Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
02.07.2013 at 23:28 #758229
Nú fer að styttast í breytinguna en það verður líklegast hafist handa í ágúst og var búið að panta pláss á F4x4 sýningunni í haust
Nú langar mig mikið til að skipta út skálabremsunum á 10.25 og setja diskabremsur.
Ég er komin niður á tvo aðila, [url=http://www.tsmmfg.com/2670.html:33cpnlkg]TSM[/url:33cpnlkg] annars vegar, sem er með allan pakkann og hins vegar [url=http://www.ruffstuffspecialties.com/catalog/STER-DISC.html:33cpnlkg]RuffStuffSpecialties[/url:33cpnlkg] en þeir segja hvað þurfi við að éta. TSM býður hins vegar einnig upp á dual bremsudælu bracket.Ég spyr því, dugar einföld bremsudæla fyrir 46" dekk eða væri ráð að setja 2 dælur á hjól ?
28.05.2013 at 22:10 #766183Það er ekki vel séð að stela þráðum eða breyta um umræðuefni þegar þráðnum er ætlað sérstakt hlutverk (skamm Rúnar Sig.)
Elvar, takk fyrir þennan [url=http://f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=228&jfile=viewtopic.php&f=16&t=35343:3hruc0j6]leiðbeinandi þráð[/url:3hruc0j6] sem þú stofnaðir til. Ég færði hann undir flokkinn "[url=http://f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=228&jfile=viewforum.php&f=16:3hruc0j6]Vefsíðan[/url:3hruc0j6]" því þar á hann betur heima.
Vinsamlegast beinið póstum ykkar varðandi myndir og vandamál/lausnir því tengt þangað, þannig að þessi þráður geti snúist um það sem hann var stofnaður til.
20.05.2013 at 11:35 #766097Algjörlega sammála þér þar, það eru nefndirnar sem eiga að setja inn sína dagskrá þar og það sem fyrst.
13.05.2013 at 00:45 #765739Ég verð nú að segja að menn eru afskaplega slappir að koma með hugmyndir og/eða viðbrögð á þennan þráð (sem og aðra), það eru mun meiri viðbrögð á sama þræði á Jeppaspjall.is.
Sem er mjög skrítið, þar sem þetta er F4x4 sýning!!
13.05.2013 at 00:37 #765737Ég væri til í að sýna minn, en það er Ford F-150 FX4 árg.2004, gulur að lit.
Vonandi verður hann búinn í frekari breytingu (rörun) fyrir sýninguna en ef henni verður ekki lokið, mætti sýna hversu langt breytingin verður kominn. Hann ætti að amk. að vera keyrslu hæfur.
23.04.2013 at 21:38 #225988TopGear USA komu hingað og keyrðu upp á Eyjafjallajökul (ásamt fleiru) á amerískum jeppum.
Verð að segja að þetta var ágætis skemmtun, þótt ferðalagið hafi verið illa klippt saman.http://www.streetfire.net/video/top-gear-america-03×16-20130402_part-1_2423439.htm
22.04.2013 at 17:51 #765359Ég er algjörlega sammála Óla hér (og Friðriki) og hef sjálfur viðrað þessa hugmynd við nokkra. Klúbburinn stendur bara í þannig málum að það þarf launaðann framkv.stjóra til að sitja fundi og fylgja málum eftir.
Stjórn væri eftir sem áður alltaf kosin á aðalfundi sem og í fastanefndir.
14.04.2013 at 23:50 #765163Var mikið öskufjúk á ykkur ?
16.03.2013 at 22:55 #225770Engar fréttir af Litlunefndarferði í Laugar í dag ??
27.02.2013 at 17:18 #763989Ég veit að [url=http://www.radioraf.is/:2diafo1k]RadioRaf[/url:2diafo1k] hefur verið með boga- og ljósafestingar á toppa sem eru þrælsterkir. Löggan hefur verið að nota þá undir blikkljósin.
Sjálfur var/er ég að alltaf að spá í það undir ljósa- og loftnetsskúffu á toppinn.
24.02.2013 at 01:43 #225645Fyrstu 2:30 mínúturnar útskýra á einfaldan og skýran hátt, afhverju við veljum að vera á jeppum og stunda ferðamennsku á jeppum (fjórhjóladrifsbílum).
Svo eru þessar hönnunarútfærslur mjög forvitnilegar og útpældar.
20.02.2013 at 22:12 #748584Eins og formaður vor skrifaði, þá ætti nú að vera lítið mál að senda vefnefnd línu ef menn vilja/þurfa að breyta eða eyða auglýsingum, ef því ber að skipta.
Eins og er, hafa menn 4 tíma til að breyta innsendum póstum en það var lengt úr 2 tímum áður. Þetta er svo menn geti séð að sér í skrifum, leiðrétt villur eða hreinlega eytt póstum.
Það hefur verið rætt að eyða auglýsingum sjálfkrafa en þá kemur upp sú umræða að eiga söguna. Menn vilja gjarnan geta flétt til baka og hafa þurft þess þegar eitthvað misjafnt kemur upp á (stuldur/vörusvik/greiðsluvandamál).
