Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
16.11.2008 at 00:59 #632916
Sæll,
var einmitt í sömu pælingum síðla árs 2005. Var búinn að festa einn pajero sport en ákvað að reynsluaka pajero til að hafa samanburðinn (hafði átt 2 pajero áður).
Niðurstaðan varð sú að ekki var aftur snúið eftir þennan akstur. Þannig að við fengum okkur pajero og líkar vel við hann. Verst hvað Hekla er lélegt og óþjónustulundað umboð. Það er eini bletturinn á MMC.
kv, Bjarni
24.08.2008 at 11:29 #628018Þetta er ótrúlegt. Það þarf að finna þessa aðila og birta af þeim myndir og nöfn öllum félögum til varnaðar. Varla vill nokkurt félag hafa svona hryðjuverkamenn innan sinnan vébanda.
Tek undir orð Izan, að vera að nefna skotveiðimenn sérstaklega í þessu sambandi er ekki viðeigandi.
09.08.2008 at 00:13 #626932Stebbi, eins og Bolli bendir á þá er þetta ekki ólöglegt, ekki frekar en að ríkustu menn landsins láti almúgann borga fyrir sig þjónustu í sínu bæjarfélagi.
Svo má ekki gleyma steypubílunum sem aka hér um þjóðveg 1 í nágrenni höfuðborgarinnar í tuga tali og flestallir á gulum númerum… hversu mikið slíta þeir vegunum? Ég sá einn sem hafði vilst og þurfti að snúa við á gatnamótum og það vældi svoleiðs í öllu draslinu og dekkin öskruðu undan þunganum.. enda var hann fullur af steypu.
En að steinolíunni, hefur einhver prufað hana á pajero 3.2?
08.08.2008 at 20:16 #626926hvað með þá sem borga bara 10% fjármagnstekjuskatt, engan tekjuskatt og þar með ekkert útsvar til síns sveitarfélags en nota þjónustuna þar, s.s. sorphirðu, skóla etc…
Maður heyrir ekki um neinar handtökur á þessu fólki…
03.06.2008 at 23:43 #623930Einnig Ferro Zink í Haf, þeir eru með svart efni -> http://www.ferro.is/
Svo er Metal með ryðfrítt og álprófíla -> http://www.metalehf.is/
kv, Bjarni
20.05.2008 at 17:53 #623088það er nú ekki eins og það sé brjáluð traffík á blessuðu spjallinu. Eftir allar þessar takmarkanir etc þá hefur þetta dalað mjög mikið finnst mér.
05.04.2008 at 01:07 #202249Heil & sæl,
var að lesa þessa frétt (http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item200216/) og taldi mig knúinn til að senda fréttastofu upplýsingar, sem og ég gerði.
Mér sýnist sem svo að Runólfur sé að skíta f4x4 út fyrir það að hann fái ekki meira en 3kr í afslátt fyrir sína félagsmenn.
En tek undir það að álagning félaganna sé töluverð.
kv,
-Bjarni
28.03.2008 at 12:47 #618678*****
Innlent | mbl.is | 28.3.2008 | 12:32
Tugir vörubíla á Kringlumýrabraut, Miklubraut og í ÁrtúnsbrekkuTugir vörubíla og flutningabíla hafa myndað bílaraðir við Kringlumýrabraut og Miklubraut, og í Ártúnsbrekku. Um er að ræða aðgerðir atvinnubílstjóra sem vilja mótmæla háu eldsneytisverði, líkt og þeir gerðu í gær.
Tugir flutningabíla með tengivagna var lagt á Ártúnsbrekku í gær skammt frá verslun N1 og lokuðu þeir umferðinni í báðar áttir.
*****
27.03.2008 at 23:36 #202200Heil & sæl,
eins og heyrst hefur í fréttum í allan dag þá tóku nokkrir trukkabílstjórar sig til og lokuðu ártúnsbrekkunni.
Ég er nokkuð hissa yfir því að enginn hafi stofnað þráð um þetta framlag hér. Og þá sérstaklega í ljósi þeirra umræðu um mótmæli undanfarið sem engin niðurstaða virðist nást í.
Síðast þegar þetta var reynt með skipulögðum hætti og lögreglu og slökkviliði tilkynnt það í tíma var þetta drepið með hótunum lögreglu. Þess vegna hafa þeir væntanlega ákveðið að koma með smá ‘surprise’ í dag.
Ég skil í sjálfu sér áhyggjur sjúkraflutningamanna og lögreglu vegna þessa, en göturnar í henni Reykjavík eru nú almennt ekkert greiðfærar svona á álagstímum.
En persónulega er ég hrifinn af því að þessir ágætu menn skuli hafa gert eitthvað í málunum. Loksins koma einhverjir sem eru hættir að nenna að væla í sínu skúmaskoti og framkvæma! Núna vantar bara eftirfylgni. Hver eða hvaða hópur þorir næst?
Hvað finnst fólki um þetta?
