Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
22.03.2014 at 10:59 #45441120.03.2014 at 10:51 #45432411.03.2014 at 15:42 #454000
Flott ferðalag hjá ykkur Óskar Þór og góðar myndir.
Síðan kláruðu ykkar menn með því að taka Kjalveg á leiðinni heim.
Jeep 41″
18.03.2013 at 23:08 #76450518.03.2013 at 14:29 #764501Jeep gengið þakkar fyrir sig. Flottur túr.
Veðrið setti strik í reikninginn. Það má búast við því. Spá þýðir spá.
Það var erfið ákvörðun að skilja eftir bíla úr okkar gengi. En það urðum við að gera til að geta haldið áfram. Þeir bílar sem voru með kveikjulok og blöndung þurftu stöðuga aðhlynningu í þessu veðri. Lágarenningur, kóf og stormur.
Við vorum í sambandi við aðra ferðalanga á jöklinum. Þeir voru stopp og báðu okkur um að koma hjálparbeiðni þeirra á framfæri sem við gerðum með okkar tækjum.
06.04.2012 at 10:40 #751811Jeep Gengið þakkar kærlega fyrir sig. Stórgóður og fræðandi dagur.
04.04.2012 at 14:49 #750659Hér er linkur á video frá Jeep Genginu.
Drekarnir vour með fína kynningu á fundinum, væri gaman að sjá þeirra framlag hér.
27.03.2012 at 08:04 #750651[img:3j5b3av8]http://www.f4x4.is/g2/main.php?g2_view=core.DownloadItem&g2_itemId=316710&g2_serialNumber=1[/img:3j5b3av8]
26.03.2012 at 21:13 #750645Meirihluti Jeep gengisins kom í bæinn í dag. Mánudag.
Við hófum ferðina á fimtudag í Versölum og ókum þaðan á föstudag norður Kvíslarveitur og austur að Hágöngum. Lélegt skyggni framan af en þokkalegt færi. Þegar nálgaðist Vonarskarð fór að létta til gerði hið besta veður.
Við misstum niður bíl í læk við Svarthöfða en Kaldahvísl var opin og auðfær. Þaðan var stefnan tekin á Hnífla í einstöku útsýni yfir Bárabungu og nærliggjandi tinda.
Komum við í Gæsavötnum í síminnkandi snjó. Þar fréttum við að Dyngjufjalladalur væri dæmdur ófær og tókum við stefnuna á vað á Skjálfanda. Þaðan beina línu í Sandbúðir. Heldur jókst snjórinn þarna og var hægt að spretta úr spori í frábæru skyggni.
Á sprengisandi bognaði togstöng í læk og litlu síðan brotnaði öxull í nokkuð háum skörum í litlum læk. Tafði þetta nokkuð för en tögstöngin var rétt og soðin og við skiluðum okkur niður á Mývatn rétt um miðnætti.
Mjög skemmtilegur og fræðandi laugardagur með Húsvíkingum og kvöldverður í Skjólbrekku.
Við ákváðum að fara Sprengisand suður á sunnudag í góðu veðri framan af. Fór að hvessa síðdegis með rigningu og krapa. Gekk vandræðalaust í Versali þar sem eldaðar voru stórsteikur að hætti Jeeppa manna og síðan stuttur dagur í dag heim á leið.
Takk fyrir okkur.
Bjartmar13.04.2010 at 12:08 #678954[youtube:pnug9ura]http://www.youtube.com/watch?v=yGS4QMxYJM4[/youtube:pnug9ura]
04.04.2010 at 10:03 #667796Flottur þráður hjá þér Gunnar bróðir.
Maður fær snjó fiðring af því að sjá blöðrurnar undir þessum bíl. Fín breyting.
44-DC er bara eitthvað svo verklegur.
Vonandi náum við ferð sem fyrst.kkv Bjartmar
24.03.2010 at 18:32 #678932Flottur túr. Alveg passlegt skipulag fyrir hóflegt verð. Takk fyrir mig.
Þessi verður lengi í minnum hafður.
