Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
06.04.2013 at 00:28 #225877
Heil & sæl,
veit einhver hvernig færðin er að Tjaldfelli norðan Skjaldbreiðar þessa stundina?
kv, Bjarni
20.06.2012 at 01:27 #755251Sælir,
keypti ný dekk í vor (BFG 33") og lét setja undir Pajero hjá mér, fannst þau full hörð og mældi 35 pund í þeim frá dekkjaverkstæðinu.
Ég lækkaði það í 32 pund og keyri þau svoleiðis á malbikinu. Reikna með að lækka um 1-2 pund til að fá hann mýkri.
Skil ekki þessa töflu hjá Artic Trucks, er þetta ekki bara ávísun á meiri eyðslu og slit á börðum dekkjanna á malbikinu?
kv, Bjarni
08.02.2010 at 20:21 #682056[quote="BTF":3195eefy]
Finn þetta ekki á jeppaspjall.is, gætirðu vísað beint í þráðinn um þetta?[/quote:3195eefy]
Sæll,
5 þrepa skiptingin kemur fyrst í ‘lookinu’ sem er byrjað að flytja hingað til lands um mitt ár eða haustið 2000. Þetta er s.s. ‘lookið’ sem er út 2003, svo kemur annað´’look’ þarna (hingað) 2004-2007, en 2007 kemur það sem er í boði í dag. Eftir því sem ég best veit þá eru sömu vélarnar og skiptingarnar í þessum bílum.
Ég er með ’05 bíl með 3.2 DI-D vélinni og þessa 5 þrepa skiptingu og er þetta algjör snilld. Að keyra gamla bílinn og þennan er eins og svart og hvítt, eða það finnst mér. Var oft í vandræðum með overdrive-ið á þeim gamla, tók stundum uppá því að detta í það eftir dúk og disk.
Hef ekki skoðað fyrsta ‘lookið’, en man ekki betur en að minn og sá sem eg var með ’08 í smá tíma hafi verið með sama drif líka.
Vonandi hjálpar þetta eitthvað.
07.02.2010 at 02:56 #68204614.10.2009 at 00:36 #661786Sælir,
ég er með 33" og er á Suðurlandi þar sem oft snöggfrýs og er blautt. Hjá mér kemur ekkert annað til greina en að vera á nöglum (hef ekki prufað micro skurð). En fór að spá í micro skurð í haust og lagði inn fyrirspurn hér í haust um efnið.
Menn voru sammála um að microskurður auki veggrip, að dekkin lifi lengur og að hávaði frá þeim verði minni, augljós ávinningur.
Ástæðan fyrir því að ég fór að spá í þetta var einmitt að ég hafði heyrt að hávaðinn yrði minni og mér finnst hávaðinn í sumardekkjunum (sem eru sama tegund bara án nagla) vera farinn að aukast mikið með sliti dekkjanna.
Þannig að þegar nagladekkin verða sett undir verða þau mikroskorinn í leiðinni. Pælingin er svo að mikroskera sumardekkin fyrir næsta sumar komi þetta vel út.
Dekkin sem ég er með heita ProComp (All Terrain) og hafa bara reynst nokkuð vel.
kv, Bjarni16.09.2009 at 21:20 #657554Palli, hvenær áætlið þið að vera á Þingvöllum? Reikna með að slást í hópinn þar frekar en á Laugaveginum.
kv, Bjarni
11.09.2009 at 21:53 #656740Sælir,
það gekk ágætlega að taka þetta í sundur. Nokkuð ljóst þegar maður byrjar. Tappar neðst, tvær skrúfur aftast á klæðningunni (er aftari hurð hægra megin). Svo er umgjörðinni í kringum hurðaopnarann smellt af, fyrst af ofanverðu þar sem hann er stærri (eða með spöng) að neðanverðu. Einnig er ‘armpúðanum’ (púðinn þar sem maður leggur höndina á fyrir aftan handfangið) einnig smellt af og er þar skrúfa.
En þegar ég var búinn að rífa þetta og taka mótorinn úr, þá varð ég hissa. Þetta kvikindi blasti við mér:
[attachment=1:3eckq4tb]120_3593_saman.JPG[/attachment:3eckq4tb]
Engar voru skrúfurnar til að taka þetta í sundur, armurinn fastur og þrátt fyrir að hafa reynt að þvinga þetta ‘léttilega’ í sundur með skrúfjárni þá ákvað ég að bíða til morguns og ath hvað þetta ‘einnota’ dót kostar, varla getur það verið mikið.
