Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
11.12.2007 at 21:29 #605384
þá er rétt að skoða hvaða þyngd er á spindil-legunum, þeir eru viðkvæmir fyrir of lausum spindillegum,(þarf að mælast án liðhúsþéttinga samkvæmt bókinni)og síðast en ekki síst,hvort þú ert ekki með stýrismaskínuna miðjustillta,þá á hún að vera slaglaus, en um leið og þú leggur aðeins á þá kemur smá slag í hana (eðlilegt) en á beinni keyrslu á hún að vera slaglaus.Hinnsvegar byrjar svona yfir leitt á dekkjum+felgum ,en er fljótt að magnast upp um leið og slag eða los er til staðar.
08.12.2007 at 23:56 #606090Það hlítur að vera patrol kelling???
05.11.2007 at 23:43 #601792[url=http://www.kvikmynd.is/video.asp?land=&offset=45&id=1106:1pzyhhbc][b:1pzyhhbc]Linkur[/b:1pzyhhbc][/url:1pzyhhbc] Á úlfalda prófið.
þar var Platrol prófaður.
14.03.2007 at 19:31 #581294Já takk fyrir mig Benni og Tryggvi.
En í sambandi við dagljósabúnaðinn,þá geta menn yfirleitt snúið rofanum á "park" áður en sett er í gang og eins þegar drepið er á,ef það hjálpar upp á endingu.kv,Tommi
13.03.2007 at 22:54 #584304Er ekki verið að færa VHF gjöld einstaklinga yfir á félagið?Þá finnst mér ekki mikið að félagar bæti við þessum tvöþúsund kalli á ári við félagsgjöld.(Ath þetta er yfir árið) Mér finnst allavegana ekki mikið að borga 5-600kr á mánuði (er 350kr á mánuði) fyrir allt þetta ,sem þetta félag er að bjóða afslætti ofl.En auðvitað eru menn í hinum og þessum félögum og þetta safnast saman.En menn mega ekki gleyma því hvursu mikið hagsmuna-félag 4×4 er.Ef ekki er hlúð að þessum málum okkar meira og minna allt árið ,þá er nokkuð ljóst að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af jeppamennsku í framtíðinni ,því það verður búið að loka öllu og eða banna.
10.03.2007 at 22:47 #583996Athugaðu hvort ekki sé bilað öryggi eða realy fyrir loftdæluna
26.02.2007 at 00:26 #582166þetta lítur nú út eins og sjálfsala-skjár,
þarf að borga 100 kall fyrir hverja mynd???
En svona á gríns er þetta ekki svolítið lítill skjár?
26.02.2007 at 00:19 #582274Jamm, þetta getur verið aðeins mismunandi á milli landa, hvaða tölva er í þessum bílum þá breytist hrossin og togið eitthvað.Ég hef séð þessa tölur um bíl frá Suður-Ameríku. En það getur vel verið að
þeir í Samrás eigi þessa kubba sjálfir ennþá.
26.02.2007 at 00:04 #582288Skoðaðu [url=http://www.f4x4.is/new/forum/?file=fjarskiptamal/5909:1efead8c][b:1efead8c]þennan[/b:1efead8c][/url:1efead8c] link
25.02.2007 at 23:50 #582200Hér kemur mynd frá Sveini.
Reyndar er hún af fourlink
[img:1izewzta]http://www.f4x4.is/new/files/photo/default.aspx?file=files/photoalbums/5270/40202.jpg[/img:1izewzta]
25.02.2007 at 23:40 #582268Þetta er reyndar ekki alveg rétt með farið.
LC90 kom með í þessari árgerð 126 hö og togið var 295 Nm.Veit ekki um breytinguna með þessum kubb sem Bazzi er að tala um.
En það var sett í mikið af þessum bílum Íslenskur kubbur frá Samrás þegar var verið að setja í þá millikæli.
Kostaði um 20þús án ísetningar minnir mig.
Fékkst í Toyota Aukahlutum.
20.02.2007 at 23:12 #581158Er þetta fyrir H4 eða bara H1-H3 ?
16.02.2007 at 23:57 #580734Opið púst virkar vel a.m.k á ákveðnu snúningssviði.
Yfirleitt þá verður vélin allavega léttari á snúning.
Ég lét smíða fyrir mig 3" púst hjá BJB í Hafnarfirði
á 3.lítra TD vél með cooler og kubb,reyndar settu þeir hljóðkút sem minnkar aðeins hávaðan en er ekki með mikið drag,og ég get ekki sagt annað en að ég sé mjög sáttur.ps,mjög góð vinna hjá þeim og sanngjarnir á verði.
kv,Tómas
15.02.2007 at 23:32 #580626Þú getur notaðar leguhús af klafabílnum,en legustútinn af hásingarbílnum,passa bara að nota þá pakkdósina fyrir hásingarbílinn við innri legunna.Svo þarf að renna og bora speisera fyrir bremsudiskanna (minnir að þeir séu um 18mm þykkir)þá ertu kominn nægjanlega nálægt sporvíddinni.
11.02.2007 at 20:53 #579924Sæll Frændi
Takk fyrir það.Við fórum í morgun sjoppuleiðina upp í Húsafell og þaðan upp á jökul áleiðis í Þursaborgir,en snérum við upp á jökli þegar færið fór að þyngjast fyrir 35" fórum Kaldadal til baka,
ekki mikill snjór þar nema helst á veginum.kv,Tommi
10.02.2007 at 22:48 #580048Hefur einhver fréttir af færi á Langjökli í dag?
Erum að spá í að kíkja á þremur bílum þar á morgun,förum frá select upp úr kl:10 í fyrramálið.
09.02.2007 at 23:46 #579520Gísli minn hvort viltu að ég ýti þér upp eða togi?????
kv,Tommitogaogýta
09.02.2007 at 22:45 #579920Ertu að fara á fjöll nafni?
08.02.2007 at 22:22 #579738Að ég best veit, þá er í lagi að tengja kastara í gegnum parkljós, ef að það eru hlífar á þeim,
annars þarf stýristraumur að vera í háuljós.
Annars eru tveir rofar ágætis hugmynd.
08.02.2007 at 00:03 #579472Ég get nú ekki betur séð en að það sé all margar villur í þessum samanburði gagnvart Hilux.
Það er í honum þessi staðalbúnaður,
1.Cruise control = já
2.Loftkæling = já
3.12 V aukatengi = já
4.Aksturstölva = já
5.Halogen framljós = já
6.Þokuljós = jáÞetta er sem ég sá í fljótheitum,
þó að það vanti eitthvað af þessu á heimasíðu
þeirra (Toyota)En verðið er gott engu að síður.
ps,man ekki eftir neinum nýjum bílum í fljótheitum
sem ekki er með halogen framljós,
nema þeir sem eru með HID ljós (Xenon)
-
AuthorReplies