Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
28.03.2010 at 03:50 #688398
Ég myndi líka vilja vita ef einhverjir ætla seinnipartinn á morgun. Langar að sjá þetta í ljósaskiptunum af jöklinum.
26.03.2010 at 15:40 #688180Hvernig er það, er F222 lokaður eða ekki ?
Er það ekki eini staðurinn (fyrir utan Skóga) þar sem hægt að komast upp á jökul sunnan frá ?Hvernig er að komast norðanfrá ?
Þarf maður að keyra austur í Hrífunes til að komast á Mælifellssandinn eða er hægt að fara NyðraFjallabak frá Laugum ?Er hægt að komast upp að Einhyrningi eða þar um kring??
Er kannski best að fara bara yfir í Húsadal (yfir Markárfljótið) ?
kv.Einn forvitinn og hálf-leiður yfir lokuðum leiðum.
22.03.2010 at 16:20 #678896[quote="Óskar":13w3z07d]…aðeins meira -ferlarni sýna okkur gengi hópanna í ferðinni, netfanginu veður væntanlega lokað af vefnefnd fljótlega en það verða leiðbeiningar á villumeldingunni ef pósturinn hittir ekki á skáningu. Í verstafalli má senda PÓST á stjórn@f4x4.is
ÓE[/quote:13w3z07d]
Á að vera stjorn@f4x4.is
19.03.2010 at 13:22 #678788Hvað er um að vera hjá þeim núna, eru þeir komnir í kafsnjó eða krapa ??
Eða eru menn bara í hádegismat
13.03.2010 at 00:14 #686210[quote="cruser 90":3fd4k1lc]haha kann ekki á þetta en er að læra hehe[/quote:3fd4k1lc]
Kíktu á þennan [url=http://www.f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=228&jfile=viewtopic.php&f=16&t=20230:3fd4k1lc]póst[/url:3fd4k1lc] 😉
12.03.2010 at 01:56 #686430Hvaða vafra notar þú þegar þetta kemur fyrir ?
Mér hefur reynst Firefox bestur sem og Chrome og er hægt er að sækja Cooliris viðbótina fyrir þessa vafra, þótt þessi fítus virki vel án þess.
12.03.2010 at 01:45 #686470Eins og ég nefndi fyrr, þá nota ég Picasa takkann aðallega og er besta að byrja á að sækja hann.
Opnaðu bara nýjan flipa og farðu á Myndir hér á F4x4 og smelltu á "Your Album".
Fyrir neðan albúmið er flettigluggi sem heitir "Album Actions", veldu "Add Items".
Þá færðu upp 3 flipa fyrir ca. miðjum skjá, veldu "Picasa Button", smelltu á "This file" tengilinn og vistaðu skránna í Picasa Buttons möppuna þína (yfirleitt c:Program FilesPicasa2buttons, c:Program FilesPicasa3buttons eða hún gæti líka verið undir Google ef þú hefur notað Google Pack til að setja upp Picasa (C:Program FilesGooglePicasa3buttons)).
Endurræstu Picasa ef það var opið fyrir, annars ræsir þú það bara upp.
Neðst hægra megin í Picasa ætti nú að vera komið tákn/takki sem heitir "Gallery2" en það er þessi takki sem gerir þér kleift að hlaða myndunum beint inn á F4x4 myndasíðuna.
Það er misjafn hvernig menn stilla Picasa og halda utan um/flokka myndirnar sínar og læt ég þig alveg um það.
Þegar ég vel myndir í svona "vef-albúm", þá safna ég þeim saman (held inni CTRL og smelli á þær) í vinstra hornið niðri og með því að smella á grænu teiknibóluna, þá festast þær saman. Nú væri hægt að nota F4x4 takkann og hlaða myndunum upp en ég vel að geyma þessar myndir í nýju ablúmi (ekki möppu) og með því að smella á bláu bókina við hliðina á völdu myndunum og velja að búa til nýtt albúm með lýsandi nafni, þá á ég þær saman í sér albúmi hjá mér líka. Einnig skrifa ég lýsingu við albúmið sem og við hverja mynd (Captions, eftir því sem við á allavega).
Að því loknu hleð ég þeim upp á F4x4 myndasíðuna og bý til nýtt albúm þar, yfirleitt með sama/svipuðu nafni og ég notaði á albúmið mitt.
Hægt er að búa til albúm innan í albúmi, þannig getur þú flokkað myndirnar þínar á F4x4, t.d. breytingar, vetrarferðir, sumarferðir, eftir ártali eða eitthvað álíka.
Ég er með þess konar flokkun og finnst það þægilegt. Þetta fer að sjálfsögðu eftir smekk manna og skipulagi.Ég vona að þetta hafi svarað spurningunni og hjálpi fleirum að nýta sér þennan annars ágæta Picasa takka.
Eitt er vert að nefna í leiðinni, en það er að þú getur líka stofnað Google Account (Gmail) og fengið þannig Picasa vefalbúm sem hýsir 1GB frítt og fyrir lítinn pening í viðbót aukið geymsluplássið verulega. Ef þú ert þegar með Google Account (Gmail), þá tengir þú Picasa bara við hann. Þetta á eins við um Youtube.com.
Kíktu á http://picasaweb.google.com og http://youtube.com og veldu að búa til aðgang og tengdu hann svo við Google Accountinn þinn.