Ég hringdi í Stillingu sem sagði mér að ég fengi þetta bara nýtt í umboðinu, og það komu svitaperlur á ennið við þessi tíðindi.
Hringdi í Heklu, jú þetta er til. Það þarf að kaupa alla læsinguna með! "Og hvað kostar það?" spyr maður. "ja, þetta gera 64454".
Ekki er ég nú alveg til í að borga 65 þús kall fyrir svona einnota dót. Þannig að hringt var í partasölur, einhver átti þetta og var verðið 50% af verði umboðs eins og oft tíðkast. Einn var með 10 þús ef þetta passaði úr gömlum montero.
´
Ég ákvað að opna þetta. Skellti á þetta hitabyssu og hitaði samskeytin nokkuð vel, tók svo léttan hamar og nett skrúfjárn og lamdi létt á milli samskeytanna og náði að opna dósina (sem greinilega er vel límd saman). Þá blasti þetta við:[attachment=0:3eckq4tb]120_3598_sundur.JPG[/attachment:3eckq4tb]
Ég tók mótorinn úr, hreinsaði af honum mesta ryðið og losaði um öxulinn. Lét wd40 vaða í gegnum hann á meðan ég lét hann snúast fram og tilbaka (tengdi við samlæsinguna) og sá hann verða hreinan og hljóðlausan.
Þegar allt var búið að snúast vel og lengi og leit vel út, þá makaði ég vel af vaselíni yfir allan mótorinn þreif hjólin og smurði. Setti svo ‘dash’ af grettistaki á annan flötinn og skellti þessu svo saman. Setti þvingur á þetta í góðan tíma og skrúfaði svo dótið í.
Er búinn að opna/loka svona 100 sinnum síðan og allt heldur ennþá. Það verður gaman að sjá hvað þessi ‘viðgerð’ endist lengi.
Vonandi getur einhver nýtt sér þessar upplýsingar.
kv, Bjarni
09.09.2009 at 20:54 #206374Heil & sæl,
er með Pajero ’05, önnur afturhurðin neitaði að opnast í morgun. Læsingin stendur eitthvað á sér. Náði að opna hurðina áðan með því að beita afli á þetta en hún fer í lás aftur.
Allaveganna, búinn að ná að opna hurðina þá er það spjaldið af. Hef ekki rifið þetta í sindur áður. Á einhver ráðleggingar með þetta og þá hvað málið gæti verið? (farin samlæsingarpumpa?)
Takk.
kv, Bjarni
18.08.2009 at 16:48 #205864Heil & sæl,
ég er að velta því fyrir mér að míkróskera 33″ dekkin hjá mér. Er þetta eina vitið? Þið sem eruð með míkróskorin dekk, finnið þið mikin mun á hávaða og gripi?
Eru menn að skera þetta sjálfir eða láta bara hjólbarðaverkstæðin um þetta, sé að menn tala um ákveðnar vélar í þetta og svo sá ég á einhverri síðunni að talað er um dýptarmöguleika, hvað á að skera mikið? Hverjir eru bestir í þessu?
Er alveg grænn í þessu.
Takk takk.
Bjarni08.08.2009 at 01:03 #653594takk fyrir þetta strákar.
Snöfli, ertu þá á 10" felgum? Held að það muni þar mikið um.
07.08.2009 at 22:07 #205651Heil & sæl,
er með Pajero á 33″ á 8″ breiðum felgum (Anterra breyting) og er að velta því fyrir mér hver sé réttur loftþrýstingur í þessi dekk, er einhver með það á hreinu?
S.s. hvað er notað á malbiki og svo á möl eða slóðum (eða eins og t.d. inní mörk)?
05.08.2009 at 23:19 #653332Eins kemur fram í fréttinni árekstur bíls með hjólhýsi.
Hvað með íslendingana sem eru með 4 herbergja skuldahala á eftir sér og sumir hverjir á of litlum bílum á þjóðvegum landsins til að draga það? Og þá hina sem eru á slyddujeppa og með gamla fellihýsið í eftirdragi og búnir að setja upp hatt og eru orðnir sjálfkjörnir lestarstjórar?
Það er óþolandi ástand á þjóðvegum landssins vegna fávisku/tillitssleysi mjög margra.
