You are here: Home / Björn Guðmundur Björnsson
![]() |
FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
|||
Menu |
Veit einhhver hvort startarinn í þessari vél er 12 v eða 24 volta? Var að eignast þennan bíl og mér finnst hann snúast svo hægt í startinu. Mér skilst að fyrir einhverjum mánuðum hafi startarinn verið tekinn og skipt um kol í honum og hann hreinsaður, en fyrri eigandi sagði að eftir það hafi hann aldrei startað eins hratt og hann gerði áður. Gott væri ef einhver gæti hjálpað mér í þessu. Allavega í dag að þá finnst mér billinn ekki starta nálægt því nógu hratt, og stundum finnst mér hann ekki ættla að hafa sig í gang í 10 stiga frosti. Ég er búinn að mæla geymana og þeir eru í lagi. Einnig er ég búinn að athuga jarðsamband og það er líka í lagi.
Mér datt í hug að einhver hafi lent í því sama og ég með hraðamælinn hjá mér þar sem fyrir um ári síðan byrjaði hann að rjúka upp annað slagið en var í lagi þess á milli. Svo alltí einu byrjar hann á því að rjúka upp og sveiflast stanslaust upp og niður-stundum í kirrstöðu. Spurning hvort einhver viti hvað er að og hvað þurfi að gera.