Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
12.04.2011 at 21:51 #727187
Fljótlegasta leiðin, bæði til að sjá og prófa, er að smella á notendanafnið sitt hér hægra megin (ekki fullt nafn) og á þeirri síðu sem upp kemur, undir liðnum "Hafa samband við [notandi] er hægt smella á "Senda [notandi]" til að senda prufupóst. Ef einungis er farið með músina yfir tengilinn, þá sést emailið yfirleitt neðst vinstra megin í vafraglugganum. Getur verið misjafnt eftir vöfrum (browsers).
Eins er hægt að fara í Hjálp > Mínar upplýsingar, fara með músina yfir "Edit", smella á "Update your profile" og velja "Contact info" flipann. Þar eru þessar grunnupplýsingar og getur viðkomandi uppfært þær ef þurfa þykir.
kv. Bragi Þór
vefnefnd
12.04.2011 at 15:15 #727183Þið megið ekki misskilja þetta, málið snýst ekki um hvort þú sem notandi fáir tilkynningar og skilaboð eður ei, heldur snýst þetta um fækka óþarfa villuskilaboðum í pósthólfið mitt og þeirra sem í vefnefnd sitja hverju sinni.
Hver notandi getur stillt fyrir sig, hvernig og hvort hann vilji fá einhverjar tilkynnngar eða skilaboð yfir höfuð.
Það eru eflaust margir, ef ekki flestir, sem vilja fá tilkynnngar um það þegar einhver svarar þræðinum þeirra eða auglýsingunni sem þeir settu inn svo þeir geti brugðist við.Eins langar mig að benda mönnum á [url=http://www.f4x4.is/index.php?option=com_content&view=article&id=859&Itemid=238:2oj6g5te]skilmála f4x4.is[/url:2oj6g5te], grein nr. 5, svo þetta sé á hreinu.
kv. Bragi Þór
Vefnefnd
12.04.2011 at 08:42 #726051[url=http://www.yr.no/place/Iceland/Su%C3%B0urland/Landmannalaugar/long.html:ahmgibbr]Spáin[/url:ahmgibbr] lofar góðu fyrir helgina
12.04.2011 at 01:40 #727179Ég ætla að biðja menn að anda aðeins með nefinu hérna. Það er bara verið að biðja fólk [u:cmwt9hri]vinsamlegast[/u:cmwt9hri] um að fara yfir þessar grunnupplýsingar hjá sér og laga ef þær hafa breyst.
Þegar sótt er um aðgang að vef f4x4.is, þá eru nokkur atriðið sem [u:cmwt9hri]þarf[/u:cmwt9hri] að skrá og þau eru:
Fullt nafn, kennitala, email og heimilisfang, fyrir utan notendanafn og lykilorð.Ég reikna nú með að nafn og kennitala breytist ekki hjá fólki en email sem og heimilsfang getur gert það.
Það hefur t.d. verið vandamál í gegnum árin að þegar sendur hefur verið út póstur, t.d. Setrið, hversu mikið af því skilar sér ekki til félagsmanna vegna þess að heimilisfang hefur breyst og eykur það kostnað Klúbbsins að óþörfu.
Þótt að það sé ekki beinn sendingarkostnaður við email, þá tekur það tíma, fyrir þá sem í vefnefnd sitja, að fara yfir þessi mál og laga en ég myndi miklu frekar vilja verja þessum tíma í eitthvað uppbyggilegra en einhvern óþarfa eltingarleik og lagfæringar sem menn geta sjálfir séð um, það voru jú þeir sem skiptu um email (eða heimilisfang). Ég er hér til að aðstoða menn varðandi vefinn, eins og áður hefur komið fram og tel ég þeim tíma þá vel varið, annars væri ég ekki í þessu.
Ég minni einnig á að það er hægt er að hringja á skrifstofuna ef menn kjósa frekar og tilkynna breytingar á sínum upplýsingum og bið ég menn endilega að gera það ef og þegar þeir skipta um annað hvort heimilisfang eða email.fh. vefnefndar
Bragi Þór
12.04.2011 at 00:54 #727175Sæll Freyr.
Tilgangurinn er alls ekki sá að reyna að loka eða hnekkja á mönnum, heldur þvert á móti, að menn fái þær tilkynningar sem kerfið býður upp á og sendir til þeirra.
þetta er bara liður í því að laga virkni vefjarins og minnka óþarfa álag á bæði kerfið og þá sem utan um það halda. Við í vefnefnd fáum t.d. allir email frá kerfinu, þegar það reyndir að koma tilkynningum til manna, sem berast ekki til þeirra. Þetta er óþarfa póstur í okkar persónulega pósthólf.Þess má einnig geta, að sem skilyrði fyrir skráningu, þá þurfa menn m.a. að gefa upp virkt email til að kerfið geti klárað skráningarferlið og að menn geti notað vefinn.
Þetta er vinsamleg tilmæli til úrbóta og liður í skilvirkari og öflugri vef.
Ég er tilbúinn að aðstoða menn ef með þarf.-Bragi Þór
Vefnefnd
11.04.2011 at 17:04 #218497Það hefur borið svolítið á því að menn séu ekki með skráð virk tölvupóstföng (email) á prófílnum sínum. Er þetta bagalegt fyrir alla, þar sem ekki er hægt að koma skilaboðum og tilkynningum áleiðis til viðkomandi hér á vefnum.