08.05.2009 at 18:02 #20435826.04.2009 at 21:10 #646546takk fyrir þetta, áhugaverð græja sem hann er með þarna.
Ég var að gúggla eftir að ég sendi inn fyrirspurnina og fann [url=http://http://www.tjtrailers.com/store/trailer-plans-blueprints.html:2gk3lxb1][b:2gk3lxb1]þetta[/b:2gk3lxb1][/url:2gk3lxb1] . Þarna er hægt að fá góðar hugmyndir sem og teikningar ef maður vill borga fyrir þær.
26.04.2009 at 12:26 #204312Það stendur til að smíða kerru á þessum bæ, einhverja svona margnota sem ég get notað undir fjórhjól og fyrir vinnu í garðinum osfrv.
Er að velta því fyrir mér hvort einhver geti bent mér á hugmyndir eða teikningar á netinu?
28.03.2009 at 21:03 #204129Hæ,
mágur minn er með eðal svía sem er á besta aldri, eða SAAB 9000 sjálfskiptan. Bíllinn hefur gengið eins og klukka hingað til.
Nema um daginn í akstri þá missti hann skyndilega gír og hefur ekki tekið gír síðan. Engin óhljóð komu og er engan olíuleka að sjá.
Þegar bíllinn er settur á milli gíra í kyrrstöðu þá heyrist mismunandi vélarhljóð (eins og eitthvað sé að gerast) en bíllinn snuðar ekki einu sinni, amk virðist ekkert grípa í.
Veit einhver hvað vandamálið getur hugsanlega verið?
kv, Bjarni
28.03.2009 at 00:10 #644344tberg, hvaða verkstæði var þetta sem var ný búið að fara yfir allt?
21.02.2009 at 23:27 #641706já þetta er magnað.. hef farið með bílinn í öll tékk hjá þeim og hefur verið skipt um klossa etc..
Þekki tvo aðra eigendur af sama bíl eða 06 árgerð og er búið að skipta um í öðrum diskana (ábyrgð) og í hinum 3svar og endaði það með því að hann gafst upp á þessu og skipti yfir í aðra tegund.
Ég er með Volvo fólksbíl sem ekinn er 110 þús og aldrei hefur verið bremsuvesen með hann. Er líka með Subaru sem ekinn er 180 þús og ekkert bremsuvesen þar (þó ýmislegt annað hafi hrjáð hann greyið).. þess vegna er maður að spyrja sig hvernig þessi mál eru.
Takk fyrir svörin.
kv, Bjarni
21.02.2009 at 22:56 #641702Sælir,
sko, er mað pajero 05 sem er ekinn 86 þús km. Hann fór í síðustu ástandsskoðun/ábyrgðarskoðun í tæplega 82 þús. Ég hafði kvartað yfir bremsunum og hvort það væru ekki gallaðir diskar í bílnum (þar sem ég sá miklar rákir á þeim í gegnum álfelgurnar) og við að snerta þá var eins og að snerta þvottabretti ásamt því að mikill titringur var þegar bremsað var og hefur mér fundist sem svo að bremsurnar séu langt frá því eins góðar og í eldri pæjunni sem ég átti.
Svarið sem ég fékk hjá umboðsaðila Heklu var það að þeir í rvík segðu að bíllinn væri of mikið ekinn til að ábyrgðinn tæki þetta yfir. Ég var að sjálfsögðu hissa.. en þeir settu ekkert út á þetta (bremsuranr) (sem fagaðili og bíllinn í checki hjá þeim) þannig að ég hugasði ekki meira um það.
Í vikunni fer ég svo að heyra væl og kaupi klossa hjá Stillingu og skipti um þá sjálfur. Þá tek ég eftir því hversu diskarnir eru ílla farnir og það er brotið úr einum þeirra. Þurfti svo að skreppa rúma 100 km áðan og fann þá hvað allt nötraði þegar bremsurnar voru notaðar.
Ég er eðliulega ekki sáttur. Langaði því að forvitnast um endingartíma á þessum diskum. Er eðlilegt að það þurfi að renna þá við klossaskipti.. hver er taktíkin í þessu?
kv, Bjarni
21.02.2009 at 21:35 #203883Heil & sæl,
var að velta því fyrir mér eftir að hafa skipt um bremsuklossa hver almennur endingartími bremsudiska sé í km talið miðað við almennan akstur.
Hver er ykkar reynsla með þetta?
kv, Bjarni
-
AuthorReplies