Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
19.08.2006 at 02:10 #555906
Hvað er svona handstöð að drífa langt? Er hægt að fá svona "handfrjálsan búnað" í bílinn fyrir þær eins og fyrir gsm, með loftneti og öllu?
kv,
Bjarni
19.08.2006 at 02:00 #198398heil & sæl,
rakst á þetta á ebay:
„It is registered as a 2006 Homemade vehicle and is tagged and plated as street legal in New Mexico.“
street legal, þetta minnir mig óneitanlega á þá sem keyra um göturnar án drullusokka eða með brettalausar kerrur og ausa yfir mann rusli..
„It has everthing you need to get you or your friends out of a bad situation including On Board Air, On Board Welder, Built on High Lift Jack and Mount“
Magnað.
kv,
Bjarni
16.08.2006 at 00:00 #557880Sælir,
ég er enginn reynslubolti í þessu, en hef átt nokkra sliddujeppa. Smá sýnishorn:
Bronco ’66 og ’74. Snilldin eina á þeim tíma.
Chevy Blaser S-10 með 2.8 V6. Máttlaus og eyðslukló. Annan með 4,3 V6 vél. Mjög skemmtilegur bíll sem fór vel með mann og hafði kraftinn til að koma sér á ótrúlegustu staði á 32"
Lenti samt í töluverðu viðhaldi með seinni bílinn.
Pajero ’92 V6 sjálfskiptur. Þarna náði ég í gott eintak sem ég sé ennþá, jafnvel útlítandi á götunni í dag og hann var þegar ég átti hann. Mjög skemmtilegur bíll, ók honum mikið og lenti aldrei í vandræðum.
hLandRover Discovery 96 á 33", með 2.5 dísel að mig minnir. Mér fannst hann frekar máttlaus, gott pláss á milli farþega en maður sat við hurðina eða úti á götu þegar keyrt var (upplifði það þannig). Það fór heddpakkning í þessum.
Pajero ’96 2.5 beinskiptur. Þessi bíll var frekar hár original þannig að ég kom 33" undir hann án þess að breyta neinu fyrir utan að saga aðeins úr framstuðaranum. Mjög þægilegt að ferðast á þessum bíl sem og nota hann innanbæjar. Ég keyrði hann um 150 þús (þá kominn í tæp 300) þegar ég seldi. Eina sem ég lenti í var að legur fóru í gírkassa. Skilst að gírkassinn á þessum bílum hafi verið eitthvað slappur á þessum tíma. Annar sagði mér að þetta væri vegna þess að sum smurverkstæði landsmanna vönduðu ekki til verksins og notuðu of þykka olíu sem kæmist ekki að lokuðu legunum (sel það ekki dýrara en ég keypti það).
Í dag er ég á pajero’05, 3,2 dísel á 33". mjög skemmtilegur bíll. Er búinn að eiga hann innan við 8 mánuði og er kominn í 30 þús km (and still counting).
Mér finnst mjög þægilegt að hafa þessi 2 aukasæti sem eru í honum. Í eldri útgáfunni sem ég átti hengu þau reyndar til hliðanna, en í þessum nýrri eru þau í gólfinu. 3’ja farrýmið eins og ég kalla það er mjög vinsælt hjá börnunum.
kv,
Bjarni
14.04.2006 at 00:55 #549438Auðvitað eiga ekki svona undirskriftarlistar að koma af ‘no name´’ síðum út í heimi.
Einhver hagsmunasamtok (f4x4?) þurfa að taka sig til og birta lista undir sínu nafni svo fólk skrái sig á hann eða hann verði marktækur að mínu mati. En aðeins mín 5 cent.
kv, Bjarni
14.04.2006 at 00:47 #549448Þetta kom s.s. ekki rétt upp, en fyrra verð og seinna verð miðast við dagstetnignarnar 28.03.06 og 13.04.06
kv, Bjarni
14.04.2006 at 00:44 #197753Í framhaldi af umræðu em bensín/olíverð er ég hérna með smá samanburð. Vona að þetta birtist rétt á síðunni eins og ég setti það upp:
Dags: 28.03.06 13.04.06
Esso (skógarhlíð)
95 Okt 117,2 122,8
Dísel 114,3 117,9Olís (álfheimar)
95 Okt 117,3 122,8
Dísel 114,5 117,9ÓB 95 Okt 115,8 121,1
Dísel 112,7 116,2Orkan (skemmuvegur)
95 Okt 115,7 121,0
Dísel 112,7 116,0Shell 95 Okt 116,7 122,1
Dísel 113,7 117,1Atlantsolía
95 Okt 115,8 121,1
Dísel 112,7 116,1KB banki
Gengi USD 71,45 76,71
Gengi Eur 86,27 92,93OPEC Basket Price
verð pr barrel í $ 58,02 63,48*
(*verð frá því deginum áður)Heimildir eru fengnar af heimasíðum þessara félaga, gengi af heimasíðu KBbanka og af heimasíðu Opec á þeim dagsetningum sem tilgreindar eru.
