Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
16.04.2010 at 12:54 #690868
Virðist vera, eins og með aðrar Toyotur, að þeir séu bara hálfsmíðaðir og meingallaðir 😀
16.04.2010 at 12:50 #690612Takk fyrir góð svör Hafsteinn, Rúnar og Grímur.
Mér sýnist sterkasti leikurinn vera að færa dragliðinn yfir á skaftið og halda öðru eins og það er. Kannski maður bæti við "Traction bar" til að halda á móti torksnúningi hásingarinnar þar sem það eru nokkrir hestar sem snúa þessu
Ég er nokkuð sáttur við fjöðrunina að aftan, þó hann skoppi stundum smá á mjög slæmum vegum, ekki eins mikið og aðrir þó, þar sem hann er frekar léttur að aftan (1200kg) en það breytist þegar það kemur aukatankur (100-140l). Eins hleypi ég líka vel úr á slíkum vegum (s.s. Þórsmerkurleið).Að mínu mati er ekki þörf á 4-link eða álíka fjöðrunarkerfi undir þessa bíla nema þá helst ef menn hugsi um hásingarskipti (D60) og stærri dekk (46"+).
En ég myndi samt skoða það nokkuð vel áður.
Þessir bílar á 46" væru óstöðvandi 😉
15.04.2010 at 00:18 #690606Í mínu tilfelli, þá eru fjaðrir að aftan og pinjóninn helst því alltaf láréttur (nema við torksnúning hásingar).
Ég hafði ekki hugsað mér að breyta því þar sem fjöðrunarsviðið er mjög gott og nokkuð mjúkt.
Ég veit að það er hægt að fá skinnur til að setja undir fjaðrirnar til að breyta pinjónhallanum en ég hefði viljað sleppa öllum svona aukahlutum nema þá kannski að skipta um fjaðrir (sem gefa 5" lift) og losna við klossana en það kostar sitt (innfl. frá USA).Takk fyrir ábendingarnar, nú er ég einhverju nær í þessum málum.
14.04.2010 at 23:16 #690602Takk fyrir það, þannig að það þarf þá að snúa pinjóninum upp á móti skaftinu (samkv. mynd C) ?
Ég var líka aðeins að skoða síðuna hjá [url=http://www.4xshaft.com:6jbo8hry]Tom Wood[/url:6jbo8hry] og [url=http://www.4xshaft.com/selection.html:6jbo8hry]las þar[/url:6jbo8hry] að ef að hornið fer yfir ca.15° að þá væri fínt að athuga með að setja tvöfaldan lið (CV shaft).
En þetta með að þurfa að snúa pinjóninum upp, það er aðeins meira en að segja það, var að vonast til að sleppa við það.
Kannski maður fari bara í [url=http://www.4xshaft.com/SYE_overview.html:6jbo8hry]SYE breytingu[/url:6jbo8hry], þ.e. að færa dragliðinn yfir á skaftið.Alltaf gaman að spá í hlutina …
14.04.2010 at 15:23 #690596Vissi af þeim, var bara að spá hvort það væru fleiri í þessum breytingum og hvort menn væru með reynslusögur.
Er þetta ekki aðgerð sem mælt er með að fara í ?
13.04.2010 at 16:45 #212086Hverjir eru bestir í að breyta drifsköftum ?
Ég er að spá í að láta setja flans á millikassann og tvöfaldan lið á afturskaftið, aðeins að svera þetta upp.
Hvar mæla menn með að hafa dragliðinn ? Framarlega eða aftar nær drifinu ?
Er hann ekki betur varinn ef hann er framarlega á skaftinu ?Annað, telja menn nokkuð þörf á svipaðir aðgerð á framskaftinu á klafabílum ?
12.04.2010 at 14:22 #690156Já það fækkar töluvert í jeppadekkjaflórunni á næstunni og einmitt sérstaklega í 15" dekkjum. Mickey Thompson er t.a.m. nánast eingöngu til í 16", 18" og 20" felgustærðum og má sjá svipað gerast hjá öðrum framleiðendum. 38" virðist einnig vera á undanhaldi en önnur tilbrigði virðast vera að líta dagsins ljós, s.s. 38,5", 39" og 41" svo eitthvað sé nefnt.
Eins má nefna að 44" DC er, að því er virðist, komið endanlega úr framleiðslu en mér skilst að um 80% af framleiðslunni hafi farið til Íslands. Sel það ekki dýrara en ég stal því …Svo virðist sem SuperSwamper (Interco) og PitBull séu með mesta úrvalið í dag, sérstaklega fyrir okkar snjójeppa.
Eins og ég nefndi í fyrsta póstinum, þá held ég að það væri flott að fá Growler mynstrið í 42" og 44" í staðinn fyrir DC FCII 44" og ættu menn einmitt að koma þeim skilaboðum á Gunna Egils í von um að hann komi því út til PitBull. Eins geta menn sent email á PitBull en ég gerði það einmitt fyrir nokkru og svörðu þeir því mjög fljótlega. Ég póstaði því [url=http://www.f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=228&jfile=viewtopic.php&f=6&t=11991&hilit=+growler:1sdliieh]hér fyrir nokkru[/url:1sdliieh] ef menn vilja sjá það svar.