Eins getur þú tengt alla tengiliðina þína í Gmail við myndirnar í Picasa (Face detection), sem og merkt hvar þær eru teknar með Google Earth. Það gefur myndunum nýja vídd.
10.03.2010 at 00:26 #686466Nú eða bara að nota Picasa fítusinn (upphleðslu takkann).
Það finnst mér þægilegast, þá vinnur maður myndirnar þar, gefur lýsingu á albúmið og myndirnar og velur svo að hlaða þeim upp í albúm á F4x4 vefnum.
Einfalt, fljótlegt og þægilegt.
09.03.2010 at 15:24 #686204Þetta virðist hafa verið góður túr hjá ykkur Ég fór einmitt upp frá Sandkluftavatni, áleiðis að Skjaldbreið en snéri við eftir nokkra Krapaskafla þar sem ég var einbíla með fjölskylduna.
Jói, það væri miklu betra ef þú settir myndirnar í albúmið þitt og settir bara link á það eins og Ingi gerði.
kv.Bragi
05.03.2010 at 14:22 #686056Er að spá í dagstúr, líklega á þessu svæði eða Þórsmörk/Fjallabak.
Hvernig er með Dómadalsleið og inn í Laugar, verður það bara krapasigling ?Hvar er helst að finna einhvern snjó fyrir góðan dagstúr ?
09.02.2010 at 01:42 #681494[quote="kristjak":28w1osww]Hvernig tröll varstu að fá þér, Kristinn ?
Kv. Kristján K[/quote:28w1osww]
Þetta kalla ég nú að vaða yfir þráðinn hans Óla og menn afsaka sig ekki einusinni
Common, svona samtöl eiga að fara á milli manna í ES, emaili nú eða allt öðrum þræði sem menn stofna sjálfir.Góðar stundir
06.02.2010 at 23:59 #681760Varðandi þessa skoðunnarkönnun, þá er ég ekki sérstaklega fylgjandi því og vildi rökstyðja það.
Mér finnst að menn eigi frekar að nota myndagalleríið til þess, búa til albúm þar, setja svo inn þær upplýsingar sem við eiga um þinn bíl/bíla og jafnvel breytingarferlið með viðeigandi texta.
Svona "bíllinn minn" spjallþræðir verða oft þreyttir og er misjafnt hvernig þeir þróast, menn missa sig oft í eitthvað annað, ótengt efni þráðarins.
Eins vill verða leiðinlegt/óþjált að skoða myndir (samanb. í þessum þræði, ekki að þær séu slæmar), þá á ég við að spjallið er ekki hentugt tól til myndasýninga, þær vilja oft vera of stórar og ekki eins hentugt og að búa til albúm.
Eins er mun betra að leita í albúmunum, þar sem þau eru tengd notendum á spjallinu (sjá minn prófíl>gallerí).
Vissulega eru mörg/flest spjallkerfi með slíka þræði og bendi ég á þá til sönnunnar.kv.Bragi (sem er með "Jeppinn minn" þráð á jeppaspjallinu) 😮
05.02.2010 at 00:00 #681554Þetta er skoðunnarskylt, að mig minnir, þá gilda ekki sömu reglur varðandi hækkun á fjöðrum eða gormum. (sjá betur reglur á vef us.is)
Það borgar sig líka að hafa þetta í lagi ef eitthvað kemur upp á með tryggingar (tjón, slys, annað).
Þú borgar ekki fulla breytingarskoðun, bara fyrir viðbótina.
Ég lét skoða minn í tveimur áföngum og borgaði miklu minna í seinna skiptið (minnir 4þkr, ekki viss).Mér finnst alveg vanta að þeir skrái hvernig bíllinn er breyttur, því ef einhverju er breytt eftir á, þá hafa þeir ekki hugmynd um það hvernig bíllinn var fyrir.
Þetta á reyndar við um original líka, þ.a. þeir sjá ekki hverju var breytt eða hverju var kannski skipt út.Bragi (at) trukkurinn.com
02.02.2010 at 02:20 #680516Talaðu við Ara í [url=http://www.finna.is/company_search/company_profile/?id=24656:g8r3han5]USH sandblæstri og málningu[/url:g8r3han5].
Hann er staðsettur á bak við Zinkstöðina (nema eitthvað hafi breyst)
01.02.2010 at 17:00 #679018[quote="totus":s452830b]Er með Nicom stöð sem er að virka mjög vel. Þjónustan hjá aukaraf er kannski ekki nógu ódýr,en Nicom er fín stöð og peningana vrði.[/quote:s452830b]
Meinar þú ekki Icom ?
30.01.2010 at 01:35 #679766Og hvernig var ??
30.01.2010 at 01:34 #679600Var að spá í sunnudaginn, þ.e. er ef "Stákarnir okkar" komast ekki í úrslit og veðrið lofar góðu
29.01.2010 at 13:13 #679326Það verður allt á kafi eftir febrúar 😉
kv.Bragi (biður og vonar)
29.01.2010 at 13:12 #210307sælir, hvernig er færðin í kringum Skjaldbreiðina og nágrenni ?
Er hægt að renna upp á Langjökul frá Tjaldfelli ?kv.Bragi „Mig langar í snjó…“
24.01.2010 at 01:29 #679014Tek undir með RadioRaf, snillingar og góð þjónusta. Kenwood eru kannski ekki ódýrastar en tel þær vel þess virði.
-
AuthorReplies