Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
21.06.2014 at 21:04 #769550
Jæja, er DCII búin að standa sína plikt?
Bæði þessi BFG dekk eru góð. Sjálfur var ég á 35″ AT og kunni rosalega vel við þau sem keyrsludekk, súper í hálku og gott snjógrip.
Hins vegar ef þú ætlar að þér að nota Barbie eitthvað að ráði á grófum malarvegum (Þórsmörk oþh.) og eitthvað í vetrarferðir (úrhleypingar), þá tæki ég hiklaust MT og myndi míkróskera miðjukubbana og kannski inn í þriðjung á ytri kubbunum. Málið með MT er að þau eru betur varin niður á hliðarnar og úrhleypt gefur það meira grip (ca.3-4″ breiðara).
En sem heilsárs-keyrsludekk með minniháttar malarvegakeyrslu (Kjölur/Sprengisandur oþh.) og léttar vetrarferðir í t.d. Laugar, þá eru AT skemmtilegri í akstri, gripgóð og mun hávaðaminni.kv. Bragi „Dekkjakall“
04.06.2014 at 17:50 #769179Logi Már, Pétur Hans ofl. ættu að geta svarað því…
04.06.2014 at 17:43 #769178Ég er búinn að vera á þeim gula núna í rúm 9 ár (F-150) en það er sami bíll (vél, AT, millikassi ofl.) og er í Expy.
Ég get ekki annað en mælt með þeim, þar sem hann hefur ekkert bilað! (7-9-13).
Eini veikleikinn sem ég hef lent í eru driflokurnar að framan en þær eru úr áli og þarf að fylgjast með þeim á 3-5 ára fresti. Þær tærðust og ollu því að framhjólalegurnar fóru hjá mér. Eins er gott að eiga vara innri-stýrisenda en ætti ekki að þurfa fyrir venjulega keyrslu.
Annars hefur þetta þolað vel 41″ hjá mér og það jeppastand sem því fylgir.
Ég mæli með 5.4l 3v vélinni en passaðu að það sé búið að skipta um kerti (eftir 100þkm). Það var vandamál að skipta um kertin, þar sem þau vildu brotna. Þetta hefur Autolite lagað (eftir 2006-7) og eins er hægt að fá heil kerti frá Champion (sumir segja þau þó lakari).
Expy er til í tveimur lengdum og getur því rúmað vel stóra fjölskyldu
28.05.2014 at 11:19 #769007
22.05.2014 at 15:48 #768749Vildi benda á að „LIKE“ og „DEILA“ takkarnir hérna á Spjallinu sjást ekki í Chrome
22.05.2014 at 15:46 #768747Já sæll, þetta er allt annað líf
Nú fara hlutirnir að gerast.
23.04.2014 at 16:56 #457217Original stálfelgur er yfirleitt bestar til breikkunnar, þar sem það er nokkuð þykkt í þeim. þetta á eiginlega við um allar 6-9″ breiðar felgur.
Eftir því sem original felgur eru breiðari, því þynnra er í þeim. Þetta er þó ekki algilt en það sést munur á milli 7″ og 10″ felgu.
Það ætti því að vera lítið mál að breikka þessar en Maggi hjá felgur.is getur örugglega svarað þér með þetta frekar, eins og Hjörtur tók fram
11.02.2014 at 22:00 #451855hTC One X, vel með farinn, smá rispur. Er í góðri CaseMate hlíf. Rootaður með TWRP2 en keyrir stock hTC Sense UI 5 (JB 4.2.2).
Hraður og skemmtilegur sími. Íslandskort í Orux.
SpekkarVerðhugmynd: 50 þkr
Skoða tilboð.Hafið samband í síma: 8940623 eða bragi@trukkurinn.com
06.02.2014 at 01:44 #451416Er einnig í pústpælingum og þá sérsmíði, jafnvel á flækjum líka.
Hverjir bjóða eitthvað úrval í hljóðkútum sem eru ekki sverir ?
06.02.2014 at 01:41 #451415Ég mæli með Ísfelli, keypti síðast hjá þeim og er enn að nota þann kaðal. Mér var ráðlagt á sínum tíma að kaupa hjá þeim, þeir væru með „réttu“ spottana og gott verð. Minnir að metrinn hafi verið um 5-600 kr. en það var fyrir kreppu.
Hlakka til að sjá verðið í dag.
29.01.2014 at 02:14 #445366Ég væri til í 25m af 28mm.
Smá upplýsingar varðandi dráttartóg:
Það eru tvær lengdir sem hafa verið vinsælar, annars vegar 12-15m og hins vegar 20-25m. Sumir hafa bæði, spurning um pláss
Mér reiknaðist til á sínum tíma að 28mm væri fínt fyrir 3-4t bíla, mv. 2 splæstar lykkur en hvor splæsing tekur ca. 10% af slitþolinu. 1 hnútur (t.d. pelastikk) minnkar slitþolið um 40-60%!