09.04.2010 at 22:36 #212014Sælir, langaði bara að benda á að PitBull eru að koma með 41″ Radial dekk nú í sumar í Rocker mynstrinu. Eitthvað fyrir 38″ kallana að spá í, sem vilja aðeins meira en vilja ekki fara í 44″ eða nylon dekk yfir höfuð.
Þau koma til með að passa á 15″ – 20″ felgur, sjá bækling neðst.Ég hefði nú persónulega sjálfur vilja sjá það í Growler mynstrinu og eins 42-44″ en Growler bias eru bara til upp í 39″ og svo 47″.
09.04.2010 at 22:25 #690108bobobob bara komin samkeppni við Benna í Kaupfélaginu 4$4 😀
Það væri gaman að sjá samanburð á þessum kerfum…
09.04.2010 at 22:17 #690022Sammála Gunnari með völsunina, svínvirkar. Spurning samt að láta athuga hvort það þurfi að "rétta upp" felguna eftir völsun, þ.e. eitthvað Maggi græjar og best að gera [u:2fg3joud]áður[/u:2fg3joud] en þær eru breikkaðar eða á sama tíma.
S.s. valsa þær fyrst, láta síðan breikka þær og rétta upp ef þarf.Annað, ég frétti að Ari væri hættur hjá USH og var mér bent á þeir í Verkvík (Sandtak) væru klárir, en þeir eru líka í Hellu-hverfinu, bara nær Reykjanesbrautinni.
09.04.2010 at 16:19 #690018Mig minnnir að breikkun kosti um 10 þkr per felgu og beadlock ca. 100þkr á ganginn.
Svo eru bara að tala við Magga og/eða Ægi til að fá verð í pakkann
Völsun hjá GJ Járn kostar mun minna ([url=http://gjjarn.com:3b9sue6n]gjjarn.com[/url:3b9sue6n])Sandbl. og sprautun var á ca. 20þkr fyrir ganginn hjá Ara í USH-Sandblástur og málning, Berghellu 23-25 (á bak við Zinkstöðina).
09.04.2010 at 15:14 #689332Best að ég komi aðeins inn í þetta líka. Ég sá á öðrum þræði hér, þar sem Gunnar Ingi kom með eyðslutölur á ’97 Grand
[quote="Gunnar Ingi Arnarson":3cceysm2]…
Eyðsla á 97 grand, 5.2 lítra og 38" dekk, 4.56 hlutföll.
Innanbæjar: (stuttur akstur í vinnu sirka 3km) 20 – 23 lítrar.
Utanbæjar: 16 lítrar á hundraði.
…[/quote:3cceysm2]
Gunnar, afhverju eru ekki 4.88 hlutföll í Grandinum ? (minni eyðsla, meira afl og tog)Allavega, þá langaði mig bara að láta vita að þetta er mjög svipuð eyðlsa og hjá mér
Nema minn "trukkur" er 2.8 t (3.3t í ferð) og allavega 1 metra lengri á milli hjóla (ca. 4m)
Þetta er Ford F-150 FX4 MY04 (nýrri), með 5.4 lítra (300hö), á 41" dekkum með 4.88 hlutf.það er eitt sem hefur einnig töluvert með flot/drifgetu í snjó að gera en það er lengd á milli hjóla. Ég t.d. fæ flotstuðulinn 2.4 fyrir minn bíl og 2,8 þegar ég bæti 500 kg við hann (í góðri helgarferð). Af gefinni reynslu, þá hef ég tekið eftir að flotið/drifgetan eykst með lengri bílum, þar sem þyngdardreifingin er meiri.
Það var eitt sem hefði verið gaman að sjá í dekkjatöflunni hér fyrr, en það eru 41" og/eða 42" dekk.
Sérstaklega 41" þar sem hún er radial en 42" er nylon/bias og allir vita að radial dekk eru betri.
Að mínu mati og fleiri, þá gefa 41-42" dekkin 44" lítið eftir, nema að breytingin á bílnum er nánast sú sama og fyrir 38" bíl (bara aðeins hærri).
Álagið á legur og annað er sviðað og á 38" bíl, þ.e. minna slit og vesen sem 44"+ bílarnir eiga gjarnan við að glíma.Annað sem mér finnst ekki vera rétt í töflunni er eigin þyngd. Er hún miðað við óbreyttan eða breyttan bíl ?
Ætti frekar að miðast við breyttan bíl, svo geta menn leikið sér með þyngdir, með og án farms/farþega.
Sem dæmi þá þyngdist minn bíll ekki nema rétt rúm 200 kg við við breytinguna.PS. Ég er aðeins búinn að vera að leika mér í þessu skjali, bæta við dekkjum og leiðréttar tölur varðandi þau.
aldrei að vita nema ég pósti því hér eftir helgina, ef það verður rólegt hjá mérkv.Bragi – sem er alltaf að pæla og spá …
04.04.2010 at 23:50 #689214Svona á náttúrulega að vera klárt minnst mánuði fyrir fund.
