það litla sem hefur verið prófað, hefur reynst mjög vel, er með pöntun á 47" 44" 42" dekkjum…
kv Gunni"
03.11.2008 at 19:42 #632164Eitthvað er á [url=http://www.4x4offroads.com:tmoegsiq][b:tmoegsiq]4x4offroads.com[/b:tmoegsiq][/url:tmoegsiq] en svo er bara að leita á [url=http://www.youtube.com:tmoegsiq][b:tmoegsiq]youtube.com[/b:tmoegsiq][/url:tmoegsiq] og [url=http://www.google.is:tmoegsiq][b:tmoegsiq]google.is[/b:tmoegsiq][/url:tmoegsiq]
Prófaðu "offroad iceland" 😉Góða skemmtun.
02.11.2008 at 14:13 #203144Ég vil þakka öllum þeim sem komu að þessari glæsilegu sýningu. Virkilega vel af sér staðið.
Mig fýsir í að vita hver fjöldi gesta var á sýninguna ?
Í sambandi við hvort hún hafi staðið undir sér.
31.10.2008 at 02:09 #631952Ég sendi Pitbull email og spurði hvort Growler myndi koma líka í 42" og 44" eins og Rocker og þeir svöruðu því að svo væri, sem og 47".
"Our dealer in Iceland is bringing in 42", 44" and 47" tires soon"
Þeir sendu cc á icecool og er ég að bíða eftir svari frá þeim.
Læt vita þegar það er komið
-
AuthorReplies