Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
08.11.2009 at 01:40 #659744
Ég setti inn Cooliris forritið (plugin), sem hægt er að sækja þegar valið hefur verið "slideshow" í einhverju albúminu, og kann mjög vel við það. Þetta er svona skemmtilegri nálgun á myndaskoðun í þrívíðu umhverfi og þetta virkar einnig sem "slideshow"-skoðari fyrir myndir á þinni eigin vél, Facebook, Picasa og fleiri stöðum.
Annað sem mig langar að koma á framfæri er að það væri skemmtilegra að fá flétti-stýringarnar "Next" og "Previous" fyrir neðan myndirnar sem og síðufjöldan (1,2,3,…), þe. þegar þær eru skoðaðar á töfluformi (s.s. ekki sem "slideshow"). Því yfirleitt skoðum við myndirnar ofan frá og niður og til að flétta á næstu síðu, þá þarf alltaf að færa síðuna aftur upp til að fara á næstu síðu. Eins mætti íslenska þetta meira (gert með Find-Replace í language skránni, tekur ekki langan tíma).
Dæmi um svonaa uppsetningu er t.d. að finna hér hjá [url=http://myndir.network.is/main.php?g2_itemId=5859:y09n6bco]Erlingi H.[/url:y09n6bco] þótt hann sé ekki með eins flott "slideshow"-Bragi
(ekki kvarta, komið frekar með ábendingar um úrbætur/-lausnir)
05.11.2009 at 14:23 #665378Fyrir mitt leyti, þá er 38" of lítið fyrir ameríska pallbíla til snjóaksturs, sérstkalega í þessum stærðaflokki og uppúr. Gott er að skoða "Hvað stór dekk?" undir -Snjójeppadekk- á [url=http://www.mmedia.is/gjjarn/sjeppar/dekkgr/dekkindex.htm:3uc7tv1r]Jeppasíðu Guðmundar[/url:3uc7tv1r]. Þarna er linkur á dekkjareiknir sem gott er að hafa til hliðsjónar. Eins er Útivist með ágætis viðmiðunartöflu yfir dekkjastærðir, sem þeir nota fyrir sínar jeppaferðir.
Sjálfur er ég með F150 á 41" og kann vel við. (sjá mynda-albúmið mitt á [url=http://www.f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=235&g2_itemId=7438:3uc7tv1r]f4x4.is[/url:3uc7tv1r])
Svo er þetta líka háð felgustærð, þ.e. ef þú þarft að nota 16"+ þá er 41-42" málið eða stærra.
Nánast öll (ef ekki öll) dekk í 37-40" á (16"+ felgur) eru 10 strigalaga.
41" Irok er Radial (kostur) og 8 strigalaga en sjálfur hef ég hef ekki verið að lenda í hitavandamálum, kannski fylgist ég svona vel með því en að keyra á 50kmh í 10pundum gengur ekki lengi á malavegi (í Þórsmörk
42" er 6 strigalaga nylon/bias (ekki radial) sem og öll stærri dekk (geta þó verið til 8 strigalaga líka).
Því fleiri strigalög, því meiri hitamyndun en það fer líka eftir þyngd bílsins, þ.e. álaginu á dekkið.
Ram 1500 er ekki svo þungur (svipað og F150) þannig að 8 strigalaga dekk ætti ekki að vera til vandræða og 10 strigalaga er líka bara of stíft.-Bragi
25.10.2009 at 01:36 #660364Er það ekki á þessari leið þar sem þarf að keyra á milli tveggja kletta í gili (Þverárgil) ?? Hvað sleppa breiðir bílar þar á milli ?
Benni nefnir 2.55m, minn er ca. 2.4m (mælt yfir kanta).
Hef nefnilega mikinn áhuga á þessari leið þar sem ég hef ekki farið hana (enn).
25.10.2009 at 01:24 #663434Ég var mikið að spá í þessi mál og Gunnar Ingvi ráðlagði mér að kaupa svampdýnu hjá Lystadún-Snæland, þær væru þettari í sér og best væri að setja tvöfalt lag. Þetta frá Bílasmiðnum er ekki nógu þétt, þarf líklega 3 falt lag.