Ég á nánari samanburð, reyndar ekki í langan tíma en ástæðan fyrir því að ég fór að skoða þetta er sú að ég hef haldið hollustu við ákveðið félag og vildi ég skoða það nánar.
kv, Bjarni
14.04.2006 at 00:14 #549158hérna ætti að vera hægt að fylgjast verðum á ‘fötum’ af olíu -> http://www.opec.org/home/basket.aspx
Þeir hjá AO eru fallnir í sömu gróðrargryfjuna og önnur félög virðist vera, miðað við þróunina hjá þeim.
kv,
Bjarni
09.04.2006 at 23:19 #197718Heil & sæl,
ók á erftir 2 Patrolum austur Hellisheiði seinnipartinn í dag þar sem þeir beygðu í átt að Grímsnesi, báðir vel búnir (38″+).
Tók sérstaklega eftir því að sá fyrri var með tóma bílakerru í eftirdragi og sá síðari var með kerru með að mér sýndist tjakk (sá ekki betur en að rautt skaftið með svörtu handfangi stæði uppúr (kannski rétt að benda viðkomandi bílstjóra á að ljósin voru dauð á kerrunni sem er ekki gott í þoku eins og var í dag)).
Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég sá þá var að þeir væru að fara að bjaga TogOgYta mönnum. Svo sér maður ekkert um leiðangur hérna, þannig að ég er farinn að álykta að Patrol menn ferðist alltaf amk tveir saman, og þá annar með bilakerru og hinn með kerru og tjakk.
Þá er nú gott að vera á Pajero og vera laus við þetta vesen (;->
kv,
– Bjarni
17.01.2006 at 22:47 #539302Sælir og takk fyrir svörin.
Greinilega þörf umræða held ég. Ég minnist einnig þessarar fréttar sem Lallirafn talar um, spurning hvort að félagið athugi með að koma því í gang og fái að njóta góðs af?
Ég tel einmitt að það sé nauðsynlegt að þrífa dekkin reglulega (og vilja væntanlega flestir gera þetta allt á sem umhverfisvænan hátt), sérstaklega í ljósi frétta af umferð og óhöppum á höfuðborgarsvæðinu síðstu daga (væntanlega þó margir ennþá á sumardekkjum).
Ég keyri suðurlandsveginn 2x á dag og er vegurinn oft eins og pækill þó mér finnist eins og honum sé sinnt minna þennan veturinn en þann síðasta og miðað við tjöruna sem sest á bílinn þá styttist í að bíllinn minn fari að hækka um einhverjar tommur ef ég fer ekki að þrífa þau
Hef prufað Sám2000 sem er tvívirkur með sápu, finnst það ekki virka. Ætla að prufa terpentínuna og ath muninn.
mbk,
– Bjarni
17.01.2006 at 00:41 #539278Benedikt: ég er ekki á patrol heldur pajero, þannig að ég get spólað daginn inn og út ef út í það er farið
mhn: ertu með einhverja töfralausn við þessu? Hvernig þrífur þú dekkin, lætur olíhuhreinsir standa eins og Benedikt segir í 10 mín eða?
kv,
– Bjarni
16.01.2006 at 23:46 #197082Mig langaði að forvitnast um ykkar reynslu í því að þrífa dekk sem eru orðin hál af tjöru.
Ég er með dekk sem eru keyrð 10 þús km frá því í lok okt. og eru þau viðkomu eins og notaður sleikjó, mjög klístruð. Ég finn líka mun á þeim í hálkunni. Einhverntímann reyndi ég að þrífa dekk með litlum árangri fannst mér á þeim tíma.
Mig langaði að forvitnast um það hvort að menn væru almennt að þrífa þekkin sín reglulega, hvað þeir notuðu þá og hvernig að þvottinum væri staðið(er nóg að úða yfir eða þarf að skrúbba etc).
Þakka allar upplýsingar.
mbk,
– Bjarni
-
AuthorReplies