You are here: Home / Bjarni Kjartansson
![]() |
FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
|||
Menu |
Ég er með hálfáónýt afturljós á jeppanum, þ.e. þessi sem eru í stuðaranum. Fyrst ég þarf að endurnýja ljósin langar mig að færa þau upp þar sem bakkljósið er og ytra plastið er þegar á sínum stað (asnalegt að þessir bílar hafi ekki verið með ljósin þarna í upphafi).
Veit einhver hvar er hægt að panta perufestingar fyrir þennan stað og allt sem þeim fylgir?
Er með brotið framdrif, þ.e. kamb og pinnjón, hlutföll 37/8 eða 4.63. Þetta kostar náttúrulega morð og miljón í umboðinu. Veit einhver hvar þetta gæti fengist eða um heimasíður þar sem panta má í Nissan bíla á góðu verði?
Er búinn að tékka á partasölunum.
Er með 2003 Patrol með olíuverki. Hefur einhver reynslu af steinolíu á þessa bíla? Einhver sagði mér að vélin þyldi steinolíuna alveg en maður gæti stútað olíuverkinu og það er víst dýrt dæmi. Eins og verðið er orðið á díselnum er maður orðið til í flest þannig að gott væri að heyra í einhverjum sem hefur reynslu af þessu, vonandi tjónláus.
Er með Patrol 2003 og þyrfti að ná glerinu af framlukt til þrífa að innan og laga smá gat. Glerið er fest í límkítti á plaststellinu fyrir innan. Veit einhver hvort hægt er að ná svona í sundur t.d. með að hita þetta eða eitthvað?
Svona luktir eru orðnar svo dýrar að maður reynir flest annað áður en maður dregur upp veskið.
Ég er með stálfelgur og ætla að setja á þær 38 tommu Micky Thompson dekk. Þau eru aðeins víðari en t.d. Ground Hawginn sem ég var með og mér skilst að það sé hætta á að felgan geti snúist inni í þeim undir miklu álagi. Ég heyrði að menn hefðu látið valsa felgur aðeins til svo að þær lægju betur að svona dekkjum. Veit einhver hvar það er gert?