Ég endaði samt í því að kaupa 2mm plastrenning hjá Fást (fæst á fleiri stöðum) sem verður sett í fljótlega og hef ekki heyrt neitt nema gott af þessu hjá þeim sem farið hafa þessa leið en þeir voru þá áður búnir að prófa svampdótið. Þetta ver kantana algjörlega fyrir grjóti og þeir fyllast ekki af drullu og þess háttar ógeði.
Efnið var að kosta um 1000 kr í kantinn og svo er bara að hnoða þetta í.
11.10.2009 at 00:35 #661332Breyttar bifreiðar mega vera með 2 ljóskastarapör að framan, annað í tengt í gegnum háu ljósin og hitt í gegnum stöðuljósin (verða að vera með hlífum) en óbreyttir mega bara vera með þau fyrrnefndu.
Nánari upplýsingar eru á us.is. Passið ykkur á plöggunum hjá Frumherja, þau eru ekki þau sömu heldur úrdráttur úr lögum.
08.10.2009 at 15:44 #649332Nú vil ég þakka vefnefnd (og líklega stjórn) kærlega fyrir að taka Jón Gnarr út af bæði spjall- og myndasíðunni. Þetta er allt annað líf
En að auki langar mig að benda á annað sem stingur svolítið í augun en það er þessi dökki borði hérna að ofan í spjallinu, hann gerir ekkert annað en að stela plássi (lesplássi). Væri ekki hægt að færa leitina annað ? T.d. á "Breadcrumps" borðann á spjallinu ?
Mér finnst mjög leiðinlegt þegar fullorðið fólk nöldrar og tuðar út af öllu sem gert er fyrir það. Ég þekki þetta frá fleiri stöðum. Afhverju nenna menn að eyða tíma sínum og annarra við að setja út á allt og letja ?
Afhverju komið þið ekki með uppbyggilega gagngrýni, bendið á, komið með lausnir og verið meðvirkir í staðinn. Þá væri miklu skemmtilegra og fróðlegra að heimsækja þennan vef.
Varðandi myndasíðuna, hættið að tuða yfir henni, lærið bara á hana, þetta kemur fljótt. Þetta er kannski ekki besta Galleríið en eitt það vinsælasta og nokkuð stöðugt og öruggt. það er hægt að stilla þetta til og frá, menn verða bara að fá að þróa þetta aðeins og það getur tekið tíma. Það eru ekki hundrað manns að vinna við þetta, heldur eru menn að "stela" tíma bæði í vinnu og frá fjölskyldu til að koma þessu á koppinn og það gera þeir ekki svo þeir geti fengið að hlusta á meira nöldur og tuð.
Bjóðist frekar til að aðstoða, skrifa greinar og koma með efni og tillögur. Það eru mörg svæði á þessum vef sem lítið sem ekkert hefur verið unnið í og ætti ekki að vera vefnefndar að vinna að, frekar að gera mönnum það kleift, samanb. nefnar- og deildarsíður og fróðleikur ýmiss. Takið Litlunefndina ykkur til fyrirmyndar sem og fleiri sem hafa verið að ötulir að setja inn efni !!
Nú ætla ég að hætta þessu tuði í bili
07.10.2009 at 11:35 #660566Er hann ekki á JXL ?
Ég er að meina nýrri týpuna, Grand Vitara XL7 (yfirleitt með V6)
06.10.2009 at 15:36 #207107Sælir félagar, mér leikur smáforvitni til þess hvort enginn hafi breytt Vitara XL (V6) fyrir 38″ dekk ?
Myndi hún ekki höndla það ? kannski með Toy hásingum og millikassa ?
Nokkuð hentug stærð og léttur. Ætti að henta vísitölufjölskyldunni nokkuð velBragi – bara að forvitnast
05.10.2009 at 12:40 #659614Þetta er bara snilld
Atli E. notaðir þú DCap framenda eða smíðaðir þú miðhurðirnar ?
05.10.2009 at 11:28 #643834[quote="AgnarBen":4wb21qhw]Hef átt Yesu og var hún mjög fín og kllikkaði ekki hjá mér í þessi tvö ár sem ég átti hana, eini gallinn var að það var ekki ljós í tökkunum.