31.03.2010 at 16:50 #688376Nei, það var opnað í gær. Það voru allir fjallvegir opnaðir samkv. síðu Vegagerðarinnar. Það er líka þó nokkuð frost þarna og engin hætta á aurbleytu á meðan.
Ég fór samt yfir jökul og við vorum um klukkutíma á leiðinni fyrir utan smá stopp á leiðinni. Þetta var 4 punda færi fyrir mig og var lítið mál að plana yfir þetta. Sá að nokkrir 38" og minni dekkjaðir bílar voru í smá brasi, líklega með of mikið loft.
Jökullinn er allur útkrotaður og reikna ég með að förin spanni 4-500m á breiddina og þurfa menn að passa sig í förunum, þar sem einvhverjir gætu hafa búið til holur eftir að hafa fest sig.
Best er líklega að halda sig hægra megin á uppleið, þar sem það er mest keyrt og orðið vel þjappað.
30.03.2010 at 11:12 #688528Þetta er nú ekki svo slæmt hér:
Póstar samtals 131792 • Samtals umræður 20593 • Meðlimir samtals 6542 • Nýjasti notandinn er kjarrihEr að spá í hverju menn séu að ýja að með þessari getraun ??
30.03.2010 at 11:08 #688358Veit um einn sem fer um tvö leytið úr bænum, Guðjón á Patrol á 38".
Hann vildi vita af hópnum og verður á rás 47 líka.
29.03.2010 at 17:35 #688294Svona meðferð á dekkjum kemur því lítið við hversu góð þau eru. Það að keyra með of lítinn loftþrýsting við rangar aðstæður skemmir öll dekk á endanum.
Reyndar eru þau dekk viðkvæmari fyrir hitamyndun, sem hafa mynstur niður á hliðarnar og þurfa menn að vera meðvitaðir um það (mörg/flest mudder dekk).
Til eru nokkrar gerðir hjá SuperSwamper en SSR í 38" væri kannski sú tegundin sem best myndi henta, nú eða þá Irok 39.5" og þá í radial. Hafa menn skorið Irok dekkin til að þau bæði leggjist betur og eins til að létta þau.
Það er alltaf hávaði í mödder dekkjum og yfirleitt meiri eftir grófleika og eftir því hversu þverir kubbarnir eru. Það er ekki svo mikill hávaði í Irok, miðað við að þau eru grófustu dekkin, þar sem kubbarnir eru skálagðir og misstórir.
Sjálfur er ég mjög ánægður með mín (41" radial á 17" háum felgum). Mynstrið út á hliðarnar gefur aukið grip þegar hleypt er úr og eykst það um ca. þriðjung. Það gera flest önnur dekk ekki. Þau eru líka með sterkar hliðar.
Ég mæli því hiklaust með 39,5" Radial IROK í þínu tilfelli eða þá 38" SSR (spurning um verðmun kannski).
Best líst mér þó á Mickey Thomson MTZ 38" en ég þekki ekki verðmuninn þar.
Eins er gott að passa að dekkin séu ekki laus á felgunum og því gott að láta mæla þær með tilliti til hvaða dekkja þú kemur til með að nota. GJ Járn hefur verið að valsa stálfelgur sem gerir dekkin stífari uppá kantinn, annars er bead-lock annar möguleiki (dýrari).
29.03.2010 at 17:10 #688346Ég kemst ekki af stað fyrr en upp úr kl. 15.30 og tek svo bensín á Hvolsvelli (til að hafa nóg Ég keyri á "löglegum" hraða (lesist 98km/klst) og tek framúr þeim sem hægar fara.
Ég veit að færið hefur versnað frá því í gærdag en það spáir þessu rjómaveðri á morgun.
Þessi tímasetning er kannski með naumara lagi en ef menn eru ekkert að hangsa, þá ætti þetta að nást.
Ætli það megi ekki reikna með því að einhverjir fari í kvöld sem og í fyrramálið og lagi slóðina (vonandi) aðeins.Eitt ættum við kannski að negla nú sem fyrst en það er hvaða vhf-rás við ættum að sameinast um ?
Þannig að allir séu í sambandi þótt þeir séu kannski ekki alveg samferða.
Hvað með rás 47?
Aðrar tillögur ?ps. Hjörtur, hlakka til að sjá JAKANN í axjón 😉
29.03.2010 at 11:15 #688340Er ekki málið bara að leggja af stað frá Select kl.16. Þeir sem aðeins seinni eru, verða bara að ná hinum á leiðinni
29.03.2010 at 00:55 #688336Ég býst við að verða á ferðinni einnig með fullan bíl (kannski 2 bílar).
Legg af stað úr bænum upp úr kl. 16 til að ná fyrir ljósaskiptin.
Hjörtur frændi, við verðum kannski samferða ?
-
AuthorReplies