Jeep gengið ók stuttan fimmtudag inn í Versali. Hefðbundna leið inn í "Kaldadal" Nýjadal. Síðan í slæmu skyggni að Skjálfanda. Nýja leið með jökli þar sem var hægt að taka eina brekkukeppni, að flæðum Jökulsár. Norður í Dreka. Þaðan suður sömu leið og krossað yfir Jökulsá á ís. Sömu leið og margir aðrir í túrnum upp á Brúarjökul í Snæfell. Sáum aðeins krapa við Versali annars var færi með besta móti og ekki til vandræða.
Ég er ekki búinn að taka saman kílómetra en eldsneytisnotkun var um 180 lítrar Hrauneyjar-Egilsstaðir. Willys 8cyl. Var reyndar dreginn síðustu Km inn í Dreka og við bættust 5L af rándýrum sjálfskipti vökva sem við söfnuðum saman úr okkar gengi og fengum hjá afar hjálpsömum félögum 4×4 sem þarna voru.
Mér langaði til að þakka mínum félögum í Jeep genginu og öðrum jeppamönnum í Dreka fyrir aðstoðina. Áfram 4×4 -sameinuð stöndum við-…
Bjartmar Örn Arnarson
29.03.2007 at 20:03 #586224Myndir
[url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=ferdamyndir/5378:2zs1b5j9]Myndir[/url:2zs1b5j9]
Ef þetta virkar ekki þá: https://old.f4x4.is/new/photoalbum/defau … yndir/5378
Páskaferðakveðja24.03.2007 at 20:59 #585664Trúarbrögð?
Hverjum þykir sinn fugl fagur. Ég með talinn.
Hlakka til að keyra með 49" bílunum. Búinn að taka á þessum dekkjum og það lofar góðu.
Ekki spurning þetta virkar. Síðan er öruggt að á þessum dekkjum þá aukast lýkurnar á því að ná niður á fast og það má halda því fram að hindranirnar minnka þegar tækið stækkar…Er ekki búið að reikna út hvað hver hjólbarði gefur í flot miðað við flatarmál? (mig minnir að gummij hafi verið með stuðul þar sem 1 þýðir flýtur á vatni osfrv…) Væri gaman að sjá það.
kv boa anorexiuárátta
24.03.2007 at 15:28 #585648Ég er bara gamaldags en mig minnir að léttara væri oftast betra. Þá í kappakstri, mótorhjólum, sleðum og flest öllu motorsporti. Er það ekki lengur málið?
24.03.2007 at 09:22 #585844Það væri gaman að fá fréttir að fjallabaki.
12.03.2007 at 20:13 #583362Takk fyrir það.
Mig minnir að bodyið hafi kostað 1800$ og húsið 1600$. En síðan kemur vandamálið með flutning, tolla osfrv.11.03.2007 at 21:35 #583358Fiberglass body-ið mitt kemur frá AJ’s Fiberglass. Það var mjög vel smíðað. Gunnar Ingvi hjá Brettakantar.is breytti síðan hjólhafinu og smíðaði kanta og fleira. Það tókst mjög vel.
Ég bað um að létt body hjá AJ. Þar sem ég var að skipta um Wrangler skúffu yfir í Scrambler (ca66cm lengri) þá er samanburður ekki alveg raunhæfur. En þyngdarmunurinn var óverulegur en ég fékk mun sterkara body en var fyrir á bílnum. Síðan var smíðaður alveg nýr bíll utan um plastið og léttist margt en annað var þyngra en í gamla bílnum þannig að það er erfitt að segja. Loka niðurstaða var sama þyngd og á gamla en mun stærri bíll.
Ókostir við plastið:
Það þarf að leggja jarðtengingar um allt.
Óslétt ef menn eru að leyta eftir óaðfinnanlegu lakki.
Plastið er sjaldan nákvæm eftirlíking af orginal hlutnum.
Annars er ég mjög sáttur…27.01.2007 at 21:48 #577502Talaði við Gumma J kl20. Hann og Óskar E fóru á Patrólnum 44" hans Óskars.
Áður en drátturinn hófst löguðu þeir fastar bremsur. Þungt færi en með aðstoð góðra manna tókst þetta vel.
Þeir fóru heim um Kaldadal en Cherokee um Húsafell. Svona á 4×4 spjallið að virka. Sameinaðir sigrum við…23.12.2005 at 13:42 #196914Bíllinn er fundinn. Keyrður 1km en þjófurinn ófundinn. kv
-
AuthorReplies