Núna er ég með Kenwood og finnst hún frábær, en punkturinn yfir i-ið er að þjónustan hjá RadíoRaf er framúrskarandi.
kveðja
AB[/quote:4wb21qhw]Sammála Agnari, var sjálfur að spá í Icom með lausum fronti en mér leist mun betur á Kenwood stöðina (sem btw var ódýrari með kittinu). Þjónustan alveg frábær hjá RadióRaf. Þeir eru líka með fullt af öðru dóti.
En ef þetta er spurning um peninga (sem oft er) þá getur þú líka kíkt í Múlaradió, þeir eru með ódýrar stöðvar. Félagi minn keypti Maxon (að mig minnir) hjá þeim og hún hefur bara virkað.
Ef þú ert ekki endilega að leita að fítusum, þá virkar hvað sem er, þær eru allar með þessum basic fítusum sem langflestir eru að nota.just my .02$
05.10.2009 at 10:52 #658644Eg keyrði um með radarvara hér í denn, oft bjargaði hann mér en kannski ekki við að sleppa við sekt. Yfirleitt gat ég minnkað hraðann um 10-15km/klst. ekki mikið meira.
Í dag keyri ég eftir GPSinu, það er nákvæmasti hraðamælirinn, þegar þú ert á sléttum vegi. Upp og niður brekkur sýnir hann aðeins minni hraða, þar sem þú ferð ekki jafnmikið áfram eins og á sléttum vegi þar sem gervitunglin gera ekki greinarmun á brekkum.
Fyrir þá sem vilja keyra hratt löglega, þá eru í gildi lög þar sem frávik frá hámarkshraða eru leyfð, þ.e. 5%+3% (ekki sama og 8%). Það þýðir að þú mátt vera 5% yfir 90km/klst (þar sem hraðamælar sýna ekki alltaf réttan hraða) og svo máttu vera 3% yfir þeim hraða (skekkjumörk fyrir radarbyssurnar). Samkvæmt þessu "máttu" vera á 98km hraða.
Ég hef margoft prófað þetta, keyri eftir GPSinu og festi hraðastillinn (CruiseControl) á 98km/klst. Ég hef margoft mætt lögreglunni sem og keyrt framhjá hraðamyndavélum út á landi. Einnig hef ég það frá lögreglumönnum að þeir stoppa menn ekki fyrr en eftir 99km/klst. (samkv. þessum lögum).
Þessum frávikum var breytt (að mig minnir) fyrir 2-3 árum, var áður 10%+3%.
En svo kemur þversögnin, sem á sérstaklega við okkur jeppamenn og reyndar líka alla bíla, að við megum aka um á dekkjum sem eru 10% hærri en uppgefin dekkjahæð frá framleiðanda segir til um samkv. lögum. Og það er án þess að þurfa að breyta hraðamælinum sem er jafnvel vitlaus fyrir (sérstaklegar japanskir).
Mér er eiginlega spurn hvernig og hvort þetta sé löglegt ? Er það ekki bifreiðaskoðun/US sem segir til um hvort bílarnir séu löglegir til aksturs ? Þú færð endurskoðun fyrir 2 númeraljósaperur en hraðamælirinn má sýna kolranga tölu (~15-20% jafnvel). Margir vita ekki af þessu og þeir eru kannski að kaupa jeppa á 33" sem eru ekki beytingaskoðaðir og gera sér ekki grein fyrir þessu fyrr en þeir missa kannski prófið
Er þetta ekki eitthvað sem F4x4 ætti að skoða með US og kom á réttan kjöl ?
Það ætti kannski að skylda alla bíleigendur til að vera með GPS í bílunum ? Það er alla vega eini hraðamælirinn sem ég treysti á í dag.
Góðar stundir.
02.10.2009 at 01:14 #659606Legg til að Atli haldi tölu um þennan gjörning sinn á félagsfundi sem fyrst með myndum. Einnig væri gaman að fá myndir á Knarrarholtssíðuna, sem greinilega hafa verið en teknar út
02.10.2009 at 00:52 #659678Fyrir mitt leiti, varðandi að skoða albúmin/myndirnar, þá er ég sammála að það er ekki alveg best. Ég er með meiri upplausn en margir (1280×1024) en þarf alltaf að færa skjámyndina upp og niður til að skoða myndirnar. Auðvitað er hægt að slá á F11 til að fá fullan skjá en það sem myndi að mínu mati auka ánægjuna við myndaskoðun væri það að fjarlægja Jón Gnarr af myndasíðunum og ekki seinna en strax!
