Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
14.05.2009 at 00:09 #646312
Það er búin að vera hin ágætasta skemmtun að fylgjast með þessari umræðu.
Svona til upplýsingar, þá var ÉG á einum af þessum 46" ,,túristajeppum", sem vegur á fjórða tonnið.
Við fórum hvergi út fyrir veg, nema hægt væri að aka á snjó, og mikið rétt, það var dálítil drulla, en ekkert meiri en búast má við á þessum árstíma, og ég held að skemmdir vegna ferðar okkar verði ekki varanlegar.
Við mættum tveimur hópum 38" bíla, 2-3 í hvorum hóp.
Öðrum hópnum, þar sem þeir voru að basla í krapa og drullu, talsvert fyrir utan veg, að brasa við að draga einn uppúr krapa, og til þess þurftu menn að aka talsvert út fyrir veg, og sjást förin ábyggilega þegar leiðin verður opnuð á ný. Við fylgdum hinsvegar slóðanum, og lentum ekki í neinum vandræðum. Þarna var um það að ræða að í stað þess að fylgja veginum og fara í gegnum djúpt (ekkert svo) vatn, þá ákváðu þessir snillingar að fara út fyrir veg, og reyna að komast í gegnum krapa og drullu til að halda áfram. Þarna höfðu menn ekki vit á að snúa við !
Í hvorum hópnum varst þú Stebbi ?
Næsta dag fór ég aftur sömu leið, og þá hafði þiðnað töluvert, og ég var svona á báðum áttum hvort ég ætti að fara. Ég fór samt, og við vegamótin að Jaka mætti ég vegagerðarmanni í eftirliti, og eftir að hafa gefið honum lýsingu á ástandi vegarins, ákvað hann að veginum yrði lokað fyrir allri umferð, og ég verð bara að segja að ég er sammála því. Þó ég hefði gjarnan viljað að vegagerðin hefði sent tæki til að ræsa veginn fram, til að flýta fyrir opnun, ég held að það geti verið hægt, kannski.
Þangað til fer ég bara upp hjá Húsafelli, í góðu samstarfi við yfirvöld, og geri mitt til að viðhalda góðu sambandi milli vegagerðar og jeppakalla.
Það má alltaf fara á Hellisheiðina (1000 vatna leið), þar er drulla, vatn og fyrir 3 dögum var þar snjó hindrun, sem gaman var að glíma við.
Börkur, túristabílstjóri, og jeppadellukall í 37 ár.
14.03.2009 at 14:34 #643528Helgi minn, þú átt ekkert að vera að fara hraðar en 20! Þú verður bara fljótari að koma þér í vandræði !
Börkur.P.S. er ekki hægt að finna helvítið í mælaborðinu, og rífa úr sambandi ?
31.01.2009 at 23:00 #203698Hi guys,
can you help this person.
I think you need to log into the T.A to answer this, but if you answer here in english, I can forward the answer.
Thank you.Hér fyrir neðan er slóðin:
http://www.tripadvisor.com/ShowTopic-g189970-i … javik.html
04.01.2009 at 19:46 #636248Fékk minn þriggja þátta, 24 m/m, 25m.
Hefur dugað vel, reynslan hefur sýnt, að hann dugar vel fyrir stóra bíla T.d. Econoliner. Gefur mjúkt átak, og er á alla staði mjög lipur og meðfærilegur.
28.10.2008 at 23:38 #631756Það bara gerist ekkert, þegar ég klikka á í lagi
28.10.2008 at 00:22 #631752Ennþá er vesen með að koma myndum með auglýsingum.
Börkur, sem vill selja dekkin fljótt.
15.04.2008 at 21:42 #620422Ég bloggaði um svipaða hugmynd mína fyrir stuttu, hvað finnst ykkur?
http://tourguide.blog.is/blog/tourguide/entry/479738/
Börkur
13.04.2008 at 22:30 #202301Veit einhver hvernig færðin er um Kaldadal, nú eftir hretið í dag ?
Og hvernig er færðin uppá jökul hjá Jaka ?Börkur.
25.12.2007 at 01:26 #607614Var á Langjökli v/Skálpa í dag, í góðu færi og snjókomu.
Um tvöleitið kom þessi líka fína hundslappadrífa, fullkominn jólasnjór.Gleðileg Jól.
Börkur, sem er alltaf með túrista.
22.08.2007 at 21:42 #595158Mér finnst að það að Steini velti Buggy bílnum sínum í annað sinn í sumar, segi meira um ökuhæfni hans, en aksturseiginleika jeppa !.
Börkur, sem langar að prófa svona Land Rover Buggy!
05.07.2007 at 22:10 #593172Lítum á björtu hliðarnar. Að sjálfsögðu yrði gamli vegurinn fyrir þá sem hann kysu frekar, því ekki er hægt að neyða fólk til að þyggja einhverja einkaframkvæmd, frekar en t.d. Hvalfjarðargöng.
Og hvað ?, Almenningur ætti kost á að komast til fjalla allt árið um kring, án þess að eiga stóra og rándýra jeppa.
Ég sé fyrir mér að við Langjökul yrði vetrar – og snjósleða miðstöð, svipað og Hrauneyjar. Og engann hef ég heyrt bölva því. Einnig yrði kannski grundvöllur fyrir heilsársþjónustu með sundlaug og hóteli á Hveravöllum, ekki yrði það slæmt. Og hvað með allt skíðadótið uppá einn milljarð, sem nú ryðgar af notkunarleysi í Bláfjöllum ?, væri ekki tilvalið að flytja það í Kerlingarfjöll, og hefja þau til fyrri frægðar, sem skíðaparadís Íslands ?.
Að sjálfsögðu yrðu viðkomandi fyrirtæki að ráða því hvort þau nýttu sér tækifærið og gerðu góðan veg að þessum stöðum.
Þetta myndi gefa fleirum aðgang að hálendinu, og gerði allar ferðir "alvöru" jeppamanna mikið ódýrari og auðveldari.
Þeir sem hafa talað um að fjallafriðnum sé ógnað með umferð hávaðasamra trukka, ættu að velta fyrir sér hávaðanum í hundruðum jeppa og vélsleða. Þeir sem tala um sjónmengun af veginum, hvar voruð þið þegar möstrin voru lögð um hálendið þvers og kruss ?. Eða eru kannski virkjunarvegirnir sem jeppamenn nota til ferðalaga um hálendið í lagi, en ekki vegir, sem allir gætu notað ?.
Með hálendisvegi yrðu fleiri slóðar aðgengilegir, og ferðalög um hálendið auðveldari.
Ég held að ef góður heilsársvegur um Kjöl, myndi auka mjög möguleika á ferðalögum um hálendið, jafnt að vetri sem sumri. Mér hefur ekki sýnst að menn eigi í miklum vandræðum með að aka "heilsársveginn" uppað Vatnsfellsvirkjun, til að komast inná hálendið að leika sér.
Eins hef ég ekki heyrt neinn kvarta undan veginum uppá Mýrdalsjökul hjá Sólheimakoti, eða öllum virkjanavegunum fyrir austan.
Mér bara datt í hug að velta þessu upp.
Börkur H.
02.07.2007 at 20:28 #593070Þarna kom sönnunin, sem alla vantaði.
Hann kemst framúr öðrum bíl…, var þetta ekki Trabant ?
Börkur
18.06.2007 at 00:45 #592588Hjá Ísfelli í Hafnarfirði.
15.03.2007 at 19:01 #584558Hafiði kíkt í snorkelhattinn á Land Rover?
Þar er svona "Hiclone" búnaður original, og allir vita að "það er kraftur í Land Rover"!
-
AuthorReplies