17.02.2008 at 21:35 #614524… þetta er alveg hrikalega ljótt.
kv,
– Bjarni
22.01.2008 at 23:46 #581576Kveldið,
nú er ég í bjartsýniskasti, er nokkuð til aukasett sem passar í Pajero’05?
kv,
– Bjarni
29.08.2007 at 23:36 #594776Staðan síðustu daga í Olís Norðlingaholti, Select Vesturlandsvegi og N1 í Ártúnsbrekku.
Olís : Diesel 125,0 / Bensín 126,0
Select : Diesel 125,0 / Bensín 126,0
N1 : Diesel 125,0 / Bensín 126,0kv,
– Bjarni
17.08.2007 at 20:37 #594764nei, ég er ekki að átta mig á því fyrst núna að olíufélögin séu að taka landsmenn í rassgatið.
Þetta tal í fréttum um bullandi samkeppni síðustu daga og hækkunin núna er gjörsamlega búin að fylla mælirinn hjá mér. Ósvífnin og fyrirlitningin í garð viðskiptavinarins skín í gegn.
Ég hef ákveðið að versla ekkert annað af þeim en það allra nauðsynlegasta, þ.e.a.s. olíuna því annað get ég ekki leitað.
Svo í framhaldinu er bara að skoða ethanol, biodiesel etc…
Bjarni
16.08.2007 at 22:11 #594754Það er bara að leggja í púkk og bjóða þessum furstum birginn! Eitthvað þarf að gera.
*****
Markaðurinn, 08. ágú. 2007 04:30Hvalfjarðartankar seldir hæstbjóðanda
Olíubirgðastöð NATO í Hvalfirði, sem verið hefur á forræði ríkisins frá því Varnarliðið skilaði svæðinu í fyrra, verður auglýst til sölu á næstu vikum.
Þórhallur Arason, skrifstofustjóri fjárreiðu- og eignaskrifstofu fjármálaráðuneytisins, segir þó nokkur fyrirtæki hafa haft samband vegna aðstöðunnar, en koma verði í ljós hver bjóði best.Við höfum ákveðið að auglýsa þetta til sölu í ágúst eða september, svona þegar sumri hallar, segir Þórhallur.
Mannvirkin í Hvalfirði eru fyrst og fremst stórir niðurgrafnir olíutankar, bryggja, skemmur og íbúðarhúsnæði. Þórhallur segir ljóst að eitthvað þurfi að hreinsa til á svæðinu; sum gömlu húsanna séu ekki notkunarhæf. Ríkislögreglustjóri hefur nýtt svæðið til æfinga fyrir sérsveitir lögreglu, en verður líklega að leita annað vilji einhver kaupa. Kunnugir segja óvíst um ástand olíutankanna, enda þeir komnir til ára sinna.
*****Bjarni
16.08.2007 at 21:42 #200656Heil & sæl,
í kjölfar frétta ekki fyrir löngu síðan um laka afkomu olíufélaganna og í framhaldinu viðtal við framkvæmdastjóra/forstjóra Atlantsolíu í fréttum um að þetta væri ástæða gríðarlegrar samkeppni á markaðnum og aðrir forstjórar tóku undir þessu orð og málið var dautt má ég til með að koma með smá innlegg í umræðuna.
Í gær átti ég leið framhjá Olís í Norðlingaholti, Select á Vesturlandsvegi og niður Ártúnsbrekkuna og framhjá N1.
Einhverra hluta vegna fylgist ég með verðskiltunum á sjálfsafgreiðslunni á þessum stöðum.
Verðin þann 15.08.07:
Olís : Diesel 124,0 / Bensín 125,0
Select: Diesel 124,0 / Bensín 125,0
N1 : Diesel 124,0 / Bensín 125,0Nú, ég keyri aftur þarna framhjá í dag og tek stöðuna á skiltunum:
Verðin þann 16.08.07:
Olís : Diesel 126,0 / Bensín 127,0
Select: Diesel 126,0 / Bensín 127,0
N1 : Diesel 126,0 / Bensín 127,0Sem sagt, rjúkandi samkeppni (eða öllu heldur samráð) upp á aur!
Og hvað gerist svo í dag þegar stöðugar fréttir eru af því að krónan sé að lækka? Nú andskotans íslensku olíufurstarnir senda hvorum öðrum SMS og allir hækka samtímis um 2 krónur til að viðhalda þessari rjúkandi samkeppni sem þeir hafa verið að halda fram í fjölmiðlum landsins ekki fyrir löngu síðan….
Krónan er búin að vera þvílíkt stabíl og há í sumar og dollarinn í 60 kalli, en við erum samt búin að vera að borga nálægt 120 krónum fyrir líterinn… þetta er bara löngu hætt að ‘meika sense’!