Ég var búinn að senda vefnefnd skeyti um þetta en hef ekkert fengið til baka frá þeim, hvorki af né á.
Persónulega finnst mér (rek sjálfur heimasíður) nóg að hafa "Tengdu kortið…" á forsíðunni, það þarf ekki klína þessu allsstaðar, við erum ekki blindir (og tengjum kortið bara einu sinni hver).
Þessi síða er fyrir okkur félagsmenn ekki auglýsendur, þótt við fáum styrki og tekjur af auglýsingum. Að sjálfsögðu eiga þeir að hafa sín svæði en ekki þar sem það rýrir notkunnargildi okkar á síðunni.
29.09.2009 at 12:23 #206791Mikið rosalega er vegurinn holóttur sunnan við Skálpanes-afleggjarann, á Vegagerðin ekki að sjá um að halda merktum vegum við svo ekki skapist slysahætta af?
Ég var að keyra í 10 pundum og þurfti að lulla yfir þennan kafla. Guð hjálpi þeim sem geta ekki hleypt úr á þessum slóðum.
Ég verð nú bara að segja það að mér finnst Vegagerðin engan vegin vera að standa sig í þessum vegamálum, sérstaklega hvað öryggi varðar og á ég þá einnig við um þjóðvegi landsins.
29.09.2009 at 12:07 #658892Ég fór suður Kjalveg á sunnudaginn sl. eins og ég hafði ætlað mér. Það má segja að Kjalvegur hafi verið ófær/illfær/þungfær, allt eftir því hverskonar ökutæki væri notað. Það var ekki svo mikill snjór á svæðinu sjálfu en niðurgrafni vegurinn var kjaftfullur af snjó og verstur við og frá Hveravöllum og suður fyrir Kerlingarfjalla-afleggjarann. Má segja að allan snjóinn hafi skafið í veginn
Á leið okkar mætti ég nýlegum RangeRover á lowprofile dekkum en hann hafði snúið við ca.4-5 km norðan við Hveravelli. Á Hveravöllum hitti ég nokkra mótorhjólamenn sem orðnir voru bensínlausir og voru að bíða eftir RangeRover, en hann var með bensínbirgðirnar. Þeir voru á suðurleið. Ég aðstoðaði þá með því að keyra á móti RR en náði að festa mig í eina skaflinum (5m langur) 7km norðan Hveravalla. Eftir að hafa mokað okkur næstum lausa kom RR og kippti mér upp. Bensíni reddað á hjólin og héldu þeir af stað. Ég hélt mig að mestu í veginum en þurfti að annað slagið að keyra upp úr honum þegar færið var sem verst. Undir voru komnir krapapollar eftir rigningar dagana áður. Svona gekk þetta suður úr. Á milli Fremiskúta og Innriskúta mætti ég súkku á 33" með ætlaði norður. Snéri ég honum fljótt við eftir að hafa lýst aðstæðum. Hann hefði heldur aldrei getað nota förin eftir mig þar sem þau eru of breið og djúp. Á þessum slóðum skildum við mótorhjólin eftir, þ.e. þau héldu ekki lengur í við okkur. Ég vona að þeir hafi skilað sér til Gullfoss, þar sem þeirra var beðið.
Þessi ferð varð hin ævintýralegasta, sérstaklega fyrir danska tengdaforeldra mína, sem hafa aldrei farið í svona langa snjójeppaferð en ferðalagið tók um 7,5 tíma í stað ca. 5 eins og áætlað hafði verið.
En mikið rosalega er vegurinn holóttur eftir Skálpanes-afleggjarann, á Vegagerðin ekki að sjá um að halda merktum vegum við, svo ekki skapist slysahætta af? Ég var að keyra í 10 pundum og þurfti að lulla yfir þennan kafla.
25.09.2009 at 15:49 #206774Hvernig er Kjalvegur þessa dagana, holóttur, blautur og seinfarinn?