Hins vegar er ég á því að eftir skilgreindan tíma, hver svo sem hann væri, hættu auglýsingar að birtast eða þá að þær væru flokkaðar í sér flokk [SELT], þegar hluturinn hefur verið seldur. Ég hef séð svona nokkuð annarsstaðar og hef verið að leita upplýsinga um útfærslu á slíku.Það er margt og mikið sem vefnefnd hefði viljað vera búin að útfæra en sökum tímaskorts og manneklu, hefur það ekki unnist eins hratt og menn hafa viljað. Þetta er jú unnið í sjálfboðavinnu.
Vefnefnd hefur óskað eftir fleirum til starfa í nefndinni en fátt verið um svör. Því kem ég því hér aftur á framfæri að okkur vantar einhverja sem hafa tæknilega reynslu og áhuga á Joomla vefumsjónarkerfinu, að setja sig í samband við okkur á vefnefnd@f4x4.is
18.02.2013 at 10:56 #763707Þú getur líka tékkað Jóni í Stál&Stönsum, þeir eru með Purple oliur. Þeir lofa þær í hástert og er ég mikið að spá í að prófa það næst.
Síðast fékk ég 20l af Mobil1 á útsölu N1 á rúmar 25þkr og lifi enn á því
14.02.2013 at 20:56 #763617Hún verður helgina 1.-3. mars nk.
08.02.2013 at 09:21 #763433Velkominn í hópinn (loksins)
Skemmtilegur pistill hjá þér en vertu viðbúinn skotum frá leikfangadeildinni (Toy eitthvað) 😉
30.01.2013 at 23:40 #763111Hvernig væri að fjarskiptanefnd tæki þetta fyrir.
Fleiri hendur vinna létt verk.
30.01.2013 at 23:13 #763189Það væri snilld að safna saman þessum tenglum fyrir hinar ýmsu "fjalla"-vefmyndavélar.
Endilega komið slíkum tenglum á vefnefnd@f4x4.is og við finnum einhvern vettvang fyrir þennan flokk (búum jafnvel til eina síðu ef því er að skipta).
30.01.2013 at 23:08 #763159Þetta er nottla snilld fyrir þá sem geta
14.01.2013 at 15:51 #758227[quote="AgnarBen":3qhb5xix]Hvenær ætlar þú svo að byrja framkvæmdir, ertu kominn með allt efnið í þetta ?[/quote:3qhb5xix]
Það er næstum allt komið, eitthvað smotterí eftir í viðbót svo hægt sé að byrja.
[quote="ElliOfur":3qhb5xix]Þetta er spennandi verkefni.
Hvaða mótor er svo til að snúa þessu öllu?[/quote:3qhb5xix]Það er original 5.4l v3 mótor, sem skilar 300hö. Get bætt 10% við hann með Evo tölvunni.
Það fer líka að líða að því að ég þurfi að endurnýja pústið og er þar að gæla við flækjur og 3-3,5" rör, jafnvel að koma þeim sitthvoru megin undan, svo ég fái pláss til að koma öðrum tanki undir.
Ég hef líka verið með KN síu sl. 5 ár og fundist hann anda nokkuð léttar, eflaust nokkrar bikkjur.
Svo má skipta viftuspaðanum út fyrir rafmagns, þar má finna nokkur hö í viðbót 😉
10.01.2013 at 17:05 #758221[quote="trölli_1":ws904k98]Sæll Bragi lýst vel á þetta hjá þér flottir bílar 150 Fordinn. Ég er með 46" 20" breiðum felgum. Mundi í dag fara í 18" Ný 46" á 17" breiðum stálfelgum með 8 gata deilingu er 86kg að þyngd. Ég vigtaði þetta einhvern tíman og mældi dekkið í bak og fyrir. Ég vigtaði líka nýjan 44" Pitt bull undan 6×6 raminum og var það 87 kg einu kílói þyngra sama sóla breidd eða 19,5" en 46" stóð um 1,5 " tommu hærra. Hafðu á bakvið eyrað að fara í 35 rillu öxla ef þeir eru ekki í þessum hásingum þegar. kveðja guðni[/quote:ws904k98]
Takk fyrir það Guðni, ég er búinn að eiga þennan gula "Trukkinn" í 7ár og langar ekki í annað, nema þá mögulega nýrri FX4 SCrew, 4 dyra með 6.5 feta pallinum. Hann er þá 150" á milli hjóla en minn er 145". Þessi palllengd (196cm) er líka skemmtileg til að liggja í (sama og stærri F-2/350) þar sem ég tjalda í pallinum á sumrin.
Ég var einmitt að spá í dekkin hjá þér en fannst 20" felgurnar of breiðar, auk þess að ég hefði þurft að skipta um miðjur. Gott að vita af þessari þyngd, líklega kem ég til að skera þetta eitthvað til hjá mér.
BTW, þá eiga að vera 35 rillu öxlar í þessum D60, þar sem þetta er undan ’93 bíl.
-
AuthorReplies