Ath. að hafa slitþolið að lágmarki þrefaldri þyngd þess bíls sem draga á (lesist þinn eigin bíll).
Eins er gott að hafa D-lása, amk. 1 lítinn (f.fólksbíla) og 1 stærri fyrir þá sem ekki hafa almennilega dráttarkróka. Gott er að nota þá saman, þar sem erfitt gæti verið að koma kaðlinum í litla D-lásinn.Varðandi Dynex spiltóg, þá fer það líklega mikið eftir spilum hvað þau taka mikið en ég veit af 9000 lbs spili sem tók um 40m (var áður með ca. 10m af vír). Hvaða þvermál það var, þori ég ekki að fara með, minnir þó 8mm. Einhver talaði um að best væri að hafa sem mest á spólunni, þannig væri spilið „sterkara“. Eins getur komið fyrir að tógin slitni og þá er betra að eiga meira inni.
24.01.2014 at 15:39 #444897Smá vídeo frá C-hópi
24.01.2014 at 15:00 #444895Sælir, vildi aðeins pota mínum 2 sentum inn í þetta…
41-42″ Irok gefur reyndar mun meira grip úrhleypt, þar sem hliðarkubbarnir veita ca. 4-5″ meira mynstur.
Satt er að flotið er meira í 44″ DCII en gripið á móti er takmarkað. Það eru minni líkur á að festa sig og verra að komast upp úr ám/krapa (sérstaklega háir bakkar).
46″ MT aftur á móti veitir bæði meira flot og mun meira grip en 44″ eða um 4-6″ meira mynstur úrhleypt (ca. 25″ breiður gripflötur).
Ég myndi ekki veðja á 42″ GY sem vetrardekk, þar sem beltið er úr Kevlar, ekki stáli. Þau eru hins vegar sterkari og eru örugglega frábær sumar og keyrsludekk. Fyrri reynsla manna á Kevlardekkjum (Armstrong Norseman ofl.) er sú að þau hafa ekki reynst vel í miklu frosti (ca.-10°C og neðar).41″ Irok (radial) hentar líklega best í allt, þ.e. ef menn vilja ekki fara í 42″ og stærra. Mín reynsla af þeim er alla vega mjög góð og mæli ég hiklaust með þeim.
Þau eru góð í hálku, bleytu, snjó, hvort sem er á möl eða malbiki, í hita eða kulda ónegld, enda einu M+S mudderdekkin (sem ég veit um).
Ég veit sama og ekkert um Pit-Bull og nefni þau því ekkert. Hef heyrt misjafnar sögur, af Rocker aðallega en 47″ Growler er klárlega verklegasta dekkið á markaðnum að mínu mati en það er kannski komið aðeins út fyrir „skóp“ þessa þráðar.
11.01.2014 at 02:46 #444027Þar sem ég hef ekki áður farið í Nýliðaferð (bara nokkrar Litlunefndarferðir), ákvað ég að skrá mig. Eitthvað er nú skráningin dræm og vil ég hvetja menn til að skrá sig sem fyrst.
06.11.2013 at 00:11 #437317Til hamingju með þetta, er sammála að það skiptir miklu að sjást
kv. Bragi @ Trukkurinn
18.09.2013 at 02:00 #378996Þú gleymdir alveg að taka mynd af mér
18.09.2013 at 01:56 #379007LIKE á það líka.
Það verður þvílíkur skandall ef ekki verður hægt að flytja inn bíla frá USA vegna ESB skriffinnsku. Ég held að menn ættu að kynna sér betur vélarþróunina í USA en það er margt fróðlegt að gerast á þeim bænum.
16.09.2013 at 16:03 #378985Já sæll, verður ekki gerður út könnunarleiðangur til að skoða hvort húsin í Setrinu hafi staðið þetta af sér ?
Það er reyndar merkilegt að skoða veðurstöðvarnar í kring, að hviðurnar þar voru ekki svona rosalegar. Getur verið um skekkju sé að ræða ??
13.09.2013 at 14:37 #378932Það rúllar mynd með upplýsingum á forsíðunni en er sammála, það mætti vera Toppfrétt með mynd
02.09.2013 at 23:56 #767209Það vantar alveg MB G-klassa en þeim eru nokkrir. Eg veit um tvo slíka en þá eiga annars vegar Bergur Páls og hins vegar Jónas Hafsteins (Unimog maður mikill). Ég sá líka einn þriggja dyra á Árbæjarsafni í sumar, mjög flottur (minnir á 35").
-
AuthorReplies