24.08.2009 at 12:05 #205989Sælir félagar, mig langaði að vita hvar væri helst að finna aðstöðu innandyra til smáviðhalds, s.s. olíuskipta og þess háttar fyrir sanngjarnt verð ?
Hvert á maður að fara með notaða olíur til eyðingar/losunnar?kv.Bragi Þór Jónsson
07.08.2009 at 01:41 #652142Aukaraf eru að selja Íslandskort, sem er víst mjög gott, á Magellan tæki.
Kostar svipað og ísl.kortin hjá Garmin
06.08.2009 at 12:07 #652948[quote="Freyr44":1up6m0x1]Sælir.
Ég er búinn að finna tölvu í Danmörku ASUS Eee PC701 með 7" skjá en er núna bara að pæla hvað upplausnin á skjánum þarf að vera fyrir þessi kortaforrit.
Kv.Hilmar[/quote:1up6m0x1]Yfirleitt eru þessar vélar (7-10") með 1024×600 upplausn sem er aðeins lægri á hæðina en t.d. á venjulegum skjá (4:3). Það er vegna þess að þetta eru Widescreen skjáir (ca. 16:9). Á Eeepc vélinni (1000HE og H), og líklega fleiri vélum, er hægt að fá 1024×768 upplausn (með réttum driver(fylgir)) og þá er farið með músina niður fyrir skjáinn til að hreyfa skjámyndina upp. Þetta er vegna þess að það eru sum forrit sem krefjast 1024×768 upplausnar (t.d. Lightroom) fyrir dialog glugga eða þ.h.
Ég mæli hiklaust með 10" vél, þ.e. ef þú ætlar að nota hana í eitthvað annað líka. Fyrst og fremst er það lyklaborðið sem er stærra en að mínu mati er 7" og 8,9" vélarnar með of litlu lyklaborði fyrir fullskapaða menn (er sjálfur ekki með stórar hendur) en þessar vélar væru fínar fyrir börn, upp að ca. 16 ára aldri.
Í nRoute er hægt að stækka myndina af kortinu með því að ýta á F12 en þá fellur upplýsingastikan niður. Þannig færðu svipaða mynd, hlutfallslega, og á GPS bíltæki, nema mun stærri. Svo er bara ýtt aftur á F12 til að kalla upplýsingastikuna upp þegar vinna þarf með leiðir og ferla.
ps. ég er ekki sammála "bjornod", vissulega eru menn orðnir þreyttir á þessum stóru, venjulegu ferðavélum sem taka allt plássið, hjarirnar gefa sig í öllum hristingnum og þær eru bara að flækjast fyrir, en þessar "netbook" vélar er allt annað mál. Þeim má koma haganlega fyrir, annað hvort uppi á mælaborði eða á standi. Hjarirnar eru mun betri (minni skjár) og þær vega ekki nema 1-1,5 kg. Það er því mun auðveldara að festa þær og ekki nærri eins mikil hætta á að þær séu að sveiflast mikið til og frá á stöndum.
Auðvitað er mönnum það í sjáflvald sett hvað þeir kaupa sér og nota. Menn verða bara að kunna á græjurnar. En fyrir þá sem eiga kannski gamalt GPS tæki eða jafnvel handtæki og langar að fá stærra kort og fleiri fítusa, þá er þetta klárlega það sem ég mæli með. Fínt fyrir bíómyndir og músik í bílinn líka 😉
pss. fyirr þá sem eru með hærri tækjastuðul, að þá er líka hægt að kaupa sér Garmin bluetooth GPS-tæki og nota saman með svona "netbook" sem og GSM-símanum og fl. tækjum.
kv. Bragi (tæknigúrú)
05.08.2009 at 16:45 #652938Annað hvort setur þú bara Windows upp á henni í staðinn fyrir Linux eða keyrir Mapsource/nRoute í Wine. Þá þarftu ekki að "kaupa" Windows leyfi.
Annað í þessa umræðu, að þá er miklu ódýrar að versla þessar vélar í t.d. Danmörku.
Það munaði rúmlega 20þkr á vélinni sem ég keypti um daginn.
-
AuthorReplies