Það getur að sjálfsögðu gerst að menn skipti um email og gleymi að uppfæra þar sem þau eru skráð.Ég hef sent þeim ábendingar um þetta í ES hér á spjallinu, þegar slíkt hefur komið upp og hafa flestir farið eftir því. Líklega vita hinir ekki af því, þar sem þeir fá ekki tilkynningar á sitt óvirka email.
Vil ég biðja ykkur um að yfirfara þessa upplýsingar reglulega svo komist verði hjá leiðindum en það verður lokað á aðgang manna sem ekki hafa þetta í lagi.
Ef einhverjir eru í vafa hvernig þetta er gert, þá endilega sendið fyrirspurn á vefnefnd@f4x4.isfh. Vefnefndar F4x4
Bragi Þór
11.04.2011 at 08:00 #727091Og hefur hann alveg verið til friðs ?
Málið að félagi minn á svona bíl sem reykir svo svörtu, þannig að hann var að gruna kubbinn um græsku.
Það verður líklega að kíkja betur á þetta.
10.04.2011 at 11:04 #218475Hverjir hafa verið að setja tölvukubba í Terracan ?
10.04.2011 at 02:03 #218474Kannski er málið bara að selja jeppan og fá sér Subaru ??
04.04.2011 at 23:45 #725115Í hvaða árg. varstu að kaupa ?
04.04.2011 at 17:18 #725735Fyrir mitt leyti þá verð ég nú frekar að mæla með H3 en H2. H2 er miklu þyngri, klossaðari og meiri trukkur.
Ég hef prófað H3 einu sinni og virkaði hann skemmtilega með 5cyl vélinni og fjöðrunin var skemmtileg. H3 er mjög skemmtilegur í akstri, lipur og fer vel um mann. Útsýnið er reyndar ekki alveg nógu mikið fyrir minn smekk. Hann er með svona "alvöru" búnaði t.a.m. drif með læsingum, millikassa og fjöðrunarbúnað.
Þessi bíll er nokkuð rúmur að innan miðað við stærð en farangursrýmið er í minni kantinum.
04.04.2011 at 00:34 #725731Takk fyrir daginn, Hjörtur og Baldur. Þetta var það sem þurfti
03.04.2011 at 12:18 #725725Hjörtur, viltu ekki bara koma með mér í bíl ??
Væri til í að fara sem fyrst
03.04.2011 at 11:24 #725719Var að spá í upp á Skjaldbreið eða þar um kring
03.04.2011 at 10:59 #218327Sælir, eru menn ekki úti að leika ?
Er að spá í að kíkja smá rúnt upp á Skjaldbreið, í sólinni, á eftir ef menn vilja slást með í för.
03.04.2011 at 10:44 #218326Þetta er græja sem gaman er að leika sér á
[youtube:3l2dpqit]http://www.youtube.com/watch?v=wJsLVtkmz0c[/youtube:3l2dpqit]
03.04.2011 at 10:36 #725405Ég fór í gær í Þórsmörk og hitti Trölla í Langadal. Hann komst innúr kvöldið áður, ekki mikil vandræði enda vanur bílstjóri sem þekkir þennan trukk vel. Það er sumstaðar sandbleyta og þverár-farvegirnir verulega skornir, aðallega Stakkholtsáin og Hvanngilið.
Færið var ekkert svakalega erfitt en er það líklega fyrir 35" bíla, sérstaklega í lægri kantinum.Við fengum frábært veður, eins og alltaf í Mörkinni, sól, andvari og logn á köflum og ca. 5-7°C. Var best um og upp úr hádegi.
31.03.2011 at 14:12 #725453Sæll Magnús, til að geta sett inn auglýsingar, þá þarftu ekki að vera félagsmaður. Þú þarft einungis að skrá þig sem notenda með fullnægjandi upplýsingum.
Það má segja að kerfið vakti og sjái um að láta okkur í vefnefnd ef þessar upplýsingar eru rangar eða ófullnægjandi.
Reynum við þá að hafa samband við viðkomandi og biðjum um það þessu sé kippt í liðinn ellegar sé lokað á aðganginn og þeim póstum eytt sem viðkomandi hefur sett inn.Það er rétt að það er aukning í því að menn séu að reyna að gera sér pening úr því sem hægt er enda kannski ekki annað í boði í þessu ástandi sem þjóðin er í.
fh. vefnefndar
Bragi Þór
R3862
31.03.2011 at 12:05 #725397Ég var búinn að svara þér á Jeppaspjallinu en hér eru þegar komnar miklu betri og nákvæmari upplýsingar.
Það er spurning að maður skreppi nú aftur og skoði aðstæður og í þetta skiptið á mínum eigin fjallabíl
Ef einhverjir ætla um helgina, þá væri gaman að vita af því.kv. Bragi – ekki atvinnubílstjóri
28.03.2011 at 17:15 #722596Takk fyrir mig, þetta var skemmtilegur dagsrúntur.
Kóarinn minn (tengdó) frá Danaveldi skemmti sér verulega, enda ekki hægt að stunda þess háttar akstur þarlendis.Ég er búinn að setja inn myndir á bæði [url=http://www.f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=235&g2_itemId=297430:1bwev66i]F4x4 myndasíðuna[/url:1bwev66i]sem og [url=https://picasaweb.google.com/bragi.trukkurinn/F4x4LitlanefndRatleikur#:1bwev66i]Picasaweb.com/bragi.trukkurinn[/url:1bwev66i]
Bíð spenntur eftir úrslitunum….
kv.
Bragi og Lindy (kóarinn)
-
AuthorReplies