Langar svo að nota tækifærið og benda olíufélögunum á ódýra lausn í sambandi við þessa sumarleiki sína. Í stað þess að bjóða eitthvað góðgæti fyrir 2 stimpil mætti frekar vera 500ml vaselínstúpa, það er nefnilega svo sárt að láta taka sig svona í þurrann analinn trekk í trekk. Maður kemur fyrr aftur í 3 stimpil ef allt gengur smooth fyrir sig.
Bjarni
15.04.2007 at 12:16 #588318Takk fyrir þetta Ofsi.
kv, Bjarni
15.04.2007 at 00:02 #588312Hæ,
hvaða leiðir er hægt að fara uppá Ingólfsfjall? Hvar kemur maður að þeim og hvernig eru þær?
kv, Bjarni
07.04.2007 at 01:32 #587446þetta er því miður ekki óalgeng sjón á þessum vegarkafla. Taka niður númerið og hringja í 112 og kæra kvikindið. Það er það sem menn eiga að gera.. ekki bara blóta í hljóði..
Ég ek þennan veg amk 2x á dag og blöskrar mér hvernig sumir aka. Ég tek fram úr eins og aðrir, en gæti að því að það sé brotin lína og að nóg pláss sé til þess. Mætti um daginn Subaru Impreza í kömbunum sem ég reikna með að hafi verið vel á öðru hundraðinu og tók fram úr öfugu megin.
Það sem fer mesti í pirrurnar á mér er:
1) þegar komið er að fyrstu tvöföldun austur frá rvk þá virðist það vera sem svo að þeir tveir trukkar sem keyra á eftir hvorum öðrum þurfi að fara í kappakstur. Annar kemst í 85 en hinn í 90. Þar með er tvöfalda kaflanum eytt í að sitja undir grjótkasti frá trukkabílstjórum sem eru í símanum og spá ekki í annað en að taka fram úr félaganum sem annað hvort með færri hestöfl eða meiri farm.
2) það að ekki sé tekið harðar á trukkabílstjórum sem breiða ekki yfir farminn sinn (sit sjálfur uppi með tug þúsunda tjón vegna þessa)
3) þegar fólk heldur að það sé númer eitt, notar þessar tvöfaldanir til að gefa í og aka langt yfir hámarkshraða til að verða fararstjóri, svo þegar breikkunin endar og umferðin kemur á móti þá er í góðu að aka á 70-80.
4) þegar fólk notar ekki stefnuljós!!!!!
Svo er til fullt af góðum trukkagaurum sem gefa manni merki þegar óhætt er að taka framúr. Mér finnst hinsvegar að þeir sem aka norðurleiðina frá rvk vera þar til fyrirmyndar (amk þegar ég hef verið að fara norður).
Pæling.
kv,
– Bjarni
01.04.2007 at 23:01 #586768Heil & sæl,
ég vil óska hafnfirðingum til hamingju með þessa ákvörðun. Hver vill hafa álver í bakgarðinum sínum? Ekki ég þó ég búi ekki í Hafnarfirði þá ek ég reykjanesbrautina oft á ári á leið minni á keflavíkurflugvöll.
Ég er algjörlega á móti virkjun þjórsárvera, og á móti því að reyst verði ál"eitthvað" við þorlákshöfn.
Ég vil ekki sjá þennan fjanda skemma suðurlandið.
Það þarf ekki annað en að aka Suðurlandsveg (rvík-selfoss)til að sjá hvað virkjanirnar eru að breiða úr sér. Um daginn sá ég ýtur vera að ryðja enn einn slóðann á heiðinni. Það er kannski "í umhverfismati".
Hvað gerðist fyrir stáliðnaðinn í englandi þegar stálþörfin minkaði? Þá urðu heilu plássin sem voru byggð upp í kringum stál nánast að drauga og glæpabæjum.
Hvað eru íslendingar annað að gera en að upplifa það sama nema í áli. Hvað gera menn þegar alheimurinn uppgötvar það að ál er ekki eins æðislegt og allir vilja meina? Það getur t.d. stuðlað að alzheimer(svo sagði efnafræðikennarinn minn í denn).
Íslendingar hafa möguleika á því að rækta hér upp tæknisetur og alþjóðlega gagnageymslur. Afhverju ekki að skoða það?
Nota rafmagnið í að keyra áfram stærstu tölvuver hnattarins, þar sem öll helstu starfskvikindi landsins kæmu að.
Eða viljum við bara framkvæmdir sem íslendingar vilja ekki einu sinni vinna við svo hægt sé að viðhalda auknum viðskiptahalla?
Stopp á álver (líka það í Helguvík)!
Förum að gera eitthvað skynsamlegt við orkuna! Til dæmis mætti byrja á því að bjóða einstaklingum/fjölskyldum heitt vatn og rafmagn á siðsamlegu verði í stað þess að gefa það til stórfyrirtækja!
Mín pæling..
góðar stundir.
kv,
– Bjarni
26.03.2007 at 22:05 #585998Hlynur og RofustoppuRobbi fá A+ fyrir sín comment hehe
-
AuthorReplies